Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.06.2005, Qupperneq 35
þessi glæsilegi eldri maður sem ber sig eins og táningur? Og þannig verð- ur mér minningin um Jón, fáguð, tignarleg og gleðirík. Það hafa verið forréttindi að fá að njóta þess einlæga vinskapar sem með okkur tókst. Að honum mun ég búa um ókomna tíð. Þegar andlátsfregn Jóns barst föð- ur mínum varð honum að orði: Ég veit þig lifa – vininn kæra – víkur tregi og sorg handan lífsins landamæra í ljóssins höfuðborg. (V. H. J.) Við Onni, Vígþór Sjafnar og Sigríð- ur Eir sendum fjölskyldu og vinum Jóns Hallgrímssonar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um traustan vin og einstakan mann lifir. Sif Vígþórsdóttir. Jón Hallgrímsson var glæsimenni. Það geislaði af honum lífsgleðin og fjörið. Hann var hár í meðallagi, vel vaxinn með hátt enni, brosmildur og bar af sér góðan þokka. Það gustaði af honum í verslun Kaupfélags Skaft- fellinga í Vík. Þar réð hann ríkjum þegar ég man fyrst eftir mér í lok styrjaldarinnar miklu og sinnti enn starfi sínu með mikilli reisn þegar ég flutti brott um leið og foreldrar mínir árið 1959. Í Kaupfélaginu vann á þessum ár- um hópur valinkunnra sæmdar- manna. Af innanbúðar- og skrifstofu- mönnum eru mér minnisstæðir Sigurjón Kjartansson, Einar Er- lendsson, Jón Hallgrímsson og Ing- ólfur Sæmundsson. Pakkhúsið var furðuveröld en þeir höfðu forráð Guð- laugur Jónsson og Hákon Einarsson. Ég fylgdist þar náið með öllu. Ótrú- lega líflegar umræður voru þar um menn og málefni. Þá eru ótaldir aðrir starfsmenn kaupfélagsins, þar á með- al Sigurjón Björnsson og Matthías Einarsson sem stjórnuðu bíla- og tré- smíðaverkstæðunum. Jón Hallgrímsson var mannkosta- maður sem vildi stuðla að hagsbótum allra í samfélaginu. Hann naut sín ákaflega vel í mannfagnaði og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Jón hafði yndi af að syngja. Ég kynntist honum strax sem söng- manni á kirkjuloftinu í Vík. Hann hafði óvenju bjartan og fagran tenór. Röddinni hélt hann fram til hins síð- asta. Í fýlaveislu Skaftfellingafélags- ins fyrir fjórum árum sté hann óhræddur á stokk og tók nokkur lög. Jón var mikill náttúruunnandi. Hann elskaði íslenska hestinn. Hann fór þó ekki að stunda hestamennsku að neinu ráði fyrr en á efri árum. Jón hafði gott auga fyrir kostum og bygg- ingu hesta og bar sig vel í hnakki. Ég held að honum hafi hvergi liðið betur en með vinum á góðri stund á gæðingi sem teygði sig gleiður á skeiði. Jón og Óskar faðir minn voru mikl- ir vinir. Segja má að sú vinátta hafi gengið út yfir gröf og dauða. Þeir hröktust báðir með fjölskyldum sín- um úr Víkurkauptúni. Eftir að Óskar lést árið 1969 reyndist Jón móður minni sannur vinur í raun. Hann vakti yfir velferð hennar allt þar til yfir lauk. Vinsemd Jóns og mömmu var henni mjög mikils virði. Sama má segja um náin tengsl mín við Sigur- grím, Ellen og Elínu Jónu. Þótt við sjáumst ekki oft vitum við vel hvað einlæg vinátta skiptir miklu máli. Ég og Ásdís systir mín vottum þeim systkinum innilega samúð með ósk og von um að Jón megi nú, þegar hann er lagður til hvílu í Víkurkirkjugarði, fá fullvissu þess sem hann söng svo fallega um í kirkjunni að Guð er kær- leikur og opnar faðm sinn fyrir sínum bestu sonum. Baldur Óskarsson. Mikill heiðursmaður er látinn. Leiðir okkar Jóns Hallgrímssonar lágu fyrst saman er hann gerðist starfsmaður Skólavörubúðar Ríkis- útgáfu námsbóka árið 1963 en ég var þá yfirkennari við Hlíðaskóla í Reykjavík og annaðist í því embætti öll viðskipti við Skólavörubúðina fyrir hönd skólans. Þeirra samskipta minnist ég með mikilli ánægju því Jón var nákvæmur en sanngjarn og aldrei minnist ég þess að þeim við- skiptum hafi lyktað öðruvísi en með sátt og samlyndi. Var þá oft stutt í grínið og skemmtilegar samræður enda var hann léttur í lund og um leið lífsreyndur maður