Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 SJÚKLINGUM með krabbamein í blöðruhálskirtli hefur almennt fjölgað á Vesturlöndum undanfarin ár. Búist er við að tíu þúsund karlar í Svíþjóð greinist með krabbamein í blöðruháls- kirtli á þessu ári og er það aukning um þúsund frá fyrra ári. Aukningin vekur áhyggjur og standa yfir rannsóknir á orsökum sjúkdómsins í því skyni að fyrirbyggja hann, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs Posten. Fjölgun sjúklinga kallar á aukin umsvif í heilbrigðiskerfinu og svo get- ur farið að ekki verði unnt að sinna öllum sem skyldi. Önnur meðferð- arúrræði en notuð eru nú eru nauð- synleg og fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykilatriði, að því er Jan-Erik Damber, prófessor og yfirlæknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið leggur áherslu á í samtali við GP. Í nokkrum rannsóknum hefur ver- ið sýnt fram á samband krabbameins í blöðruhálskirtli og mikils insúlíns. Insúlínmagn í blóði getur því gefið vísbendingar um hvort líkur eru á krabbameini í blöðruhálskirtli og sem mælikvarði á sjúkdómsstig. Nú stendur til að rannsaka hvaða þýð- ingu það hefur fyrir þróun krabba- meins að veita meðferð sem lækkar insúlínmagn. Krabbamein í blöðru- hálskirtli  FORVÖRN ALLIR foreldrar vilja gefa börnum sínum bestu mögulegu næringu. Brjóstamjólk er besti kost- urinn og er það stefnan hér á landi sem á al- þjóðavísu að ungbörn fái helst ekki aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu sex mánuðina. Yfirburðir brjóstamjólkur fram yfir aðra fæðu er flestum ljós. Stundum eru þó aðstæður þannig að barn getur ekki fengið brjóstamjólk. Undir slíkum kring- umstæðum er þurrmjólk besti kosturinn fyrir börn fyrstu sex til tólf mánuðina. Sérstök barnamjólk, stoðmjólkin, kom nýlega á markað og er sérstaklega ætluð börnum eftir sex mánaða aldur og er hún meðal annars járnbætt. Heilahimnubólga og iðrakveisa Landlæknisembættið og Umhverfisstofnun vilja koma á framfæri mikilvægum ábendingum varð- andi blöndun þurrmjólkur. Ungbörn og smábörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir matarsýkingum. Í þurrmjólk geta verið bakt- eríur (E. Sakazakii og Salmonella) sem geta valdið sýkingum og alvarlegum veikindum eins og heila- himnubólgu, blóðeitrun eða iðrakveisu og eru dæmi um slíkt hér á landi. Séu ungbörn ekki höfð á brjósti er mjög mikilvægt að meðhöndla og blanda ungbarnablöndur af mikilli varkárni. Þetta gildir líka um þurrmjólkurduft sem ætlað er börnum með ofnæmi eða óþol. Áðurnefndar bakteríur drepast við gerilsneyð- ingu en geta borist í duftið t.d. við áfyllingu eða við meðhöndlun. Hafa skal í huga að heilbrigð ung- börn og smábörn geta þolað þessar bakteríur í blandaðri þurrmjólk í litlu magni en ungbörn yngri en 4–6 vikna og þá sérstaklega fyrirburar, létt- burar og ónæmisbæld ungbörn er hópur sem er í sérstakri áhættu gagnvart sýkingum. Hreinlæti lykilatriði Til að koma í veg fyrir mengun og/eða fjölgun baktería þegar verið er að blanda mjólkurdufti saman við soðið vatn skiptir hreinlæti lykilmáli. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur gefið út leiðbeiningar um blöndun þurrmjólkur fyrir foreldra, og eru þær á þessa leið. Leiðbeiningar um blöndun, meðhöndlun, geymslu og notkun í heimahúsum:  Gott hreinlæti er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir mengun og tekur það til handþvottar, hrein- lætis í eldhúsinu og þess að öll áhöld séu hrein fyr- ir notkun.  