Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ GARÐATORGI | KRINGLUNNI | LAUGAVEGI | LÁGMÚLA | SETBERGI | SMÁRALIND | SMÁRATORGI | SPÖNGINNI | KEFLAVÍK | GRINDAVÍK Kvikmyndir sem Max Factor hefur séð um förðun í eru m.a.: The Aviator, The Edge of Reason (Bridget Jones´s Diary II), Wim- bleton, Mona Lisa Smile, Love Actually, CHICAGO, Die Another Day (James Bond 007), About a Boy, Vanilla Sky, Bridget Jones´s Diary, Charlotte Brey, Charlie´s Angels I og II, Anna and the King, Notting Hill, Titanic, Evita... www.lyfja.is www.medico.is NÝ TT COLOUR pe r f e c t i o n FRÁ KL. 14-17 • Mánudag 4/7 LYFJA - Setbergi • Þriðjudag 5/7 LYFJA - Kringlunni • Miðvikudag 6/7 LYFJA - Laugavegi • Fimmtudag 7/7 LYFJA - Garðatorgi • Föstudag 8/7 LYFJA - Lágmúla • Föstudag 8/7 LYFJA - Smáratorgi FRÁ KL. 13-16 • Laugardag 9/7 LYFJA - Smáralind KYNNINGAR Í LYFJU WEAR COLOUR WITHOUT FEAR NÝR VARALITUR Í GEL-GRUNNI. MJÚKUR OG ENDIRST LENGI Á VÖRUM. SMITAST EKKI, NÉ SEST Í FÍNAR LÍNUR UMHVERFIS VARIRNAR KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Gettu hver… (Guess Who)  Leikstjóri: Kevin Rodney Sullivan. Aðal- leikendur:Bernie Mac, Ashton Kutcher, Zoe Saldana. 104 mín. Bandaríkin 2005. GUESS Who’s Coming To Dinner var meinleysisileg hollívúdd-fantasía um friðsamlegan samruna hvíta og svarta kynþáttarins í Vesturheimi. Hún var gerð af Stanley Kramer sem skildi ekki eftir sig umtalsverð spor og ofangreind mynd er minn- isstæð fyrir það eitt að þar léku sam- an í hinsta sinn þau Spencer Tracy og Katherine Hepburn. Til að iðnaðurinn legði blessun sína yfir svart/hvítar ástir, varð sá litaði að vera leikinn af Sidney Poitier, glæsilegasta og viðkunn- anlegasta þeldökka Hollywood- leikara sögunnar, minna mátti ekki gagn gera. Ástandið hefur furðu lítið lagast í kynþáttavanda hvíta tjaldsins á þeim tæpu 40 árum sem liðin eru frá því að frummyndin var sýnd og end- urgerðin Guess Who kemur fram á sjónarsviðið. ’05-árgangurinn er heilalaus, augnabliks gamanmynd, en gerir sig ekki seka um að taka sig alvarlega, sem er til bóta. Að þessu sinni er stúlkan lituð (Saldan), en strákurinn hvítur (Kutchner). Sá sem stendur í veg- inum fyrir framtíðarplönum þeirra er faðir brúðarinnar (Mac), þéttur á velli og uppfullur af fordómum gagn- vart hvíta manninum. Segir myndin af árekstrum á milli fjölskyldu- meðlimanna og stráksa, áður en fyr- irsjáanlegur og giftusamur endir umvefur allt og alla. Þrátt fyrir nokkra skemmtilega spretti í fyrri hlutanum leysist Guess Who fljótlega upp í auðgleymt grín af því tagi sem maður á að venj- ast í sjónvarpsþáttum, að und- anskildum dósahlátri. Samdráttur kynþáttanna er jafn tvísýnn sem fyrr og ljónunum hefur ekki fækkað á veginum frá árinu 1967. Enn sem fyrr eru persónurnar óraunveruleg- ar sykurbrúður í úthverfi Drauma- landsins. Það vantar tilfinnanlega góðar myndir þar sem fjallað er af ábyrgð um þetta mikilvæga sam- félagsvandamál á léttari nótunum, nóg er hinsvegar gert af efni þar sem kynþáttahatur og -fyrirlitning er í aðalhlutverki. Mac er traustur leikari sem á betra skilið og Kutch- er, sem er hvað frægastur fyrir að hafa auga fyrir fullþroskuðum ávöxtum, er hreint ekki sem verstur. Ef Guess Who hefði endað svo sem stundarfjórðungi fyrr og áhorfendur sloppið við væminn lokakafla hefði myndin hugsanlega þokast upp í þrjár stjörnur. Sæbjörn Valdimarsson Á gráu svæði Ef Guess Who hefði endað stund- arfjórðungi fyrr hefði myndin hugsanlega þokast upp í þrjár stjörnur. Það verða sannkallaðir stór-tónleikar í Grafarvoginum áþriðjudaginn þegar FooFighters, Queens of the Stone Age og hins íslenska Mínus, stíga hver af annarri á svið í Egilshöll. Foo Fighters kom hingað til lands fyrir tveimur árum og