og hafsjór af sög- um um menn og málefni. Samleið okkar varð enn nánari er ég gerðist starfsfélagi hans hjá ný- stofnaðri Námsgagnastofnun haustið 1980. En einmitt þá varð Jón 70 ára og átti reglum samkvæmt að hætta störfum hjá hinu opinbera. En maðurinn var ern og í fullu fjöri og stofnunin átti því láni að fagna að fá að njóta starfskrafta hans enn um langt skeið við að sinna verkefnum fyrir Skólavörubúðina sem þá hafði verið flutt að Laugavegi 166. Þar var honum fengin starfsaðstaða í Kennslumiðstöð og veit ég að margir minnast heimsókna í básinn hans þar, enda fjölmenntu kennarar til nám- skeiða og sýninga í Kennslumiðstöð á þeim tíma. Allt fram á síðustu ár var Jón sjálf- sagður gestur á tyllidögum hjá Námsgagnastofnun og nutum við heimsókna hans í ríkum mæli. Við Sirrý þökkum þessum heiðurs- manni fyrir löng og góð kynni, skemmtilegar samverustundir og mikla vinsemd í okkar garð. Aðstandendum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Ásgeir Guðmundsson. Okkar kæri samstarfsmaður og vinur til margra ára, Jón Hallgríms- son, er látinn 95 ára að aldri. Það þarf ekki að koma á óvart þegar svo aldr- aður maður kveður jarðvistina en eigi að síður setur okkur hljóð um stund og minningar vakna. Jón Hallgrímsson hóf störf hjá Ríkisútgáfu námsbóka á vordögum árið 1963 og starfaði þar óslitið til árs- loka 1980 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann vann þó áfram í nokkur ár hjá Skólavörubúðinni við innheimtu og fleira. Jón var á margan hátt einstakur maður. Hann var af gamla skólanum eins og sagt er, hafði kynnst erfiðleik- um kreppuáranna og þurft að hafa fyrir lífinu. Í þeim skóla hafði hann lært að vinna af samviskusemi og tryggð. Hann mætti fyrstur manna hvern einasta dag og viðburður var að honum yrði misdægurt. Hann vann verk sín af mikilli trúmennsku og nákvæmni þannig að þar þurfti ekki eftir að líta. Jón var verslunar- stjóri Skólavörubúðarinnar í fjölda- mörg ár og ávann sér þar traust allra sem með honum unnu og ekki síður hjá viðskiptavinum búðarinnar, sem hann hafði mikil samskipti við. Jón var mikið snyrtimenni og hafði alla hluti í röð og reglu og ávallt var hann vel til fara. Hann var mikil fé- lagsvera, húmoristi og hafði gaman af söng og sérstaklega því að „láta það hljóma“ eins og hann orðaði það. Hann naut sín vel á gleðistundum og var gjarnan hrókur alls fagnaðar. Jón var afar hlýr maður, hafði góða návist og vildi hverjum gott gera sem hann mátti. Jón var hestamaður, átti góða reið- hesta og hafði yndi af að fara á bak. Þá klæddist hann sérsaumuðum reið- fötum og bar sig tignarlega á hest- baki með hatt og svipu. Á kaffistofu Námsgagnastofnunar hangir mynd af Jóni á sínum glæsilega hesti. Við kveðjum í dag kæran vin með þakklæti fyrir það sem hann veitti okkur og kenndi. Það eru forréttindi að hafa kynnst og starfað með svo traustum, heiðvirðum og gefandi manni. Fyrir það þökkum við af heil- um hug. Ættingjum hans færum við inni- legar samúðarkveðjur. Samstarfsmenn hjá Námsgagnastofnun. Í dag er til moldar borinn föður- bróðir minn og vinur, Jón Hallgríms- son frá Felli í Mýrdal. Hugurinn reik- ar aftur í tímann. Minnist ég hans, ungur drengur, er hann starfaði inn- anbúðar í verslun Kaupfélags Skaft- fellinga í Vík í Mýrdal. Hagalagðar lagðir inn í kaupfélagið. Veraldarauð- ur, inneign upp á nokkrar krónur. Vel varið í vörslu Jóns frænda. Inneign- arnótan enn vel geymd, nánast sem helgidómur. Innar í þorpsgötunni er Verslunarfélagið, þar sem faðir minn myndi versla, ef hann byggði staðinn. Frekar láta menn sig hér hlutina vanta, en ganga milli búða, einkum á kosningaári. Árin líða, skólaferð að vori að sunnan. Víkurkaupstaður heimsóttur. Gengið við í kaupfélag- inu. Faðmlag, sælgæti í poka, stór seðill í vasa. Jón „ríki“ þá og æ síðan. Enn líður tíminn. Árið 1963 flytja þau Jón og