Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 19

Morgunblaðið - 03.07.2005, Side 19
endurvinna og leysist ekki upp í náttúrunni, auk þess sem það getur verið skaðlegt heilsu manna.“ Öll orka sem notuð er í Sesselju- húsi er úr endurnýjanlegum orku- gjöfum. Unnt er að fylgjast með orkunotkun og -framleiðslu á staf- rænni töflu sem sett hefur verið upp í setustofu. „Við notum raforku frá vatnsaflsvirkjunum og varmaorku frá hitaveitu Sólheima, auk þess sem við erum að setja upp sólarsell- ur á þakinu. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur, en við von- umst til að sólarsellurnar geti séð húsinu fyrir nægri orku þegar lítil notkun er á því. Síðan er gert ráð fyrir að vind- mylla til raforkuframleiðslu verði sett upp í framtíðinni.“ Guðmundur bendir á að það skipti ekki aðeins máli hvað sé notað í bygginguna, heldur einnig hverju sé sleppt. Loftið sé til dæmis óklætt, enda ekki mikil hagnýt þörf á klæðningu, og þannig sparað í vinnu og efni. „Síðan mun þessi bygging auðvitað einhvern tímann verða tek- in úr notkun og þá skiptir máli hvort hægt er að fjarlægja hana auðveld- lega og jafnvel nýta efnið í annað. Það er ógjörningur að endurnýta steinsteypu og því er reynt að lág- marka hana í umhverfisvænum byggingum. Í Sesseljuhús er aðeins notað timbur og það verður hægt að skrúfa í sundur og taka niður þegar líftími byggingarinnar er á enda.“ Prufukeyra nýjungar Stjórnvöld lögðu fram 75 milljónir króna til byggingar hússins og Guð- mundur segir reksturinn fjármagn- aðan með tvennum hætti. Annars vegar með styrk frá Alþingi til að ýta starfseminni úr vör og hins veg- ar með liðsinni Hitaveitu Suður- nesja, en samstarfssamningur þess efnis verður undirritaður í dag. Guðmundur kveðst vonast til þess að umhverfissetrið geti orðið mið- stöð þar sem fólk á öllum aldri muni sækja fróðleik um umhverfismál. „Ég vona líka að það muni verða okkur hér á Sólheimum hvatning til að gera enn betur í umhverfismálum og prófa nýja hluti. Einn kosturinn við lítið samfélag eins og þetta er að við getum prufu- keyrt ýmsar nýjungar, sem stærri byggðarlög geta síðan tileinkað sér. Við höfum til dæmis sýnt fram á það með fráveitukerfinu okkar að unnt er að hreinsa skólp með mjög góðum árangri hér á landi án þess að nota kemísk efni.“ taki þátt Morgunblaðið/ÞÖK Íbúar önnum kafnir við rakstur. Gert er ráð fyrir að um 150 manns verði búsettir á Sólheimum eftir tíu ár. Gefst þeim, fötluðum sem ófötluðum, kostur á að vinna við ýmis þjónustustörf, skógrækt, smíðar og listiðn. adalheidur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 19 Ármúla 44, sími 553 2035. Hafðu það gott! - Mismunandi stærðir • Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega hannaðir til að tryggja þér hámarksþægindi • Sjálfvirk hnakkapúðastilling • Sérstakur mjóbaksstuðningur • Þyngdarstýring • Sterk fjaðrandi stálgrind • Kaldsteyptur svampur • Úrvals nautaleður - yfir 50 litir • Öflug viðargrind - fæst í 6 litum • Borð fyrir fartölvur • Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu mögulegu þægindi - þú velur þína stærð Sjálfvirk hnakkapúðastilling veitir bestu möguleg þægindi ® Sérstakur hæðarstillanlegur hnakkapúði 360° snúningur með fullkomnum stöðugleika 19. ágúst - Sæludvöl í Þýskalandi 1. sept. - Króatía - Slóvenía - Ítalía - Uppselt 23. sept. Tyrkland fyrr og nú - nokkur sæti laus. 3. okt. - Tékkland - Þýskaland - Austurríki - nokkur sæti laus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.