Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U m fimmtán hundruð til tvö þúsund manns, aðallega konur, tóku þátt í bar- áttuhátíð á Þingvöllum í gær, í tilefni þess að níutíu ár voru þá liðin frá því konur hlutu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, sagði m.a. í hátíðarávarpi sínu, að auðvitað hefði margt áunnist í sögu kvenna síðastliðin níutíu ár. „En okkur sem hér erum staddar,“ sagði hún, „finnst þó minna hafa miðað en vænt- ingar stóðu til, líkt og saga kvenna gangi hægar fram en saga karla. Á síðustu ár- um hefur enn verið talað um bakslag í segl kvennabaráttunnar, enda er það hreint með ólíkindum að framlag kvenna til þjóðfélagsins sé ekki enn metið til jafns við karla.“ Vigdís sagði að heillavænlegast væri fyrir samfélagið að viðhafa samráð kynjanna í öllum þýðingarmiklum ákvörðunum. „Við viljum að samráð kynjanna verði regla í þessu lýðræð- isríki, því aðeins þannig er lýðræði í heiðri haft.“ Hún sagði að það vildi hins vegar brenna við að körlum fyndist, og jafnvel stundum konum, að jafnréttismál væru kvennamál og að körlum kæmu þau ekki við. „Til að breyta þessu viðhorfi þeirra þurfum við konur að taka karlana með á alla fundi þar sem jafnrétti kemur við sögu. Aðeins með vináttu vinnum við þá á okkar band og gerum um leið jafn- Á barmi Almannagjár stóðu valkyrjur vörð en álfameyjar dönsuðu niðri á völlunum undir stjórn Auðar Á annað þúsund manns tók þátt í baráttuhátíð kvenna á Minna hefur miðað en væ ingar stóðu t Svo virðist sem gangan niður Almannagjá hafi gengið helst ungu stúlkunnar og hún því ákveðið að herða róðurinn. Fjöldi kvenna og fáein- ir karlar lögðu leið sína á Þingvöll í gær til að fagna níutíu ára kosn- ingarétti kvenna. Arna Schram lét ekki rign- inguna á sig fá fremur en aðrir hátíðargestir. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MÁL ÞJÓÐARINNAR ALLRAR Þess var minnst á baráttufundi áÞingvöllum í gær að þá voru 90 ár liðin frá því að konur hlutu kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Á milli 1.500 og 2.000 manns sóttu fundinn og voru konur í miklum meirihluta við- staddra. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, flutti hátíðar- ávarp á fundinum þar sem hún leit yfir það, sem áunnist hefur á undan- förnum 90 árum. „En okkur sem hér erum staddar,“ sagði hún í ávarpinu, „finnst þó minna hafa miðað en væntingar stóðu til, líkt og saga kvenna gangi hægar fram en saga karla. Á síðustu árum hefur enn verið talað um bakslag í segl kvenna- baráttunnar, enda er það hreint með ólíkindum að framlag kvenna til þjóð- félagsins sé ekki enn metið til jafns við karla.“ Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðing- ur ávarpaði einnig fundinn. Hún sagði að staða kvenna í dag væri gjörólík stöðu kvennanna sem fögnuðu kosn- ingaréttinum árið 1915, en þó langt í frá viðunandi. „Reyndar höfum við séð bakslag á ýmsum sviðum,“ bætti hún við. „Launamisréttið er enn til staðar. Hlutur kvenna í valdastofnunum þjóð- félagsins er ekki nema um 30% og hlutur kvenna í fjölmiðlum er líka um 30%.“ Hún sagði einnig að konur væru enn mikill meirihluti þeirra sem ynnu þjónustu- og láglaunastörf, nú síðast erlendar konur, og að konum fjölgaði ört í röðum öryrkja. Það væri mikið áhyggjuefni. Það er vissulega áhyggjuefni hversu hægt sækist í jafnréttismálum kynjanna og er nánast sama hvert lit- ið er, hvort sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi. Þá má ekki gleyma því að konur eru fórnarlömb ofbeldis, jafnt inni á heimilum sem utan þeirra, og virðist oft sem réttarkerfið geri sér ekki grein fyrir alvöru slíkra ofbeldis- mála, hvort sem um er að ræða nauðg- anir eða barsmíðar. Þessi mál eru ekki síður hluti af jafnréttisbarátt- unni. