Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 23
Það hvílir stóísk ró yfir Fossa-túni, veiðihúsinu við Grímsáí Borgarfirði. Uppdekkuðborð bíða komu nýs hóps
veiðimanna, eða réttar sagt veiði-
kvenna. En ekki lengi. Glæsijeppar
renna í hlað og út stíga glaðlegar
konur sem faðmast og kyssast á bíla-
stæðinu. Háværar samræður og
hlátrasköll bergmála fljótlega um
ganga veiðihússins. Í hópnum er
Guðrún Kristmundsdóttir og hún er
þeirra reynslumest í Grímsá. „Ég er
búin að láta allar stelpurnar fá síma-
númerið mitt og segja þeim að
hringja ef ég get hjálpað þeim með
eitthvað,“ segir Guðrún glaðlega.
„Mér finnst oft miklu skemmti-
legra að leiðbeina fólki og hjálpa því
við veiðar. Ég er búin að veiða svo
mikið af fiski að ég þarf ekkert að
sanna mig í þeim málum.“
Skömmu síðar eru þær allar
komnar í öndunarvöðlur, búið að
skipta upp svæðum en Guðrún og
veiðifélagi hennar, Katrín Péturs-
dóttir, oft kennd við Lýsi, byrja á því
efsta. „Báðir afar mínir veiddu mikið
hér. Föðurafi minn deyr áður en ég
fæðist en ég man eftir móðurafa
mínum við veiðar. Eitt síðasta sum-
arið sem hann lifði var hann búinn
að fá heilablóðfall og var lamaður
öðru megin. Pabbi hélt á honum út í
á og gat leyft gamla manninum að
veiða. Þrátt fyrir veikindin var veiði-
áhuginn enn þetta sterkur.“
Vildi veiða stanslaust
En er Guðrún með ólæknandi
veiðisýki?
„Ekki lengur. Ég hef veitt alla tíð,
veit ekki einu sinni hvað ég var göm-
ul þegar ég fékk minn fyrsta lax.
Mér fannst ofsagaman að vera hér
þegar ég var krakki. Þegar ég var
unglingur dofnaði áhuginn, þó ég
mætti yfirleitt með foreldrum mín-
um hingað á sumrin. Þegar ég var
tvítug bað ég föður minn að kenna
mér almennilega að veiða. Síðan hef
ég verið forfallin. Ég var alltaf ein á
stöng og vildi veiða stanslaust. Ég er
rólegri í dag. Eina stóra málið nú er
fyrsti lax sumarsins,“ segir Guðrún
og ég sé að henni er alvara.
Guðrún er búin að setja saman
flugustöngina og hnýtir tauminn á
línuendann með sprautunál. „Ég er
svo gamaldags að ég nota enn nagl-
hnút sem pabbi kenndi mér. Allir í
kringum mig nota lykkju, en það
fyndna er að ég kann ekki að setja
lykkju á línuna,“ segir hún hlæjandi
og hnýtir undir Blue Charm númer
14. „Ég vil hafa flugur eins og í
gamla daga, þær eru svo flottar. Ég
reyni klassískar fjaðraflugur í hverri
ferð í Grímsá, mér finnst það svo
gaman. Yfirleitt fæ ég einn lax á
sumri á þannig flugu.“ Flugan sem
um ræðir er klassísk Wilkinson.
Katrín er búin að fara eina umferð
yfir Oddastaðafljót og nú er komið
að Guðrúnu. „Þetta er fallegur stað-
ur,“ segir hún. „Ég veiddi hérna í
byrjun ágúst fyrir tuttugu árum.
Eignaðist son 4. júní það sama ár
þannig að ég var með hann hér á
bakkanum í burðarrúmi tæplega
tveggja mánaða gamlan. Veðrið var
yndislegt og þegar hann vaknaði þá
gaf ég honum að drekka og hélt síð-
an áfram að veiða með hann í burð-
arpoka framan á mér. Það er ekkert
mál að vera með lítil börn í veiði.“
Afslappaðra í kvennahollum
Guðrún fer vel yfir hylinn. Hún
veit hvar tökustaðirnir eru og vand-
ar köstin.. „Varstu búinn að taka eft-
ir að við Kata erum báðar örvhent-
ar?“ segir hún brosandi þegar þær
skipta aftur. Ekki hafði ég tekið eftir
því. Ég spyr Guðrúnu hver sé meg-
inmunurinn á kvennaholli og blönd-
uðu holli í veiði.
„Andrúmsloftið er afslappaðra í
kvennahollinu. Miklu meiri sam-
heldni, samhygð og ekki þessi
keppni sem oft er á milli veiðimanna.
Við Kata erum til dæmis búnar að
veiða saman í tíu ár, og það er aldrei
verið að pæla hvor er með fleiri fiska
eða hvort við erum saman með fleiri
fiska en stelpurnar á hinni stönginni.
Svo er líka miklu meira hlegið,“ seg-
ir Guðrún og Katrín tekur undir.
En eru einhverjir staðir í Grímsá í
uppáhaldi? „Já, ég á nokkra uppá-
haldsstaði. Strengirnir eru einna
bestu fluguveiðistaðir landsins. Þar
geturðu fengið brjálaða bardaga,
sérstaklega á vorin. Ég hef fengið
marga ógleymanlega fiskar þar.
Svo Lækjarfoss, staður sem lætur
ekki mikið yfir sér, en er minn uppá-
haldsstaður. Ég get ekki gert á milli
staða í uppánni, mér finnst hún öll
skemmtileg. Grímsáin hefur allt sem
veiðiá þarf að hafa upp á að bjóða,
fallega hylji, fossa, strengi og kletta.
Hún hefur eitthvað sem hittir mig
beint í hjartastað. Ég reyni að veiða
hér nokkrum sinnum hvert sumar.“
Nú er komið að því að skipta um
flugu og Guðrún reynir „hits“-túpu.
