Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 30

Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 30
30 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 2. júlí 1995: „Á sl. hausti unnu repúblíkanar mikinn sigur í þingkosningum í Bandaríkjunum er þeir fengu meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Eitt helzta baráttumál þeirra var mikil skattalækkun og hallalaus fjárlög bandaríska ríkisins. Samhliða hefur verið að byggjast upp víðtæk grasrót- arhreyfing í Bandaríkjunum, sem krefst nánast byltingar í skattamálum, þ.e. róttækra breytinga á skattakerfinu og mikillar skattalækkunar samfara niðurskurði opin- berra útgjalda. Þingmenn hafa lagt fram ýmsar tillögur um breytingar á bandaríska skattakerfinu, sem m.a. byggjast á því að útrýma nær öllum frádrátt- arliðum, sem eru ótalmargir og taka upp einn einfaldan flatan 20% skatt. Því er nú spáð, að þessi skattabylting geti jafnvel orðið að veru- leika á næstu tveimur árum.“ 30. júní 1985: „Á morgun eru 20 ár liðin frá því er Landsvirkjun tók formlega til starfa. Þennan dag 1965 gekk í gildi sameignarsamn- ingur ríkisins og Reykjavík- urborgar um rekstur fyr- irtækisins og tók það þá við rekstri Sogsvirkjunar og fleiri eigna úr höndum eign- araðila. Tilgangurinn með stofnun Landsvirkjunar var að leggja grundvöll að fyr- irtæki, sem hefði fjárhags- legt bolmagn til þess að ráð- ast í virkjun Þjórsár við Búrfell. Var hafizt handa við þá miklu mannvirkjagerð 1966 og á árinu 1969 hófst orkusala til viðskiptavinar fyrirtækisins, álversins í Straumsvík, sem síðan 1970 hefur keypt um og yfir 50% af orkuframleiðslu fyrirtæk- isins. Á þeim 20 árum, sem Landsvirkjun hefur starfað, lætur nærri að raforkufram- leiðsla hér á landi hafi sex- faldast og hefur meginhluti orkuaukningarinnar komið frá Búrfellsvirkjun, Sig- ölduvirkjun og Hraun- eyjafossvirkjun, sem allar hafa verið reistar af Lands- virkjun. Næsta stórverkefni fyrirtækisins er virkjun Blöndu. Óvíst er hvenær því verkefni verður lokið. Ræðst það af þeim markaði, sem verður fyrir íslenska raforku. Verði ekki um neina teljandi orkusölu til stóriðju að ræða er talið hægt að draga fram- kvæmdir við Blönduvirkjun og miða við að hún verði gangsett á árinu 1991. Síðan er útlit fyrir, að orkan frá Blöndu muni nægja allt til næstu aldamóta.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að er einhvers konar hring- ekja á ferð í viðskiptalífi okkar. Sömu menn hoppa inn og út af þessari hring- ekju eftir því hvernig vind- urinn blæs hverju sinni. Í dag kaupa þeir í Flugleið- um. Á morgun selja þeir í Flugleiðum. Í dag selja þeir í Íslandsbanka. Á morgun kaupa þeir í Íslandsbanka. Er þetta ekki að verða svolítið leiðigjarnt?! Skiptir þetta orðið einhverju máli? Auðvitað skiptir þetta máli fyrir bankana. Þeir fá háar þóknanir í hvert skipti. En skiptir þetta máli fyrir fyrirtækin? Fyrir starfsmenn- ina? Fyrir viðskiptavinina? Þetta eru áleitnar spurningar. Alveg sér- staklega á það við um það viðskiptadrama, sem fram fór í stjórn FL Group í fyrradag, þegar stærsti hluthafinn stóð frammi fyrir kröfu um, að annað hvort keypti hann hluthafahóp út eða þeir keyptu hann út. Og þrír stjórnarmenn sögðu af sér. FL Group, sem áður hét því viðkunnanlegra nafni Flugleiðir, er orðið eins konar fjöregg þjóðarinnar. Það er fyrirtæki, sem gegnir grundvallarhlutverki í samgöngumálum ís- lenzku þjóðarinnar. Aðaleigandi FL Group, Hannes Smárason, er augljóslega mjög hæfur ungur maður. Há- menntaður á viðskiptasviði og með starfs- reynslu frá McKinsey, einu öflugasta ráðgjaf- arfyrirtæki heims. Auk þess sem hann tók þátt í því með Kára Stefánssyni að byggja starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar upp fyrstu árin. Hann á því að hafa alla burði til að leiða FL Group. Hins