Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í HÁSKÓLANUM í Reykjavík mun í haust hefja göngu sína nýtt námskerfi fyrir afburðafólk sem nefnist Aperio. Ólíkt mörgum svip- uðum kerfum sem hafa litið dagsins ljós verður áherslan í Aperio ekki endi- lega háar einkunnir heldur að nemendur þeir sem í því taka þátt séu ríkulega búnir einstökum hæfileikum, sköp- unargáfu og frum- kvæði. Kerfið miðar að því að gefa nem- endum tækifæri til að rækta hæfileika sína á þeim sviðum, með það fyrir augum að þeir verði leiðtog- ar í þjóðfélaginu. Til að skilja tilgang Aperio þurfum við að skoða úr hvaða farvegi það er sprottið. Réttilega má færa rök fyrir því að einn helsti galli á vest- rænu menntakerfi sé að það sníði öllum sama stakkinn. Stakkurinn ber skýr merki þeirra markmiða sem hann á að uppfylla; hann er for- ljótur, einlitur, með rennilásum í stað margra hnappa og þarf að passa á alla. Megináhersla menntakerfisins í heild má því segja að sé á skil- virkni fremur en hæfileikar hvers og eins – og óvenjulegir hæfi- leikar verða svo að segja undan- tekningarlaust útundan vegna þess að þeir „eru ekki hluti af námskránni“ sem allt stendur og fellur með. Ef allir læra það sama kunna allir það sama. Þar sem allir kunna það sama, hugsa allir það sama og gera þar af leiðandi það sama. Einsleitni í menntakerfi leiðir til einsleitni í þjóðfélaginu og atvinnulífinu. Hvað verður um nýsköpun í þjóðfélagi þar sem menntakerfið stjórnast af fjöldaframleiðslu- markmiðum? Ef við sníðum öllum sama stakkinn með sömu renni- lásunum verðum við að sætta okkur við að gefa fjölbreytni upp á bátinn. Þetta er er ekki bara alröng nálgun fyrir menntun, hún er stórhættuleg allri sköpun í þjóðfélaginu, þar með talinni verð- mætasköpun. Það nægir ekki að hafa marga og mismun- andi skóla – innan hvers og eins þeirra þarf að gefast svig- rúm til að hlúa að einstökum hæfileikum þeirra nemenda sem þá sækja. Til að bæta menntakerfi okkar þarf markvisst að sporna gegn þeim öfl- um sem koma í veg fyrir einstaklings- miðað nám. Það þarf að ráðast gegn, og brjóta niður, fjölda- framleiðsluhefðir sem vinna gegn því að menn geti ræktað það besta sem í þeim býr. Skapa þarf tækifæri til að kennarar og nemendur vinni nánar saman. Aperio kerfið gefur hæfileikaríkum einstaklingum tækifæri til að þroska áhugamál sín og bæta þau svið sem hafa orðið „útundan“ hjá þeim í menntakerfinu. Námið verður sérsniðið að styrk, áhuga- sviðum og þörfum hvers og eins og er ætlað að gefa nemandanum þann sveigjanleika sem hann þarf til að ná lengra en ella. Háskólinnn í Reykjavík hefur, eins og margir vita, frá upphafi haft nýsköpun og sterk tengsl við atvinnugeirann að leiðarljósi. Aperio kerfið er enn eitt skrefið í viðleitni okkar til að styrkja menntun og nýsköpun lands- manna og gefa efnilegum ung- mennum þau tækifæri sem rann- sóknar- og nýsköpunarstörf bjóða uppá. Frumleiki og háskóli: Öflugt tvíeyki Kristinn R. Þórisson fjallar um nýtt háskólanám Kristinn R. Þórisson ’ Réttilega máfæra rök fyrir því að einn helsti galli á vestrænu menntakerfi sé að það sníði öll- um sama stakk- inn. ‘ Höfundur er lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, for- stöðumaður Gervigreindarseturs HR og verkefnastjóri Aperio-kerfisins. Fyrir tæpum tuttugu árum skrif- aði ég fáeinar greinar þar sem ég lagði áherslu á unglingaráð og öld- ungaráð