Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ G uðmundur gekk í raðir Vals frá KR fyrir tímabilið og óhætt er að segja að hann hafi reynst mikill hvalreki fyrir Hlíðarendaliðið. Þegar fyrri umferð Landsbanka- deildarinnar er hálfnuð eru þeir rauðklæddu búnir að krækja í 21 stig – eru í öðru sæti deildarinn, sex stig- um á eftir FH-ingum og Guðmundur hefur komið að meira en helmingi marka sinna manna. Sjálfur hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp mörg mörk fyrir félaga sína með út- sjónarsemi og afburðartækni. En hver skyldi vera ástæða þessa góða gengis Vals í sumar að mati Guð- mundar. Valur ekki kominn á neinn stall ,,Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í Val var að ég fann að metnaður- inn var mikill til að gera vel. Allir voru með hugann í sömu átt – það átti að rífa Val upp í hæstu hæðir. Ég átti von á að það tæki aðeins lengri tíma en mótið er nú bara hálfnað og Valur er ekki kominn á neinn stall þó svo að það hafi gengið vel hingað til. Ég tel okkur vera á réttri leið. Ég sé enga ástæðu til þess að við höldum þetta ekki út. Þetta góða gengi á ekki að gera neitt annað en að efla mannskapinn. Það er mikil samstaða í liðinu og menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Við vorum fljótir að finna réttu blönduna á með- an önnur lið eru komin langt inn í mót án þess að finna rétta liðið,“ seg- ir Guðmundur. Um möguleika á titli í ár segir hann; ,,Ég var í KR tíu ár þar sem kom ekkert annað til greina en að stefna á titil. Ég þekki því ekki annan hugsunarhátt, en ef ég lít raunhæft á málin þá er FH með langbesta liðið og mannskapinn. Það sýndi sig berlega í leik þess við Fylki. Þó svo að það vantaði þrjá lyk- ilmenn þá rúlluðu FH-ingarnir yfir Fylkismennina. Við Valsmenn ætl- um hins vegar að gera allt sem í okk- ar valdi stendur til að veita þeim keppni.“ Lék fyrsta leikinn með Þór í efstu deild 15 ára gamall Guðmundur sleit barnskónum á Akureyri og hóf snemma að sparka í bolta með Þórsunum. Menn tóku fljótt eftir því að hann þótti með af- brigðum flinkur með boltann og efni í afburðaknattspyrnumann. Gummi lék sinn fyrsta leik með meistara- flokki Þórs aðeins 15 ára gamall, gegn Val, og þaðan lá leiðin í at- vinnumennskuna. Árið 1991 samdi hann við belgíska liðið Ekeren. Hann var á mála hjá Ekeren í þrjú ár en meiðslin tóku sinn toll. Kross- band í hné gaf sig í fyrsta skipti af mörgum og þau þrjú ár sem hann var hjá félaginu lék hann fáa leiki. Hann sneri heim úr atvinnumennsk- unni og gekk í raðir Þórs 1994, en ári seinna samdi hann við KR sem hann lék með þar til í ár. Hann var á láns- samningi hjá belgíska liðinu Geel eftir tímabilið hér heima 1999, en at- vinnumannaferillinn varð skemmri en efni stóðu til vegna þeirra miklu meiðsla sem hann hefur átt við að glíma. Guðmundur var Íslands- meistari í fjórgang með vesturbæjarliðinu, tvívegis bikarmeistari en meiðsla- sagan hélt áfram. Hann gekkst undir aðgerð vegna krossbandaslita 2002 og lék ekkert árið 2003. Hann spil- aði hins vegar tólf leiki með liðinu á síðustu leiktíð en var aðeins fimm sinnum í byrj- unarliði. Fimm krossbandaaðgerðir Meiðslasagan hjá Guð- mundi er löng. Hann hefur farið í fjórar krossbanda- ðgerðir á vinstra hné og eina á því hægri. ,,Það er varla eðlilegt að ég skuli vera að spila fótbolta. Ég verð samt seint talinn eðli- legur maður en ég hef lært í gegnum tíðina að taka þessu með jafnaðargeði.“ Voru ekki margir búnir að afskrifa þig sem knattspyrnumann þegar þú meiddist enn og aftur? ,,Jú, og það skiljanlega. En ég var staðráðinn í að byrja aftur og það er langt síðan ég hef náð mér svona vel á strik eins og í sumar og langt síðan ég hef getað spila svona marga leiki. Ég ákvað fyrir síðasta tímabil, um veturinn, að gera lokatilraun um það hvort ég gæti spilað. Ég var búinn að vera í basli vegna meiðslanna í þrjú ár og ég ákvað að fara nýjar leiðir til að styrkja mig og koma mér í stand. Ég leitaði til Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara og bað hann um að hjálpa mér. Gauti samþykkti það og allan veturinn æfðum við saman. Þetta voru átta æfingar í viku sem eingöngu voru styrktaræfingar og hlaup og með hans hjálp þá tókst mér að komast í gang að nýju. Ég var kominn í ágætt stand á síðasta sumri en ég var bara með svo léleg- an þjálfara sem leyfði mér lítið að spila,“ segir Guðmundur og hlær, en Willum Þór Þórsson var þá við stjórnvölinn hjá KR en er nú hjá Val og það var einmitt Willum sem sótti hart að Guðmundi að skipta yfir í Val þegar ljóst var að þeir væru báðir á förum frá vesturbæjarliðinu. ,,Ég ætla ekkert að leyna því að ég var pirraður í fyrra að fá ekki að spila meira. Mér fannst ég geta spilað meira og eiga erindi í það. