Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ER ein af þeim Íslendingum er búa erlendis. Ein af þeim sem dag einn ákvað að flytjast búferla- flutningum með fjölskyldu mína frá ættlandinu, og ein af þeim fjöl- mörgu íslendingum sem einungis koma til Íslands í frí og fjöl- skylduheimsóknir. Já, ég er ein tala af um það bil 4.500 Íslend- ingum sem flytja utan árlega, og ein af þeim ca 60.000 Íslendingum sem breyta um lög- heimili hvert ár. Hluti minnihlutahóps sem sá fimmtungur þjóð- arinnar telur er árlega flytur búferlum. Það verður ekki af Íslendingum skafið að þeir eru hreyfanlegir, og láta ekki stöðva sig í að kanna ókunnug lönd og heimsálfur, hvað þá að skjóta rótum í fjarlægum löndum og setj- ast þar að til frambúðar. Íslending- urinn virðist eiga frekar auðvelt með að aðlagast nýjum löndum og nýjum siðum. Hvort sem sú aðlög- un felst í því að skála reglulega í rauðvín á spænskri grundu, eða fara eftir reglum Þjóðverja um bann við notkun þvottavéla á sunnudögum, þá virðist landinn að- lagast vel. Sérvitur eigi, og þolinmóður, ja, allavega fram til þess punkts sem vegið er að sjálfstæði hans. Getur það verið að ólátabelgirnir ósvífnu, með víkingablóðið í beinan legg, séu upp til hópa fyrirmyndarborg- arar þegar út fyrir landsteinana er komið? Nú á ég að sjálf sögðu ekki við innkaupa-hópferðir íslenskra kvenna (sem verður að teljast ein- kennileg ef ekki bara einstök teg- und af múgsefjun) né „við- skiptaferðir“ ungra sjálfstætt starfandi karla á fertugsaldri á hin- ar ýmsu kynningar í Amsterdam og víðar. Þessum stuttferðum má e.t.v. frekar líkja við það þegar beljum er sleppt út að vori eftir erfiðan vetur. Og klárt mál að þýskar hverfisreglur ná aldrei að hemja þessa hópa. Þess frekar er ég að tala um nýja kynslóð Íslendinga sem í sí- auknum mæli leggja land undir fót, og setj- ast að erlendis. Fólk á fjölskyldualdri, er elur börn sín upp erlendis og óvíst er um hvort nokkurn tímann flytji aftur „heim“. Vissulega er ekki allsherjar rétt að vitna til þessarar útþrár Íslendinga sem einhvers nýs fyrirbæris, Íslend- ingar hafa óneitanlega alltaf verið með útþrá. Fremstur í flokki auð- vitað Leifur okkar Eiríksson, að ógleymdum öllum stórskáldunum okkar er fluttu til Danaveldis á síð- ustu öld og sömdu þar sum af fal- legustu ástarljóðum móðurlandsins. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá“ var setning sem ég lærði ung að árum. Nýlega hef ég gert mér grein fyrir sannindum hennar. Og feta þar væntanlega í fótspor fyrrnefndra skáldasnillinga okkar. Hins vegar er það ólíkt með aðstöðu minni og þeirra er lögðu land undir fót í byrjun síðustu aldar að ferðalög milli landa er hlutur sem tekur í dag nokkra klukkutíma, í stað nokkurra vikna ferðalags hér áður. Í ofanálag hefur lækkun flugfar- gjalda og aflagning einokunar á millilandaflugi á síðustu árum gert enn fleiri Íslendingum fært að leggja land undir fót, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Sem og þeim er búsettir eru erlendis fært að heimsækja ættjörðina oftar en áður var hægt. Staðreynd sem ef til vill á eftir að hafa áhrif á töl- ur útfluttra Íslendinga, og án efa hafa áhrif á hærri tölur erlendra jafnt sem íslenskra ferðamanna á Íslandi. Á síðasta ári fluttu 