Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ vekur upp minn-
ingar fyrir Agnesi Ein-
arsdóttur að sjá hús-
gaflinn á Suðurvegi 25
standa upp úr svörtum
vikrinum, en þar bjó
hún ásamt foreldrum
sínum og þremur
systkinum þar til hún
var 10 ára, þegar gosið
færði húsið í kaf.
„Ég man bara að við
krakkarnir vorum vakin
með látum, mamma og
pabbi héldu fyrst að
það væri stór vörubíll
fyrir utan, en það kom
fljótlega í ljós að þetta
var alvarlegra en það,
svo sáum við bara eld-
súlur út um gluggann.
Við vorum rifin á fætur,
í fötin og út með það
sama,“ segir Agnes,
eða Adda eins og hún er
alltaf kölluð, þegar hún
skoðar svæðið þar sem
verið er að grafa upp húsið sem var heimili fjöl-
skyldunnar fyrir rúmum 30 árum síðan. Hún
áttaði sig þó lítið á alvarleika málsins á þeim
tíma, og man eftir að hafa sýnt bróður sínum
ljósadýrðina.
Vonar að eitthvað heillegt finnist
Bæði Adda og fjölskylda hennar eru hrifin af
því að þessi hús verði grafin upp, og hlakka til
að sjá húsið aftur þegar búið verður að hreinsa
betur frá því. „Mér finnst þetta virkilega spenn-
andi, ég get ekki séð neitt neikvætt við þetta.
Það er bara vonandi að það sé eitthvað heillegt
og skemmtilegt að skoða. [...] Þetta er eitthvað
sem mig hefur alltaf dreymt um, mig hefur allt-
af langað til þess að sýna börnunum mínum
þetta, og segja þeim að hér hafi ég átt heima.
Eitthvað af persónulegum munum fjölskyld-
unnar urðu eftir í húsinu. Einar Ólafsson, faðir
Öddu, reyndi að komast inn í húsið áður en þau
sigldu frá Vestmannaeyjum, en taldi ástandið
svo ótryggt þegar hann kom á staðinn að hann
fór ekki inn. „Við fórum bara allslaus, eins og
fleiri hérna, en svo fóru bara góðir menn um
nágrennið og tæmdu allt sem þeir gátu. Það
var farið með það allt í barnaskólann og svo
var það sent í land,“ segir Adda.
Dýrgripir í eldhússkápnum
Hún rifjar þó upp að ekki hafi náðst að
tæma allt, til dæmis sé skápur í eldhúsinu sem
geymi mikla persónulega dýrgripi fjölskyld-
unnar sem gaman verði að sjá hvernig komi
undan vikurfarginu. „Þar á að vera gullúr sem
pabbi gaf mömmu í jólagjöf, myndir frá því ég
var pínulítil og kristalsglös. Svo urðu bækurnar
mínar eftir í herberginu mínu og ýmislegt
smálegt sem ég geri mér ekki grein fyrir núna.
Svo lágu leikföngin okkar krakkanna á gólf-
inu.“
Fjölskylda Öddu flúði eyjuna eins og aðrir
bæjarbúar, og bjó tímabundið í Njarðvík áður
en þau sneru aftur til Eyja um haustið. „Við
fluttum aftur í byrjun október. Það var frekar
nöturlegt, ein búð sem allt átti að vera til í. Það
var allt svart og kolniðamyrkur, og rétt búið að
hreinsa helstu göturnar. Þetta var mjög skrýt-
ið samfélag.“
Agnes Einarsdóttir er spennt fyrir því að sýna börnunum sínum
æskuheimilið, en bak við hana má sjá þakbrúnina og einn af veggj-
um hússins sem stóð við Suðurveg 25.
Alltaf dreymt um að sýna krökkunum húsið
U
ppgreftri húsanna sem stóðu
við Suðurveg í Vestmannaeyj-
um þegar eldgos hófst á
Heimaey árið 1973 hefur
gjarnan verið líkt við uppgröft-
inn á ítölsku borginni Pompei,
sem fór undir ösku þegar eld-
fjallið Vesúvíus gaus árið 73 eftir Krist, þótt
ekki sé laust við að skalinn sé smærri. Ætl-
unin er að koma upp einskonar gosminjasafni
og auka þar með möguleika ferðaþjónustunn-
ar í Eyjum.