lék þá í Laugardalshöll á tónleikum sem margir vilja kalla þá bestu síðan Led Zeppelin spilaði undir sama þaki. Queens of the Stone Age leikur hins vegar fyrir hérlenda aðdáendur í fyrsta skipti en það er ljóst að þeirra hefur verið beðið með mikilli óþreyju. Þúsundþjalasmiðurinn Troy Van Leeuwen sat fyrir svörum. Til að byrja með langar mig að vita hvernig þetta hófst allt hjá þér? Úff, látum okkur sjá. Meinarðu hvernig ég komst hingað? Ef þú vilt. Þetta er svolítið flókið en, allt í lagi, ég skal reyna. Ég hef náttúrlega verið í fullt af hljómsveitum, eins og margir í mínum geira, sem áttu enga framtíð fyrir sér en ætli hjólin hafi ekki byrjað að snúast fyrir alvöru í kringum 1996 þegar ég var í hljómsveit sem kallaðist Failure. Failure hitaði oft upp fyrir hljóm- sveitina Tool þegar hún var á tón- leikaferðalagi og þar kynntist ég Maynard James Keenan söngvara Tool sem seinna stofnaði hljómsveit- ina Perfect Circle. Þegar Failure lagði upp laupana bauð Maynard mér að ganga í Perfect Circle sem ég og þáði. Það var síðan í gegnum Perfect Circle sem ég kynntist Mark Lanegan (Screaming Trees, Queens of the Stone Age) sem þá var að spila með Josh Homme (Queens of the Stone Age ) svo að þannig hófust þau kynni. Perfect Circle var síðan í fríi árið 2002 þegar Josh Homme hringdi í mig og bauð mér að spila með hljóm- sveitinni á Songs for the Deaf- hljómleikaferðalaginu og hér hef ég verið síðan. Á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, Lullabies to Paralyze, spilarðu á fleiri hljóðfæri en bara gítarinn. Hefurðu alltaf verið fjöl- hæfur á tónlistarsviðinu? Já, ég held það. Ég byrjaði sem strákur að leika mér með ýmis hljóð- færi eins og píanó og satt að segja byrjaði ég sem trommuleikari – mjög lélegur trommari, væri kannski sann- ari lýsing. Var það nokkuð í Failure? Nei, nei... það var þegar ég var krakki en... ég sé hvað þú meinar. Nei, ég hef alltaf glamrað á allt sem ég kemst í en mér líður langbest bara með gítarinn. En í Queens of the Stone Age leik ég á bassa og á stálgít- ar, hljómborð og önnur ásláttar- hljóðfæri. Ertu á einhvern hátt að vitna í kántrí-tónlist á plötunni þegar þú not- ar stálgítarinn eða ertu að endurnýta hljóðfærið á nýjan máta? Þetta byrjaði sem eins konar end- urnýting, þar sem ég var að reyna að fara aðrar leiðir með hljóðfærið. Kannski var það vegna þess að ég kunni ekki nógu vel á stálgítarinn, það getur verið. En eftir því sem ég lærði betur á hann, byrjaði ég að leita meira og meira í kántrí-ræturnar og meira að segja í hawaii-íska tónlist sem not- ar stálgítarinn á mjög flottan hátt. Þú semur nokkur lög á plötunni. Hvernig tekur hljómsveit eins og Queens of the Stone Age við nýjum lögum frá tiltölulega nýjum meðlimi? Sko, fæst lögin sem eru á plötunni urðu til á þann hátt að einhver einn samdi þau heima hjá sér og sýndi okkur hinum svo seinna hvernig ætti að spila þau. Þau verða til í einhvers konar samvinnu og þeir sem leggja til laglínu eða krók, sem endar svo í loka- útgáfunni, þeir eru skrifaðir fyrir lag- inu. Svo það fá allir viðurkenningu fyrir framlag sitt á plötunni? Þeir fá nafn sitt við lagið, sem leggja til þess. Þau lög sem ég kom með á plötuna voru á The Desert Section (safnplata stýrð af Josh Homme) og seinna ákváðum við að hafa þau með á plötunni. En þetta nær alveg niður í trommuleikinn, ef hann leggur eitthvað til sem gerir lag- ið sérstakt, þá er trommuleikarinn skrifaður fyrir laginu líka. Ég hafði náttúrlega spilað með bandinu mjög lengi á tónleikaferðalögum og þegar maður er fastur inní hljómsveitarrútu í langan tíma, byrjar maður að glamra á gítarinn fyrr eða síðar. Nokkur lög urðu þannig til. Þetta er aldrei þannig að einhver segir, „ég vil að