vegar eru uppákomur af því tagi, sem urðu í stjórn félagsins á fimmtudag, ekki góðar fyrir þetta mikilvæga fyrirtæki og miklu máli skiptir, að hinum unga stjórnarformanni takist að leiða þau átök til lykta með farsælum hætti. En burtséð frá átökum af þessu tagi stendur eftir sú spurning, hvort sífelldar breytingar á eignaraðild fyrirtækja hér, sem eru að verða regla fremur en undantekning, séu að skila sér í betri rekstri fyrirtækjanna. Er það? Um það verður ekkert fullyrt. Hins vegar er það verðugt rannsóknarefni fyrir nemendur þeirra viðskiptaháskóla sem hér starfa. Í lang- flestum tilvikum er um mjög skuldsett kaup að ræða. Þau geta orðið til góðs fyrir fyrirtækin að því leyti til að þau knýja eigendur til að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og nokk- ur kostur er. En þau geta líka haft þær afleið- ingar að nýir eigendur taki meiri peninga út úr fyrirtækjunum en ella til þess að standa undir háum vaxtagreiðslum og öðrum kostnaði af hin- um skuldsettu kaupum. Það gæti verið fróðlegt skoðunarefni að kanna hvernig arðgreiðslur hafa þróazt á undanförnum árum í þeim fyr- irtækjum, sem mest hafa komið við sögu. Í Bandaríkjunum hafa skuldsett kaup stund- um haft jákvæð áhrif, þegar rykið hefur verið dustað af gömlum fyrirtækjum sem höfðu staðnað. Í öðrum tilvikum hafa afleiðingarnar orðið þær, að fyrirtækin hafa verið rústuð, starfsmenn misst vinnuna og eigendurnir í raun limað þau í sundur og selt þau til þess að ná einhverjum hagnaði út úr hinum skuldsettu kaupum fyrir sig. Eitt er að kaupa fyrirtækin með milljarða- viðskiptum, sem að langmestu leyti eru fjár- mögnuð af bönkum. Annað að reka þau og ná árangri í daglegum rekstri. Það er mikilvægt að þetta grundvallaratriði gleymist ekki. Það hefur tekið langan tíma fyrir stjórn- málamennina, sem hafa lagasetningarvaldið í sínum höndum, að átta sig á því, sem hefur verið að gerast í viðskiptalífinu hér á nokkrum undanförnum árum. Kannski hafa uppreisnin í stjórnarherbergi FL Group og þær afsagnir, sem fylgdu í kjölfarið, orðið til þess að opna augu þeirra fyrir því að nú er kominn tími til aðgerða af þeirra hálfu og þótt fyrr hefði verið. Löggjöf sem setur viðskiptalífinu eðlilegar starfsreglur í samræmi við löggjöf og reglur í öðrum löndum er löngu tímabær. Viðbrögð Baugs Viðbrögð Baugs vegna þeirrar niður- stöðu, sem komin er í rannsókn efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins og stjórnenda þess – og enginn veit um efnislega nema þeir, sem ákærðir hafa verið – við ákærunum, sem birtar voru sak- borningum eða lögmönnum þeirra á föstudags- morgun, eru athyglisverð. Þau voru augljóslega vel undirbúin. Fyrstu fréttir um að ákærur kæmu fram á föstudag heyrðust í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins. Skömmu seinna fengu fjölmiðlar senda álitsgerð Jónatans Þórmundssonar pró- fessors um sakarefnin auk tveggja bréfa, sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði sent ríkislög- reglustjóraembættinu sl. fimmtudag og í marz- mánuði 2004, þar sem afstaða hans til sak- arefna kemur skýrt fram. Þegar sú sending barst hafði ekkert heyrzt frá embætti ríkislög- reglustjóra og engin staðfesting lá fyrir um, að frétt Ríkisútvarpsins væri rétt. Markmiðið með þessum snöggu viðbrögðum var augljóslega að verða fyrri til í einhvers konar áróðursstríði, sem forráðamenn Baugs hafa sennilega talið að væri að skella á. Síðdeg- is á föstudag kom hins vegar í ljós að embætti ríkislögreglustjóra mundi ekki birta ákærurn- ar, sem afhentar höfðu verið sakborningum eða fulltrúum þeirra fyrr um daginn, að sinni og spurning, hvort það gerist fyrir þingfestingu málsins hinn 17. ágúst nk. Þau vinnubrögð eru mjög umdeilanleg eins og að er vikið í forystugrein Morgunblaðsins í gær, laugardag. En auðvitað