Sigríður með fjölskyldu sína af Víkurbrautinni suður. Hafið starf við Námsgagnastofnun, þar sem hann starfaði æ síðan. Um líkt leyti er hafin söfnun og kaup á bygg- ingarefni af Jóni og föður mínum. Fenginn byggingarreitur að Gamla Felli í Mýrdal, smiðjuhól Jóns Stein- grímssonar, eldprests. Sumarhöll skyldi reist. Áður en framkvæmdir hófust losnaði Fellsbærinn úr ábúð, bærinn, þar sem bræðurnir slitu barnsskónum, en hann hafði verið fluttur undan ágangi árinnar Klif- anda árið 1900. Var íbúðarhúsið að stofni til frá þeim tíma, þurfti því lag- færingar við. Bærinn keyptur í stað nýbyggingar. Systkini, er vildu, boðin þátttaka, er fimm þeirra þáðu. Ætt- aróðal varð til. Æ síðan, meðan kraft- ar leyfðu, hittust systkinin með mök- um sínum að Felli og eyddu þar sumarleyfum sínum. Hús löguð, heimarafstöð með vatnsleiðsluskurð- um haldið við. Aldrei féll þeim verk úr hendi, enda að mörgu að hyggja. Sög- ur sagðar að kveldi, enda truflaði ekki útvarp að gagni eða sími. Kvöldvök- ustemning, vísur kveðnar, sungið á góðum stundum, enda systkinin öll hagmælt og söngelsk. Var þetta góð- ur skóli undirrituðum og fjölskyldu hans, sem við þökkum. Enn líður tím- inn, ábyrgðin á Fellshúsum nú í höndum barna og barnabarna, en andi þeirra systkina ræður þar enn ríkjum. Veit ég að Jóni þótti ei vænna um aðrar stundir en þær, sem hann naut að Felli á undanförnum árum. Alltaf hélt Jón frændi reisn sinni en líkaði miður minnkandi líkamleg geta. Þótti honum fátt verra en að verða öðrum háður. Hélt upp á 95 ára afmælisdag sinn á sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl sl., en andaðist eftir stutta legu á Vífilsstöðum, þar sem hann dvaldi síðasta æviár sitt. Með Jóni er genginn góður fulltrúi þeirrar kynslóðar, er með fórnfúsu og miklu starfi sínu umbylti Íslandi. Þökkum samverustundir og sam- fylgd góðs vinar. Samúðarkveðjur til Sigurgríms, Erlenar, Elínar Jónu og fjölskyldna þeirra. Þórarinn Sveinsson og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 35 MINNINGAR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EINARSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. júní sl., verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, þriðjudaginn 14. júní, kl. 13.00. Dagný Guðmundsdóttir, Jón E. Ingólfsson, Helga Bára Bragadóttir, Karl Elí Þorgeirsson, Sigurjón G. Bragason, Sigrún Einarsdóttir, Haukur Bragason, Hanna Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fósturfaðir okkar og bróðir, GÍSLI JÓSEFSSON málarameistari, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 15. júní kl. 13.00. Matthildur Hafsteinsdóttir, Sævar Hafsteinsson, Magnús Jósefsson, Ragnheiður Jósefsdóttir. Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, sonur og bróðir, ÁSKELL BJARNASON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. júní kl. 13.00. Katrín Guðmundsdóttir, Halldóra Áskelsdóttir, Aron Þór Sigurðsson, Halldóra Áskelsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Jens Bjarnason. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 15. júní kl. 14.00. Magnús Þór Helgason, Einar Magnússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Grétar Magnússon, Margrét Borgþórsdóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Frændi okkar, SIGURÐUR ÁRMANN GUÐMUNDSSON frá Vestmannaeyjum, Kríuhólum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 11.00. Minningarstund verður í Landakirkju laugar- daginn 18. júní kl. 16.00 og jarðsett verður í kirkjugarði Vestmannaeyja. F.h. aðstandenda, Magnús L. Sveinsson. Systir okkar og mágkona, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum föstudaginn 10. júní. Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 18. júní kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Helgadóttir, Þrúður Helgadóttir, Óskar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.