Hugmyndir um að grafa upp húsin hafa
lengi verið ræddar í Vestmannaeyjum, en nú
er umræðum lokið og uppgröfturinn kominn á
fullan skrið. Talið er að 10–14 hús hafi farið
undir vikur og hægt sé að moka frá þeim, en
alls fóru tæplega 400 hús undir hraun og vikur
í gosinu.
Hópur eyjapeyja hefur af því starfa í sumar
að handmoka vikri af þökum og meðfram
veggjum, þó að starfsmenn bæjarins geti not-
að gröfur við að hreinsa þar sem ljóst er að
ekkert er undir. Kolsvartur vikurinn er léttur
og frekar laus í sér, en þó er gríðarlegt starf
framundan við að hreinsa frá húsunum.
Handmoka sem mest til að spilla engu
Ljóst er að verkið sjálft mun taka einhver
ár, og segir Kristín Jóhannsdóttir, menningar-
og markaðsfulltrúi bæjarins, að framkvæmda-
hraðinn komi til með að ráðast af því fjár-
magni sem fer til verksins. Hún segir Ferða-
málaráð hafa styrkt verkið til að koma því af
stað, og ætlunin sé að leita styrkja víðar í stað
þess að eyða skattpeningum bæjarbúa í upp-
gröftinn. Viðræður séu í gangi við áhugasama
aðila, þó ekki sé hægt að greina frá því á þess-
ari stundu.
Þegar má sjá þakkant, vegg og glugga á
fyrsta húsinu sem grafið verður upp, en það
stóð við Suðurveg 25. Húsið virðist furðu heil-
legt, gler enn í rúðum og veggir uppistandandi
og réttir, þó þakið hafi látið undan og fallið inn
í húsið.
Jóhann Freyr Ragnarsson, verkstjóri hjá
Vestmannaeyjabæ, segir að fara verði gríð-
arlega varlega til að spilla engu sem undir
vikrinum leynist. Þess vegna sé ekki hægt að
nota gröfurnar til þess að moka af þökunum
heldur þurfi að handmoka. Það er mikið verk
þar sem vikurlagið er á bilinu 2,5–3,5 metrar
niður á þak þar sem grafið er núna, og upp í
5–6 metra á þök húsa sem eru innar í brekk-
unni.
„Það er nú ekkert nýtt fyrir okkur Eyja-
menn að grafa upp hús,“ segir Jóhann, og leið-
beinir „peyjunum“ fjórum sem moka hraust-
lega af þakinu á Suðurvegi 25, og kynnast
þannig að einhverju leyti vinnu sem allir sem
sneru aftur til Eyja eftir gos fengu að reyna.
Munir frá íbúum leynast í húsunum
Hér eru þó notaðar varfærnari aðferðir
heldur en strax eftir gos, og skráð niður í dag-
bók uppgraftarins ef eitthvað merkilegt finnst.
Hingað til viðurkennir Jóhann að lítið áhuga-
vert hafi komið upp úr krafsinu annað en hús-
ið sjálft, það merkilegasta sé trúlega hjóla-
gjörð. Þó er vitað að íbúar náðu ekki að bjarga
öllu úr húsunum, og því von til þess að finna
ýmislegt sem ekki náðist út þegar komið er
niður á botn vikurlagsins.
Eyjamenn á öllum aldri jafnt sem ferða-
menn eru duglegir að skoða uppgröftinn, og
segir Jóhann að þótt áhuginn sé afar skemmti-
legur sé stundum erfitt að halda sig að verki
þegar fólk spyrji um það sem er að gerast og
hvað hafi fundist.
Reiknað er með því að hreinsað verði frá
húsinu til hálfs, svo að hluti þess verði áfram
grafinn í vikurinn. Búið er að merkja með hæl-
Ekkert nýtt fyrir Eyjamenn
Hús sem grófust undir vikri í Vest-
mannaeyjagosinu 1973 munu öðlast
nýtt líf á næstunni og gefa ferða-
mönnum og öðrum nýja innsýn í
gosið og afleiðingar þess. Brjánn
Jónasson fór til Eyja og kynnti sér
uppgröftinn og skoðanir þeirra sem
bjuggu í húsunum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Eyjapeyjar taka til hendinni við moksturinn og þurfa að handmoka sem mest til að hlífa húsunum.