innan sveitarafélaganna. Enn koma fram tillögur á svipuðum nótum. Allt hefur sinn tíma. Æskan og ellin eiga ýmislegt sameiginlegt, meðal annars að vera nokkuð skilin útundan þegar málefni þeirra eru rædd og teknar ákvarðanir er þær varða. Þær þurfa að tengjast sterkari bönd- um. Barn sem er gleymt eða skilið út- undan, ekki virt viðlits er á hálum ís. Að vera gamall og gleymdur eru ægileg örlög. Í raun segir þjóð- félag á slíkum brautum: Þú ert ekki þess virði að á þig sé hlustað. Í raun er þetta einn þáttur ofbeldis. Mann- réttindabrot? Vitnar nokkuð um heimsku okkar mannanna barna! Fyrir tæplega tuttugu árum var stofnað félag í Danmörku, „Ældre sagen“, sem opið var öllum eldri en 18 ára. Markmiðið var að virkja sem flesta til að huga að málefnum aldr- aðra á öllum sviðum þjóðfélagsins. Skömmu síðar var ákveðið í sveit- arstjórnarlögum í Noregi að hvert sveitarfélag hefði eigið öldungaráð sem væri bæði ráðgefandi og ætti fulltrúa í sveitarstjórn. Bæði þessi lönd hafa því reynslu af slíku starfi og má segja í stuttu máli að árangur felist fyrst og fremst í valinu á fulltrúunum, góðri, virkri og heilli samvinnu. Veldur hver á heldur og þarf því að vanda valið sem ætíð fyrr. Hér er verið að ræða um ráð sem hefur vægi, skiptir máli, er tekið tillit til og hlustað á af því að þar er á ferð ungt fólk með frjóan huga og hugmynda- flug, framsækið og kappsamt eða fólk með langa reynslu og þekk- ingu í uppbyggingu allra þátta samfélags- ins. Ekki málamynda- eða pappírs- ráð. Ekki ráð sem vitnað er í á há- tíðis- og tyllidögum. Betra er að vera hugmyndaríkur, framkvæmdasamur og hafa frelsi til að gera glappaskot öðru hverju en að vera þröngsýnn, njörvaður í viðj- ar afturhaldssamra afla og halda að maður hafi ætíð rétt fyrir sér. Höldum okkur við heitið „öldungaráð“ – enda öldungaráðið ein virtasta embættisstofnun Róma- veldis á sínum tíma. Meðal unglinga jafnt sem öldunga kennir margra grasa. Sumir eru hvassir, aðrir mild- ir. Sumir glaðir og jákvæðir, aðrir nöldurseggir og leiðindagaurar. Sumir fljótfærir, aðrir fara sér hægt. Einn ber af á einu sviði, annar er miðlungs. Saman og samhuga eru þeir kraftmiklir og öflugir. Látum hvorki þröngsýni, valdhroka né drottnunargirni byrgja okkur sýn á mikinn auð unglinga og aldraðra. Oft hef ég hugsað: Hvort skyldi vera oftar rætt í fjölmiðlum; fiskirækt og hænsnarækt eða mannrækt? Virðingu fyrir æsku og elli þarf að efla og styrkja í samfélaginu. Hlust- um á unga og aldraða. Tökum mark á tillögum þeirra, viðhorfum og framsýni svo að tillögur og hug- myndaflug sem byggt er á bjartsýni, þekkingu og kappi æskumannsins, reynslu, raunsæi og visku öldungs- ins fái að blómstra á öllum sviðum þjóðfélagsins. Unglingaráð og öldungaráð – Veldur hver á heldur Þórir S. Guðbergsson fjallar um æsku og elli ’Oft hef ég hugsað:Hvort skyldi vera oftar rætt í fjölmiðlum, fiski- rækt og hænsnarækt eða mannrækt?