Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 03.07.2005, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 helmingur, 4 greind, 7 víðan, 8 upp- námið, 9 skepna, 11 kropp, 13 gubbaði, 14 kjáni, 15 andvari, 17 ójafna, 20 gruna, 22 eldiviðurinn, 23 svipuðum, 24 ræktuð lönd, 25 hagnaður. Lóðrétt | 1 kaupið, 2 ber, 3 gadd, 4 hár, 5 krók, 6 stíl- vopn, 10 gól, 12 dreitill, 13 sómi, 15 strita, 16 hyggur, 18 stormurinn, 19 sár, 20 ofnar, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlédrægur, 8 vitur, 9 ildis, 10 kyn, 11 trana, 13 gerpi, 15 spors, 18 órögu, 21 ket, 22 kokka, 23 raust, 24 græðlings. Lóðrétt: 2 létta, 3 dýrka, 4 æsing, 5 undir, 6 hvöt, 7 usli, 12 nýr, 14 eir, 15 sekk, 16 orkar, 17 skarð, 18 ótrúi, 19 örugg, 20 urta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Undirvitund hrútsins hefur víkkað um nokkurt skeið. Það skýrir allar villtu og skrýtnu hugmyndirnar sem láta á sér kræla í kolli hans núna. Það er framfaraskref. Taktu lífinu með ró. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hefur áttað sig á því smám saman að nýr og frábrugðinn lífsmáti er hugsanlega innan seilingar. Kannski kemur sú uppgötvun á óvart, en er engu að síður jákvæð? Er það ekki? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Margir í tvíburamerkinu hafa gert róttækar breytingar á starfsvett- vangi eða lífsstefnu á undanförnum árum, eða eru í þann mund að gera það. Tvíburinn sættir sig ekki við kúgun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Íhaldssamt lífsviðhorf krabbans er að breytast og heldur áfram að taka breytingum. Skoðanir hans eru meira að segja að taka nýja stefnu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Náin kynni hafa ýtt undir breytingar á lífi ljónsins upp á síðkastið. Ekki er víst að þessu sambandi sé ætlað að endast, ljónið á hins vegar að læra af því. Öll sambönd taka enda um síðir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Úranus, pláneta breytinga, hefur ver- ið beint á móti meyjarmerkinu um nokkurt skeið. Það kemur svo sann- arlega róti á parasambönd, meyjan vill ekki láta halda aftur af sér. Hún vill vera frjáls. Úps. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hefur velt því fyrir sér upp á síðkastið hvernig hún á að fara að því að vinna skynsamlegar, í stað þess að vinna sífellt meira. Hún vill bera það sama úr býtum en leggja minna á sig. Eða bera meira úr býtum fyrir sama vinnuframlag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Skapandi hugmyndir sporðdrekans hafa verið með ólíkindum hin síðari ár. Hann fer vaxandi á öllum sviðum. Óvænt barnalán gæti sett strik í reikninginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fjölskyldumynstur bogmannsins hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Sumar þeirra hafa komið honum úr jafnvægi; tengsl hafa rofnað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stutt skrepp og ferðalög fela í sér ýmislegt óvænt. Steingeitin lærir margt af kynnum sínum við ókunnugt fólk og framandi menningarheima. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Starfsgrundvöllur vatnsberans hefur verið ójafn á síðari árum. Á endanum lagast þær aðstæður samt. Þar að auki fær vatnsberinn meira frelsi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki verða hissa þótt vaxandi frels- isþrá blundi innra með þér. Óvíst er að allir verði jafnhrifnir. Notaðu tækifærið og pældu í sjálfum þér, kíktu í sjálfshjálparbækur. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbarn dagsins: Góðlegt viðmót gerir að verkum að fáir átta sig á ákveðni þinni. Þú setur markið hátt og kraftur þinn og agi gera þér kleift að ná árangri. Innst inni leitar þú sannleikans og vilt fá spurningum þínum svarað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Sæluhelgin á Suðureyri verður haldin í 10.skiptið dagana 7.