Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Fallegir tvískiptir kjólar ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður Nú: 40—60% afsláttur Ótrúlega lágt verð Hettupeysa 6.500 3.900 Jakkapeysa 6.100 3.700 Peysusett 8.600 4.900 Peysa m/v-hálsmáli 6.900 3.900 Ermalaus toppur 3.800 2.300 Siffonbolur m/perlum 6.600 3.300 Blúndutoppur 2.600 1.600 Vafinn toppur 2.500 1.500 Röndóttur bolur 3.300 2.000 Stutterma skyrta 3.300 2.000 Síð skyrta 6.200 3.800 Teinóttur jakki 6.200 1.900 Kjóll m/blúndu 7.100 3.900 Pils 3.500 1.900 Dömubuxur 5.200 2.900 Gallabuxur 4.800 2.900 Kvartbuxur 5.700 2.900 Og margt, margt fleira á kr. 500 og 990 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið 10:00 – 18:00 Mikið úrval af baðkörum, með nuddi og án nudds Fosshálsi 1 • Sími 525 0800 CORSICA ST. MAARTEN ITAKA ELBA HAWAII HELGA Valborg Steinarsdóttir varð Dux Scholae í Mennta- skólanum á Akureyri við braut- skráningu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, en hún hlaut 9,66 í stúdents- prófseinkunn, þ.e. meðaleinkunn allra einkunna öll fjögur námsárin, það eru um 60 próf. „Þess vegna er talsvert mikill vandi að hljóta slíka einkunn sem þessa. Það má aldrei slaka á,“ sagði Jón Már Héðinsson skólameistari við skóla- slit. Helga Valborg hlaut hæstu einkunn í fjórða bekk, 10,0. Meðal- einkunn á stúdentsprófi nú í ár var 7.30. Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri voru 661 á liðnu skólaári og starfsmenn um 80 talsins. Einn þeirra, Ásmundur Jónsson lét af störfum nú eftir 40 ára kennslu við MA, hann hefur kennt við skólann óslitið frá haustinu 1965. „Ás- mundur er mjög góður verkmaður og maður heldur að slíkir menn hafi ekkert fyrir starfi sínu. Á sinn hlýlega hátt kennir hann manni að gott verk krefst vinnu,“ sagði skólameistari þegar hann sæmdi Ásmund heiðursmerki skólans, gulluglunni fyrir störf í þágu skól- ans. Norðlendingar fari heim að Hólum Mennaskólinn á Akureyri er ein af elstu menntastofnunum lands- ins, 125 ár liðin frá því norð- lenskur skóli var endurreistur á Möðruvöllum í Hörgárdal eftir að skólahald utan Reykjavíkur hafði lengið niðri í um 80 ára skeið. Á næsta ári, 2006 verða liðin 900 ár frá því skólahald hófst á Norður- landi með stofnun stólskólans á Hólum, elsta forvera MA. Verður þess afmælishalds minnst á öllum skólastigum biskupsdæmisins að því er fram kom í skólaslitaræðu Jóns Más. Stefnt er að því að allir Norðlendingar sem vettlingi geta valdið komi heim að Hólum á af- mælisárinu. Skólameistari fjallaði um hvert stefna skuli í menntamálum í ræðu sinni við skólaslit og sagði að sér þætti næsta einsýmt að ef fram- haldsskólinn yrði einkavæddur væri mikil hætta á því að innan ör- fárra ára yrði eitt rekstrarfélag búið að ná undir sig arðbærustu skólunum. „Hinir sem minna gæfu af sér myndu ekki njóta jafnræðis í neinu,“ sagði hann. „Í mínum huga er frjálsræði það að þróun og frumkvæði fái að spretta frjáls innan stofnananna og skólarnir fái að skapa sér metnaðarfulla sér- stöðu á eigin forsendum. Sumir myndu kalla það að draga úr mið- stýringu og því að alla skuli steypa í sama mótið.“ Skólameistari nefndi að framhaldsskólarnir gætu ýmislegt lært af öðrum skólastig- um, þannig sýndist sér sem hlut- irnir væru að gerast í leikskól- unum landsins, þar sem væru fjölbreytni, sjálfstæði og nýjungar. Faglegur metnaður hefði aukist með aukinni menntun og þjón- ustuvitund starfsfólks. Af grunn- skólum væri hægt að læra um samstarf heimilis og skóla og mik- ilvægi framfara og þróunar af há- skólunum. „Við í framhaldsskól- unum eigum að líta í eigin barn og spyrja okkur hvort frumkvæði í menntun komi frá skólunum sjálf- um? Við eigum jafnframt að spyrja okkur: Hvaðan kemur frjó og skapandi umræða um námsmat, um lengd skóla, um kennslu og kennsluhætti? Höfum við í skól- unum haft þarf frumkvæði? Mér finnst við stjórnendur framhalds- skólanna ekki hafa verið nógu leið- andi á þessu sviði,“ sagði Jón Már. Engum tilgangi þjónaði að skóla- stjórnendur sem hefðu ofurtrú á markmiðum eigin stofnunar reyndu að troða þeim upp á aðrar stofnanir og þegar rök þryti væri kallað á ráðuneytið. „Þetta gerðist þegar við misstum samræmdu- prófaumræðuna og styttingu á námstíma inn í ráðuneytið og nú er það að gerast með það sem kall- að hefur verið almenn braut. Sum- ir þeirra sem telja hana mikilvæga fyrir sinn skóla krefjast þess að ráðuneytið þvingi alla skóla til að taka hana upp. Það þarf að vera meiri víðsýni en þetta, ekki stöð- ugt ákall á miðstýringu,“ sagði skólameistari og sagði hvern skóla þurfa að rökstyðja tilveru sína fyr- ir þeim sem hann vildi þjóna og fyrir ráðuneyti til að fá fjármagn til starfseminnar. Menntaskólanum á Akureyri slitið í 125. sinn Skólarnir skapi sér metnaðarfulla sérstöðu Morgunblaðið/Margrét Þóra Alls voru 134 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn. Nemendur voru 661 á skólaárinu og starfsmenn um 80. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.