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Gauta Grét- arsson. Hann lagði mikið á sig, bæði kvölds og morgna og æfði með mér. Ef ég hefði ekki leitað til hans þá væri ég líklega ekki að spila í dag. Ég var staðráðinn í því að spila áfram og eftir tímabilið í fyrra, spurningin var bara hvaða lið vildi nýta krafta mína. Eftir að hafa rætt við stjórnarmenn Vals og feng- ið að vita að Willum Þór tæki við þjálfun liðsins þá kom ekkert annað til greina en að fara til Vals.“ Var með samningstilboð frá tólf erlendum liðum Guðmundur var 16 ára gamall þegar meiðslin bönkuðu á dyr hans. Hann sleit krossband í hné í leik með drengjalandsliðinu á móti í Sviss en á þeim tíma- punkti var hann orðinn mjög eftirsóttur ef erlend- um liðum. ,,Fyrir mótið í Sviss var ég með samn- ingstilboð frá tólf liðum. Öll liðin nema tvö, Ekeren í Belgíu og þýska liðið Stutt- gart, drógu tilboðin til baka þegar þau fréttu af kross- bandaslitinu Ég tók þá ákvörðun að fara til Belgíu en eftir fyrsta tímabil- ið þurfti ég að fara í þrjár aðgerðir. Mér stóð til boða að vera áfram hjá Ekeren en ég var búinn að fá nóg og var búinn að sætta mig við að þetta gengi ekki. Fótboltanum má líkja við rússíbana. Maður stjórnar honum ekki. Maður getur haft áhrif en ekki ráðið frá a til ö.“ Ert þú búinn að koma sjálfum þér á óvart í sumar? ,,Nei, í sjálfu sér ekki, en það sem hefur komið mér á óvart er að ég hef spilað alla leikina og ég gat æft í all- an vetur.“ Ekki þörf fyrir mig hjá KR Þú spilaðir með KR í tíu ár en ákvaðst að fara frá félaginu eftir tímabilið. Hvers vegna? ,,Það virtist ekki vera þörf fyrir mig lengur. Ég heyrði ekkert frá KR-ingum þannig að ég geri ráð fyr- ir því að það hafi ekki verið áhugi fyrir hendi að gera nýjan samning. Það er kannski ekkert óeðlilegt við það. Saga mín hefur verið þannig að ég hef verið mikið meiddur og það er ekkert óeðlilegt að menn hafi ekki tekið þá áhættu að stóla á mig. Ég átti frábæran tíma hjá KR. Ég á fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bik- armeistaratitla með liðinu og það er meira en nánast flestir núlifandi KR- ingar geta státað af. “ Guðmundur er enn dýrkaður og dáður af mörgum stuðningsmönnum KR-inga og það kom berlega í ljós þegar Valur og KR áttust við á Hlíð- arenda í síðustu viku. Þegar nafn Guðmundar var lesið upp fyrir leik- inn klöppuðu stuðingsmenn KR hon- um lof í lófa. Hvernig var tilfinningin að mæta sínum gömlu félögum, skora á móti þeim og taka þá hreinlega í bakaríið? ,,Það var mjög skrýtið og þá sér- staklega fyrir leikinn. Umfjöllunin fyrir leikinn snerist mikið um mig, Willum og Sigþór, gömlu KR-ing- anna. Þegar út í leikinn var komið spáði ég ekkert í þetta en það yljaði mér um hjartaræturnar að fá þessar móttökur hjá KR-ingum. Það er gaman ef maður hefur skilið eitthvað eftir sig.“ Fannst þér þú ná að koma fram „Fótboltanum má líkja Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben eins og flestir þekkja hann, hefur yljað knattspyrnuáhuga- mönnum á vellinum í sum- ar. Þessi 30 ára framherji, sem gengið hefur í gegnum ótrúlega þrautagöngu meiðsla á ferli sínum, hefur blómstrað með nýliðum Vals í sumar og á vafalaust mestan heiðurinn af fram- gangi Hlíðarendaliðsins á leiktíðinni. Guðmundur Hilmarsson ræðir við Guðmund, sem margir vilja meina að hafi öðlast nýtt fóboltalíf með komu sinni í Val. Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Benediktsson sýnir góða takta í leik Vals gegn Þrótti á fimmtudagskvöldið. Leiknum lauk 2:0 með sigri Vals. Guðmundur Benediktsson byrjaði snemma að fagna mörkum, enda með afbrigðum efnilegur knattspyrnu- maður á yngri árum. Hér fagnar hann marki gegn KS á gamla malarvellinum í miðbæ Siglufjarðar sumarið 1986. Guðmundur var þarna í 5. aldursflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.