Finnst lax alls ekki góður
„Ég er mjög ánægð með að
Grímsáin var gerð að fluguveiðiá. Og
ekki síður með að það skuli vera átta
stangir allt tímabilið en ekki fjölgað í
tíu á sumrin eins og áður. Þessi nýi
hugsunarháttur sem hefur verið að
ryðja sér til rúms, að vera ekki að
veiða eins og vitleysingur, standandi
við í tólf tíma á dag. Þetta snýst ekki
bara um að veiða lax. Þetta er nátt-
úran og upplifunin. Að vera við ána.
Heima hjá mér var lax aldrei
sparimatur. Hann var borðaður
hversdags og ég verð að viðurkenna
að mér finnst lax alls ekki góður,
enda búin að borða nóg af honum í
gegnum tíðina,“ segir Guðrún og
brosir. „Það veiddist svo mikið af
laxi þegar pabbi var með hluta ár-
innar á leigu. Ég held meira að segja
að hann hafi oft getað náð fyrir leig-
unni á ánni, með því að selja lax,
enda var laxinn fokdýr í þá daga.
Ég sleppi hins vegar stundum laxi
og finnst það gaman. Að vísu sleppi
ég sjaldnast vorlaxi sem er enn í
göngubúningi. Mér finnst líka sorg-
legt þegar ég horfi á fólk veiða og
drepa hrygnur sem eru komnar að
því að hrygna. Þannig fiskum vil ég
sleppa. Annars er meðalhófið best í
þessu eins og í svo mörgu öðru.“
Lónbúinn lætur bíða eftir sér og
ég bið Guðrúnu að segja mér frá ein-
hverjum ógleymanlegum laxi. „Hér í
Þinganesstreng barðist ég við
stærsta lax sem ég hef nokkru sinni
séð. Hann tók maðkinn rúmlega níu
um kvöld og orrustan stóð til að
verða ellefu. Hann dró mig senni-
lega fimmtíu sinnum upp og niður
strenginn. Hann var það stór að það
var ekki möguleiki að stranda hon-
um, svo var enginn með háf. Við vor-
um með „tailer“ og höfðum reynt að
sporðtaka hann þrisvar eða fjórum
sinnum. Ég var búin að ná honum
nokkrum sinnum upp að bakkanum
og sjá hann vel. Að lokum sargaði
hann sextán punda línuna í sundur á
steini,“ segir Guðrún og hlær ekki í
þetta sinn. „Þessi lax kenndi mér
miklu meira en hundrað aðrir laxar.
Ég verð að hugsa þannig því annars
væri ég enn í fýlu yfir því að hafa
misst hann. Ég held að þetta hafi
verið einn af þessum fáu, stóru úr
gamla Grímsárstofninum sem leyn-
ast hérna. 26 pund ýkjulaust, 28
pund með smá ýkjum.“
Hún er hætt að kasta og við rölt-
um að bílnum. „Ég var svo gjör-
samlega búin eftir þennan svakalega
bardaga. Þegar ég kom upp í hús var
maturinn löngu búinn en kokkurinn
hafði haldið einhverju heitu fyrir
mig. Móðir mín sá aumur á mér og
gaf mér rauðvínsglas en ég var svo
úrvinda að ég gat ekki haldið á glas-
inu og missti það. Ég hef aldrei á
ævinni verið jafnþreytt.“
Við kveðjumst við sögulok. Það
verður mikið hlegið næstu daga í
Grímsá.
Í dag er veitt með Guðrúnu
Kristmundsdóttur í Grímsá í
Borgarfirði. Guðrún hefur veitt í
Grímsá frá unga
aldri og var nú
við veiðar í holli
sem eingöngu
var skipað kon-
um. „Ég er nán-
ast uppalin hér
við ána. Pabbi
var með hluta af
henni á leigu í
fjölda ára, Garðafljótin, Húsafljót
og Skarðshyl, og stundum hluta
af Strengjunum, Veiðifossi og
Viðbjóði. Hann var með veiðikofa
við Skarðshyl sem gegnir nú því
virðulega hlutverki að vera
hænsnakofi að Skarði. Það lýsir
kannski aðstöðumuni þá og nú.“
Nánast uppalin
við Grímsá
Morgunblaðið/Golli
„Eina stóra málið nú er fyrsti lax sumarsins.“ Guðrún Kristmundsdóttir kastar flugunni í Efstahyl.
Hef aldrei verið jafnþreytt
Eftir Kjartan Þorbjörnsson
golli@mbl.is
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ GUÐRÚNU KRISTMUNDSDÓTTUR Í GRÍMSÁ
Tækniþróunarsjóður
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefnisstyrki
Tækniþróunarsjóðs er 15. september næstkomandi.
Tækniþróunarsjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir iðnað-
arráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rann-
sóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku
atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni
í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs.
Umsóknareyðublöð verða tilbúin á heimasíðu Rannís um
miðjan júlí.
Hámarksframlag til framúrskarandi rannsóknaverkefna getur
numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum, 20
milljónum króna á tveimur árum eða 10 milljónum króna á einu
ári, sem getur dreifst misjafnlega á stuðningsárin allt eftir fram-
gangi verkefnisins og fjárþörf. Sé sótt um hærri stuðning en 30
milljónir á þremur árum er umsókn hafnað. Unnt er að sækja
um stuðning til allt að þriggja ára en stjórn sjóðsins staðfestir
framlög til eins árs í senn. Frekari stuðningur er háður fram-
vindu og að skilað sé umsömdum árangri.
Minnt skal á að forverkefnisstyrkir hafa opinn umsóknarfrest,
en þeir geta numið allt að einni milljón króna.