–10. júlí. Stærsti at-burður helgarinnar er Mansakeppnin, enhún hefur verið haldin árlega frá árinu 1988. Ævar Einarsson, einn af forsprökkum Sæluhelgarinnar og formaður Mansavinafélags- ins, fræðir okkur um viðburðinn. „Sæluhelgin stendur alla helgina, frá fimmtu- degi sunnudags. Mansakeppnin er haldin á laug- ardeginum og er hún veiðikeppni fyrir börn undir 12 ára aldri. Þá fara allir krakkarnir niður á höfn til að veiða marhnúta og veitt eru ýmiskonar verð- laun.“ Í fyrra voru verðlaun meðal annars veitt fyrir stærstu og minnstu veiðina en einnig fyrir þá furðulegustu, sem kom í hlut Hörpu Rúnar Hilm- arsdóttur en hún veiddi mink. „Dagskráin í ár verður fjölbreytt að vanda. Leikritið Ronja ræningjadóttir verður frumsýnt í flutningi leikfélagsins „Hallvarður súgandi“, en í því eru um 20 krakkar á grunnskólaaldri. Það verða einnig tónleikar í boði. Þurrkverkstónleikar í flutningi Apolló eru á fimmtudaginn (en eins og glöggir menn vita er það hljómsveit Helga Þórs Arasonar sem keppti í Idol-stjörnuleit á Stöð tvö í vetur) og dúettinn Mona Lisa tekur lagið en stúlk- urnar í dúettnum sömdu Sæluhelgarlagið að þessu sinni „Sæluminningar“. Dansleikir verða á laugardeginum, bæði fyrir yngra og eldra fólkið þar sem Delta 44 frá Flateyri leikur fyrir dansi. Hverjum er boðið á Sæluhelgi? „Sæluhelgin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og á góða helgi og eru allir velkomnir. Í fyrra komu um 2.000 utanbæjargestir sér fyrir í þorpinu. Aðstaðan er ekki alveg eins og best verður á kosið þar sem við erum ekki með neitt tjaldstæði en þá eru heima- menn þeim mun gestrisnari og bjóða fólki að tjalda í garðinum hjá sér. Eitt árið var nú einnig tjaldað í kirkjugarðinum.“ Ekki fylgir sögunni hvort ferðalangarnir urðu fyrir ónæði af hendi „gestgjafanna“ en Ævar er snöggur að benda á að engin leiði eru í garðinum. „Svo má ekki gleyma söngvarakeppninni sem er á lokadeginum en í fyrra var Helgi einmitt kos- inn „bjartasta vonin“ og fékk farandbikarinn „Rabbabikarinn“ að launum. Bikarinn heitir þessu nafni í minningu Rafns Jónssonar trommu- leikara.“ Það má því segja að Sæluhelgin hafi komið Helga Þór á framfæri og aldrei að vita nema að næsta Idol-stjarna líti dagsins ljós á Sæluhelginni 2005 á Suðureyri. Boðið verður upp á Sæluhelgarmerki á þúsund krónur og gilda þau alla helgina, á alla viðburði, í leiktæki fyrir börnin og ferðir eins og fjallgöngur. Nánari upplýsingar um helgina er að finna á vefn- um www.sudureyri.is. Fjölskylduhátíð | Sæluhelgi á Suðureyri 7.–10. júlí Kom Idol-stjörnu á framfæri  Ævar Einarsson er fæddur 20. apríl árið 1957 á Suðureyri. Hann starfar sem verkstjóri í fiskverksmiðjunni Ís- landssögu og Klofningi. Ævar er upphafsmaður Mansakeppninar sem hófst árið 1988 og hef- ur hann verið formaður Mansavinafélagsins frá upphafi. Ævar er í sam- búð og býr á Suðureyri. www.sudureyri.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Rangárþing ytra | Kirkjukór Odda og Þykkvabæjar heldur tónleika í Oddakirkju á Rangárvöllum, 7. júlí kl. 20.30. Tónleikarnir eru öllum opnir. Aðgangseyrir er 500 kr. Hallgrímskirkja | Mattias Wager kl. 20 Skálholtskirkja | Blokkflaututónlist frá endurreisnartímanum og ensk samtíma- tónlist kl. 17. Myndlist Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós- myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1. sept. Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og járn. Bragginn – Öxarfirði | Fagurlist yst sem innst. Innsetningar, málverk, skúlptúr. 300 kr. Til 16. júlí. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí. Deiglan | Kristján Pétur Sigurðsson til 24. júlí. Eden, Hveragerði | Hilmar J. Höjgaard til 10. júlí. Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um 20 olíumyndir af íslensku landslagi. Sýn- ingin stendur til 29. júlí. Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til 9. júlí. Gallerí Gyllinhæð | Marie-Anne Bacquet og Marie Greffrath til 10. júlí. Gallerí Tukt | Iðunn Árnadóttir til 9. júlí. Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu- berg er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa. www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Arnór G. Bieltvedt sýning á málverkum og teikningum til 10. júlí. Opið frá kl. 14–18. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hrafnista, Hafnarfirði | Trausti Magn- ússon sýnir málverk og ljósmyndir í menn- ingarsal til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Jónas Viðar Gallerí | Undir Hannesi. Sam- sýning 10 listakvenna til 17. júlí. Kaffi Mílanó | Jón Arnar sýnir olíumyndir. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og náttúran. Kaffi Sel | „Ástin og lífið“. Gréta Gísladótt- ir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur til 3. júlí. Ketilhúsið, Listagili | Í minningu afa. Sýn- ing á kínverskri myndlist til 24. júlí. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júlí. Kringlan | World Press Photo. Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2004. Til 24 júlí. Laxárstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur, Hreindýr og dvergar í göngum Lax- árstöðvar. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kem- ur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer, til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Listhús Ófeigs | Hafsteinn Austmann til 8. júlí. Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Pakkhúsið | Sigurður Mar Halldórsson – ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Horn- firðingar. Til 9. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til 10. júlí. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Skaftfell | Vesturveggurinn. Kolbeinn Hugi sýnir til 10. júlí. Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir þrettán ljósmyndir og tvo skúlptúra. Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18 og um helgar frá 14–17. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá nánar www.or.is. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Leiklist Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðarkl. 18 til enda ágúst. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl- um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til- einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís- landi í 160 ár (til 1. ágúst). Svartfugl og hvítspói | Sveinbjörg Hall- grímsdóttir með grafíksýninguna Blæ til 17. júlí. Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Sýning á batikverkum í Hlaðbæ 9, Reykjavík. Sýn- ingin er til 3. júlí frá kl. 14–20. Söfn Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl- breyttum sýningum, leiðsögumönnum í búningum og dýrum í haga. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn- ingin Through the Visitor’s Eys, þar sem fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja- vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina. Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og er opin alla daga. Aðgangur er ókeypis. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Víkin, Sjóminjasafnið í Reykjavík, | Grandagarði 8. Fyrsta sýning safnsins „Togarar í hundrað ár“ stendur nú yfir. Sögu togaraútgerðar á Íslandi eru gerð skil í munum og myndum. Kaffistofan býður upp á ilmandi kaffi og fallegt útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Opnunartími: 11–17. Lokað mánudaga. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norður- löndunum. Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaður Niðjar Kristjönu og Gests | Niðjar Krist- jönu J. Einarsdóttur og Gests Árnasonar frá Ólafsfirði munu hittast að Dæli helgina 8.–10. júní. Nánari upplýsingar veitir Guð- laug Björgvinsdóttir í síma 892 9093. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flug- drekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveð- skap. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með fullorðnum og eru kl. 13–16. Tálgun: 5.7, 13.7. Glíma: 9.7., 14.7. Þæfing: 6.7. Kveðskapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og skráning í síma 411– 6320. www.ljosmyndari.is | Á vegum www.ljos- myndari.is verður í haust boðið upp á fjöl- breytt ljósmyndanámskeið bæði fyrir staf- rænar myndavélar svo og filmuvélar. Skráning og nánari upplýsingar um nám- skeiðin á www.ljosmyndari.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.