er ljóst að slíkar ákærur er ekki hægt að birta opinberlega fyrr en full vissa liggur fyrir um að þær hafi borizt sakborningum. Þegar vitneskja um það liggur fyrir verður erfiðara að skilja þá afstöðu rétt- arkerfisins að birta ekki ákærur í svo stóru máli, sem vakið hefur þjóðarathygli og umræð- ur í þrjú ár og valdið illdeilum á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála. Og einmitt vegna þess að ákærurnar voru ekki birtar verður erfiðara fyrir fólk að setja skýringar og varnir forráðamanna Baugs í samhengi. Það verður erfiðara að skilja þau gögn, sem þeir sendu frá sér, vegna þess að á opinberum vettvangi liggja ákæruatriðin ekki fyrir. Í Morgunblaðinu í gær, laugardag, voru öll skjöl, sem forráðamenn Baugs sendu frá sér á föstudag, birt í heild. Það er auðvitað álitamál, hvort dagblað eigi að birta svo langa texta, sem eru ekki læsilegasta efni sem birtist í blaði. Rökin fyrir því að birta álitsgerð Jónatans Þór- mundssonar og bréf Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar í heild eru hins vegar tvíþætt. Annars vegar eiga þeir, sem bornir er sökum, sem geta verið þungar án þess að vitneskja liggi fyrir um það á þessari stundu, sanngjarna kröfu til þess, að almenningur eigi milliliðalausan aðgang að skýringum þeirra, skoðunum og vörnum. Það er eitt að hafa aðgang að textanum í heild og annað að fylgjast með því, sem blaðamenn og fréttamenn velja úr til birtingar eða flutnings í ljósvakamiðlum. Hins vegar á almenningur í þessu landi kröfu til þess að hafa milliliðalausan aðgang að öllum þessum upplýsingum, bæði ákærum og vörn- um. Hafi það verið markmið forráðamanna Baugs að vinna fyrstu lotu í áróðursstríði með útsend- ingu þessara skjala er hins vegar spurning hvernig til hefur tekizt. Þótt nokkur innsýn fá- ist í sakarefni og það í fyrsta skipti við lestur þessara skjala er hins vegar ómögulegt að fá heildaryfirsýn yfir málið með lestri þeirra vegna þess að þar kemur ekki nægilega vel fram hver ákæruatriðin eru, þótt hægt sé að fá vissa hugmynd um þau. Eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins í gær, laugardag, er merkilegt að Jónatan Þórmundsson skuli hafa treyst sér til að taka jafn afgerandi af- stöðu og hann gerir til málsatvika í álitsgerð sinni án þess að séð verði að hann hafi haft öll gögn málsins undir höndum. Gagnsókn Baugs kann að hafa hafizt of snemma. Þegar ákær- urnar verða birtar opinberlega verður erfiðara um vik að koma þeim vörnum á framfæri, sem nú liggja fyrir opinberlega á einum stað, þ.e. hér í Morgunblaðinu. Hafi útsending skjalanna á þessum tíma- punkti verið hugsuð sem leikur í meintu áróð- ursstríði er hins vegar ljóst að þetta mál verður úrlausnarefni dómstóla en ekki dómstóla göt- unnar. Þáttur Jóns Geralds Jón Gerald Sullen- berger, gamall við- skiptafélagi þeirra Baugsmanna, er mað- urinn sem hratt þessu máli af stað með kæru til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyr- ir þremur árum. Hann mátti þola það í upphafi, að að honum væri veitzt úr ýmsum áttum á óvæginn hátt. Jón Gerald virðist hins vegar hafa tekið þá afstöðu snemma í þessu ferli að tala lítið sem ekkert fyrr en upp væri staðið. Forráðamenn Baugs hófu mikil málaferli gegn honum í Bandaríkjunum og er ljóst að þar var miklu til kostað gagnvart einum manni. ÞRÝSTINGUR Í ÞÁGU ÞRÓUNARLANDA Fjöldi íslenskra tónlistarmannakom fram í Hljómskálagarðinumá föstudag á tónleikum, sem gefið var nafnið Átta líf. Tilgangurinn með tónleikunum var að vekja athygli á vandamálum þróunarlandanna, sem verða í brennidepli á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Skotlandi í þess- ari viku. Framlag Íslendinga til þróun- armála nemur nú 0,21% af vergri þjóð- arframleiðslu, en Sameinuðu þjóðirnar hafa sett markið við 0,7%. Árni Snævarr, sem