Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI HEIÐAR Helguson, lands-liðs- maður í knatt-spyrnu, samdi í vikunni við enska úrvals-deildar- liðið Fulham, og mun leika með þeim í 4 ár. Heiðar er 3. íslenski knatt-spyrnu-maðurinn sem leikur í ensku úrvals-deildinni. Hinir eru Englands-meistarinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Heiðarsson hjá Charlton. Heiðar hefur leikið með enska 1. deildar-liðinu Watford í í 5 ár, og segist vera mjög glaður að vera kominn í deild þeirra bestu. Heiðar í úr-vals-deild Heiðar Helguson ÞRETTÁN pakist-anskir menn verða hand-teknir á ný eftir að hafa verið sýknaðir af kæru um hóp-nauðgun. Mál fórnar-lambsins Mukhtar Mai hefur vakið heimsathygli, en henni var nauðgað árið 2002. Þorps- ráð heima-bæjar hennar fyrir-skipaði nauðgunina sem refsingu fyrir ástar- samband sem 13 ára bróðir hennar átti að hafa átt í. Fyrst voru 14 menn ákærðir en undir-réttur sýknaði 8 og dæmdi 6 til dauða. Mai áfrýjaði, en þá voru 5 sýknaðir, vegna skorts á sönn- unar-gögnum, og dauða-dómi þess sjötta var breytt í lífs-tíðar-fangelsi. Mai áfrýjaði þá til Hæsta-réttar Paki-stans sem ætlar að rétta aftur yfir öllum mönnunum. Enn réttað yfir nauðgurum Mukhtar Mai DEMÓ-KRATAR í Banda-ríkjunum gagn-rýna George W. Bush Banda- ríkja-forseta fyrir ræðu hans sem sjón-varpað var um öll Banda-ríkin á þriðju-dags-kvöld. Þar reyndi for- setinn að fá þjóðina til að vera sam- mála stefnu sinni í mál-efnum Íraks. Lítið nýtt kom fram í ræðu Bush, sem vildi fyrst og fremst að stappa stálinu í Banda-ríkja-menn vegna þessa langa stríðs. Hann talaði ekkert um breytta stefnu eða hvernig ætti að ná settu marki í Írak. Demó-kratar gagn-rýndu for-setann fyrir að not- færa sér minn-inguna um 11. sept- ember, jafn-vel þó engin tengsl hefðu verið á milli árásar-innar og inn-rásarinnar í Írak. Bush stappar stálinu í þjóðina Bush í ræðu- stól. GOÐIN fimm í hljóm-sveitinni Duran Duran héldu tónleika sína í Egils-höll á fimmtdags- kvöld. Stemmningin þótti ólýsanleg og sungu 10 þúsund áhorfendur stöð- ugt með. Hljóm-sveitin lék öll sín þekktustu lög, en hún var ein allra vin- sælasta hljóm-sveit 9. ára-tugarins. Goðin voru í góðu formi og söngvarinn Simon Le Bon stakk sér í mann-hafið. Fimm-menning-arnir gerðu margt á Íslandi. Simon LeBon sigldi um Faxa-flóa og John Taylor fór í Bláa lónið. Þeir voru ánægðir með dvölina og segjast ætla að koma aftur til Íslands. Duran Duran á Íslandi Simon LeBon í góðu formi. TÍU tón-leikar voru haldnir í ríkustu löndum heims og Suður-Afríku undir nafninu Live 8 í gær. Milljónir manna hlustuðu á marga frægustu tónlistar- menn í heimi og fræddust um vanda-mál þróunar- landanna. Vonast er til að tón-leikarnir setji pressu á leið-toga ríkjanna til að semja um skuldir, að-stoð og við-skipti við Afríku. Sjón-varps-stöðin Sirkus sendi út frá Live 8 hér-lendis frá há-degi til mið-nættis, þar sem margir þekktir Ís- lendingar komu fram. 75% lands-manna gátu séð at- burðinn sem er lang-stærsta út-sending allra tíma. Í gegnum sjón-varp, út-varp, Netið og far-síma náði hún til um 5,5 millj-arða manna, eða 85% allra í heiminum. Stærsta út-sending allra tíma Bob Geldof er skipu-leggj- andi Live 8-tón-leikanna. Á NORÐUR-LÖNDUM hefur vakið athygli hversu mikið Ís-lend-ingar fjár-festa í nor-rænni ferða-þjónustu. Jóhannes Kristjánsson og Pálmi Haraldsson eigendur lág-far-gjalda- flug-fé-lagsins Iceland Express, keyptu um daginn Sterling flug-félagið og í vikunni bættu þeir danska flug-félaginu Mærsk við. Þeir félagar eru himin-lifandi með fjár-festinguna, en saman-lagt hafa þeir nú um 2.000 manns í vinnu, eiga 32 Boeing-þotur, fljúga til 89 áfanga-staða og ætti árs-veltan að vera upp á 60 milljarða króna. Einnig hefur Andri Már Ingólfsson hjá Heims-ferðum keypt sænsku ferða-skrif- stofuna Solresor og dótturfélag hennar Solia í Noregi, sem fjórfaldar veltu fyrir-tækisins sem nú er stærsta sjálf-stæða ferða-skrif- stofa í einka-eigu í Skandi-navíu. Íslendingar í útrás DOKTOR Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfja-fræði, tók í gær við embætti rektors Há-skóla Íslands. Kristín er 28. rektor skólans og fyrsta konan sem gegnir embætt- inu. Hún var kosin af nem-endum og starfs-fólki HÍ úr hópi 4 pró- fessora. Kristín sagði í ræðu sinni að hlut-verk Há-skóla Íslands væri að vera í fremstu röð. Hún vill að gæði skólans séu mæld með af-köstum í vísindum, einsog gert er í Evrópu og Banda-ríkjunum, og lagði því áherslu á að það þyrfti að finna fé til rann-sókna-starfs. Páll Skúlason, frá-farandi rektor, sagði að háskóla-fólk styðji Kristínu ein-dregið og var viss um að hún yrði glæsi-legur full-trúi há-skólans. Páll Skúlason og Kristín við at-höfnina. Nýr rektor Há-skóla Íslands GERHARD Schröder, kanslari Þýska-lands, gekk á föstu-daginn á fund for-seta landsins, Horst Köhler, og bað um að þing yrði rofið og boðað til kosninga í landinu í haust. For-setinn hefur 3 vikur til að ákveða sig. Þýska þingið lýsti van- demó-krata-flokkurinn, sem er í stjórnar-and-stöðunni, um 17% meira fylgis en Jafnaðar-manna-flokkur Gerhards Schröders. For-maður hans er Angela Merkel, helsti kepp-inautur Gerhards Schröders í næstu kosn-ingum. Þannig vildi Gerhard Schröder ná fram haust- kosningum í von um að fá endur-nýjað um-boð frá kjós-endum til að halda áfram efna-hags-umbótum sínum, sem ekki hafa gengið nógu vel. Sam-kvæmt skoðana- könnunum nýtur Kristi-legi trausti á stjórn Gerhards Schröders er það felldi til- lögu hans um trausts-yfir- lýsingu á ríkis-stjórnina. En Gerhard Schröder lagði til-löguna sjálfur fyrir þingið í gær og hvatti stjórn- ar-þing-menn til að greiða ekki atkvæði til þess að þetta yrði niður-staðan. Gerhard Schröder meðal stuðnings-manna. Schröder vill haust-kosningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.