Útbúa skal mjólkurblönduna stuttu fyrir hverja gjöf og ekki skal blanda fyrir meira en eina gjöf í einu.  Nota skal hreina pela þegar verið er að útbúa mjólkurblönduna. Best er að sjóða pelana alltaf eða sótthreinsa í þar til gerðum tækjum. Nægir að þvo pelana vel eftir að ungbarnið er byrjað að fá fasta fæðu sem má í allra fyrsta lagi vera við 4 mánaða aldurinn.  Ávallt skal notað soðið vatn fyrir hverja blöndu (>70°C) eða vatn sem búið er að sjóða og kæla, en þá er mikilvægt að það hafi ekki mengast.  Eftir að mjólkurdufti hefur verið blandað við soðið vatn á að kæla mjólkurblöndunina hratt í það hitastig sem hentar fyrir gjöf og skal mjólk- urblandan notuð þegar í stað.  Eftir hverja gjöf skal hella niður afgangsmjólk.  Ef notuð er blanda sem hefur verið kæld niður fyrir æskilegt hitastig fyrir barnið er ekki ráðlagt að nota örbylgjuofna til að hita blönduna þar sem hún getur verið volg yst en sjóðheit innst. Best er að snögghita hana til dæmis með því að láta heitt kranavatn renna á pelann. Sýnið varkárni, hristið pelann og prófið hitastigið.  Einnig er mikilvægt að blanda þurrmjólk ná- kvæmlega eftir fyrirmælum framleiðanda. Ef það kemur fyrir að sett er of mikið af þurrmjólk- urdufti, inniheldur blandan of mikið af steinefnum, sem verður til þess að álag á starfsemi nýrna verð- ur of mikið. Hins vegar getur veik blanda sem gef- in er til lengri tíma leitt til vannæringar.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Forðist fjölgun hættulegra baktería í þurrmjólk Morgunblaðið/Ásdís Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Land- læknisembættinu. Jóhanna E. Torfadóttir sérfræð- ingur, Umhverfisstofnun. Foreldrum er bent á að leita til heilsugæslu- stöðva til að fá frekari upplýsingar eða leiðbein- ingar. RÚSÍNUR eru kannski sætar og klístraðar en í þeim eru efni sem geta hindrað vöxt baktería í munninum sem eru ábyrgar fyrir holum í tönnunum og tannholdssýkingum. Á heilsuvef MSNBC kemur fram að vísindamenn við tann- læknadeild Háskólans í Illinois hafa greint fimm efna- sambönd í rúsínum, andoxunarefni sem oft er að finna í jurtum, og eiga þau að geta gert gagn í baráttunni við Karíus og Baktus. Niðurstöðurnar benda til andstæðu þess sem hingað til hefur verið haldið fram, þ.e. að allt sem er sætt valdi tannskemmdum. Staðreyndin er hins vegar sú að það er viðbættur sykur sem veldur tann- skemmdum. Rúsínur ráðast á Karíus og Baktus  HJARTAÁFÖLL SANDRA Grétarsdóttir lögfræð- ingur og verslunarstjóri hjá Síman- um í Kringlunni gerir ýmislegt til að halda sér í formi. Hún stundar líkamsrækt þrisvar til fjórum sinn- um í viku í Laugum, en skemmti- legast finnst henni að fara út að ganga með hundinn sinn, hann Bjart, sem er af tegundinni Caval- ier King Charles Spaniel. „Ég og Vala dóttir mín eign- uðumst Bjart fyrir tæpum fjórum árum og hann er mikill gleðigjafi á heimilinu. Vala var sú sem fyrst og fremst vildi fá hund en það kom mér á óvart hversu gefandi það er að eiga hund og annast hann. Hon- um finnst fátt skemmtilegra en að fara út að ganga og ég reyni að fara með hann í klukkutíma göngutúr á hverjum degi og stundum tvisvar á dag ef veðrið er gott. Við förum mikið hér um í nágrenninu, Laug- ardalurinn er kjörið göngusvæði og stundum keyri ég með hann vestur í bæ, þar sem við bjuggum áður, og