Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 29 UMRÆÐAN ÞAR SEM ég skrifaði MA- ritgerðina mína um hreintungu- stefnu í íslenskunni vakti greinin Hrein tunga eftir Kristján G. Arn- grímsson (birt þann 26. apríl sl.) strax athygli mína. Spurningin um félagsmálvís- indalegar afleiðingar hreintungu- stefnunnar eru mjög áhugaverðar, en að mínu mati eru þær alls ekki neikvæðar. Hreintungustefnan á Íslandi er einstök að því leyti að hún hefur verið og er enn mjög árangursrík. Flest menningar- tungumál hafa gengið í gegnum hreins- unartímabil, yfirleitt þegar landið/svæðið þar sem þau eru töluð öðlast sjálfstæði og tungumálið verður staðlað. Eftir þetta tímabil minnkar mik- ilvægi þessarar stefnu verulega. Árangurinn á Íslandi er líka ein- stakur þar sem Ísland er lýðræð- isríki og því enginn þvingaður til að fara eftir stefnunni. Í Norður- Kóreu ríkir t.d. líka einhvers konar hreintungustefna þar sem staðall- inn er einkamállýska (idiolect) Kim Il-Sung fyrrverandi einræðisherra og föður Kim Jung-Il núverandi einræðisherra. Brot á stefnunni eru hættuleg ef ekki refsiverð. Annað atriði sem aðskilur hrein- tungustefnuna á Íslandi og í Norð- ur-Kóreu er að staðallinn í síð- arnefnda tilfellinu er tilviljunarkenndur (byggður á einkamállýsku eins einstaklings) en í íslenskunni er hann sagn- fræðilegur (þó að það megi deila um það í einstökum tilfellum). Ég tek þessi tvö atriði, lýðveldi og sagnfræðilegur staðall vs. ein- ræðisríki og tilviljunarkenndur staðall, sérstaklega fram til að koma í veg fyrir að andstæðingar stefnunnar myndu kalla hana ólýð- ræðislega og jafnvel öfgakennda. Í grein sinni gefur Kristján í skyn að hreintungustefnan á Íslandi skapi greinarmun á milli úrvalsins og hinna. Þó að hrein- tungustefnan á Íslandi sé einstök þá er þessi greinarmunur það alls ekki: í flestöllum menningartungu- málum er hann til staðar. Félagslegt mikilvægi hans fer eft- ir þjóðfélögum, en í öllum þjóðfélögum í heiminum verður fólk félagslega dæmt eftir því hvernig það talar, hvort sem er um inn- fædda eða útlendinga að ræða. Þessi umræða hefur áður átt sér stað a.m.k. hvað varðar innfædda. Á áttunda áratugnum héldu nokkrir bandarískir málfræðingar því fram að (hvítir) kennarar ættu frekar að taka tillit til þess sem svartir nem- endur þeirra sögðu heldur en hvernig þeir sögðu það. Kenn- ararnir ættu ekki lengur að reyna að kenna nemendum sínum hvíta staðalinn. Þetta var allt gott og blessað svo lengi sem þessir nem- endur voru í skólanum. Ástæðan fyrir því að þessi stefna er ekki lengur vinsæl meðal málvísinda- manna er sú, að í samfélaginu verða menn enn sem fyrr m.a. dæmdir eftir því hvernig þeir tala. Ein- staklingur sem heldur áfram að tala svarta ensku í atvinnuleit býr því miður við skerta möguleika. Þetta er ekki sanngjarnt, en það er stað- reynd. Hrein tunga sem staðall er ekki heldur yfirstéttarkenndari frekar heldur en staðall byggður á ein- hverju öðru. Sem dæmi má nefna enskuna, sem hefur tekið upp fleiri orð en hvaða tungumál sem er í heiminum. Mörg þessara orða koma upphaflega úr latínu og forn-grísku. Þau eru svo mörg að það er ekki hægt að læra þau utanað, ekki einu sinni fyrir innfædda. Eina leiðin til að læra og skilja sem flest þessara orða er að læra latínu og grísku. Þó að mér finnist að fleiri mættu læra þessi tungumál (eins og ég hef gert sjálf) þá finnst mér alveg óraunhæft að allir enskumælandi einstaklingar læri þessi tungumál. Ég tek sjálf oft eftir því í mínu eigin móðurmáli, hollensku, að fólk sem hefur ekki hlotið sömu menntun og ég skilur oft ekki orð sem koma úr latínu eða