Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
AU
GL
†S
IN
GA
ST
OF
AN
/S
IA
.I
S
L
YF
2
84
55
06
/2
00
5
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni -
Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði -
Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi -
Hvammstanga - Skagaströnd
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir
virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið
penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri
en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um
leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í
mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir
penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem
fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
HIÐ svonefnda metamfetamín, sem
orðið er útbreiddasta fíkniefni í
Bandaríkjunum samkvæmt fréttum
BBC, er vel þekkt hér á landi þótt
ekki séu nema 2–3 ár síðan þessi
fíkniefnategund kom á íslenska
fíkniefnamarkaðinn. Að sögn Þór-
arins Tyrfingssonar er metamfeta-
mín náskylt amfetamíni en hefur
sterkari virkni á heilann og minni
áhrif á úttaugarnar heldur en am-
fetamínið. Segir hann að sumir telji
metamfetamínið sterkara fíkniefni
en það sé ekki endilega sannleikur-
inn. „Þetta eru mjög áþekk efni.
Aftur á móti hefur ólögleg fram-
leiðsla amfetamíns leitt af sér met-
amfetamín í stað amfetamín-
súlfats.“
Metamfetamín
þekkt hér á landi
KARLMAÐUR á þrítugsaldri
var í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær dæmdur í tveggja mánaða
óskilorðsbundið fangelsi fyrir að
fara inn á ritstjórnarskrifstofur
DV í október í fyrra og taka
Reyni Traustason, sem þar var
starfsmaður, kverkataki og herða
að. Sortnaði Reyni fyrir augum
auk þess sem hann marðist og
hruflaðist á hálsi. Segir í dóm-
inum að ekki séu efni til að skil-
orðsbinda refsinguna að neinu
leyti. Auk fangelsisvistar var
hinn ákærði dæmdur til að greiða
22.425 krónur í sakarkostnað og
málsvarnarlaun skipaðs verjanda
síns, 215.000 krónur.
Málsatvik eru þau að miðviku-
daginn 20. október 2004 var lög-
reglunni í Reykjavík tilkynnt um
að þrír menn hefðu ruðst inn á
skrifstofu DV við Skaftahlíð í
Reykjavík. Á vettvangi hafði lög-
regla tal af Reyni Traustasyni,
fréttastjóra DV, og nokkrum
vitnum. Lýsti Reynir því fyrir
lögreglu hvernig ákærði, ásamt
samferðamönnum sínum, ruddist
inn á ritstjórn DV. Einn þre-
menninganna spurði eftir Mikael
Torfasyni ritstjóra. Reynir innti
aðkomumennina eftir því hvort
þeir hefðu pantað viðtal hjá
Mikael, ella yrðu þeir að gera
það til að ná tali af honum. Að-
komumennirnir sneru sér þá að
Reyni, ákærði tók hann hálstaki
tvisvar sinnum og þrýsti honum
upp að vegg. Eftir hótanir héldu
aðkomumennirnir á brott. Á leið
sinni út af ritstjórninni ruddu
þeir niður blaðabökkum af skrif-
borðum og lágu blöð og bækl-
ingar á víð og dreif. Er þess get-
ið í frumskýrslu að áverka hafi
mátt sjá hægra megin á hálsi
Reynis.
Rustafengið framferði
Fjöldi vitna var að atvikinu og
ber þeim og hinum ákærða að
verulegu leyti saman um máls-
atvik, segir í dómnum.
Í niðurstöðu dómsins segir
meðal annars að ofbeldisfullt
framferði ákærða hafi verið
rustafengið, ófyrirleitið og með
öllu tilefnislaust. Í ljósi þess að
yfirlýst tilefni farar þremenning-
anna hafi verið megn óánægja
með starfsaðferðir DV, að í ferð-
ina hafi ráðist þrír gildir og
stæðilegir karlmenn, að vitni beri
að þeir félagar hafi verið æstir og
ofbeldisfullir í allri hegðun og að
til líkamlegrar valdbeitingar hafi
komið af hálfu ákærða í tilefni
þess að þeim var vísað út úr hús-
inu, sé einboðið að „ákærði og fé-
lagar hans hefðu ekki kinokað
sér við að beita líkamlegu ofbeldi
ef þeir hefðu ekki orðið sáttir við
svör og þá fyrirgreiðslu er þeir
sóttust eftir hjá ritstjóra DV.“
Með hliðsjón af þessu er refs-
ing ákærða ákveðin fangelsi í tvo
mánuði. Þóttu ekki efni til að
skilorðsbinda refsinguna að neinu
leyti.