labba þá með honum meðfram sjón- um við Ægisíðu. Þingholtin eru líka í uppáhaldi hjá okkur og Nauthóls- víkin er mjög skemmtileg til göngu- túra. Bjartur er mjög hrifinn af krökkum og verður alltaf sérlega kátur þegar þau verða á vegi okkar og eins gefur hann sig að ungling- um sem eru á svipuðum aldri og Vala. Og það er klárlega uppbyggj- andi félagslega að fara út að ganga með hundinn sinn, því margir brosa til mín og gefa sig á tal við mig hans vegna. Gangan og útiloftið gera bæði mér og Bjarti gott. En ég lít ekki á líkamlega hreyfingu eingöngu til styrktar fyrir skrokk- inn, hún er ekki síður heilsubætandi fyrir sálina. Hreyfing er besta gleðilyfið, bæði orkugefandi og sál- arhressandi.“  HREYFING | Sandra Grétarsdóttir stundar líkamsrækt og fer út að ganga með hundinn Út að ganga með hundinn Morgunblaðið/Eyþór Sandra og Bjartur létt í lund á labbinu. BMI eða líkamsþyngdarstuðull er ekki áreiðanleg mæling á því hve stór hluti af líkamanum er fita og hvar hún er, að því er fram kemur í nýrri doktorsritgerð frá Sahl- grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Í Göteborgs Posten kemur fram að þeir sem séu í kjörþyngd skv. BMI geti verið í sama áhættuhópi og feitt fólk. Ingrid Larsson rannsak- aði gögn um 1.135 manns á aldr- inum 37-61 árs. Ef BMI var 25 var líkamsfita karlanna 24% en kvennanna 36%. Bæði gildin eru hærri en þau hefðu átt að vera skv. BMI: 15-20% fyrir karla, 25-30% fyrir konur. Fleiri gloppur eru í BMI-fræðunum að sögn Larsson, þ.e. vel þjálfuð manneskja getur haft hátt BMI en það er þá á grundvelli vöðva en ekki fitu. BMI segir ekkert um heilsufar eða hættu á offitu, að mati Larsson. Þótt manneskja léttist um 40 kíló þarf það ekki að þýða að hún hafi misst mikla fitu. Læknar og heil- brigðisstarfsfólk ættu að hennar mati fyrst og fremst að mæla blóð- þrýsting, kólesteról, blóðsykur og blóðfitu. Þannig skapist ekki hætta á að þeim sem eru í áhættuhópi vegna heilsufarsvandamála sé sleppt í gegnum skoðun bara af því að BMI sé í lagi. Gloppur í líkamsþyngd- arstuðlinum  DOKTORSRITGERÐ TILBREYTINGARLAUS og óspennandi störf geta leitt til viðvar- andi hraðari hjartsláttar og þar með hjartaáfalla, að sögn breskra vís- indamanna. Á heilsuvef MSNBC kemur fram að karlar í lítt krefjandi störfum, reyndust hafa hraðari við- varandi hjartslátt en aðrir, skv. rannsókn læknaskóla University College í London. Niðurstaðan er liður í því að útskýra hví karlar í lág- launastörfum og karlar með litla menntun eru í meiri hættu en aðrir á að fá hjartaáföll, staðreynd sem hef- ur verið þekkt í þrjátíu ár. Þátttak- endur í rannsókninni voru 2.197 karlar á aldrinum 45–68 ára í starfi hjá hinu opinbera. Leiðinleg störf heilsuspillandi?  RANNSÓKN Ól: Allir hundar verða að vera í bandi og ólin þarf að henta hverjum hundi fyrir sig. Sá hundur sem er meðfærilegur og abbast ekki upp á fólk, get- ur haft langa ól svo hann fái gott rými til að hreyfa sig. Þeir hundar sem eru grimmir eða lítt viðráðanlegir verða að vera í stuttri ól. Eigandinn þarf að stjórna því að hund- urinn hlaupi ekki í veg fyrir fólk á hjólum eða á göngu. Pokar undir úrgang: Minnst tvo eða þrjá poka er nauðsyn- legt að hafa í vasa sínum, til að taka upp það sem hundurinn lætur frá sér meðan á göng- unni stendur. Tvennt ómiss- andi þegar farið er út að ganga með hundinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.