grísku, og á erfitt með að muna þau. Það á hins vegar auðveldara með að skilja hrein hollensk orð. T.d. á hollenskan mörg hrein orð í stærðfræði, sem útskýra nákvæm- lega það sem hugtakið þýðir. Ofangreindur punktur sýnir líka það sem rannsóknir sanna: jafnvel andstæðingar hreintungustefna í hinum ýmsu þjóðfélögum eiga að viðurkenna að hrein tunga og hrein orð leiða til þess að fleiri ein- staklingar í samfélaginu skilja flók- in orð og hugtök. Þetta á aðallega við um innfædda, en að mínu mati á tungumál ekki að aðlaga sig að út- lendingum. Útlendingum er ekki heldur hjálpað með því að breyta tungumáli nýja landsins, auk þess sem útlendingar koma frá mismun- andi löndum þannig að það er ekki alveg ljóst nákvæmlega að hvaða útlendingum á að aðlaga tungu- málið. Svo væri það ekki sanngjarn gagnvart Íslendingum sem kunna ekki ensku eða fornmál. Kristján segir réttilega að það sé ekki hægt að kunna ekki eigið tungumál, en mig langar að bæta við að ekki heldur sé hægt að kunna erlent tungumál fullkomlega. Þótt örfáir einstaklingar fæddust með þann hæfileika að geta náð mjög góðum tökum á erlendu tungumáli sem þeir hafa lært sem fullorðnir, ná jafnvel þeir aldrei fullkomnuninni. Margir aðrir halda að þeir séu mjög góðir, en eins og Mörður Árnason sagði fyrir ekki svo löngu í sjónvarpinu þá eru Ís- lendingar ekki eins góðir í ensku og þeir halda. Eins og ég hef sýnt fram þá eru engin félagsmálvísindaleg rök til að breyta einhverju í hreintungustefn- unni. Svo er íslenskan eins og hún er líka bara fallegt tungumál. Íslenska hreintungustefnan – Svar við grein Kristjáns G. Arngrímssonar Inge Van Keirsbilck svarar Kristjáni G. Arngrímssyni ’Eins og ég hef sýntfram þá eru engin fé- lagsmálvísindaleg rök til að breyta einhverju í hreintungustefnunni. ‘ Inge Van Keirsbilck Höfundur er með mastersgráðu í germönskum tungumálum frá Háskólanum í Gent, Belgíu. Í GREIN sem undirritaður ritaði í Morgunblaðið 12. desember 2004, voru færð rök fyrir því að lágmarks- meðlag á Íslandi stæði undir 41% af útgjöldum vegna barns án húsnæð- iskostnaðar. Þetta var byggt á neyslutölum í skýrslu Hagstofunnar (nr. 89/ 2004, www.hagstofa.is). Jafnframt voru færð rök fyrir því að heimsins hæstu lágmarksmeðlög væru hér á landi. Félag einstæðra for- eldra (FEF) hefur ný- lega sett upp viðmiðunar neysluviðmið á vefsíðu sinni. FEF telur þessi viðmið lágmarksviðmið, en þar sem ekki er tekið tillit til umgengni þá er þetta eðlilegur viðmið- unargrunnur. Ef kostnaður vegna húsnæðis er tekinn út, þar sem báðir foreldrar þurfa að kosta þak yfir höf- uðið á sér og sínu barni, er út- gjaldaauki á mánuði við að annast tvö börn samanborið að hafa eitt barn um 35.540 kr. Meðlag kr. 16.586 er því um 46,7% af kostnaði. Að annast 3 börn samanborið við 2 börn er út- gjaldauki uppá 33.300 kr. Meðlag kr. 16.586 er um 49,8% af kostnaði. Að annast 4 börn samanborið við 3 börn er útgjaldaauki um 28.700 kr. Meðlag 16.586 er um 57,8% af kostnaði. Mið- að við greiðslu lágmarksmeðlags, barnabóta og skattaívilnana og eðli- legrar umgengni, greiðir forsjárfor- eldrið ávallt minnihluta vegna fram- færslu barns, án húsnæðiskostnaðar. Meðlagsgreiðslur ættu ekki að geta verið hærri en einfalt með- lag, því með þeirri upp- hæð að viðlögðum op- inberum bótum, að teknu tilliti til um- gengni, fær forsjárfor- eldrið nær allan kostn- að vegna barnsins greiddan. Auknar meðlags- greiðslur Einkamálaskrifstofa Dómsmálaráðuneyt- isins hefur útbúið töflu, þar sem útfrá heildartekjum eru gefnar leiðbein- andi reglur hvernig dæma megi for- sjárlausa í aukin meðlög. Svipað verklag er