Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.07.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 2005 49 DAGBÓK EM á Tenerife. Norður ♠G96 ♥543 N/AV ♦75 ♣ÁK875 Vestur Austur ♠ÁK542 ♠83 ♥109 ♥872 ♦Á108 ♦DG6432 ♣G64 ♣D3 Suður ♠D107 ♥ÁKDG6 ♦K9 ♣1092 Spil dagsins er frá leik Hollands (Or- ange Team I) og Zimmermanns í 16- liða úrslitum opnu sveitakeppninnar á Kanaríeyjum. Sagnir voru eins á báð- um borðum: Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Í sæti suðurs voru Zimmermann og Verhees, og það er athyglisvert að báð- ir skyldu kjósa að vekja á grandi frekar en einu hjarta. En látum það vera og veltum fyrir okkur spilamennskunni. Hvernig myndi lesandinn spila ef út kemur spaðaás og svo smár spaði í öðr- um slag? Sagnhafi horfir á átta slagi og Louk Verhees ákvað að reyna strax við þann níunda með því að djúpsvína fyrir DG í laufi. Ekki gekk það. Austur fékk slaginn á laufdrottningu og spilaði tígli í gegn- um kónginn. Vörnin fékk þannig 11 slagi – einn á lauf, sex á tígul og fjóra á spaða. Sjö niður og 350 í AV. Zimmermann fékk út lítinn spaða í byrjun. Honum leist ekki á djúpsvín- inguna í laufi og spilaði þess í stað öll- um hjörtunum. Það reyndist rétt ákvörðun, því vestur var með öll lyk- ilspilin og gat engan veginn staðist þrýstinginn. Vestur henti fyrst tveimur tíglum, en í fimmta hjartað mátti hann ekkert spil missa. Hann kaus að kasta laufi í þeirri von að makker ætti Dxx, en það þýddi að sagnhafi fékk fimm laufslagi og ellefu slagi í allt: 460 í NS. Níu slaga munur á spilaleiðum! E.s. Það hefði vissulega verið betri vörn hjá vestri að kasta spaða í síðasta hjartað. En sagnhafi ætti þó að lesa rétt í stöðuna og spila litlum tígli undan kóngnum, því vestur færi varla að henda fríspaða ótilneyddur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 3. júlí, ersjötug Erla Magnúsdóttir, Mýrarási 2, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 15– 18 í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar, Rofabæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Bjarnveig Skaftfeld verður sextug 4. júlí nk. og Skúli Ragn-arsson verður sextugur 17. júlí nk. Þau ætla að halda upp á þennan merk- isáfanga saman laugardaginn 9. júlí nk. og gleðjast með vinum og vandamönnum heima á Ytra-Álandi, við söng og dans, yfir þjóðlegum veitingum og hefst sam- kvæmið kl. 20. Dansskórnir mega gjarnan vera með frjálslegu sniði því sveiflan verður tekin í tjaldi á hlaðinu. Vonast þau til að sem flestir sjái sér fært að koma og samgleðjast með þeim. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 3. júlí, eráttræður Ólafur Sig- urgeirsson. Ólafur og kona hans, Sal- vör Sumarliðadóttir, búa á dval- arheimilinu Ás, Klettahlíð 18, Hveragerði. ÞÓRA Einarsdóttir óperusöng- kona hefur að undanförnu verið að syngja í afar sérstæðri óperu, Dagbók Önnu Frank eftir Grigori Frid, en verkið er byggt á heims- frægri dagbók gyðingastúlkunnar hollensku. Þóra syngur eina hlut- verk óperunnar, Önnu Frank. Það er Musik Theater Werkstadt- leikhúsið í Wiesbaden sem setur sýninguna upp, og henni hefur verið ákaflega vel tekið. Gagnrýn- endur hafa keppst við að mæra frammistöðu Þóru og þykja söng- ur hennar og túlkun mikill sviðs- sigur fyrir hana. Axel Zibulski gagnrýnandi Wiesbadener Kurier tekur svo djúpt í árinni að segja að eig- inlegur styrkur verksins liggi í stórfenglegri túlkun Þóru. „Söng- konan er sannfærandi sem ung- lingsstúlka en býr þó yfir þeim þroska raddarinnar sem gerir henni kleift að syngja samfellt í rúman klukkutíma. Fyrst ber að nefna frábæran textaframburð, sem er nauðsyn- legt grundvallaratriði í þessari óp- eru, en framburðurinn kemur þó aldrei niður á vel mótuðum laglín- unum…“ Elisabeth Risch gagnrýnandi Frankfurter Allgemeine Zeitung tekur í sama streng og segir að líklega yrði óperan sett upp mun oftar ef til boða stæðu sópr- ansöngkonur eins og Þóra. „Hún er afar úthaldsgóð og tónviss í til- finningaþrunginni og áherslumik- illi sönglínu, sem liggur oftast á óþægilegu sviði og markast af krómatískri- og heiltóna tónlist – og það með útgeislun og útliti unglingsstúlku. …“ Frumsýning á Önnu Frank var í Wiesbaden 15. júní, en aðeins fimm dögum áður stóð Þóra á sviðinu í Ríkisóperunni í Darm- stadt, þar sem hún söng í óp- erunni Platée eftir Rameau, þar sem hún fór með tvö hlutverk. Um þá sýningu skrifaði Benedikt Ste- geman í Frankfurter Allgemeine Zeitung: „[…] hins vegar voru mörg leikræn glansnúmer í sýn- ingunni. Með þægilegri og bjartri sópranrödd tókst Þóru Ein- arsdóttur á áhrifaríkan hátt að gera alla orðlausa af undrun í hinu tvöfalda hlutverki sínu: Fyrst sem rafmögnuð og kynþokkafull Amor í forleiknum, en síðar leikur hún í hinni eiginlegu óperu hina nið- urbældu þjónustustúlku gyðj- unnar.“ Þá hefur Þóra einnig verið að syngja í Siegfried, annarri af fjór- um óperum Niflungahrings Wagn- ers, og farið þar með hlutverk skógarfuglsins. Umsagnir um frammistöðu hennar í því hlut- verki hafa verið á sömu lund og gagnrýnendum verið tíðrætt um fegurð svífandi silfraðrar söng- raddar hennar. Þóra Einarsdóttir var aðeins 23 ára þegar hún debúteraði við Glyndebourne Festival Opera eftir söngnám hér heima, en fyrsta hlutverk hennar hér heima og frumraun á sviði var í Rigoletto í Íslensku óperunni fimm árum áð- ur. Þóra hefur sungið víða síðan og óperuhlutverkin hafa hrannast upp. Hún hefur sungið í óp- eruhúsum á Norðurlöndunum, á Englandi, í Sviss og í Þýskalandi, þar sem hún býr nú. Hlutverkin eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið allt frá Rameau til Birt- wistle en þó með sérstakri áherslu á Mozart, en Þóra hefur nú sungið yfir hundrað sinnum í óperum Mozarts. Þóra syngur á næstunni hlutverk Woglinde í Götterdäm- merung og hefur þar með sungið í öllum fjórum óperum Niflunga- hringsins eftir Wagner en hring- urinn verður fluttur í heild sinni á næsta leikári í ríkisóperunni í Wiesbaden. Þóra mærð í hlutverki Önnu Frank Ljósmynd/Martin Kaufhold Þóra Einarsdóttir fékk einróma lof fyrir söng og leik í hlutverki Önnu Frank. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.