‘ Þórir S. Guðbergsson Höfundur er félagsráðgjafi. ÉG VERÐ að játa að mikið gladdi það mitt hérahjarta að heyra að þeir dandimenn, Guð- mundur Árni og Markús Örn, hefðu ratað til byggða. Fátt er verra á þessari vindsorfnu eyju en vera langtímum á fjöllum, einn og að því er virðist yfirgefinn, án fé- lagsskapar og frétta af eigin af- drifum og annarra. Góðu heilli reyndist ráp þeirra félaga um óbyggðir erindisleysa eða öllu heldur misskilningur. Það var búið að taka frá rúm fyrir þá í sæluhúsi uppgjafa hermanna Lýðveldisins og þar er engum í kot vísað. Af einskærum fögnuði vegna aftur- komu þeirra verðlauna fulltrúar þjóðarinnar þá með áskrift á sann- gjörn laun og uppihald í útlöndum fjarri veðragný íslenskra óbyggða. Þetta hefði sannarlega glatt hana móður mína sem vissi fátt verra en heimilislausa menn týnda og fjarri byggðu bóli. Það er og gleði- efni að nú skuli rækilega tekið á sendiherrafæð utanríkisþjónust- unnar, nú sem stendur eru við- fangsefnalitlir sendiherrar að mæla Rauðarárstíginn í leit að póstum bara 17. Þeim hlýtur að vera það fagnaðarefni að útilegu- mennirnir, Markús og Guðmund- ur, skuli hafa fengið verðskuld- aðan forgang á póst, eins og sagt er á þeim bæ. Önnur hlið á þessu máli er nátt- úrulega það stórkostlega sam- bandsleysi og skortur á samráði sem lýsir sér í þeirri staðreynd að fólk úti í bæ var að ráðskast með framtíð þeirra á meðan þeir voru í óbyggðum klárlega að þeim forn- spurðum. Slíkt er náttúrulega ekki einungis gróft brot á mann- réttindum heldur hlýtur það að sama skapi að vera viðfangsefni umboðsmanns annaðhvort Alþing- is eða barna, vegna þess að ein- hvers staðar í þessu ferli er ein- hver uppvís að dæmalausum barnaskap. Ég held að þjóðin hljóti að óska þeim fjallabensum velfarnaðar í nýju starfi og biðja þá afsökunar á að hafa lagt á þá raunir opinberra starfa svo lengi án nokkurs umtalsverðs þakklætis eða umbunar. Auðvitað er það ekki í lagi að verðleika manneskj- ur séu látnar fórna sér linnulaust í þágu hagsmuna þessa lands án nokkurrar áþreifanlegrar umbun- ar. Það lýsir náttúrulega dæma- lausu skilningsleysi almennings á því fórnarstarfi sem þingmenn og opinberir embættismenn inna af hendi að fólk skuli nöldra vegna þess arna. Það er gott að einhver innan stjórnkerfisins skuli hafa áræði til að viðurkenna að verður er verkamaður launa sinna og vafalaust var full ástæða til að hressa upp á rýr eftirlauna kjör þeirra. Auðvitað skuldum við þessum bestu sonum þjóðarinnar bætur fyrir áralangt fórnarstarf í okkar þágu, þess vegna segi ég og meina það af allri þeirri sannfær- ingu sem mitt brædda hérahjarta ræður yfir, til hamingju og megið þið njóta svo sem aflað er. Kristófer Már Kristinsson Velkomnir til byggða Höfundur er háskólanemi. NÝLEGA birti SÁÁ tölur úr sjúklingabók- haldi sínu og um um- fang starfsemi sinnar. Þetta er árlegur við- burður og hefur verið gert með svipuðum hætti áratugum saman. Þannig er hægt að sjá í þessum tölum breyt- ingar sem eru að verða á neyslu vímuefna. Hvaða efni eru að koma inn ný og einnig breyt- ingar á umfangi eldri efna. Tölur þessar eru ekki kannanir heldur beinharðar upplýsingar um það hversu margir þurfa að leita sér aðstoðar vegna hinna ýmsu efna. Allt er skráð þannig að hægt er að skoða neyslu hvers efnis út frá kyni og aldri neytandans. Meðal annars má sjá í þessum nýju tölum að vaxandi fjöldi þarf að leita inn á Vog vegna lyfjafíknar. Með öðrum orðum þá eru fleiri og fleiri að koma inn á Vog til að afeitrast vegna neyslu lyfja sem eru ávísuð af læknum. Sem áfengisráðgjafa hlýtur það að vera mér um- hugsunarefni þegar vaxandi fjöldi fólks þarf að koma inn á Vog til afeitrunar vegna lyfja- fíknar. Það er umhugsunarvert fyrst og fremst vegna þess að hluti af þess- um vanda er heimatilbúinn. Þrjár meginleiðir eru til þess að verða háður