Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 51 MENNING N†TT SÖLUKERFI E N N E M M / S ÍA / N M 17 0 6 3 Vegna breytinga á hug- og vélbúna›i ver›ur loka› fyrir sölu á öllum leikjum Getspár/Getrauna sunnudaginn 3. júlí og mánudaginn 4. júlí. Opna› ver›ur fyrir sölu á n‡jan leik flri›judaginn 5. júlí. Tveir fyrir einn til Barcelona 8. eða 15. júlí frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast til þessarar mest spennandi borgar Spánar. Nú er fegursti tími ársins og kjörið að skreppa til Barcelona á frábærum kjörum og njóta þess besta sem Spánn hefur að bjóða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 8. júlí og heim 13. júlí eða út 15. júlí og heim 20. júlí. Netverð á mann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Í EVRÓPSKRI málaralist er fimmtánda öld- in öld uppgangs í portrettmálun, það er einn- ig öldin þegar notkun olíulita er að ryðja sér til rúms og hugmyndir miðaldamanna um einstaklinginn eru að breytast. Endurreisn- armaðurinn er í fæðingu, tæknilegar og efna- hagslegar framfarir samfara þróun borg- arastéttar verður til þess að þessi grein blómstrar á næstu öldum og heldur síðan áfram að lifa sínu lífi í margs konar myndum fram á okkar dag. Margs konar portrett komu fram á þessum tíma, bæði einstakling- ar og hópar létu gera af sér myndir. Lista- menn eða konungsfjölskyldur, næturverðir eða læknar. Ljóðskáld eða spænska hirðin, kartöfluætur eða herflokkar Napóleons. Allar mögulegar starfsstéttir og hópar vildu láta gera ímynd sína ódauðlega eða voru mál- urunum innblástur. Orðið portrett er dregið af latneskum orðum sem merkja að draga fram kjarnann og mjög fljótt í sögu portrettsins var það hluti af málverkinu að málarinn leitaðist við að finna innri kjarna persónunnar, draga fram hið ósýnilega, við könnumst öll við dularfullt bros Mónu Lísu en vitum ekki hvað bjó að baki. Í dag eru það oftar en ekki ljósmyndarar dagblaðanna sem hafa tekið við þessu hlut- verki portrettmálaranna, þeir skrásetja sög- una og ef vel tekst til skapa þeir ógleyman- legar myndir af þeim persónum sem eiga þátt í því að móta samfélag okkar, stjórn- málamönnum, athafnamönnum, listamönnum. Það er óhætt að líta á Kristin Ingvarsson sem arftaka málara fyrri alda en þegar í námi lagði hann áherslu á portrettmyndir. Lokaverkefni hans frá ljósmyndaskóla í Bret- landi fyrir einum 16 árum var svarthvít sería af fólki í bresku Lávarðadeildinni. Þær myndir má einnig sjá á viðamikilli portrett- myndasýningu Kristins sem nú stendur yfir í ljósmyndasal Þjóðminjasafnins, sýningu sem enginn sem áhuga hefur á fólki og listum ætti að láta framhjá sér fara. Sýningunni er fylgt veglega eftir með vandaðri sýning- arskrá þar sem rakinn er ferill Kristins, hann segir sjálfur frá verkum sínum og sam- ferða- og samstarfsmenn hans segja frá upp- lifun sinni af myndum hans. Gunnar Her- sveinn heimspekingur sér um texta og túlkar nokkrar myndanna eftir eigin höfði. Fjöldi mynda birtist í bókinni sem er fallega unnin og gefur góða mynd af verkum Kristins og hugsun hans. Sumir portrettmálarar fyrri alda fegruðu hefðarfólkið sem sat fyrir en aðrir eins og t.d. Goya sýndu mannlegar hliðar þeirra sem hann málaði. Kristinn leitast alls ekki við að fegra viðfangsefni sín, hann skapar mynd þar sem saman koma margar hliðar þeirra sem hann myndar, atvinna þeirra og hvernig hún hefur mótað einstaklinginn, en einnig sýnir hann stundum að eitthvað er falið, hvernig fólk á sínar opinberu og sínar prívat hliðar. Kristinn er eftirsóttur portrettljósmyndari, meðal annars vegna þess að hann nálgast viðfangsefni sitt undantekningarlaust af full- kominni virðingu, ekki með neinum tepru- skap, en sá sem hann myndar getur treyst því að ekki birtist á myndinni eitthvað sem betur væri hulið. Hann gengur þannig aldrei of nærri viðfangsefni sínu heldur skapar nauðsynlega fjarlægð með áherslu sinni á myndbyggingu og samspil ljóss og skugga, samanber nafn sýningarinnar, Skuggaföll. Myndir hans eru dramatískar en falla þó ekki í gryfju melódramans, það er persóna viðfangsefnisins sem skapar stemninguna. Hvernig sem á því stendur virðast svart- hvítar myndir oft segja sannleika sem staf- Í réttu ljósi MYNDLIST/LJÓSMYNDIR Þjóðminjasafnið Til 18. september. Opið alla daga yfir sumartímann, frá kl. 10–17. Skuggaföll Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Ein mynda Kristins á sýningunni. Hún er af bandaríska ljósmyndaranum Mary Ellen Mark. rænar litmyndir skortir, þær búa yfir dýpt og myrkri sem lætur áhorfandanum eftir að geta í eyður, og rétt eins og rithöfundur get- ur dregið upp lifandi mynd af persónu með fáum orðum segja myndir Kristins meira en fjöldi litmynda gæti gert. Hér er tilfinning fyrir fólki með fortíð og framtíð, sumir eiga margt eftir en aðrir hafa lært margt af lífinu. Stundum búa svarthvítar myndir yfir vissri fortíðarþrá en hér er ekkert slíkt að finna, allir eiginleikar svarthvítra ljósmynda eru nýttir meðvitað og af miklu öryggi. Það er þetta stöðuga og markvissa samspil list- rænna þátta og persónunnar á myndinni sem skapar myndir Kristins og gerir þær ein- stakar í sinni röð, hér er kominn hirðmálari af bestu gerð og vonandi kemur hann til með að festa sem flesta samtímamenn okkar á filmu, fyrir daginn í dag og morgundaginn. ÁÐUR óþekkt teikning eftir Leonardo da Vinci er fundin, að því er National Gallery í Lundúnum hefur upplýst. Að sögn safnsins fannst verkið undir öðru verki, Bergmeyj- unni. Sýnir það konu krjúpa með aðra hönd útrétta. Sér- fræðingar álíta að listamað- urinn hafi verið að leggja drög að verki byggðu á tilbeiðslu Jesúbarnsins en horfið frá þeirri hugmynd. Leonardo málaði Bergmeyj- una fyrir kapellu í Mílanó árið 1483 og gerði tvær útgáfur af verkinu. Önnur, sem nú hangir á Louvre-safninu í París, hefur að líkindum verið seld einka- aðila en hinni, sem getur að líta í National Gallery, var komið fyrir í téðri kapellu 1508. Teikningin fannst undir síð- arnefnda verkinu. Áður óþekkt teikning eftir Leonardo fundin Bergmeyjan eftir Leonardo da Vinci.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.