Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ALÞJÓÐLEGA Vináttuhlaupið, „World Harmony Run“, er nú í fullum gangi víða um heim og kom til Íslands í gærmorgun. Vináttuhlaupið hófst í New York 16. apríl sl. en þetta er alþjóðlegt kyndilboðhlaup og verður kyndillinn borinn á milli 70 landa í öllum heimsálfum til að efla vin- áttu, skilning og umburðarlyndi. Íslandshluti Vináttuhlaupsins hófst í gærmorg- un við Höfða. Alfreð Þorsteinsson, forseti borg- arstjórnar, tendraði eld á kyndlinum en frá Höfða verður hlaupið með logann hringinn í kringum landið, alls 1.534 km í 15 daga. Hópur hlaupara frá Sri Chinmoy-maraþonlið- inu mun fylgja kyndlinum alla leið, en þar á með- al eru hlauparar frá Hollandi, Skotlandi, Tékk- landi, Austurríki og Kólumbíu, auk Íslendinga. Ungmennafélög um land allt munu slást í hópinn með hinu alþjóðlega hlauparaliði, en allir geta tekið þátt og stigið skref í þágu alþjóðlegrar vin- áttu. Morgunblaðið/ÞÖK Kyndill Vináttu- hlaupsins til Íslands FERÐAMENN sem leggja leið sína til Vest- mannaeyja í sumar geta tekið þátt í því að grafa upp hús sem stóðu við Suðurveg en fóru á kaf í gjósku í gosinu á Heimaey árið 1973. Stefnt er að því að moka frá húsunum og gera þau að nokkurs konar safni um gosið og afleiðingar þess. Íbúar í Vest- mannaeyjum tóku forskot á sæluna í gær, tóku sér skóflu í hönd og mokuðu frá fyrsta húsinu sem kemur í ljós undir vikrinum. Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og mark- aðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, segir að þátttaka hafi verið afar góð og áætlaði hún að rúmlega hundrað bæjarbúar hefðu mætt á svæðið með skóflur sínar til að leggja hönd á plóg við uppgröftinn. Þeir sem taka þátt í verkefninu fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna í „Pompei norðursins“, eins og uppgröfturinn er kallaður. Taka þátt í „Pompei norðursins“ Morgunblaðið/Sigurgeir  Ekkert nýtt fyrir Eyjamenn | 10 ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp hjá lögregl- unni á Snæfellsnesi í gær auk þess sem grun- ur leikur á um að einni stúlku hafi verið nauðgað. Mikið var um ölvun í Ólafsvík í nótt en samkvæmt upplýsingum lögreglu var sér- staklega mikið um drukkna unglinga. Talið er að fimm til sex þúsund manns hafi lagt leið sína á Færeyska daga sem fara fram í Ólafsvík um helgina en mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og alls komu um tuttugu og fimm manns að löggæslustörfum í gær og í nótt auk björgunarsveitarmanna úr nágrenn- inu. Þannig fékk lögreglan á Snæfellsnesi lið- veislu frá lögreglunni á Akranesi, lögreglunni í Borgarnesi og lögreglunni í Búðardal auk þess sem lögreglumenn úr Reykjavík og frá ríkislögreglustjóra voru á svæðinu. Fíkni- efnahundur frá tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli var einnig til taks auk fíkniefna- hunds lögreglunnar í Borgarnesi. Sérstök eftirlitsstöð Lögreglan kom upp eftirlitsstöð við Lyng- brekku í gær en þar var lagt hald á nokkurt magn fíkniefna í þremur bifreiðum. Í einni bifreiðinni fundust níu grömm af amfetamíni en í annarri bifreið fundust níu e-töflur. Þá var lagt hald á átta e-töflur auk fjögurra gramma af hassi og smáræðis af kannabis- efnum í þriðju bifreiðinni. Lögreglan lagði einnig hald á sextán kassa af bjór sem fund- ust við leit í bílum ungmenna á leið vestur. Tilkynnt var um að þrjár stúlkur hefðu drukkið ólyfjan og leikur grunur á um að einni þeirra hafi verið nauðgað. Þá þurfti að flytja einn mann á heilsugæslustöð til að- hlynningar eftir að tveir menn höfðu veist að honum, hrint honum í jörðina