5.199 manns til Íslands, þó fluttu 435 fleiri Ís- lendingar frá landinu en til þess. Útlendingar eru ef til vill farnir að vera næmari fyrir bláu fjöllunum en við bornir og barnfæddir Frón- arar. Jafnframt má ekki gleyma þeirri landkynningu sem brott- fluttir Íslendingar eru erlendis, en ekki er ólíklegt að gera megi ráð fyrir að 5 til 10 erlendir ríkisborg- arar sæki landið heim árlega fyrir hverja íslenska fjölskyldu er býr erlendis. Þó svo að engin könnun hafi far- ið fram á þessum þætti leyfir greinarhöfundur sér að geta sér til um þessa tölu af eigin reynslu og reynslu annarra Íslendinga erlend- is. Ég var spurð að því fyrir ekki svo löngu hvað það væri sem ég væri þakklátust fyrir. Svar mitt var (auðvitað fyrir utan að nefna börn og maka); að hafa val – og fyrir að velja. Því sem íslenskur ríkisborgari hef ég mannréttindi sem því miður ekki öllum jarðarbúum eru gefin, fæðingargjöfin mín frónska, var frelsi. Og þó að tala sé í útreikn- ingum Hagstofu, er enga tölu hægt að setja á það frelsi sem okkur Ís- lendingum er öllum gefið í vöggu- gjöf. Nefnilega frelsi til að velja. Ég vel að horfa á fjöllin fagurblá. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Auður Hansen fjallar um frelsið og fjöllin fagurblá ’Á síðasta ári fluttu 5.199 manns til Íslands, þó fluttu 435 fleiri Íslendingar frá landinu en til þess.‘ Auður Hansen Höfundur er búsettur á Spáni. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HAUSTIÐ 2003 skipaði ríkisstjórnin sem þá var starfshóp til að vinna að kjarabótum til aldraðra, en í þessum hópi mátti ekki tala um skatta. Hópur þessi var skipaður nokkr- um mánuðum fyr- ir alþingiskosn- ingar eftir að félög aldraðra fóru að ræða um sérframboð. Þarna var gert samkomulag, sem ekki er allt komið til framkvæmda, en greiðslur Trygg- ingastofnunar hækkuðu smávegis til hluta aldraðra. Þeir sem mest fengu hækkuðu um nálægt 140 kr. á dag, aðrir minna og sumir ekkert. Núna 11. mars boðaði ríkisstjórnin samráðshóp, sem skipaður var árið 1999, til fundar eftir nokkurra miss- era hlé, og var þar ákveðið að skipa mjög fljótlega nýjan starfshóp til að vinna að hagsmunamálum aldraðra. Í dag, 17. apríl, er ríkisstjórnin ekki enn búin að tilnefna sína menn og ekki búin að óska eftir tilnefn- ingum frá Landssambandi aldraðra. Þetta virðist sýna okkur öldruðum hvernig ráðamenn þjóðarinnar líta til okkar, nú er langt í kosningar og ekkert liggur á, við erum afgangs- stærð og ekki þess virði að tekið sé tillit til okkar. Þetta kemur upp í hugann þegar farið er að hugsa um hvernig stjórn- völd koma fram við okkur. Auk þess sem sagt er hér að framan lofuðu stjórnvöld skattalækkunum sem kæmu sér vel fyrir aldraða, en hvað hefur lækkað? Erfðafjárskattur var felldur niður, en það kemur öldr- uðum lítið til góða, því litlar líkur eru á að aldraðir sem komnir eru á eft- irlaun eigi von á arfi. Eignaskattur á að lækka á næsta ári eða falla niður og kemur því ekki að notum í ár en staðgreiðsluskattur var lækkaður um tæpt prósent og þýðir það að eft- irlaunaþegi með um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði, en það er um þriðjungur aldraðra, greiðir nokkrum krónum minna í stað- greiðslu en áður. Við þessi öldruðu, sem verðum að treysta á