var frumkvöðull tónleikanna í Hljómskálagarðinum, sagði að átakið væri einfaldlega áminning um að Íslend- ingar gætu og vildu standa við sitt. Í gær fóru síðan fram tónleikarnir Live8, sem haldnir voru í tíu borgum í heiminum, þar á meðal Tókýó, þar sem Björk Guðmundsdóttir var meðal flytj- enda. Bob Geldof, forsprakki Live8 skipu- lagði einnig Live Aid tónleikana, sem haldnir voru fyrir 20 árum til að bregð- ast við hungursneyðinni, sem þá herjaði á Eþíópíu. Nú notar hann helstu stjörnur popptónlistar samtímans til að skapa þrýsting á valdamestu leiðtoga samtím- ans. Í bréfi, sem hann sendi leiðtogun- um, sem koma saman í Skotlandi, segir hann að takist þeim ekki að marka sögu- leg tímamót á fundinum jafngildi það svikum við þá, sem minnst hafa milli handanna í heiminum. Hann segir að með tónleikunum, sem búist er við að nái eyrum 5,5 milljarða manna, hafi fengist „umfangsmesta umboð sögunnar til að- gerða“ til að binda enda á fátækt, sem á degi hverjum kosti 50 þúsund manns líf- ið. Vandi fátækustu ríkja heims verður ekki leystur á augabragði og iðulega hef- ur það gerst að þróunaraðstoð hafi verið misnotuð, meðal annars til að fóðra vasa spilltra valdhafa. Það er óþarfi að end- urtaka slík mistök og hægt að koma í veg fyrir þau, meðal annars með því að beina fé til tiltekinna verkefna. Þá er niðurfell- ing skulda og afnám viðskiptahindrana lykillinn að því að mörg fátækustu ríkja heims geti náð sér á strik. En misheppn- uð aðstoð fyrri tíma má ekki verða for- senda aðgerðaleysis nú. Það er ekki verj- andi að stór hluti jarðarbúa lepji dauðann úr skel á meðan veisluborðin í velmegunarríkjunum svigna undan krás- unum. Þróunaraðstoð snýst ekki um peninga, hún snýst um mannslíf. Með tónleikunum í Hljómskálagarðinum á föstudag og um allan heim í gær var at- hygli almennings beint að stærsta vanda samtímans. Verður kallinu svarað? ÞÝSKALAND Á BRAUÐFÓTUM? Gerhard Schröder, kanslari Þýska-lands, hefur nú hrint af stað at- burðarás, sem mun að öllum líkindum leiða til þess að kosið verður í Þýskalandi seinni hluta september, ári fyrr en ella. Á föstudag felldi þingið tillögu um trausts- yfirlýsingu við stjórn Schröders. Herfileg útreið flokks Schröders í kosningunum í Nordrhein-Westfalen, eftir að hafa verið þar við völd í fjóra ára- tugi, var dropinn, sem fyllti mælinn, en frá því að samsteypustjórn jafnaðar- manna og græningja komst til valda hafa flokkarnir látið undan síga í 11 sam- bandslöndum af 16. Skipan efri deildar þingsins ræðst af því hverjir fara með völd í hinum einstöku sambandsríkjum og þar hafa stjórnarandstæðingar því haft meirihluta, sem ekki hefur auðveld- að Schröder að halda um stjórnartaum- ana. Kveðst Schröder vilja boða til kosn- inga til að sýna meirihlutanum í efri deildinni fram á það að hann hafi umboð almennings til umbóta. Þýskaland er í mikilli lægð um þessar mundir. Tilraunir til að koma efnahags- lífinu á flug hafa ekki borið árangur og hin veika efnahagsstaða Þýskalands kemur ekki síst fram í Evrópusamstarf- inu þar sem nú má segja að sé tómarúm þar sem þýska vélin áður dró vagninn. Á meðan hlaðast skuldir Þjóðverja upp og atvinnuleysið, sem Schröder hafði gert að mælistiku á frammistöðu sína, hefur aldrei verið meira. Andstæðingur Schröders í væntanleg- um kosningum verður Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata. Ef marka má skoðanakannanir hafa kristi- legir demókratar nú 17 prósentustiga forskot á jafnaðarmenn. Þjóðverjar standa nú frammi fyrir grundvallar- spurningum um hvernig þeir ætla að við- halda því velferðarkerfi, sem byggt hefur verið upp í landinu, um leið og þeir leysa efnahagslífið úr þeim viðjum, sem standa því fyrir þrifum. Evrópa þolir illa Þýska- land á brauðfótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.