EKKI er von til þess að öll
hús komi jafn vel undan
vikurfarginu eins og Suð-
urvegur 25, sem nú er
farið að glitta í. Krist-
mann Karlsson og Kristín
Bergsdóttir kona hans
eru með það á hreinu að
þeirra hús brann áður en
það hvarf á kaf í vikurinn,
eftir að hafa séð ljós-
mynd tekna meðan á
gosi stóð. Glóandi hraun-
molum rigndi yfir húsin af
og til, og urðu mörg hús í
bænum eldi að bráð.
Kristmann, eða Krissi
eins og hann er kallaður,
og Kristín eru bæði sátt
við að byrjað sé að grafa
upp húsin í götunni, en
nokkur tími mun eflaust
líða áður en komið verður
að þeirra húsi, sem var númer 17 við Suð-
urveginn. „Ég er bara ánægð með þennan
uppgröft, þetta er bara spennandi,“ segir
Kristín, og Krissi tekur í sama streng. Þau
vona bæði að þetta verði til þess að ferða-
mönnum fjölgi í eynni, ekki veiti af.
Uppgröfturinn rifjar þó vissulega upp minn-
ingar hjá þeim hjónum. „Þetta er eiginlega
orðið eins og einhver mynd sem maður sá, en
þetta er rosalega fast í manni. Við hrukkum
upp um miðja nótt, klæddum okkur og fórum
út, og komum aldrei heim aftur. Við vöknuðum
upp um nóttina, og ég hélt fyrst að mér væri
svona illt í höfðinu, það var svo mikill þrýst-
ingur og ofboðslegur gnýr. Svo litum við út um
stofugluggana og sáum þessi ósköp. Ég áttaði
mig alls ekki á því hvað þetta var, en Krissi
fattaði strax að þetta væri eldgos,“ segir
Kristín.
„Það var eitt hús á milli okkar og gosupp-
takanna, þetta var mjög nálægt, og við sáum
þegar jörðin rifnaði og allt færðist til. Við átt-
um tvær stelpur, fimm og átta ára, og við
klæddum þær í flýti og komum okkur út,“
heldur Kristín áfram.
Kristín og Krissi voru heimavön í húsinu við
Suðurveg 25, sem verið er að grafa upp núna,
en móðursystir Krissa, Viktoría Ágústa
Ágústsdóttir, bjó þar ásamt manni sínum, Ein-
ari Ólafssyni. Þau hafa því verið áhugasöm um
uppgröftinn og litið þar við nokkrum sinnum til
að skoða það sem kemur upp úr kolsvörtum
vikrinum.
Uppgröfturinn er mikið ræddur í bænum,
enda rifjar hann upp minningar hjá þeim sem
upplifðu gosið. „Það eru voðalega margir að
spyrja okkur hvernig okkur finnist þetta, trú-
lega vegna þess að við bjuggum þarna. Mér
finnst að þeir sem búa hér [í Vestmanna-
eyjum] séu frekar jákvæðari en þeir nágrann-
ar okkar sem fluttu burtu og komu ekki aftur,“
segir Kristín.
Brottfluttir síður jákvæðir
Um helmingurinn af þeim fjölskyldum sem
bjuggu við Suðurveg fluttust aldrei aftur til
Eyja eftir gos, enda margir búnir að hefja nýtt
líf á nýjum stað.
Kristín útilokar ekki að þessi munur á skoð-
unum þeirra sem fluttu aftur til Eyja og þeirra
sem ekki komu aftur tengist einmitt því hvar
fólk hefur búið eftir gos.
„Það getur vel verið að við sem erum hér
höfum vanist þessu betur og sætt okkur frek-
ar við það. Ég veit það ekki, það getur vel ver-
ið að það sé það.“
Kristmann Karlsson og Kristín Bergsdóttir segjast hlakka til að
sjá það sem kemur í ljós undir vikrinum, en eru viss um að þeirra
hús brann áður en það fór í kaf, svo ólíklegt sé að það sé heillegt.
Veitir ekkert af að fá fleiri ferðamenn til Eyja