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu sinni að brenna vildi við að litið væri svo á að jafnréttismál væru kvenna- mál og kæmu körlum ekki við. Þessu viðhorfi þyrfti að breyta og gera „jafnréttismál að máli þjóðarinnar allrar“. Það eru orð að sönnu. HIN ÍSLENSKA KARLAORÐA Karlar eru yfirleitt í meirihlutaþeirra, sem hljóta Fálkaorðuna hverju sinni. Þannig hefur það verið frá því að hún var fyrst veitt og þannig var það einnig 17. júní á Bessastöðum. Af þeim tólf Íslendingum sem sæmdir voru riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu voru aðeins tvær konur. Allajafna hefði þetta ekki vakið at- hygli, en svo vill til að í gær voru 90 ár liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt og kjörgengi og mitt í jafnréttisumræðunni skýtur þetta hlutfall því skökku við. Orðunefnd og stórmeistara orðunn- ar, forseta Íslands, hefði verið í lófa lagið að setja fordæmi að þessu sinni og nota tækifærið til að heiðra þær konur, sem hafa staðið í fremstu víglínu í jafn- réttisbaráttunni eða hafa skarað fram úr með einum eða öðrum hætti. Þess í stað er hin leiðin farin og færri konur hljóta orðuna en í undanfarin skipti, sem hún hefur verið veitt. Mitt í allri umræðunni um jöfnuð kynjanna og jafnréttismarkmið er eins og Fálkaorð- an hafi setið eftir og það hefur aldrei blasað jafn vandræðalega við og nú. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ ATVINNULÍFSINS Í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn sl.föstudag sagði Halldór Ásgríms-son, forsætisráðherra m.a.: „Við lifum vitanlega ekki við full- komna þjóðfélagsskipan frekar en nokkur önnur þjóð. Viðfangsefnin eru mörg og sum hver knýjandi. Mikill gróði og umsvif hafa orðið til breytinga í þjóðfélaginu, ekki sízt á fjármálamark- aði. Þorri landsmanna hefur notið góðs af þeim breytingum, en ekki allir. Frelsinu fylgir ábyrgð og skyldur og í litlu þjóðfélagi er sérstaklega mikil- vægt að hinir stærri axli samfélagslega ábyrgð sína, svo hinir minni fái notið sín í ríkara mæli. Ríkisvaldið ber þar vit- anlega mesta ábyrgð, en ekki alla. Fyr- irtæki bera samfélagslega ábyrgð, sér- staklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mik- ilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki sízt að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki sízt stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Ríkis- stjórnin vill samstarf um það og skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öfl- ugra sjóða, sem við eigum ekki í dag.“ Þetta er rétt hjá forsætisráðherra. Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð og mörg þeirra hafa nú þegar axlað hana með myndarlegum hætti. Það er t.d. alveg ljóst, að atvinnulífið er að verða einn helzti máttarstólpi menning- arlífsins í landinu, sem væri ekki jafn grózkumikið og raun ber vitni um, ef ekki kæmi til öflugur fjárhagslegur stuðningur fyrirtækja. Þess sjást líka merki, að fyrirtækin eru farin að styðja við heilbrigðiskerfið með ýmsum hætti. Mest er þó ábyrgð fyrirtækjanna gagnvart landsmönnum öllum. Sú ábyrgð felst í því að fara að lögum í einu og öllu en reyna ekki að fara í kringum lögin. Sú samfélagslega ábyrgð felst í því að leitast ekki við að skapa sér ein- okunarstöðu, sem er þekkt fyrirbrigði í íslenzku viðskiptalífi en líta í þess stað svo á, að það sé eftirsóknarvert að keppa á jafnréttisgrundvelli við önnur fyrirtæki. Á þeim tímum frelsis til athafna, sem við nú lifum, er frelsið í hættu vegna þess, að sumir forystumenn í viðskipta- lífinu sjást ekki fyrir. Það skiptir ekki sízt máli að þeir axli þá samfélagslegu ábyrgð, sem byggist á því að standast þá freistingu að skapa sér einokunar- stöðu. Það er nóg komið af því að ís- lenzku þjóðinni sé haldið í greipum ein- okunarafla, sem af einhverjum ástæðum þola ekki frjálsa samkeppni. Vonandi verða orð forsætisráðherra á 17. júní um samfélagslega ábyrgð við- skiptalífinu til umhugsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.