Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 helmingur, 4 greind, 7 víðan, 8 upp- námið, 9 skepna, 11 kropp, 13 gubbaði, 14 kjáni, 15 andvari, 17 ójafna, 20 gruna, 22 eldiviðurinn, 23 svipuðum, 24 ræktuð lönd, 25 hagnaður. Lóðrétt | 1 kaupið, 2 ber, 3 gadd, 4 hár, 5 krók, 6 stíl- vopn, 10 gól, 12 dreitill, 13 sómi, 15 strita, 16 hyggur, 18 stormurinn, 19 sár, 20 ofnar, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlédrægur, 8 vitur, 9 ildis, 10 kyn, 11 trana, 13 gerpi, 15 spors, 18 órögu, 21 ket, 22 kokka, 23 raust, 24 græðlings. Lóðrétt: 2 létta, 3 dýrka, 4 æsing, 5 undir, 6 hvöt, 7 usli, 12 nýr, 14 eir, 15 sekk, 16 orkar, 17 skarð, 18 ótrúi, 19 örugg, 20 urta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Undirvitund hrútsins hefur víkkað um nokkurt skeið. Það skýrir allar villtu og skrýtnu hugmyndirnar sem láta á sér kræla í kolli hans núna. Það er framfaraskref. Taktu lífinu með ró. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hefur áttað sig á því smám saman að nýr og frábrugðinn lífsmáti er hugsanlega innan seilingar. Kannski kemur sú uppgötvun á óvart, en er engu að síður jákvæð? Er það ekki? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Margir í tvíburamerkinu hafa gert róttækar breytingar á starfsvett- vangi eða lífsstefnu á undanförnum árum, eða eru í þann mund að gera það. Tvíburinn sættir sig ekki við kúgun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Íhaldssamt lífsviðhorf krabbans er að breytast og heldur áfram að taka breytingum. Skoðanir hans eru meira að segja að taka nýja stefnu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Náin kynni hafa ýtt undir breytingar á lífi ljónsins upp á síðkastið. Ekki er víst að þessu sambandi sé ætlað að endast, ljónið á hins vegar að læra af því. Öll sambönd taka enda um síðir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Úranus, pláneta breytinga, hefur ver- ið beint á móti meyjarmerkinu um nokkurt skeið. Það kemur svo sann- arlega róti á parasambönd, meyjan vill ekki láta halda aftur af sér. Hún vill vera frjáls. Úps. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hefur velt því fyrir sér upp á síðkastið hvernig hún á að fara að því að vinna skynsamlegar, í stað þess að vinna sífellt meira. Hún vill bera það sama úr býtum en leggja minna á sig. Eða bera meira úr býtum fyrir sama vinnuframlag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Skapandi hugmyndir sporðdrekans hafa verið með ólíkindum hin síðari ár. Hann fer vaxandi á öllum sviðum. Óvænt barnalán gæti sett strik í reikninginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fjölskyldumynstur bogmannsins hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Sumar þeirra hafa komið honum úr jafnvægi; tengsl hafa rofnað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stutt skrepp og ferðalög fela í sér ýmislegt óvænt. Steingeitin lærir margt af kynnum sínum við ókunnugt fólk og framandi menningarheima. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Starfsgrundvöllur vatnsberans hefur verið ójafn á síðari árum. Á endanum lagast þær aðstæður samt. Þar að auki fær vatnsberinn meira frelsi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki verða hissa þótt vaxandi frels- isþrá blundi innra með þér. Óvíst er að allir verði jafnhrifnir. Notaðu tækifærið og pældu í sjálfum þér, kíktu í sjálfshjálparbækur. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbarn dagsins: Góðlegt viðmót gerir að verkum að fáir átta sig á ákveðni þinni. Þú setur markið hátt og kraftur þinn og agi gera þér kleift að ná árangri. Innst inni leitar þú sannleikans og vilt fá spurningum þínum svarað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Sæluhelgin á Suðureyri verður haldin í 10.skiptið dagana 7.–10. júlí. Stærsti at-burður helgarinnar er Mansakeppnin, enhún hefur verið haldin árlega frá árinu 1988. Ævar Einarsson, einn af forsprökkum Sæluhelgarinnar og formaður Mansavinafélags- ins, fræðir okkur um viðburðinn. „Sæluhelgin stendur alla helgina, frá fimmtu- degi sunnudags. Mansakeppnin er haldin á laug- ardeginum og er hún veiðikeppni fyrir börn undir 12 ára aldri. Þá fara allir krakkarnir niður á höfn til að veiða marhnúta og veitt eru ýmiskonar verð- laun.