Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TORKENNILEGUR andarsteggur sást á Daltjörninni í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum á dögunum. Ingi Sigurjónsson, vökull fuglaskoðari og upp- stoppari, kom auga á stegginn og gerði Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara viðvart. Sigurgeir fór á vettvang og tók myndir af steggnum, sem virtist vera einn síns liðs í heimsókn í Eyjum. Hann sagði að það hefði tekið svolít- inn tíma að ná steggnum á mynd, því hann hörfaði undan í fyrstu en varð spakari eftir smástund. Fuglaskoðarar sem sáu myndirnar voru helst á því að hér væri um að ræða litarafbrigði af stokkandarstegg, sem gæti stafað af blöndun við ali- endur eða einhverju fráviki í erfðaefni. Torkennileg önd í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir GÆÐI kennslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki vera meiri hjá kennurum sem eru með full kennsluréttindi en hjá leiðbeinendum sem hafa ekki kennslufræðimenntun að baki. Þetta eru niðurstöður nýrrar kandídatsritgerðar Orra Smára- sonar í sálfræði við Háskóla Ís- lands. Orri rannsakaði kennsluhætti í grunnskólum á höfuðborgarsvæð- inu og bar m.a. saman kennslu þeirra sem hafa full kennslurétt- indi og þeirra sem ekki hafa slík réttindi til kennslu. Notaði hann svonefndar atferl- ismælingar til að leggja mat á þætti í hegðun og samskiptastíl kennara sem segi til um gæði kennslu þeirra. Forðast alhæfingar Bornir voru saman tólf réttinda- kennarar og sjö leiðbeinendur sem kenndu sambærilegum nemenda- hópum á höfuðborgarsvæðinu. Tekur Orri fram að þó þeir ann- markar séu á rannsókninni að úr- takið var fremur lítið bendi mark- tektarpróf til þess að óhætt sé að taka helstu niðurstöður rannsókn- arinnar alvarlega. Orri segir í samtali við Morg- unblaðið að þar sem úrtakið sé til- tölulega lítið beri að forðast alhæf- ingar en vísbendingarnar sem þarna koma í ljós réttlæti að menn spyrji sig hvort raunverulega sé lítill sem enginn munur á gæðum kennslu réttindakennara og leið- beinenda. „Við getum ekki gefið okkur að þarna sé munur á. Það er full ástæða til að leggja mat á þetta,“ segir hann. Að sögn Orra eru erlendar rann- sóknir misvísandi hvað þetta varð- ar. „Í það heila tekið má þó segja að niðurstaðan sé oftar sú að rétt- indi skipti frekar litlu máli og aðr- ir þættir en menntun til kennslu- réttinda skipti meira máli,“ segir hann. Fram kom í rannsókn Orra að gæði kennslu grunnskólabarna reynast vera mest hjá þeim sem hafa háskólamenntun af öðru tagi en kennslufræðimenntun. „Auk þessa benda niðurstöður rann- sóknarinnar til þess að gæði kennslu minnki eftir því sem fjöldi nemenda með hegðunar- eða námsörðugleika í bekknum eykst. Einnig reynast kennarar hrósa yngri nemendum mun tíðar en eldri,“ segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar. Í umfjöllun um niðurstöður rannsóknanna segir Orri fjölda grunnskóla státa af því að hafa hátt hlutfall réttindakennara í sín- um röðum. „Ákveðin sveitarfélög styrkja jafnvel kennaranema fjárhagslega til að afla sér réttinda gegn því lof- orði að þeir komi og kenni við grunnskóla viðkomandi sveitarfé- lags að námi loknu. Þetta er gert í þeirri trú að að öðru jöfnu séu kennarar með kennsluréttindi betri og hæfari en aðrir til að tak- ast á við kennslustarfið. Þessi rannsókn staðfestir ekki þessa trú skólastjórnenda og sveitarfélaga. Ekkert í niðurstöðunum bendir til þess að þeir sem hafa lokið kennslufræðinámi og hafi til að bera kennsluréttindi séu betri kennarar en þeir sem ekki hafa slíka menntun eða réttindi.“ Rannsakaði kennslu réttindakennara og leiðbeinenda Segir lítinn gæða- mun á kennslunni Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kennarar hrósa yngri nemendum mun tíðar en eldri VEGVÍSIR fyrir Ísland í lófatölv- ur eða gsm-síma er kominn á markað. Í vegvísinum er að finna nákvæmar upplýsingar um vegi, heimilisföng, áhugaverða staði, þjónustu o.fl. Þá vísar hann veg- farandanum stystu leið á áfanga- stað og gefur ökumönnum leið- beiningar í töluðu máli. Vegvísirinn er leiðsögukerfi tengt GPS-staðsetningarbúnaði, sem fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur hannað. Að sögn Arnars Sigurðssonar hjá Loftmyndum hefur