Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 46

Morgunblaðið - 03.07.2005, Page 46
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes HVERT ÆTLI VIÐ FÖRUM ÞEGAR VIÐ DEYJUM? TIL NOREGS? HVORT ER ÞAÐ EF ÉG ER GÓÐUR EÐA VONDUR? Risaeðlugrín LENGRA TIL VINSTRI ... © DARGAUD MEIRA, MEIRA AÐEINS MEIRA ... STOPP!! AÐEINS HÆRRA NÚNA ... MEIRA, MEIRA, MEIRA .... JÁ NÚNA STOPP!! EITT STIG Í VIÐBÓT FYRIR ÞIG! EIGUM VIÐ AÐ HALDA ÁFRAM OG ÞÁ MEÐ SKJALDBÖKUR? JÁ, HVÍ EKKI ÞAÐ! Dagbók Í dag er sunnudagur 3. júlí, 184. dagur ársins 2005 Víkverji hefur ákaf-lega gaman af sjónvarpi og öllu sem því fylgir. Það er fátt sem honum finnst notalegra en að koma sér haganlega fyrir í mjúkum stól, með flís- teppi dregið upp undir höku og horfa á sjón- varpið. Hugsanlega mætti kalla Víkverja „sjón- varpssjúkling“ enda eru þeir fáir sjón- varpsþættirnir sem Víkverji hefur ekki dottið inn í. Hann hef- ur fylgst með óteljandi pip- arsveinum velja sér brúðir, séð útliti bandarískra húsmæðra gjörbreytt og Víkverji má vart missa af þætti í unglingadramaþáttum á borð við One Tree Hill. Þar sem Skjár einn, eins ágætur og hann er, gat ekki annað sjón- varpsþorsta Víkverja ákvað hann að kaupa sér myndlykil og aðgang að stafrænu Íslandi. Ekki skyldi duga að kaupa eingöngu Stöð 2, nei, nú skyldi duga eða drepast og allur pakkinn keyptur, hátt í sjötíu sjón- varpsstöðvar. Víkverji flutti á dögunum og nýja íbúðin skyldi verða notuð til sjónvarpsgláps. Tilhlökk- unin var mikil. Víkverji mátti því vart mæla af sorg er hann setti sjónvarpið í samband og engin mynd fékkst á skjáinn. Hann reyndi allt. Keypti loftnetsmagn- ara, ýmiss konar snúr- ur, risa kanínueyru- loftnet, allt sem honum datt í hug. Allt án árangurs. Hvernig mátti þetta vera? Hvernig átti Víkverji að komast af án þess að hafa imb- ann sinn að horfa á? Skyldi hann neyðast til að eyða tíma með fjölskyldunni? Skyldu þau þurfa að tala saman? Kannski spila? Nei, þetta ætlaði Víkverji ekki að láta bjóða sér. Hingað og ekki lengra! Hvað sem það kostaði, Vík- verji skyldi koma sjónvarpinu í gang. Loftnetskarlinn var því kall- aður á staðinn og vinsamlegast beð- inn að redda málum. Nú, þegar Víkverji getur loks horft á stöðvarnar sjötíu, áttar hann sig á því að þar er ekkert í boði. Sit- ur hann nú í hægindastólnum með fjarstýringuna og skiptir stöðugt milli stöðva. Tæplega fimm sek- úndna stopp á hverri. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Hljómskálagarðurinn | Það var líf og fjör í Hljómskálagarðinum í fyrrakvöld þegar tónleikarnir Átta líf fóru fram undir berum himni. Þó flestir hafi vænt- anlega komið til að hlýða á ljúfa tóna margra af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar lét yngsta kynslóðin tónlistina ekki trufla einbeitingu sína í leik- tækjunum. Einkum voru það kaðlarnir sem heilluðu. Morgunblaðið/Jim Smart Einbeitt í kaðlaklifri MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.