Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Daglegt málþing þjóðarinnar… á morgun ATLANTIC Petroleum varð fyrsta hlutafélag frá Færeyjum til að skrá sig á færeyskan verðbréfa- markað (VMF), þegar félagið var skráð á Aðallista Kauphallarinnar sl. fimmtudag. Félagið varð jafn- framt hið fyrsta erlenda sem skráð er í Kauphöllina. Útgefið hlutafé í Atlantic Petrol- eum er tæpar 74 milljónir danskra króna að nafnverði, eða um 793 milljónir íslenskra króna. Þegar eru 84,9% hlutabréfanna og at- kvæðisréttur í eigu almennra fjár- festa. Umsjónaraðili skráningar- innar var Kaupþing banki hf. – Kaupthing Virðisbrævameklara- felag P/F. Á blaðamannafundi í Færeyjum á fimmtudagvar samn- ingur um skráningu Atlantic Petroleum undirritaður af félag- inu, Kauphöllinni og VMF og fylgst var með fyrstu viðskiptum með bréf Atlantic Petroleum þegar markaðurinn var opnaður. „Við vonum að skráning Atlantic Petroleum leggi grunninn að öfl- ugum markaði með hlutabréf í færeyskum fyrirtækjum. Þetta er fyrsta skráning félags sem byggð er á samningi Kauphallar Íslands og Virðisbrævamarknaðar Føroya og því tímamótaskráning. Við bjóðum Atlantic Petroleum inni- lega velkomið í Kauphöll Íslands,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Wilhelm Petersen, forstjóri Atl- antic Petroleum, skrifaði undir skráningarsamninginn fyrir hönd hins nýskráða félags. „Við erum ánægð með að verða fyrsta er- lenda félagið sem er skráð í Kaup- höll Íslands. Við hlökkum til sam- starfsins við Kauphöllina og þess að vera þátttakendur á íslenskum hlutabréfamarkaði.“ Atlantic Petroleum var stofnað árið 1998 og er fyrsta olíu- og gas- framleiðslufyrirtæki í Færeyjum. Atlantic Petroleum vinnur nú að könnun færeyska landgrunnsins auk könnunar- og þróunarvinnu á svæðum í Norðursjó sem tilheyra Bretlandi. Fram að þessu hafa þessar áætlanir fyrirtækisins gengið eftir og tekur Atlantic Petroleum nú þátt í átta könn- unarverkefnum á miðunum í kringum Færeyjar og í Norðursjó við Bretland. Fyrirtækið hefur skapað sér stöðu sem sjálfstæður framleiðandi olíuafurða og mun á næstu árum sækjast eftir að taka þátt í fleiri verkefnum til að renna frekari stoðum undir reksturinn. Lokagengi bréfa í Atlantic Petr- olium í Kauphöllinni var á fimmtu- dag 380. Alls var verslað með hlutabréf í félaginu fyrir rúmar 40 milljónir króna, í 17 viðskiptum. Atlantic Petrolium skráð í Kauphöllina Fyrstu viðskiptin Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, fylgist með fyrstu viðskiptunum í Atlantic Petroleum á blaðamannafundi í Færeyjum. SIGTRYGGUR Hilmarsson hjá Vistor hreppti sigur og þar með Rauða jakkann á árlegu golfmóti Og Vodafone sem haldið var fyrir viðskiptavini fyrirtækisins á Graf- arholtsvelli á dögunum. Um 80 manns frá fjölmörgum fyr- irtækjum tóku þátt í mótinu. Það var Eiríkur S. Jóhanns- son, forstjóri Og Vodafone, sem færði Sigtrygg í jakkann. Ljósmynd/Halldór Kolbeins Hreppti Rauða jakkann NÁLGUN norsks hagfræðiprófess- ors dregur á íslenska bankakerfinu upp alltof einsleita og ósanngjarna mynd sem getur verið bönkunum stórhættuleg. Þetta er mat Ráð- gjafar ehf., sjálfstætt starfandi og óháðs ráðgjafafyrirtækis. Norskur hagfræðiprófessor, dr. Thore Johnsen hefur unnið skýrslu um íslenskan bankamarkað fyrir norska fjármálaeftirlitið og sagt m.a. að mikill vöxtur hafi verið í ís- lenska bankakerfinu og ef eitthvað útaf bregði geti það hrunið eins og spilaborg. Sérfræðingar Ráðgjafa ehf. telja samlíkingu bankakerfisins við spilaborg fráleita og ósann- gjarna. Þeir benda á það að óvönd- uð umræða um stöðu banka getur verið þeim stórhættuleg. Þeir telja jákvæðar hliðar aukinna umsvifa ís- lensku bankanna miklu fleiri og mikilvægari en einhverja vaxtar- verki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Halda þeir því fram að íslenskt bankakerfi sé miklu traustara, arðbærara og því betur stjórnað en það hafi verið um langt árabil. Engin ástæða sé til annars en að viðskiptavinir og eig- endur bankanna beri fullt traust til bankanna. „Vöxtur íslenskrar bankastarf- semi hér heima og erlendis ætti að vera öllum gleðiefni. Með útrás bankanna hefur ræst draumur framsýnna Íslendinga um þátttöku okkar í alþjóðlegri fjármálastarf- semi,“ segir í tilkynningunni. Einsleit og ósanngjörn nálgun Umræðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.