Símon Sigvaldason héraðsdóm-
ari kvað upp dóminn. Sækjandi
var Katrín Hilmarsdóttir og verj-
andi Sveinn Andri Sveinsson hrl.
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að
taka fréttastjóra DV kverkataki
SJÖ sóttu um stöðu forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, tvær konur og
fimm karlar. Frestur til að sækja
um stöðuna rann út 4. júlí sl.
Umsækjendur voru Ásta Þór-
arinsdóttir, Hlynur Jónsson, Hörð-
ur Sverrisson, Ingunn Þorsteins-
dóttir, Jónas Friðrik Jónsson,
Rúnar Guðmundsson og Sigurður
Árni Kjartansson.
Sjö vilja í stól
forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins
HEILDARFJÖLDI frjókorna mæld-
ist yfir 1500 frjó/m³ á Akureyri í
júní sem er það langmesta sem
mælst hefur
síðan frjómæl-
ingar hófust
þar vorið 1998.
Mestu munar
um birkifrjóin
sem í ár náðu
hámarki 7. júní
þegar ríflegt
ársmeðaltal
mældist á ein-
um sólarhring. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá Náttúru-
fræðistofnun Íslands en þar segir
jafnframt að frjómagn í Reykjavík í
júní hafi verið 876 frjó/m³. Það
mun vera nokkuð hærra en meðal-
talið en samt sem áður lægra en
undanfarin þrjú ár.
Framundan er aðalfrjótími grasa
á Íslandi en hámarkið kemur jafnan
fram í síðari hluta júlí eða í byrjun
ágústmánaðar. Verði skilyrði til
frjódreifingar góð á þeim tíma má
búast við háum frjótölum, einkum á
stöðum þar sem gras er látið
óslegið og fær að vaxa úr sér.
Metfjöldi frjó-
korna á Akureyri
„HVENÆR á ævinni hefur þú kom-
ist næst því að vera í sigurvímu? Þá
skilurðu hugsanlega hvernig þetta
var. En þetta var ólýsanlegt,“ sagði
Sævar Helgi Bragason stjörnu-
áhugamaður í samtali við Morgun-
blaðið. Hann ásamt hópi Íslendinga
er staddur á eyjunni Maui á Hawa-
ii-eyjum til að taka þátt í verkefn-
inu Deep Impact, þar sem vísinda-
mönnum heppnaðist að láta
geimfar rekast á halastjörnu.
Í hópnum eru auk Sævars, þau
Snævar Guðmundsson sem er höf-
undur bókarinnar Íslenskur
stjörnuatlas, Ásta Þorleifsdóttir
jarðfræðingur, Ingimar Hólm Guð-
mundsson sem kennir stjörnufræði
við Versló, Tómas Guðmundsson,
Snorri Björn Gunnarsson og Lilja
Steinunn Jónsdóttir, öll nemar við
MH, Agnes Ösp Magnúsdóttir, nemi
við MK, og Sverrir Guðmundsson
sem stundar nám við eðlisfræði-
skor HÍ ásamt Sævari.
„Okkar aðkoma að verkefninu
byrjaði með ráðstefnu um stjörnu-
líffræði í fyrra, þangað komu
nokkrir kennarar og prófessorar
frá háskólanum á Hawaii. Upp úr
því varð til samstarf milli fram-
haldsskólanema, kennara og há-
skólans á Hawaii, en Karen Meech
prófessor við skólann hafði for-
göngu. Framhaldið er að níu
manns voru valdir til að fara út og
fylgjast með árekstrinum en Karen
er einn af aðalmönnunum í Deep
Impact.“ Að sögn Sævars eru í
hópnum miklir áhugamenn um
stjörnufræði.
„Á námskeiði í kringum atburð-
inn höfum við tekið myndir úr
Faulkes-sjónaukanum á Maui-eyju
af halastjörnunni og þá bæði fyrir
og eftir áreksturinn, til að fylgjast
með hvernig halastjarnan hefur
breyst við áreksturinn. Svo lærum
við að vinna úr myndunum, búa til
litmyndir og gera ýmsar mælingar.