lagið mitt fari á plötuna“. Þetta bara gerist og það stjórnar enginn einn því hvað fer á plötuna og hvað ekki. Svo það er góður mórall í bandinu? Já, mjög! Mig langaði til að spyrja þig að þessu í upphafi viðtalsins en svo gleymdi ég því... þú fyrirgefur. En hverjir eru þínir áhrifavaldar og á hvað hlustaðir þú þegar þú varst að alast upp í Kaliforníu? Þegar ég var yngri hlustaði ég að mestu á þá tónlist sem foreldrar mínir hlustuðu á, eins og Chuck Berry, Curtis Mayfield, Jerry Lee Lewis, Stevie Wonder, kántrí-tónlist – mikið af Johnny Cash. Svo þegar ég fór að spila rokktónlist fór ég að hlusta meira á Led Zeppelin, Jimi Hendrix og David Bowie. Þaðan lá leiðin til Bauhaus, Tom Waits og Johnny Thunders. Í dag fer það bara eftir því í hvaða skapi ég er í, á hvað ég hlusta. Ég hlusta samt bæði á gamla og nýja tónlist. Áður en ég hringdi í þig var ég beð- inn um að kynna mér tónleika- dagskrána – ég veit ekki af hverju... Ég veit ekki einu sinni hver tón- leikadagskráin mín er, svo ekki hafa áhyggjur af því. Ég veit samt að við erum að spila á Íslandi. Já, en ég sá það ekki á heimasíð- unni ykkar. Nei, ég er að skoða þetta núna og ég sé það ekki heldur. Veistu eitthvað um Ísland? Ég veit sitthvað. Ég veit náttúrlega af Björk og Sykurmolunum og Sigur Rós. Svo hef ég heyrt að þið búið til vodka með kúmenbragði. Það kallast Brennivín. Bre... ég get ekki borið það fram en mig langar til að búa til góða „Bloody Mary“-blöndu með bre... kúmen- vodkanum. Ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd. Ekki? Allt í lagi. En ég hef líka heyrt að þið búið til sérstakan há- karlarétt. Ég væri til í að prófa hann. Ég er heldur ekki viss um að það sé góð hugmynd. Nei? Hvað á ég þá að gera? Ein- hver sagði mér að umhverfið í kring- um tónleikastaðinn væri mjög fallegt. Já, ef þú horfir í norðaustur er það ekki svo slæmt. Ég skal muna það. Mér finnst samt alltaf sérstaklega gaman að koma til nýrra staða. Á það við þig að vera á tónleika- ferðalagi? Já, ef það er ekki í of langan tíma í einu. Það er gott að fá smá frí inn á milli. Túra kannski í sex vikur og fá svo smá frí og halda svo áfram í aðrar sex vikur. Síðasti túrinn stóð í sex mánuði og ég mæli ekki með því. Það reynir of mikið á sjálfan þig og þína nánustu. Ertu fjölskyldumaður? Uuuu, ég á engin börn en ég á hunda. Þeir eru eins og börn. Eru tónleikarnir ykkar umfangs- miklir í framkvæmd? Nei, við reynum að halda öllu í lág- marki þegar kemur að aukahlutum eins og ljósum og öðru þess háttar. Ef við getum ekki haldið athygli áhorf- andans með tónlistinni einni saman er það ekki þess virði að vera að eyða peningum í Trabanta eða annað „props“. Hvaða lög ætlið þið að spila hér á Íslandi? Við munum að sjálfsögðu leika mörg lög af nýju plötunni en einnig lög af öllum fyrri plötum Queens of the Stone Age. Þessu verður öllu blandað saman en aðdáendur fyrri platnanna fá góðan skammt. Hins vegar erum við að kynna Lullabies to Paralyze svo að við munum leggja einhverja áherslu á þá plötu. Jæja, ég held að þetta sé komið, nema þig langi til að spyrja mig að einhverju? Hvaða aðra þjóðarrétti eigið þið? Hrútspunga. Hvað sagðirðu? Borðið þið hrúts- punga? Já, og skolum því niður með kúm- en-vodkanum. Þú lýgur þessu. Ég get ekki beðið eftir því að koma. Brennivín í blóðuga Maríu Hljómsveitin Queens of the Stone Age spilar í Egilshöll næstkomandi þriðjudag. Höskuldur Ólafsson ræddi við hljómborðs- og gítarleikara hljómsveitarinnar, Troy Van Leeuwen, um hann sjálfan, hljómsveitina og hrútspunga. Queens of the Stone Age er á leiðinni til Íslands og spilar ásamt Foo Fight- ers og Mínus í Egilshöll, þriðjudaginn 5. júlí. hoskuldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.