Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 49 DAGBÓK EM á Tenerife. Norður ♠G96 ♥543 N/AV ♦75 ♣ÁK875 Vestur Austur ♠ÁK542 ♠83 ♥109 ♥872 ♦Á108 ♦DG6432 ♣G64 ♣D3 Suður ♠D107 ♥ÁKDG6 ♦K9 ♣1092 Spil dagsins er frá leik Hollands (Or- ange Team I) og Zimmermanns í 16- liða úrslitum opnu sveitakeppninnar á Kanaríeyjum. Sagnir voru eins á báð- um borðum: Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Í sæti suðurs voru Zimmermann og Verhees, og það er athyglisvert að báð- ir skyldu kjósa að vekja á grandi frekar en einu hjarta. En látum það vera og veltum fyrir okkur spilamennskunni. Hvernig myndi lesandinn spila ef út kemur spaðaás og svo smár spaði í öðr- um slag? Sagnhafi horfir á átta slagi og Louk Verhees ákvað að reyna strax við þann níunda með því að djúpsvína fyrir DG í laufi. Ekki gekk það. Austur fékk slaginn á laufdrottningu og spilaði tígli í gegn- um kónginn. Vörnin fékk þannig 11 slagi – einn á lauf, sex á tígul og fjóra á spaða. Sjö niður og 350 í AV. Zimmermann fékk út lítinn spaða í byrjun. Honum leist ekki á djúpsvín- inguna í laufi og spilaði þess í stað öll- um hjörtunum. Það reyndist rétt ákvörðun, því vestur var með öll lyk- ilspilin og gat engan veginn staðist þrýstinginn. Vestur henti fyrst tveimur tíglum, en í fimmta hjartað mátti hann ekkert spil missa. Hann kaus að kasta laufi í þeirri von að makker ætti Dxx, en það þýddi að sagnhafi fékk fimm laufslagi og ellefu slagi í allt: 460 í NS. Níu slaga munur á spilaleiðum! E.s. Það hefði vissulega verið betri vörn hjá vestri að kasta spaða í síðasta hjartað. En sagnhafi ætti þó að lesa rétt í stöðuna og spila litlum tígli undan kóngnum, því vestur færi varla að henda fríspaða ótilneyddur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 3. júlí, ersjötug Erla Magnúsdóttir, Mýrarási 2, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 15– 18 í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar, Rofabæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Bjarnveig Skaftfeld verður sextug 4. júlí nk. og Skúli Ragn-arsson verður sextugur 17. júlí nk. Þau ætla að halda upp á þennan merk- isáfanga saman laugardaginn 9. júlí nk. og gleðjast með vinum og vandamönnum heima á Ytra-Álandi, við söng og dans, yfir þjóðlegum veitingum og hefst sam- kvæmið kl. 20. Dansskórnir mega gjarnan vera með frjálslegu sniði því sveiflan verður tekin í tjaldi á hlaðinu. Vonast þau til að sem flestir sjái sér fært að koma og samgleðjast með þeim. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 3. júlí, eráttræður Ólafur Sig- urgeirsson. Ólafur og kona hans, Sal- vör Sumarliðadóttir, búa á dval- arheimilinu Ás, Klettahlíð 18, Hveragerði. ÞÓRA Einarsdóttir óperusöng- kona hefur að undanförnu verið að syngja í afar sérstæðri óperu, Dagbók Önnu Frank eftir Grigori Frid, en verkið er byggt á heims- frægri dagbók gyðingastúlkunnar hollensku. Þóra syngur eina hlut- verk óperunnar, Önnu Frank. Það er Musik Theater Werkstadt- leikhúsið í Wiesbaden sem setur sýninguna upp, og henni hefur verið ákaflega vel tekið. Gagnrýn- endur hafa keppst við að mæra frammistöðu Þóru og þykja söng- ur hennar og túlkun mikill sviðs- sigur fyrir hana. Axel Zibulski gagnrýnandi Wiesbadener Kurier tekur svo djúpt í árinni að segja að eig- inlegur styrkur verksins liggi í stórfenglegri túlkun Þóru. „Söng- konan er sannfærandi sem ung- lingsstúlka en býr þó yfir þeim þroska raddarinnar sem gerir henni kleift að syngja samfellt í rúman klukkutíma. Fyrst ber að nefna frábæran textaframburð, sem er nauðsyn- legt grundvallaratriði í þessari óp- eru, en framburðurinn kemur þó aldrei niður á vel mótuðum laglín- unum…“ Elisabeth Risch gagnrýnandi Frankfurter Allgemeine Zeitung tekur í sama streng og segir að líklega yrði óperan sett upp mun oftar ef til boða stæðu sópr- ansöngkonur eins og Þóra. „Hún er afar úthaldsgóð og tónviss í til- finningaþrunginni og áherslumik- illi sönglínu, sem liggur oftast á óþægilegu sviði og markast af krómatískri- og heiltóna tónlist – og það með útgeislun og útliti unglingsstúlku. …“ Frumsýning á Önnu Frank var í Wiesbaden 15. júní, en aðeins fimm dögum áður stóð Þóra á sviðinu í Ríkisóperunni í Darm- stadt, þar sem hún söng í óp- erunni Platée eftir Rameau, þar sem hún fór með tvö hlutverk. Um þá sýningu skrifaði Benedikt Ste- geman í Frankfurter Allgemeine Zeitung: „[…] hins vegar voru mörg leikræn glansnúmer í sýn- ingunni. Með þægilegri og bjartri sópranrödd tókst Þóru Ein- arsdóttur á áhrifaríkan hátt að gera alla orðlausa af undrun í hinu tvöfalda hlutverki sínu: Fyrst sem rafmögnuð og kynþokkafull Amor í forleiknum, en síðar leikur hún í hinni eiginlegu óperu hina nið- urbældu þjónustustúlku gyðj- unnar.“ Þá hefur Þóra einnig verið að syngja í Siegfried, annarri af fjór- um óperum Niflungahrings Wagn- ers, og farið þar með hlutverk skógarfuglsins. Umsagnir um frammistöðu hennar í því hlut- verki hafa verið á sömu lund og gagnrýnendum verið tíðrætt um fegurð svífandi silfraðrar söng- raddar hennar. Þóra Einarsdóttir var aðeins 23 ára þegar hún debúteraði við Glyndebourne Festival Opera eftir söngnám hér heima, en fyrsta hlutverk hennar hér heima og frumraun á sviði var í Rigoletto í Íslensku óperunni fimm árum áð- ur. Þóra hefur sungið víða síðan og óperuhlutverkin hafa hrannast upp. Hún hefur sungið í óp- eruhúsum á Norðurlöndunum, á Englandi, í Sviss og í Þýskalandi, þar sem hún býr nú. Hlutverkin eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið allt frá Rameau til Birt- wistle en þó með sérstakri áherslu á Mozart, en Þóra hefur nú sungið yfir hundrað sinnum í óperum Mozarts. Þóra syngur á næstunni hlutverk Woglinde í Götterdäm- merung og hefur þar með sungið í öllum fjórum óperum Niflunga- hringsins eftir Wagner en hring- urinn verður fluttur í heild sinni á næsta leikári í ríkisóperunni í Wiesbaden. Þóra mærð í hlutverki Önnu Frank Ljósmynd/Martin Kaufhold Þóra Einarsdóttir fékk einróma lof fyrir söng og leik í hlutverki Önnu Frank. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.