Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 19
endurvinna og leysist ekki upp í náttúrunni, auk þess sem það getur verið skaðlegt heilsu manna.“ Öll orka sem notuð er í Sesselju- húsi er úr endurnýjanlegum orku- gjöfum. Unnt er að fylgjast með orkunotkun og -framleiðslu á staf- rænni töflu sem sett hefur verið upp í setustofu. „Við notum raforku frá vatnsaflsvirkjunum og varmaorku frá hitaveitu Sólheima, auk þess sem við erum að setja upp sólarsell- ur á þakinu. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur, en við von- umst til að sólarsellurnar geti séð húsinu fyrir nægri orku þegar lítil notkun er á því. Síðan er gert ráð fyrir að vind- mylla til raforkuframleiðslu verði sett upp í framtíðinni.“ Guðmundur bendir á að það skipti ekki aðeins máli hvað sé notað í bygginguna, heldur einnig hverju sé sleppt. Loftið sé til dæmis óklætt, enda ekki mikil hagnýt þörf á klæðningu, og þannig sparað í vinnu og efni. „Síðan mun þessi bygging auðvitað einhvern tímann verða tek- in úr notkun og þá skiptir máli hvort hægt er að fjarlægja hana auðveld- lega og jafnvel nýta efnið í annað. Það er ógjörningur að endurnýta steinsteypu og því er reynt að lág- marka hana í umhverfisvænum byggingum. Í Sesseljuhús er aðeins notað timbur og það verður hægt að skrúfa í sundur og taka niður þegar líftími byggingarinnar er á enda.“ Prufukeyra nýjungar Stjórnvöld lögðu fram 75 milljónir króna til byggingar hússins og Guð- mundur segir reksturinn fjármagn- aðan með tvennum hætti. Annars vegar með styrk frá Alþingi til að ýta starfseminni úr vör og hins veg- ar með liðsinni Hitaveitu Suður- nesja, en samstarfssamningur þess efnis verður undirritaður í dag. Guðmundur kveðst vonast til þess að umhverfissetrið geti orðið mið- stöð þar sem fólk á öllum aldri muni sækja fróðleik um umhverfismál. „Ég vona líka að það muni verða okkur hér á Sólheimum hvatning til að gera enn betur í umhverfismálum og prófa nýja hluti. Einn kosturinn við lítið samfélag eins og þetta er að við getum prufu- keyrt ýmsar nýjungar, sem stærri byggðarlög geta síðan tileinkað sér. Við höfum til dæmis sýnt fram á það með fráveitukerfinu okkar að unnt er að hreinsa skólp með mjög góðum árangri hér á landi án þess að nota kemísk efni.“ taki þátt Morgunblaðið/ÞÖK Íbúar önnum kafnir við rakstur. Gert er ráð fyrir að um 150 manns verði búsettir á Sólheimum eftir tíu ár. Gefst þeim, fötluðum sem ófötluðum, kostur á að vinna við ýmis þjónustustörf, skógrækt, smíðar og listiðn. adalheidur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 19 Ármúla 44, sími 553 2035. Hafðu það gott! - Mismunandi stærðir • Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega hannaðir til að tryggja þér hámarksþægindi • Sjálfvirk hnakkapúðastilling • Sérstakur mjóbaksstuðningur • Þyngdarstýring • Sterk fjaðrandi stálgrind • Kaldsteyptur svampur • Úrvals nautaleður - yfir 50 litir • Öflug viðargrind - fæst í 6 litum • Borð fyrir fartölvur • Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu mögulegu þægindi - þú velur þína stærð Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu möguleg þægindi ® Sérstakur hæðarstillanlegur hnakkapúði 360° snúningur með fullkomnum stöðugleika 19. ágúst - Sæludvöl í Þýskalandi 1. sept. - Króatía - Slóvenía - Ítalía - Uppselt 23. sept. Tyrkland fyrr og nú - nokkur sæti laus. 3. okt. - Tékkland - Þýskaland - Austurríki - nokkur sæti laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.