Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t ACTAVIS hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Þýskalandi í gegnum dótturfélag sitt, Medis. Er það blóðþrýstingslyfið Benazepril Hydrochlor- othiazide sem framleitt er í töfluformi. Í fyrstu atrennu voru framleiddar 10 milljónir taflna. Í fréttatilkynningu frá Actavis kemur fram að bú- ist er við því að lyfið verði mikilvæg viðbót við lyfjasafn Actavis þó að ekki sé reiknað með að það verði meðal tíu mest seldu lyfja félagsins. „Benazepril HCT er aðallega notað við með- ferð á háum blóðþrýstingi. Lyfið kom fyrst á markað í Evrópu árið 1992. Einkaleyfið í Þýska- landi rann út 29. júní síðastliðinn en Þýskaland er mikilvægasti markaður fyrir lyfið. Þróun lyfs- ins, sem hófst fyrir fimm árum, fór fram hjá Actavis á Íslandi og frásogsrannsóknir fóru fram í Kanada. Lyfið er framleitt í verksmiðju Actavis á Íslandi en dótturfélag Actavis, Medis, mun sjá um sölu þess til þriðja aðila sem munu markaðs- setja lyfið undir eigin vörumerkjum,“ segir í fréttatilkynningunni. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmda- stjóri alþjóðlegrar sölu til þriðja aðila hjá Actavis, segir undirbúninginn að markaðssetn- ingu lyfsins hafa tekið langan tíma. „Við erum nú að setja enn eitt blóðþrýstingslyfið á markað en það tilheyrir flokki ACE-hemla, flokki lyfja sem Actavis hefur lagt mikla áherslu á og telur lyf eins og Ramipril, Lisinopril og Enalapril. Ekki er um að ræða jafn umfangsmikla markaðssetningu og á fyrrnefndum lyfjum en lyfið er okkur mjög mikilvægt þar sem það á ekki í eins harðri sam- keppni og von er um stærri markaðshlutdeild.“ Actavis fyrst fyrirtækja á markað með blóðþrýstingslyf í Þýskalandi Lyfið verður mikilvæg viðbót við lyfjasafnið en þó ekki metsölulyf ÁTTA manns sitja í stjórn Baugs Group hf., samkvæmt upplýs- ingum á vefsíðu fyrirtækisins, og er Hreinn Loftsson formaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Þórður Boga- son, ritari stjórnar, Hans Kristian Hustad, Ingibjörg S. Pálmadóttir, Jóhannes Jónsson, Kristín Jó- hannesdóttir og varastjórnar- menn eru Guðrún Pétursdóttir og Einar Þór Sverrisson. Í fréttatilkynningu frá Baugi Group hf. sem send var fjöl- miðlum í gær vegna lög- reglurannsóknar á meintum brot- um Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra, og fleiri gegn Baugi Group hf. segir að Baugur Group hf. standi einhuga að baki Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni forstjóra og sakborningum málsins sem allir hafi haldið stað- fastlega fram sakleysi sínu gagn- vart öllum sakargiftum. Einhuga að baki sakborningum málsins SAMBAND til og frá útlöndum um Farice-sæstrenginn lá enn niðri í gær en það rofnaði á fimmtudags- morgun og hefur bilunin einkum áhrif á netsamband hér á landi. Rekja má sambandsleysið til bilunar í ljósleiðari hjá fjarskiptafyrirtæk- inu THUS í Skotlandi, sem tengir Farice-strenginn frá landtengingu í Norður-Skotlandi til Edinborgar, en öll fjarskiptaumferð um Farice- strenginn milli Íslands, Færeyja og Skotlands rofnaði af þeim sökum. Hefur því öll fjarskiptaumferð bæði Íslands og Færeyja farið um gamla Cantat-3 sæstrenginn. Búast má við töfum á netinu VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur skipað Gísla Tryggvason í emb- ætti talsmanns neytenda frá 1. júlí nk. til fimm ára sbr. lög um Neyt- endastofu og talsmann neytenda nr. 62/2005. Gísli er fæddur 24. ágúst árið 1969. Hann lauk embætt- isprófi í lögum frá Háskóla Ís- lands 1997 og hefur einnig lokið meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík með MBA-gráðu árið 2004. Frá árinu 1998 hefur Gísli verið framkvæmdastjóri Banda- lags háskólamanna og sjóða á vegum samtakanna auk þess að vera lögmaður þeirra frá sama tíma. Gísli Tryggvason talsmaður neytenda Gísli Tryggvason „HÉR ríkir svo sannarlega mikil hamingja, enda góð stemning, frábært verður og mikið af fólki í bænum,“ segir Kristín