Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 43 AUÐLESIÐ EFNI HEIÐAR Helguson, lands-liðs- maður í knatt-spyrnu, samdi í vikunni við enska úrvals-deildar- liðið Fulham, og mun leika með þeim í 4 ár. Heiðar er 3. íslenski knatt-spyrnu-maðurinn sem leikur í ensku úrvals-deildinni. Hinir eru Englands-meistarinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea og Hermann Heiðarsson hjá Charlton. Heiðar hefur leikið með enska 1. deildar-liðinu Watford í í 5 ár, og segist vera mjög glaður að vera kominn í deild þeirra bestu. Heiðar í úr-vals-deild Heiðar Helguson ÞRETTÁN pakist-anskir menn verða hand-teknir á ný eftir að hafa verið sýknaðir af kæru um hóp-nauðgun. Mál fórnar-lambsins Mukhtar Mai hefur vakið heimsathygli, en henni var nauðgað árið 2002. Þorps- ráð heima-bæjar hennar fyrir-skipaði nauðgunina sem refsingu fyrir ástar- samband sem 13 ára bróðir hennar átti að hafa átt í. Fyrst voru 14 menn ákærðir en undir-réttur sýknaði 8 og dæmdi 6 til dauða. Mai áfrýjaði, en þá voru 5 sýknaðir, vegna skorts á sönn- unar-gögnum, og dauða-dómi þess sjötta var breytt í lífs-tíðar-fangelsi. Mai áfrýjaði þá til Hæsta-réttar Paki-stans sem ætlar að rétta aftur yfir öllum mönnunum. Enn réttað yfir nauðgurum Mukhtar Mai DEMÓ-KRATAR í Banda-ríkjunum gagn-rýna George W. Bush Banda- ríkja-forseta fyrir ræðu hans sem sjón-varpað var um öll Banda-ríkin á þriðju-dags-kvöld. Þar reyndi for- setinn að fá þjóðina til að vera sam- mála stefnu sinni í mál-efnum Íraks. Lítið nýtt kom fram í ræðu Bush, sem vildi fyrst og fremst að stappa stálinu í Banda-ríkja-menn vegna þessa langa stríðs. Hann talaði ekkert um breytta stefnu eða hvernig ætti að ná settu marki í Írak. Demó-kratar gagn-rýndu for-setann fyrir að not- færa sér minn-inguna um 11. sept- ember, jafn-vel þó engin tengsl hefðu verið á milli árásar-innar og inn-rásarinnar í Írak. Bush stappar stálinu í þjóðina Bush í ræðu- stól. GOÐIN fimm í hljóm-sveitinni Duran Duran héldu tónleika sína í Egils-höll á fimmtdags- kvöld. Stemmningin þótti ólýsanleg og sungu 10 þúsund áhorfendur stöð- ugt með. Hljóm-sveitin lék öll sín þekktustu lög, en hún var ein allra vin- sælasta hljóm-sveit 9. ára-tugarins. Goðin voru í góðu formi og söngvarinn Simon Le Bon stakk sér í mann-hafið. Fimm-menning-arnir gerðu margt á Íslandi. Simon LeBon sigldi um Faxa-flóa og John Taylor fór í Bláa lónið. Þeir voru ánægðir með dvölina og segjast ætla að koma aftur til Íslands. Duran Duran á Íslandi Simon LeBon í góðu formi. TÍU tón-leikar voru haldnir í ríkustu löndum heims og Suður-Afríku undir nafninu Live 8 í gær. Milljónir manna hlustuðu á marga frægustu tónlistar- menn í heimi og fræddust um vanda-mál þróunar- landanna. Vonast er til að tón-leikarnir setji pressu á leið-toga ríkjanna til að semja um skuldir, að-stoð og við-skipti við Afríku. Sjón-varps-stöðin Sirkus sendi út frá Live 8 hér-lendis frá há-degi til mið-nættis, þar sem margir þekktir Ís- lendingar komu fram. 75% lands-manna gátu séð at- burðinn sem er lang-stærsta út-sending allra tíma. Í gegnum sjón-varp, út-varp, Netið og far-síma náði hún til um 5,5 millj-arða manna, eða 85% allra í heiminum. Stærsta út-sending allra tíma Bob Geldof er skipu-leggj- andi Live 8-tón-leikanna. Á NORÐUR-LÖNDUM hefur vakið athygli hversu mikið Ís-lend-ingar fjár-festa í nor-rænni ferða-þjónustu. Jóhannes Kristjánsson og Pálmi Haraldsson eigendur lág-far-gjalda- flug-fé-lagsins Iceland Express, keyptu um daginn Sterling flug-félagið og í vikunni bættu þeir danska flug-félaginu Mærsk við. Þeir félagar eru himin-lifandi með fjár-festinguna, en saman-lagt hafa þeir nú um 2.000 manns í vinnu, eiga 32 Boeing-þotur, fljúga til 89 áfanga-staða og ætti árs-veltan að vera upp á 60 milljarða króna. Einnig hefur Andri Már Ingólfsson hjá Heims-ferðum keypt sænsku ferða-skrif- stofuna Solresor og dótturfélag hennar Solia í Noregi, sem fjórfaldar veltu fyrir-tækisins sem nú er stærsta sjálf-stæða ferða-skrif- stofa í einka-eigu í Skandi-navíu. Íslendingar í útrás DOKTOR Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfja-fræði, tók í gær við embætti rektors Há-skóla Íslands. Kristín er 28. rektor skólans og fyrsta konan sem gegnir embætt- inu. Hún var kosin af nem-endum og starfs-fólki HÍ úr hópi 4 pró- fessora. Kristín sagði í ræðu sinni að hlut-verk Há-skóla Íslands væri að vera í fremstu röð. Hún vill að gæði skólans séu mæld með af-köstum í vísindum, einsog gert er í Evrópu og Banda-ríkjunum, og lagði því áherslu á að það þyrfti að finna fé til rann-sókna-starfs. Páll Skúlason, frá-farandi rektor, sagði að háskóla-fólk styðji Kristínu ein-dregið og var viss um að hún yrði glæsi-legur full-trúi há-skólans. Páll Skúlason og Kristín við at-höfnina. Nýr rektor Há-skóla Íslands GERHARD Schröder, kanslari Þýska-lands, gekk á föstu-daginn á fund for-seta landsins, Horst Köhler, og bað um að þing yrði rofið og boðað til kosninga í landinu í haust. For-setinn hefur 3 vikur til að ákveða sig. Þýska þingið lýsti van- demó-krata-flokkurinn, sem er í stjórnar-and-stöðunni, um 17% meira fylgis en Jafnaðar-manna-flokkur Gerhards Schröders. For-maður hans er Angela Merkel, helsti kepp-inautur Gerhards Schröders í næstu kosn-ingum. Þannig vildi Gerhard Schröder ná fram haust- kosningum í von um að fá endur-nýjað um-boð frá kjós-endum til að halda áfram efna-hags-umbótum sínum, sem ekki hafa gengið nógu vel. Sam-kvæmt skoðana- könnunum nýtur Kristi-legi trausti á stjórn Gerhards Schröders er það felldi til- lögu hans um trausts-yfir- lýsingu á ríkis-stjórnina. En Gerhard Schröder lagði til-löguna sjálfur fyrir þingið í gær og hvatti stjórn- ar-þing-menn til að greiða ekki atkvæði til þess að þetta yrði niður-staðan. Gerhard Schröder meðal stuðnings-manna. Schröder vill haust-kosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.