Einnig munum við reyna að mæla
hvort halastjarnan hafi hreyfst
eitthvað við áreksturinn en það er
þó ekki hægt nema yfir mjög lang-
an tíma. Við vitum þó að árekstur-
inn hefur haft einhver áhrif þannig
að halastjarnan hefur aukið virkni
sína, menn virðast sjá það úr fyrstu
myndunum. Birtuaukningin varð
til dæmis talsverð og stjarnan varð
svo björt að hún sást með berum
augum.“
Ekki spurning að leggja
stjörnufræðina fyrir sig
Spurður um þýðingu þessa at-
burðar fyrir vísindin, segir Sævar
að fyrir stjörnufræðina þýði þetta
vonandi að hugmyndir um hvernig
sólkerfið okkar varð til muni breyt-
ast. „Til dæmis hvert hlutverk
halastjarna hefur verið í að koma
með vatn til jarðar og hugsanlega
sá fræjum lífsins. Það er mikilvægt
að skilja ef við ætlum að leita að lífi
annars staðar,“ segir hann og
bendir á að aldrei áður hafi yfir-
borð halastjörnu sést jafnskýrt og á
myndunum.
„En það er gaman að segja frá að
við Íslendingarnir, sem stjórnuðum
Faulkes-sjónaukanum þegar
áreksturinn varð, vorum fyrstir
Evrópumanna til að ná myndum,“
segir Sævar sem viðurkennir að
talsverð upphefð felist í að stjórna
stórum sjónauka og sjá birtu hala-
stjörnunnar aukast skyndilega eftir
áreksturinn „í næstum beinni út-
sendingu“, sem vegna fjarlægð-
arinnar var tíu mínútum á eftir.
En ætlar hann að leggja stjörnu-
fræði fyrir sig? „Já, ekki spurning,
svona reynsla hvetur mann auðvit-
að til að halda áfram á þessari
braut. Það væri ekki leiðinlegt að
geta upplifað svona viðburði, nokk-
urn veginn reglulega. Það er ótrú-
lega margt að gerast í rannsóknum
á sólkerfinu þessi árin og alltaf að
finnast ný sólkerfi. Ég held líka að
fleiri okkar í hópnum séu á þeirri
skoðun eftir þátttökuna að leggja
eitthvað þessu líkt fyrir sig.
Vísindin eru allt annað en þurr og
leiðinleg, heldur spennandi og
gefandi.“
Í framhaldinu segir Sævar að ís-
lenski hópurinn ætli auðvitað að
skemmta sér vel á Hawaii. Stað-
urinn sé stórkostlegur og fljótlega
fari hópurinn til að skoða stærstu
sjónauka heims á Maunakea-fjalli
sem rís 4.200 metra yfir sjávarmál.
Íslenskur hópur fylgdist með árekstri geimfars og halastjörnu frá Hawaii
Náðu myndum fyrst Evrópubúa
Íslenski hópurinn sem nú vinnur að verkefni á vegum NASA á Hawaii.
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.stjornuskodun.is
HÉR & Nú ehf., auglýsingastofa, hefur kært
tímaritið Hér & Nú til Samkeppnisstofnunar
vegna ruglings sem skapast hefur á nafni hins
nýja tímarits, líkt og segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu.
Hér & Nú ehf. ákvað að leggja fram kæru þar
sem efnistök tímaritsins Hér & Nú og sú slæma
umræða í kringum það í fjölmiðlum að undanförnu
hefur neikvæð áhrif á rekstur Hér & Nú ehf.
„Allt frá stofnun Hér & Nú ehf. árið 1990 hefur
fyrirtækið notið mikillar viðskiptavildar sem teng-
ist nafninu,“ segir í fréttatilkynningunni. „Fyrir-
tækinu er því mikið í mun um að vernda nafnið
Hér & Nú sem tengist ímynd, orðspori og trú-
verðuleika þess.“
Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að að
undanförnu hafi fjöldi símtala borist til Hér & Nú
ehf. í tilraun til að hafa samband við aðstandendur
tímaritsins Hér & Nú og eru þau flest með nei-
kvæðum formerkjum. Hafa aðilar gengið svo langt
að hafa samband við framkvæmdastjóra Hér &
Nú ehf. heima við að kvöldi til.
Viðskiptavinir Hér & Nú ehf. hafa einnig lýst
yfir óánægju sinni með tenginguna við tímaritið og
tilvonandi viðskiptavinir einnig.
„Ljóst er að notkun 365 prentmiðla á nafninu
Hér & Nú veldur þeim misskilningi að um sé að
ræða sama fyrirtæki enda starfa báðir aðilar á
sviði fjölmiðlunar. Jafnvel þannig að aðilar sem
hringja standa í þeirri trú að Hér & Nú ehf. standi
að útgáfu tímaritsins Hér & Nú, þrátt fyrir og
ekki síður vegna vitneskju um eðli starfsemi Hér
& Nú ehf.,“ segir í fréttatilkynningunni.
Hér & Nú ehf. kærir tímaritið Hér & Nú