greiðslur frá Trygg- ingastofnun, erum ákaflega þakklát stjórnvöldum fyrir þessar rausn- arlegu skattalækkanir því við getum keypt okkur einn eða tvo kaffipakka fyrir lækkunina. Þá megum við ekki gleyma hver áhrif hækkun á fasteignamati hefur á okkur, en fasteignamat hefur stór- hækkað undanfarin ár, sem þýðir að aldraður maður þarf nú að borga þúsundir króna í eignaskatt af sömu eign og þurfti ekki að greiða neitt af áður. Fasteignagjöld hafa líka hækkað um tugi þúsunda króna milli ára und- anfarið. Margir aldraðir búa í eigin íbúð- um, skuldlitlum eða skuldlausum, en hafa ekki annað til framfæris en greiðslur Tryggingastofnunar og smálífeyrissjóð og hefur þessi hækk- un á fasteignamati því mjög mikil áhrif á þá, þar sem þessar hækkanir eru miklu meiri en lofaðar skatta- lækkanir. Er ekki full ástæða fyrir okkur að spyrja: Erum við aldraðir einsk- isvirði? KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, eftirlaunaþegi. Erum við aldraðir einskisvirði? Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni: Karl Gústaf Ásgrímsson ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. VEGNA yfirlýsingar frá Alcoa sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. júní 2005 og sögð er tilkomin vegna ummæla minna í blaðinu daginn áður, óska ég eftir að Morgunblaðið birti eft- irfarandi: Alcoa Fjarðarál sf. kýs að bera saman heild- arlosun frá áformaðri verksmiðju Norsk Hydro annars vegar og Alcoa-verksmiðjunni hins vegar án tillits til skaðlegrar mengunar frá álverunum. Í töflu sem fylgir staðhæfing- unni um minni heild- arlosun Alcoa er m.a. sýnt að Norsk Hydro hefði losað 9.500 tonn af brennisteinstvíoxíði í frárennsli til sjávar. Það gerist með vothreinsun sem Alcoa hefur hingað til hafnað að bæta við þurrhreinsun frá verk- smiðju sinni. Losun brennisteinstvíoxíðs í sjó veldur ekki skaðlegri mengun, ekki frekar en ef sett væri matarsalt í hafið. Þess vegna er vothreinsun góð og gild lausn, jafnhliða því sem bæta má inn hreinsunarþrepi til að ná mengandi efnum úr frárennsli (PAH, þung- málmar ofl.). Öðru máli gegnir þegar brennisteinssambönd eru losuð út í andrúmsloftið eins og Alcoa hyggst gera, reyndar ferfalt meira að heild- armagni en Norsk Hydro og 26-falt meira á hvert framleitt tonn af áli. Heildarlosun á loftbornu flúoríði er jafnframt um 50% meiri hjá Alcoa og nær helmingi meiri miðað við hvert framleitt ál- tonn. Samanburður á los- un mengandi efna frá verksmiðjunum kemur fram í eftirfarandi töflu, sem undirritaður lagði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur um tækni og losun Í forsendum dóms Hæstiréttar segir m.a. eftirfarandi: „Þá var því lýst hér að framan að nota átti að einhverju leyti aðra tækni við framleiðslu í álveri Alcoa á Íslandi ehf. og taka átti með allt öðrum hætti á mengandi útblæstri frá verksmiðjunni, sem að auki var verulega ólík að útliti. Var því ekki unnt að líta á þetta sem sömu framkvæmd og umhverfismat hafði áður verið fengið um.“ Um losun flúoríðs frá Alcoa- verksmiðjunni segir Hæstiréttur m.a.: Í gögnum málsins kemur fram að eftir að endanlegir loftdreifing- arútreikningar lágu fyrir treysti framkvæmdaraðili sér ekki til að ná auglýstum umhverfismörkum fyrir flúoríð og í starfsleyfi Umhverf- isstofnunar voru þau hækkuð veru- lega með samþykki Skipulagsstofn- unar, en án þess að það væri sérstaklega auglýst eða vakin á því athygli þeirra sem athugasemdir höfðu gert við fyrirhugaðar fram- kvæmdir.