róandi ávanalyfjum. Ein þeirra er að gæta ekki að ávanahættu þessara lyfja þegar þau eru notuð við kvíða eða svefnleysi. Fullorðið fólk er í mikilli hættu varðandi þessa leið og mikill fjöldi leitar til SÁÁ, af þessum ástæðum. Vandinn birtist þá þannig að fólk er að detta og slasa sig eða er orðið mjög sljótt og viðutan. Aðstand- endur koma gjarnan og eru ekki viss- ir um hvað sé að, hvort um byrjandi heilabilun sé að ræða eða hvað. Önn- ur leið er að nota lyfin endurtekið til að komast í vímu af þeim með eða án annarra vímuefna. Það eru einkum konur sem eru í þeim hópi og eru þá gjarnan með marga lækna á sínum snærum. Lífið snýst þá meira og minna um það að eltast við lækna og verða sér úti um lyf. Dæmi eru um einstaklinga sem eru með tugi lækna sem leitað er til. Þriðja leiðin er að nota þessi lyf til að slá á fráhvörf vegna annarra vímuefna. Stærstur hluti þeirra fíkla eru stórneytendur örvandi efna. Nota þeir þá lyfin til að ná sér niður af örvandi efnum eða til að slá á geðveikiseinkenni eftir slíka neyslu. Hver svo sem leiðin er, þá verða þessir einstaklingar mjög háðir lyfjunum og fara í mikil fráhvörf þeg- ar neyslu þeirra er hætt. Lífs- hættulegt ástand getur skapast við þessar aðstæður. Engin leið er að afeitrast og hætta á þessum lyfjum nema á sjúkrahúsi undir læknishendi. Morfínfíkn er þrálát og ill viður- eignar. Áfengisráðgjöfum og öðru meðferðarfólki hefur verið það ljóst lengi. Lengi vel voru meðferðar- möguleikar ekki miklir og árangur lítill hjá þeim sem ánetjuðust morfín- efnum. Miklar framfarir hafa orðið hin síðari ár hvað varðar möguleika þeirra, sem eru háðir ópíumlyfjum eða morfíni, að ná árangri. Þar ber hæst lyfjameðferð sem fer fram sam- hliða félagslegri endurhæfingu. Með- ferðin er í daglegu tali nefnd við- haldsmeðferð. Viðhaldsmeðferð felst í því að sjúklingurinn fær lyf sem halda frá fíkn og fráhvörfum þannig að endurhæfingin geti hafist. Ein- staklingurinn er ekki í vímu og getur tekið þátt í vinnu og námi. Þessi lyf eru gefin undir eftirliti hjúkrunar- fólks og lækna. Stór hópur fólks sem er í þessari meðferð, er í dag að ná árangri í fyrsta sinn og sumir þeirra eru starfandi og hæfni þeirra vex dag frá degi. Sem fagmaður tók ég þessari nýju meðferð með eðlilegum fyrirvara. Þannig var um flesta sem vinna af ábyrgð og festu að vímuefnalækn- ingum. Með árunum fjölgar rann- sóknum sem sýna að þetta er besta og öruggasta leiðin sem til er í dag. Þeir sem fá þessa meðferð deyja síð- ur en þeir sem fá hana ekki. Viðhaldsmeðferð eins og hún er stunduð á Vogi er eitt mesta fram- faraspor sem orðið hefur í lækningum ópíumfíkla sem nánast voru von- lausar áður. Tugir einstaklinga eru í dag í bata og í framför. Þessir ein- staklingar og fjölskyldur þeirra eru í dag að öðlast von um nýtt og inni- haldsríkt líf. Það er því sorglegt að vita til þess að ekki fáist nægjanlegir peningar til þessarar meðferðar og að takmarka þurfi aðgang þeirra sem þurfa á þessari meðferð að halda. Lyf og lyfjafíkn Hjalti Þór Björnsson NCAC, formaður FÁR, Félags áfengis- ráðgjafa, skrifar um lyf og lyfjafíkn. ’Með öðrum orðum þáeru fleiri og fleiri að koma inn á Vog til að afeitrast vegna neyslu lyfja sem eru ávísuð af læknum. ‘ Hjalti Þór Björnsson Höfundur er dagskrárstjóri hjá SÁÁ og hefur starfað sem áfengisráðgjafi í 18 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.