fyrirtækið unnið að því frá árinu 1996 að kortleggja Ísland með skipulögðum hætti. „Í fyrra var þeirri vinnu að mestu lokið og þá var kominn grundvöllur fyrir ýmsa sérhæfða vöruþróun eins og leiðsögukerfið,“ sagði Arnar. Fjöldi upplýsinga og einfalt í notkun Yfir 21.000 km af vegum eru í leiðsögukerfinu, allir vegir í dreifbýli, götur á flestum þétt- býlisstöðum og helstu hálend- isvegir. Kerfið þekkir heim- ilisföng bæði í þéttbýli og dreif- býli og í kringum 7.500 sumar- bústaði. Þar að auki þekkir það yfir 2.000 áhugaverða staði s.s. hótel, veitingastaði, verslanir, tjaldsvæði, sundstaði o.fl. Þá er engin hætta á að menn gleymi akstrinum þegar þeir horfa á kor- taskjáinn því kerfið talar til öku- manns. Að sögn Arnars verður kerfið uppfært reglulega í framtíðinni og fleiri upplýsingar gerðar að- gengilegar. „Fyrirhugað er að ör- nefnagrunnur bætist við í næstu uppfærslu og útivistarkort með gönguleiðum. Þeir sem kaupa Vegvísinn núna þurfa þó ekki að greiða fyrir uppfærsluna heldur fá þeir hana að sér kostn- aðarlausu,“ sagði Arnar enn fremur. Vegvísirinn verður til sölu hjá Hátækni. Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hátækni, segir vegvísinn nota Windows Mobile- stýrikerfi og að hann verði seldur á SD-minniskorti. Vegvísirinn nýtist því bæði í síma og lófatölv- ur sem nota Windows. Þegar kortið er sett í tækið sér búnaður- inn sjálfur um uppsetninguna. Talandi vegvísir í ferðalagið Vegvísir fyrir Ísland í lófatölvur eða gsm-síma kominn á markað Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is „HREINSUN strandlengjunnar í Reykjavík var löngu hafin áður en Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar. Þannig var farið af stað með verkefnið fyrir um tuttugu árum, þá í stjórnartíð okkar Sjálf- stæðismanna, en ekki tíu árum eins og borgarstjóri hélt fram í fjölmiðl- um nú fyrir helgi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, og tekur fram að að sínu mati ætti meirihlutinn ekki að auglýsa framgöngu sína í málinu. „Í fyrsta lagi hefur það verið al- gjörlega til skammar hvernig meiri- hlutinn hefur komið fram við íbúa Hamrahverfis og Bryggjuhverfis. Þannig auglýsti meirihlutinn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík væri lokið þegar vitað var að þetta svæði væri eftir. Síðan hefur framkvæmdum ítrekað verið slegið á frest á sama tíma og ástandið hefur verið það slæmt að viðvör- unarskilti um meng- un hefur verið uppi við í fjörunni. Að mínu mati ætti meiri- hlutinn því frekar að skammast sín fyrir framgöngu sína við íbúa þessara hverfa, heldur en að vera með flugeldasýningu loksins þegar þeir efna eldgamalt lof- orð,“ segir Guðlaugur Þór. „Í annan stað er meirihlutinn að svíkja það loforð sitt að leggja holræsaskattinn af eftir að framkvæmdum lýkur,“ segir Guð- laugur Þór og gefur ekki mikið fyr- ir þá röksemd borgarstjóra að ekki sé hægt að leggja skattinn af sök- um þess að fjármagna þurfi rekstur dælu- stöðvar fráveitunnar. „Það er ekkert nýtt að reka þurfi þessar dælu- stöðvar og það var einnig rekstrarkostnað- ur tengdur þeim stöðv- um sem fyrir hendi voru þegar Reykjavík- urlistinn tók við,“ segir Guðlaugur Þór og bæt- ir við: „Ef það stóð aldrei til af hendi meiri- hlutans að leggja af holræsaskattinn þá hefði að mínu mati ver- ið eðlilegra að upplýsa kjósendur um það. En þeir eru búnir að segja það hvað eftir annað að hann verði lagður af þegar framkvæmdum lýkur og eru nú einfaldlega að svíkja það loforð sitt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks „Svíkja loforð um niður- fellingu holræsaskatts“ Guðlaugur Þór Þórðarson Ómeidd eftir þrjár veltur UNGT par slapp ótrúlega vel þegar bíll þeirra fór út af veginum og valt þrjár veltur á þjóðveginum rétt austan við Selfoss á áttunda tím- anum á sunnudagskvöldið. Að sögn lögreglu missti ökumaður hægri hjól bílsins út af malbikinu hægra megin og þegar hann reyndi að komast upp á veginn aftur fór hann þvert yfir hann, rétt slapp við að lenda á bíl sem kom úr gagnstæðri átt og endaði utan vegar. Fólkið sem var í bílnum kenndi sér ekki meins eftir velturnar þrjár, og er það líklega öryggisbeltunum að þakka að ekki fór verr. Bíllinn er trúlega ónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.