Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.07.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 53 Hvert sem litið er á vett-vangi dægurmenningar-fregna þessa dagana er um fátt annað rætt og ritað en Tom Cruise. Fyrirsagnir á borð við „Hvað kom fyrir Tom Cruise?“, „Tom Cruise orðinn galinn!“ og fyrirsögnin hér að ofan lýsa allar með hvaða tón umfjöllunin er.    Tom Cruise hefur langa lengiverið einn af þekktustu leik- urum Hollywoodborgar og svo sem ekkert nýtt að umfjöllun um hann rati á síður slúðurblaðanna. Cruise hefur hins vegar fram að þessu verið heldur spar á yfirlýsingar um sín persónulegu málefni og reynt að halda fjölskyldu sinni og trú utan sviðsljóssins. Nú er heldur betur annað upp á teningnum. Síð- an hann tók saman við leikkonuna Katie Holmes fyrir um þremur mánuðum er hvergi flóafriður fyr- ir Cruise og yfirlýsingum hans um ástina og trúna. Cruise þykir einn- ig vera farinn að haga sér helst til undarlega eins og áhorfendur sjónvarpsþátta Opruh Winfrey og Jay Leno geta vottað. Í heimsókn í sjónvarpssal til þeirrar fyrrnefndu lét Cruise eins og bjáni. Hann hoppaði í sófanum, hristi Opruh eins og hann ætti lífið að leysa og tók svo kærustuna Katie fang- brögðum þegar átti að sýna hana fyrir móðursjúkum áhorfendum í sal. Aumingjahrollurinn var í sögulegu hámarki við áhorf þessa þáttar, bæði vegna væmni Cruise, sjálfhverfu Opruh og geðshrær- ingar áhorfenda, en það er nú önn- ur saga. Ég vona að við öll höfum upp- lifað það að vera ástfangin, það er einhver unaðslegasta tilfinning sem til er. Ég óska hins vegar eng- um að láta eins og Tom Cruise í þessu ástandi og enn síður óska ég nokkrum að sitja uppi með maka sem hagar sér svona. Þegar heit- konan var dregin fram fyrir hina æstu aðdáendur var það Cruise sjálfur sem skeiðaði baksviðs og sótti hana, hélt höndum hennar fyrir aftan bak og svo stóð aum- ingja stúlkan þarna eins og ein- hver gripur til sýningar. Nýja kon- an í lífi Tom Cruise! Katie lýsti því reyndar yfir í við- tali við unglingatímaritið Seven- teen hér fyrr á árum að hún ætti sér þann draum æðstan að giftast Tom Cruise. Það stendur nú til, hann bað hennar í Eiffelturninum í París á dögunum.    Þær raddir hafa þó heyrst aðsamband þeirra skötuhjúa sé einungis ein stór auglýsingabrella gerð til að vekja athygli á mynd- unum Batman Begins og War of the Worlds þar sem þau leika sitt hvort aðalhlutverkið. Cruise gaf þó lítið út á þessar sögur í nýlegu viðtali við Jess Cagle hjá tímarit- inu People.    Þegar Tom Cruise er ekki aðgjamma um ágæti heitkonu sinnar er hann óspar á yfirlýsingar sem samræmast boðskap Vísinda- kirkjunnar. Í spjallþætti hjá Matt Lauer á dögunum gagnrýndi hann harðlega alla notkun geðlyfja og sagði þau vita gagnslaus. Þá baun- aði hann á starfssystur sína Brooke Shields fyrir að hafa tekið inn þunglyndislyf við fæðing- arþunglyndi sem hún barðist við. Samtök geðlækna í Bandaríkj- unum, APA, sendu frá sér harð- orða yfirlýsingu í kjölfar þáttarins þar sem þeir sögðust meðal annars óttast að orð leikarans kynnu að hindra að fólk með geðraskanir sækti sér þá hjálp sem það þyrfti.    Já, mikið er fjallað um Tom kall-inn þessa dagana. Svo mikið að maður veltir ósjálfrátt fyrir sér, hvað kemur mér þetta við? Af hverju nennir fólk að rjúka upp til handa og fóta og hneykslast á hverju orði sem einhver leikari í Bandaríkjunum lætur út úr sér eða hverju hoppi sem hann tekur á húsgögnum í sjónvarpi? Ég hef komist að þeirri nið- urstöðu að mér er alveg sama hvað Tom Cruise tekur sér fyrir hendur og ég óska honum og heit- konu hans velfarnaðar í lífi og starfi. Hvað er að Tom Cruise? ’Ég hef komist að þeirriniðurstöðu að mér er al- veg sama hvað Tom Cruise tekur sér fyrir hendur og óska honum velfarnaðar í lífi og starfi.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Reuters Tom Cruise lætur öllum illum lát- um í sófanum hjá Jay Leno. birta@mbl.is YFIRMAÐUR nefndar um jafn- rétti kynþátta (CRE), Sir Trevor Philips, segir marga raunveru- leikaþætti eiga þátt í því að eyða kynþáttafordómum. Philips sagði í samtali við BBC fréttastofuna að þættir á borð við Big Brother gerðu það að verkum að staðlaðar hugmyndir fólks um kynþætti minnkuðu. „Þættirnir kynna til sögunnar fólk sem stór hluti bresku þjóð- arinnar myndi aldrei annars kynn- ast,“ sagði Philips í umræddu við- tali og vitnaði til þeirrar stað- reyndar að einungis fimmtungur Breta á góðan vin sem er af öðr- um kynþætti en hann sjálfur. „Í flestum fjölmiðlum er fólk af asískum og afrískum uppruna látið uppfylla einhverja staðlaða ímynd sem fólk hefur af kynþáttunum. Með þessum raunveruleikasjón- varpsþáttum er það sýnt svart á hvítu að það er að sjálfsögðu ekki einungis til ein gerð af fólki af sama kynþætti,“ sagði Philips. „Áður hefur tilhneigingin verið að hafa fólk af öðrum kynþætti en hvítum með þegar þau eiga að skera sig út að einhverju leyti, vera sá gáfaðasti, sá vitlausasti eða mesti glæpamaðurinn,“ sagði hann jafnframt og sagðist vongóð- ur um að áðurnefndir þættir ættu eftir að eiga sinn þátt í að breyta þessu þar sem þar sé samankomið fólk af öllum kynþáttum sem keppi að sama markmiði á jafn- réttisgrundvelli og sé ekki fyr- irfram steypt í einhver mót heldur komi fram sem þau sjálf og á eigin forsendum. Dregur Big Brother úr kynþátta- fordómum? Reuters Þátttakendur í Big Brother eru jafn misjafnir og þeir eru margir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.