“ Hér eru á ferðinni gallhörð efnis- atriði en ekki formið eitt eins og ráð- herra og Alcoa reyna að halda fram. Veðurskilyrðin í Reyðarfirði Á báðum dómsstigum var vakin at- hygli á niðurstöðum í skýrslu Veð- urstofu Íslands (útgefin í september 2003) um athuganir í Reyðarfirði fram til maí 2003, þar sem m.a. kem- ur fram eftirfarandi: „Í þessu sambandi er þess að geta að hringrás haf- og landgolu á sér greinilega stað innanfjarðar á Reyð- arfirði. Sama loftið gæti því borist tvisvar eða jafnvel þrisvar yfir álverið og Búðareyri á sama degi. Gæti það valdið aukinni skammtíma mengun á Búðareyri, þótt veruleg þynning verði á mengunarefnum á hinni löngu hringrás loftsins innan fjarðarins. Einnig er bent á að hægir vestlæg- ir vindar munu oft blása yfir álbræðsl- una síðla nætur að sumarlagi, en snú- ast í austlæga innlögn snemma morguns. Getur mengað loft þá borist aftur yfir verksmiðjuna og síðar yfir Búðareyri. Með hækkandi sól hitnar loftið næst jörðu og verður óstöðugt. Getur þá stöku sinnum orðið svæling (fumigation) þegar hluti mengaðs lofts berst niður til jarðar. Hættulegri varðandi skammtíma mengun eru þó sennilega miklir hæg- viðriskaflar með breytilegri vindátt. Sama loftið gæti þá stöku sinnum bor- ist margsinnis yfir álverið og svo yfir Búðareyri.“ Í kjölfar umrædds tímabils fylgdi staðviðrasumarið 2003, en mæl- ingagildi á þeim tíma voru ekki tekin með í niðurstöður. Haustið 2003 voru svo athugunarstöðvar teknar niður! Umrædd yfirlýsing Alcoa ber vott um að einhver hafi sagt fyrirtækinu að betra sé að veifa röngu tré en engu. Væri ekki nær að taka til við að und- irbúa aðgerðir sem til þess séu fallnar að draga úr heilsuspillandi mengun og skaðlegum áhrifum frá Alcoa- verksmiðjunni á náttúru Reyð- arfjarðar? Alcoa veifar röngu tré Hjörleifur Guttormsson skrifar í tilefni yfirlýsingar Alcoa ’Umrædd yfirlýsing Alcoa ber vott um að einhver hafi sagt fyrirtæk- inu að betra sé að veifa röngu tré en engu.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður + og ráðherra. Samanburður á útblæstri frá álveri Norsk Hydro (420 þús. árstonn) með og án rafskautaverksmiðju og álveri Alcoa (322 þús. árstonn) Losun í tonnum á ári HF Rykb.flúor SO2 PAH Svifryk C02- x1000 PFC sem CO2 ígildi - x1000 NOx Álver Norsk Hydro 54,6 50,4 190 0,022 25,6 626,1 58 13 Rafskaut N. Hydro 0,4 0,43 638 1,95 3,7 84 - 120 Samtals N.Hydro 55 50,83 828 1,972 29,3 710,1 58 133 Álver Alcoa 78,8 27,5 3864 0,167 38,4 530,5 34,42 27 Losun álveranna pr. framleitt tonn af áli HF Rykb.flúor SO2 PAH Svifryk C02 PFC - CO2 ígildi NOx g g kg g g tonn kg g Álver Norsk Hydro 130 120 0,45 0,05 61 1,49 138 31 Álver Alcoa 245 85 12 0,52 119 1,65 107 84 Heimildir: Fyrir álver Norsk Hydro (420 þús. árstonn + rafskautaverk- smiðja): Úrskurður Skipulagsstofnunar 31. ág. 2001, tafla 9, bls. 89. Fyrir álver Alcoa (322 þús. árstonn): Ákvörðun Skipulagsstofnunar 20. des. 2002, tafla 2, bls. 4. Losun Alcoa á SO2 er miðuð við útgefið starfsleyfi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.