og sparkað í hann liggjandi. Ekki er búið að hafa uppi á árásarmönnunum. Það gerði lögreglunni nokkuð erfiðara fyrir að mikið óveður brast á í nótt með þeim af- leiðingum að tugir tjalda fuku um koll og sum þeirra fuku á haf út. Brugðið var á það ráð að opna bæði íþróttahúsið og grunnskólann í Ólafsvík en tjaldgestir voru margir hverjir kaldir og hraktir. Hátíðarhöldin ná hámarki í kvöld með miklum dansleik en einhverjir hátíðargestir hafa þó fengið nóg og haldið heim á leið. Þrjú fíkniefnamál og grunur um nauðgun Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is FUNDIST hafa leifar af fornu bæjarstæði á Öxnadalsheiði skammt vestan Grjótár í Skaga- firði. Rústirnar eru í 480 metra hæð yfir sjávarmáli og er það hæsta bæjarstæði sem fundist hefur í Skagafirði. Ekki eru til rit- aðar heimildir um að búið hafi verið á Öxnadalsheiði. Talið er að bærinn, sem að öll- um líkindum er frá þjóðveldisöld (11. öld), hafi farið í eyði á 13. öld. Að sögn Hjalta Pálssonar frá Hofi og ritstjóra Byggðasögu Skagafjarðar mun bærinn að öll- um líkindum hafa heitið Grund en þó er hvergi um hann getið í rit- uðum heimildum. Tóftir bæjarins og annars bæjar á Öxnadalsheiði hafa verið þekktar um nokkra hríð, að sögn Hjalta, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á bæjarstæðunum eða um þau ritað. Að sögn Hjalta eru munnlegar heimildir fyrir þremur bæjar- stæðum á Öxnadalsheiði en það þriðja hefur þó aldrei fundist. Bæ- irnir munu hafa heitið Grjótá, Blómsturvellir og Grund. Hjalti fór ásamt fornleifafræð- ingi frá Byggðasafni Skagafjarðar og aðstoðarmönnum að bæjar- stæði Grundar á föstudag í þeim tilgangi að aldursgreina tóftirnar. Þótt sú ferð hafi ekki skilað tilætl- uðum árangri telur Hjalti líklegt að bærinn sé frá þjóðveldisöld miðað við aðra bæi sem fundist hafa frá svipuðum tíma í Vesturdal og Aust- urdal og Hjalti hefur skráð. Á Grund sést greinilegur hluti af vallargarði og tóftir, og þúfnalag sem ber með sér að tóftir séu í jörðu. Ekki er ljóst hversu stór bærinn Grund mun hafa verið. Fornbýli í 500 metra hæð Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is LEIKARINN góðkunni, Mickey Rourke, segist hafa verið „dauður, farinn og grafinn“ þangað til hann ákvað loks að taka sig saman í andlitinu og koma lagi á líf sitt og list: „Að ranka við sér eftir fjórtán ára skömm, með allt niðrum sig, er ekk- ert grín.“ Hann leikur andhetjuna Marv í kvik- myndinni Sin City (Syndabælinu), sem senn verður frumsýnd hér á landi, og segir í viðtali við Skarphéðin Guðmundsson í Tímariti Morgunblaðsins í dag að hann sjái sjálfan sig að sumu leyti í persónunni: „Marv á erfitt með að hemja sig og það er eitt- hvað sem ég get tengt við.“ Rourke þykir skyggja á margar yngri og skær- ari stjörnur í myndinni og kveðst þakklátur fyrir að hafa verið boðið aftur í samkvæmið, eins og hann kemst að orði um kvikmyndabransann. Rourke sló í gegn sem hinn djarfi John í myndinni Níu og hálf vika árið 1986, en segir nú að sú per- sóna hafi verið hálfgert fífl. Í það minnsta í sam- anburði við „kyntáknið“ ófríða, Marv. | Tímarit Mickey Rourke rankar við sér ♦♦♦ VERKFRÆÐISTOFAN Vista hefur nýverið sett upp sjálfvirka veðurstöð í hlíð Esjunnar. Stöðin er í tæplega 500 metra hæð nálægt grænu gönguleið- inni. Veðurstöðin mælir úrkomu, hitastig, vindátt, vindhraða, loftþrýsting og sólargeislun. Veðrið má finna á vefsíðu Vistu undir veðurstöðvar, en þar er að finna opnar veðurstöðvar á höfuðborgarsvæð- inu. Slóð heimasíðunnar er www.vista.is. Veðurstöð í Esjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.