“ Í fyrra voru verðlaun meðal annars veitt fyrir stærstu og minnstu veiðina en einnig fyrir þá furðulegustu, sem kom í hlut Hörpu Rúnar Hilm- arsdóttur en hún veiddi mink. „Dagskráin í ár verður fjölbreytt að vanda. Leikritið Ronja ræningjadóttir verður frumsýnt í flutningi leikfélagsins „Hallvarður súgandi“, en í því eru um 20 krakkar á grunnskólaaldri. Það verða einnig tónleikar í boði. Þurrkverkstónleikar í flutningi Apolló eru á fimmtudaginn (en eins og glöggir menn vita er það hljómsveit Helga Þórs Arasonar sem keppti í Idol-stjörnuleit á Stöð tvö í vetur) og dúettinn Mona Lisa tekur lagið en stúlk- urnar í dúettnum sömdu Sæluhelgarlagið að þessu sinni „Sæluminningar“. Dansleikir verða á laugardeginum, bæði fyrir yngra og eldra fólkið þar sem Delta 44 frá Flateyri leikur fyrir dansi. Hverjum er boðið á Sæluhelgi? „Sæluhelgin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og á góða helgi og eru allir velkomnir. Í fyrra komu um 2.000 utanbæjargestir sér fyrir í þorpinu. Aðstaðan er ekki alveg eins og best verður á kosið þar sem við erum ekki með neitt tjaldstæði en þá eru heima- menn þeim mun gestrisnari og bjóða fólki að tjalda í garðinum hjá sér. Eitt árið var nú einnig tjaldað í kirkjugarðinum.“ Ekki fylgir sögunni hvort ferðalangarnir urðu fyrir ónæði af hendi „gestgjafanna“ en Ævar er snöggur að benda á að engin leiði eru í garðinum. „Svo má ekki gleyma söngvarakeppninni sem er á lokadeginum en í fyrra var Helgi einmitt kos- inn „bjartasta vonin“ og fékk farandbikarinn „Rabbabikarinn“ að launum. Bikarinn heitir þessu nafni í minningu Rafns Jónssonar trommu- leikara.“ Það má því segja að Sæluhelgin hafi komið Helga Þór á framfæri og aldrei að vita nema að næsta Idol-stjarna líti dagsins ljós á Sæluhelginni 2005 á Suðureyri. Boðið verður upp á Sæluhelgarmerki á þúsund krónur og gilda þau alla helgina, á alla viðburði, í leiktæki fyrir börnin og ferðir eins og fjallgöngur. Nánari upplýsingar um helgina er að finna á vefn- um www.sudureyri.is. Fjölskylduhátíð | Sæluhelgi á Suðureyri 7.–10. júlí Kom Idol-stjörnu á framfæri  Ævar Einarsson er fæddur 20. apríl árið 1957 á Suðureyri. Hann starfar sem verkstjóri í fiskverksmiðjunni Ís- landssögu og Klofningi. Ævar er upphafsmaður Mansakeppninar sem hófst árið 1988 og hef- ur hann verið formaður Mansavinafélagsins frá upphafi. Ævar er í sam- búð og býr á Suðureyri. www.sudureyri.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Rangárþing ytra | Kirkjukór Odda og Þykkvabæjar heldur tónleika í Oddakirkju á Rangárvöllum, 7. júlí kl. 20.30. Tónleikarnir eru öllum opnir. Aðgangseyrir er 500 kr. Hallgrímskirkja | Mattias Wager kl. 20 Skálholtskirkja | Blokkflaututónlist frá endurreisnartímanum og ensk samtíma- tónlist kl. 17. Myndlist Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós- myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1. sept. Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og járn. Bragginn – Öxarfirði | Fagurlist yst sem innst. Innsetningar, málverk, skúlptúr. 300 kr. Til 16. júlí. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí. Deiglan | Kristján Pétur Sigurðsson til 24. júlí. Eden, Hveragerði | Hilmar J. Höjgaard til 10. júlí. Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um 20 olíumyndir af íslensku landslagi. Sýn- ingin stendur til 29. júlí. Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til 9. júlí. Gallerí Gyllinhæð | Marie-Anne Bacquet og Marie Greffrath til 10. júlí. Gallerí Tukt | Iðunn Árnadóttir til 9. júlí. Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu- berg er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa. www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Arnór G. Bieltvedt sýning á málverkum og teikningum til 10. júlí. Opið frá kl. 14–18. