Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ F rumkvöðullinn Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði barnaheimili að Sólheim- um í Grímsnesi á tuttug- asta og áttunda afmæl- isdegi sínum, 5. júlí árið 1930. 75 ára afmælinu verður fagnað með ýmsum hætti næstkomandi þriðjudag, en í dag verður jafnframt Sólheimakirkja vígð og umhverfissetur opnað í vist- vænu húsi sem kennt er við Sess- elju. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, vígir Sólheimakirkju, en for- eldrar hans, Sigurbjörn Einarsson biskup og Magnea Þorkelsdóttir, tóku fyrstu skóflustungu að kirkj- unni fyrir fimm árum. Framkvæmd- ir hófust árið 2002 og leitast var við að nota vistvæn efni við bygginguna. Veggirnir eru steinsteyptir, með torfhleðslu að utan, en þakið er úr timbri og klætt með pappa og reka- viði. Kirkjan er fjármögnuð af styrktarsjóði Sólheima, með fjár- styrkjum og efnisgjöfum einstak- linga og fyrirtækja. Helga Helena Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur á Sólheim- um. Kirkjan er í eigu Sólheima, en tilheyrir Mosfellssókn, þar sem Rúnar Þór Egilsson er sóknarprest- ur. Helga segir að við byggingu kirkjunnar hafi sérstaklega verið hugað að hljómburði, enda sé stefnt að því að nýta hana fyrir fleiri við- burði en þá sem snúa beint að kirkjustarfi. „Ýmsar samkomur, til dæmis í kringum aðventuna, hafa hingað til verið haldnar í íþróttahús- inu, en munu nú færast hingað í kirkjuna,“ segir Helga. „Það er mik- il tónlistarhefð hér á Sólheimum og kirkjan getur nýst fyrir tónlistar- viðburði, við getum til dæmis tekið á móti kórum. Kirkjan rúmar samtals nær 200 manns, 168 í sæti og 28 uppi á lofti, og raddir hafa heyrst um að það sé heldur mikið, í ljósi þess að á Sólheimum búi aðeins um 100 manns. En því má ekki gleyma að margir íbúanna eiga aðstandend- ur annarsstaðar, sem koma gjarnan í heimsókn yfir hátíðar. Og við vilj- um líka geta tekið á móti fólki úr ná- grenninu, til dæmis sveitinni eða sumarbústaðabyggðum, vilji það koma hingað í messu.“ Prestur og félagsmálafulltrúi Prestur hefur ekki áður verið starfandi á Sólheimum, en Helga segir að þar sé rík trúarleg hefð. „Við syngjum til dæmis alltaf morg- unsöng saman, sem er sálmur. Það er mikill kostur fyrir íbúana að þurfa ekki að fara annað til að sækja messu. Það hefur lengi ríkt áhugi á að reisa kirkju á Sólheimum og við höfum fengið mikinn stuðning. Kirkjan er byggð fyrir gjafafé og er skuldlaus.“ Helga tekur fram að hún sinni auk prestsverkanna starfi félags- málafulltrúa. „Ég hef því umsjón með öllu félagsstarfi hérna á staðn- um, hverslags uppákomum og íþróttastarfi, held utan um heima- síðu Sólheima og fleira.“ Hún leggur að síðustu áherslu á að þó prestur sé kominn til starfa verði kirkjustarf ekki byggt upp nema með því að allt samfélagið taki þátt í því. „Það koma til dæmis fjölmargir að starfi kirkjukórsins og eins mæta lang- flestir íbúarnir þegar við erum með samkomur. Sólheimar byggjast ein- mitt upp á því, að allir taki þátt.“ Umhverfissetur í Sesseljuhúsi Að lokinni vígslu Sólheimakirkju mun Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra opna umhverfis- setur í Sesseljuhúsi, sem reist var árið 2002, þegar hundrað ár voru lið- in frá fæðingu Sesselju Sigmunds- dóttur. Forstöðumaður umhverfis- setursins er Guðmundur Ármann Pétursson, umhverfisfræðingur, og segir hann að höfuðáhersla verði lögð á að kynna þar sjálfbæra þró- un. „Segja má að í umhverfissetrinu í Sesseljuhúsi drögum við saman allt það sem samfélagið hérna er að vinna í umhverfismálum,“ segir Guðmundur. „Markmið Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag og lögð er áhersla á vistvænar byggingar, eigin orkuöflun, lífræna ræktun og endurvinnslu. Auk þeirrar fræðslu um umhverfismál sem boðið verður upp á í umhverfissetrinu gefst fólki þannig kostur á að sjá hlutina í verki, sem part af daglegu lífi í sjálf- bæru byggðarhverfi.