við lýði í Danmörku. Bæði í Danmörku og á Íslandi er tekið fram að töflurnar eru til viðmiðunar. Í praksís er hér á landi nær eingöngu horft á þessar tölur. Í öðrum löndum eru vandaðri útreikningar, þar sem tekið er tillit til fleiri þátta, með reikningslegum hætti. Í Danmörku er meðlag kr. 11.503 á mánuði en á Íslandi kr. 16.586. Það þarf því að hækka danska meðlagið um 44% til að verða jafnhátt því ís- lenska. Tekjuviðmið í íslensku töfl- unni, er svo 9–24% lægri en í dönsku töflunni. Íslensk stjórnvöld dæma þannig meðlagsgreiðendur mun harðar bæði til greiðslu lágmarks- meðlags og til aukinna meðlags- greiðslna. Forsjáraðilinn getur krafið hitt for- eldrið, hvenær sem er, um aukin með- lög. Forsjárforeldrum er í lófa lagið að ná fyrst hagstæðari eignaskipta- samningi við skilnað, gegn eðlilegri meðlagsgreiðslu, en svo sækja um aukið meðlag. Stjórnsýslan skil- greinir að það gangi í berhögg við þarfir barns ef forsjárlausa foreldrið greiði ekki sem mest til forsjár for- eldrisins. Hinn forsjárlausi fær enga möguleika eða boð um meiri hlutdeild í lífi barns, eða ríkjandi þátttaka við- urkennd. Þannig hefur forsjárfor- eldri alltaf „veiðileyfi“ að tekjum hins forsjárlausa. Spyrja má hvort er barni mikilvægara, virk þátttaka for- sjárlausra í uppeldinu eða að sem mestir fjármunir séu millifærðir frá heimili forsjárlausra til heimili for- sjárforeldris. Ef forsjárlaust foreldri greiðir tvöfalt meðlag með barni, hef- ur barnið í reglulegri umgengni og móðir fær barnabætur og aðrar op- inberar bætur og ívilnanir, fær for- sjárforeldrið alla framfærslu barns- ins greidda og mun meira en það. Meðlag er ekki tekjujöfnunartæki né til framfærslu forsjáraðilans, enda rækilega skilgreint í lögum að meðlag sé eign barns. Við slíkar aðstæður sinnir forsjáraðilinn ekki fjárhags- framfærslu síns barns, þar sem viðkomandi fær meira en alla fram- færsluna greidda. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir í 18. gr. „Aðild- arríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. “ Í mannréttindasáttmála Evrópu segir í 8 gr. „Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heim- ilis og bréfaskipta.“ Á Íslandi eru þessi ákvæði þverbrotin, með að svipta hæft foreldri forsjá barna sinna, og skilgreina að framfærslu sé einvörð- ungu hægt að sinna með greiðslu meðlags. Með beinni umönnun (sam- eiginlegri forsjá) myndi löggjafinn tryggja rétt barns til beggja foreldra með hliðsjón af 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi for- sjárlausa aðilans til fjölskyldulífs samanber 8. gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Því miður hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst litið á forsjárlausa sem meðlagsgreiðendur. Þar hafa bæði gölluð lög og kvensetin stjórn- sýsla verið börnum og forsjárlausum (feðrum) óþægur ljár í þúfu. Mannréttindi barna og forsjárlausra foreldra Gísli Gíslason fjallar um barnameðlög og framfærslu ’Því miður hafa íslenskstjórnvöld fyrst og fremst litið á forsjár- lausa sem meðlags- greiðendur en ekki upp- alendur.‘ Gísli Gíslason Höfundur er ritari í Félagi ábyrgra feðra. Danmörk Meðalag 11503 kr. + álag v/1 barns v/2 barna v/3 barna 25% 306.042 324.875 357.833 50% 324.875 357.833 395.500 100% 357.833 395.500 452.000 Ísland Meðlag 16586 kr. + álag v/1 barns v/2 barna v/3 barna 25% - 247.000 299.000 50% 247.000 299.000 361.000 100% 299.000 361.000 397.000 Heimild: www.foreningenfar.dk og www.doms- malaraduneyti.is, gengi DKK er notað 11,3 til að reikna dönsku upphæðirnar yfir í íslenskar krónur. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.