Sigurrós Ein- arsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Hólma- vík, en þar standa nú yfir svonefndir Ham- ingjudagar. Eitt af því sem bar fyrir augu gesta Hamingjudaga var brot úr borgarísjaka sem sótt var úr firðinum og fært í höfnina. „Það var búið að grínast með það í nokkurn tíma að gam- an væri að ná í ísjaka og láta hann bráðna hér rétt eins og ísjakann fræga sem fluttur var til Parísar á haustdögum. Áhöfnin á Sæbjörginni tók sig svo til og náði bara í einn jakann og kom með hann síðdegis á föstudag. Jakinn er nú smám saman að bráðna í höfninni,“ segir Krist- ín og tekur fram að uppátækið hafi vakið mikla athygli bæjarbúa og gesta sem lögðu margir leið sína niður að bryggju til að fylgjast með jakanum bráðna. Aðspurð segir hún ísjakann sennilega ekki munu endast lengi í höfninni, því hann hafi látið mjög á sjá eftir veru sína þar í nótt sem stafar væntanlega af því að sjórinn er mun hlýrri í höfninni en úti á reginhafi. Hamingjudagar hófust á fimmtudaginn var og lýkur með dagskrá í dag, en nefna má að úti- tónleikar verða að Kirkjuhvammi milli kl. 14 og 20 þar sem fjöldi listamanna mun troða upp, auk þess sem blysför verður í kvöld og dans- leikur. Að sögn Kristínar er þetta í fyrsta sinn sem Hamingjudagar eru haldnir á Hólmavík, en miðað við hversu vel hafi til tekist séu allar lík- ur á að þetta verði hér eftir að árlegum við- burði. Brot úr borgarísjaka á Hamingjudögum Morgunblaðið/Kristín Áhöfnin á Sæbjörginni gerði sér lítið fyrir og flutti hluta úr borgarísjaka að bryggjunni í Hólmavík þar sem ísjakinn bráðnar nú smám saman. Var þetta óvænt uppákoma til að gleðja bæjarbúa á Hamingjudögum sem staðið hafa yfir síðustu daga og lýkur með dagskrá í kvöld. FULLTRÚAR sjálfstæðismanna sem sitja í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) ítreka þá skoðun sína að OR eigi ekki að taka að sér verkefni sem þeir hafi ekki sér- þekkingu á, samanber ljósleiðara- væðingu á Seltjarnarnesi og Akra- nesi. Nýverið hafnaði OR öllum tilboðum í 1. áfanga gagnaveitna á svæðin, en öll tilboð voru langt yfir kostnaðaráætlun. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr í stjórn OR fyrir hönd sjálf- stæðismanna, segir að það sé ljóst að þetta setji strik í alla áætlana- gerð og að framkvæmdum komi til með að seinka. „Ekki nema þeir gangi beint til samninga við lægst- bjóðanda en þá verða þeir að sætta sig við þetta verð,“ segir Þorbjörg og bætir því við að hún telji að OR komi ekki til með að fá mikið lægra tilboð í verkið. „Það er engin þekking á fjar- skiptum hjá OR, ekki frekar en þekking á að reka sumarbústaði eða vera með risarækjur,“ segir Þorbjörg. Hún segir sjálfstæðis- menn ekki hafa fengið skýr svör varðandi áætlanir OR í þessum efn- um. Hún bendir á að þegar OR taki verkefni að sér sem sé ekki á þeirra aðalsviði þá gangi það einfaldlega ekki nógu vel. Hún segir að þetta setji gjaldtöku heimilanna í uppnám því ef ljóst sé að kostnaðurinn við að leggja gagnaveituna hækki fær- ist hann annað hvort á hendur neytenda, sem kaupi ljósleiðarann, eða beint á hendur Reykvíkinga sem eigi OR. Gagnrýna ljósleiðaravæðingu OR „Það er engin þekking á fjarskiptum hjá OR“ JÓNATAN Þórmundsson prófessor segist ekki vilja tjá sig um lög- fræðilega álitsgerð sem hann vann í tilefni lögreglurannsóknar gegn stjórnendum Baugs Group hf. og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Það er venjan þegar maður gef- ur svona lögfræðilegar álitsgerðir að þá er maður ekkert að skýra þær frekar. Það er annarra að taka afstöðu til þeirra og ég er enginn talsmaður fyrir Baug þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þetta að sinni,“ sagði Jónatan en honum var það ljóst að álitsgerðin yrði birt í fjölmiðlum. „Mér var ljóst að álits- gerðin yrði birt í fjölmiðlum og lög- fræðistofan hefur ekkert gert sem mér hefur mislíkað.“ Tjáir sig ekki um álitsgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.