“ Í Sesseljuhúsi er gert ráð fyrir að haldin verði námskeið, ráðstefnur og fyrirlestar um umhverfismál, fyr- ir almenning, félög og faghópa. Þá verður boðið upp á sýningar og fræðslu fyrir gesti og gangandi, en að sögn Guðmundar heimsóttu um 25 þúsund manns Sólheima á síðasta ári, flestir yfir sumartímann. „Fólk getur komið hingað í umhverfissetr- ið og fengið fræðslu um til dæmis lífræna ræktun, sjálfbæra þróun og hvað hægt er að gera við gömlu gallabuxurnar og kertastubbana í staðinn fyrir að fleygja þeim í ruslið. Síðan getur það sest niður á kaffi- húsinu og fengið sér kaffi og ljúf- fengar kökur úr lífrænt ræktuðum hráefnum, skoðað höggmyndagarð- inn, keypt lífrænt ræktað grænmeti í versluninni okkar eða tré fyrir sumarbústaðinn í skógræktinni, og endað heimsóknina á því að sækja leiksýningu. Hér er margt um að vera og fólk getur fengið hugmyndir og séð lausnir í umhverfismálum og tekið með sér heim.“ Einangrunin úr ull af 2.400 sauðum Sesseljuhús er timburhús með torfþaki og bakhliðin er að hluta til niðurgrafin og felld inn í landið. Guðmundur segir að byggingin sjálf sé í raun sýnidæmi um góða um- hverfislausn. „Við hönnun og bygg- ingu Sesseljuhúss voru umhverfis- sjónarmið í hávegum höfð. Enn er ekki til nein opinber skilgreining á því hvað teljist vistvæn bygging, en umhverfisverndarsamtök og arki- tektar á þessu sviði hafa komið sér saman um ákveðin viðmið og þeim var fylgt eins vel og unnt var.“ Guðmundur útskýrir að meðal annars þurfi að taka mið af aðstæð- um á hverjum stað, byggingarefni og orkunotkun. „Þegar grunnurinn var tekinn var jarðrask lágmarkað og jarðvegurinn sem losa þurfti var nýttur við lóðaframkvæmdir í kring- um húsið. Notaður var umhverfis- vottaður viður úr nýjum ræktunar- skógum. Einangrunin er að uppistöðu til úr ull, sem einhver reiknaði út að væri af 2.400 sauðum. Ullin er frábært einangrunarefni, sem hefur ekki verið notað að ráði hérlendis en er algengt í Bretlandi og víðar í Evr- ópu. Húsið er klætt með rekaviði, sem er íslenskur að því leyti að hann er sóttur vestur á Strandir. Sjórinn og náttúran eru búin að fúaverja hann, hann er svo mettaður að við þurfum ekki að bera á hann kemísk efni. Öll málning og viðarvörn er vottuð umhverfisvæn og lífræn. Við reyndum að nota eins mikið af inn- lendu efni og kostur var og parketið er til dæmis úr Guttormslundi. Raf- magnsleiðslurnar liggja meðfram veggjunum í opnum stokkum, þann- ig að þær eru aðgengilegar og lagnaleiðir eins stuttar og mögulegt er. Lýsingin er hlutlaus og mild. Fráveitukerfið úr húsinu er einnig mjög vistvænt, en skólpið er hreins- að með náttúrulegum aðferðum og því síðan skilað út í jarðveginn. Síð- ast en ekki síst má nefna að Sess- eljuhús er sennilega fyrsta og eina samtímabyggingin á Íslandi sem er laus við allt PVC, en það er mjög óvistvænt efni sem ekki er hægt að Byggt á því að allir 75 ár eru liðin frá því að Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði barnaheimili að Sólheimum í Grímsnesi. Síðan hefur orðið mikil uppbygging á svæðinu og þar búa nú um 100 manns í sjálfbæru byggðarhverfi. Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir heimsótti Sólheima og ræddi við heimamenn um ýmsa viðburði í tengslum við tímamótin. Guðmundur Ármann Pétursson við umhverfissetrið í Sesseljuhúsi. Byggingin er vistvæn og Guðmundur kveðst vonast til þess að þangað muni fólk á öllum aldri sækja fræðslu um umhverfismál. Ungar heimasætur fyrir framan fyrsta húsið sem reist var að Sólheimum í Grímsnesi fyrir 75 árum. Á Sólheimum er nú meðal annars rekin skógrækt- arstöð, hótel, kertagerð, verslun, smíðastofa, listasmiðja og kaffihús. Þar er sundlaug, íþróttaleikhús, höggmyndagarður og sýningarsalur, auk umhverf- isseturs og kirkju sem tekin verða í notkun í dag. Helga Helena Sturlaugsdóttir, prestur Sólheimakirkju, segir að auk messuhalds verði byggingin nýtt fyrir samkomur og tónlistarviðburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.