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hrafnista, Hafnarfirði | Trausti Magn- ússon sýnir málverk og ljósmyndir í menn- ingarsal til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Jónas Viðar Gallerí | Undir Hannesi. Sam- sýning 10 listakvenna til 17. júlí. Kaffi Mílanó | Jón Arnar sýnir olíumyndir. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og náttúran. Kaffi Sel | „Ástin og lífið“. Gréta Gísladótt- ir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur til 3. júlí. Ketilhúsið, Listagili | Í minningu afa. Sýn- ing á kínverskri myndlist til 24. júlí. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júlí. Kringlan | World Press Photo. Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2004. Til 24 júlí. Laxárstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur, Hreindýr og dvergar í göngum Lax- árstöðvar. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kem- ur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer, til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Listhús Ófeigs | Hafsteinn Austmann til 8. júlí. Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Pakkhúsið | Sigurður Mar Halldórsson – ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Horn- firðingar. Til 9. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til 10. júlí. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Skaftfell | Vesturveggurinn. Kolbeinn Hugi sýnir til 10. júlí. Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir þrettán ljósmyndir og tvo skúlptúra. Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18 og um helgar frá 14–17. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá nánar www.or.is. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Leiklist Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðarkl. 18 til enda ágúst. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl- um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til- einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís- landi í 160 ár (til 1. ágúst). Svartfugl og hvítspói | Sveinbjörg Hall- grímsdóttir með grafíksýninguna Blæ til 17. júlí. Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Sýning á batikverkum í Hlaðbæ 9, Reykjavík. Sýn- ingin er til 3. júlí frá kl. 14–20. Söfn Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl- breyttum sýningum, leiðsögumönnum í búningum og dýrum í haga. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn- ingin Through the Visitor’s Eys, þar sem fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja- vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina. Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og er opin alla daga. Aðgangur er ókeypis. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Víkin, Sjóminjasafnið í Reykjavík, | Grandagarði 8. Fyrsta sýning safnsins „Togarar í hundrað ár“ stendur nú yfir. Sögu togaraútgerðar á Íslandi eru gerð skil í munum og myndum. Kaffistofan býður upp á ilmandi kaffi og fallegt útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Opnunartími: 11–17. Lokað mánudaga. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norður- löndunum. Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaður Niðjar Kristjönu og Gests | Niðjar Krist- jönu J. Einarsdóttur og Gests Árnasonar frá Ólafsfirði munu hittast að Dæli helgina 8.–10. júní. Nánari upplýsingar veitir Guð- laug Björgvinsdóttir í síma 892 9093. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flug- drekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveð- skap. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með fullorðnum og eru kl. 13–16. Tálgun: 5.7, 13.7. Glíma: 9.7., 14.7. Þæfing: 6.7. Kveðskapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og skráning í síma 411– 6320. www.ljosmyndari.is | Á vegum www.ljos- myndari.is verður í haust boðið upp á fjöl- breytt ljósmyndanámskeið bæði fyrir staf- rænar myndavélar svo og filmuvélar. Skráning og nánari upplýsingar um nám- skeiðin á www.ljosmyndari.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.