Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í lögum um Listskreyt-ingarsjóð ríkisins nr.46 frá 1998 er annars
vegar kveðið á um að
verja skuli 1% af heildar-
byggingarkostnaði opin-
berra bygginga til list-
skreytinga og hins vegar
að veita skuli árlega, eftir
ákvörðun Alþingis, fé í
sjóðinn til listskreytinga
opinberra bygginga sem
fullbyggðar voru við gild-
istöku laganna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
Ingibjörgu Gunnlaugs-
dóttur, framkvæmda-
stjóra Listskreytingarsjóðs ríkis-
ins, hefur Alþingi mörg
undanfarin ár árlega veitt 8 millj-
ónum kr. til sjóðsins, þar til í fyrra
að upphæðin var fyrirvaralaust
lækkuð í 7,2 millj. kr. án skýringa.
Á þeim rúmum 22 árum sem
Listskreytingarsjóður ríkisins
hefur starfað hafa verið veittir
styrkir til samtals 206 verkefna
um allt land. „Þannig að það hefur
verið hægt að gera töluvert fyrir
þessa upphæð sem við höfum til
umráða,“ segir Ingibjörg, en mik-
ill meirihluti þeirra verkefna sem
styrkt hafa verið eru staðsett í
skólum (alls 72) sem og sjúkra-
húsum og heilsugæslum (alls 53).
Að sögn Ingibjargar berast
sjóðnum árlega í kringum 20–30
umsóknir fyrir upphæð á bilinu
40–50 milljónir, en fjöldi umsókna
hefur farið hraðvaxandi eftir gild-
istöku nýju laganna um sjóðinn.
Rekur Ingibjörg það m.a. til
breytts tíðaranda sem virðist ýta
undir það að opinberar byggingar
sér skreyttar listaverkum. Síð-
ustu tvö ár hefur sjóðurinn getað
styrkt 7 verkefni hvort árið, en
styrkirnir eru á bilinu 500–1.500
þúsund kr. Sé um útilistaverk að
ræða geta styrkirnir farið upp í
samtals 2–3 milljónir, enda úti-
listaverk mun dýrari en innan-
hússlistskreytingar og því yfir-
leitt aðeins hægt að styrkja eitt
útilistaverk á ári.
Tilfinnanlegur skortur á
gagnagrunni um verkin
Við vinnslu fréttaskýringarinn-
ar var það vandkvæðum bundið
að fá tæmandi upplýsingar um
m.a. listaverkaeign Listskreyt-
ingarsjóðs sem og skiptingu
verka milli landshluta. Að sögn
Ingibjargar eru allar þessar upp-
lýsingar til, en ekki aðgengilegar
þar sem vinnslu við gagnagrunn
sjóðsins miðar hægt sökum fjár-
skorts. „Við höfum lagt áherslu á
það í mörg ár að flýta þessari
vinnu, en höfum ekki hlotið náð
fyrir augum Alþingis um að fá
auka fjármagn til að geta klárað
skráninguna,“ segir Ingibjörg og
bendir á að meðan gagngrunnur-
inn er ókláraður sé engin leið að
hafa heildarsýn yfir listaverka-
eign sjóðsins. „Við vitum í raun
ekki alveg hvar öll verkin eru.“
Aðspurð hversu mikið verk er
óunnið segir hún vanta laun fyrir
sérmenntaðan starfsmann í þrjá
mánuði til að skrá upplýsingarnar
inn í gagngrunninn, sem þegar er
fyrir hendi.
Engin viðurlög við því að
framfylgja ekki lögunum
Hjá Óskari Valdimarssyni, for-
stjóra Framkvæmdasýslu ríkis-
ins, fengust þær upplýsingar að
þar sé farið yfir útboðsgögn er
varða alla framkvæmd ríkisins og
gerð heildarkostnaðaráætlun fyr-
ir hverja verkframkvæmd og þá
sé ávallt tekið frá 1% vegna list-
skreytinga. Bendir Óskar á að
síðan beri hvert ráðuneyti fyrir
sig ábyrgð á framkvæmd viðkom-
andi verkframkvæmda. Segir
hann ekkert launungamál að sum-
ir hafi tekið þá afstöðu að úr því
að Listskreytingarsjóður sem
slíkur hafi ekki bolmagn til þess
að borga neitt í framkvæmdirnar,
og taka þurfi fjármagnið af fjár-
veitingu viðkomandi verks, velji
menn, þegar fjárveitingar eru
tæpar og kostnaður fari fram úr
áætlun, að láta það bitna á list-
skreytingunni, ýmist tímabundið
eða til frambúðar. Segir hann
greinilega að menn freistist til að
nota þá fjármuni sem merktir eru
listskreytingum í áætlanagerð-
inni til þess að mæta ófyrirséðum
kostnaði. „Það er hætta á því að
mál þróist svo að menn telji sig
hreinlega ekki hafa efni á list-
skreytingum.“
Aðspurður hvort og hvaða við-
urlög gildi fari ráðuneyti ekki að
lögum um listskreytingar bendir
Óskar á að almennt í stjórnsýsl-
unni felist viðurlög í áminningu
gagnvart einstaklingum. „En ein-
staka starfsmenn taka almennt
ekki svona ákvarðanir. Þetta er
ákvörðun sem viðkomandi ráð-
herra ber ábyrgð á og þarf þá að
svara fyrir,“ segir Óskar.
Ingibjörg var spurð að því
hvort og með hvaða hætti stjórn-
endur Listskreytingarsjóðs geti
beitt sér til þess að fá ráðamenn
til að uppfylla lagaákvæðið. „Við
reynum að þrýsta á mál með
bréfaskrifum til ráðherra þar sem
við minnum á lögin og hvetjum til
þess að farið sé eftir þeim,“ segir
Ingibjörg og segir takmarkað
hvað forsvarsmenn sjóðsins geti
gert annað þar sem ekki eru nein
viðurlög gagnvart stofnunum eða
ráðuneytum sem ekki fylgi lögun-
um.
Fréttaskýring | Listskreytingarsjóður ríkisins
Vita ekki hvar
öll verkin eru
Listaverkaeign sjóðsins í raun stærsta
og fjölsóttasta listaverkasafn landsins
Hljóðverk eftir Ólöfu Nordal í forsal
þjónustuskála Alþingis við Austurvöll.
Framlög Alþingis til sjóðs-
ins hafa farið minnkandi
Í reglugerð um Listskreyt-
ingarsjóð ríkisins frá árinu 1992
kemur fram að sjóðurinn skuli
stuðla að gerð faglegra mynd-
listarverka og auknu samstarfi
myndlistarmanna og arkitekta.
Einnig segir að leitast skuli við
að samráð arkitekts og lista-
manns um listskreytingar hefjist
þegar á hönnunarstigi bygg-
ingar. Misjafnlega hefur þó
gengið að fá framkvæmdaaðila
til að framfylgja þessu ákvæði.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
BIFUKOLLUR eru heillandi fyr-
irbæri og það getur verið erfitt
að standast það að slíta ekki eina
eða tvær upp til að blása frjóin
af.
Systurnar Anna Sif og Thelma
hikuðu ekki við að blása vel og
vandlega á bifukollurnar í góða
veðrinu í Hafnarfirði í gær.
Í dag er spáð hægviðri og
skýjuðu veðri á höfuðborgarsvæð-
inu. Áttin verður suðlæg og hugs-
anlega dálítil súld fyrri partinn
en rigning síðdegis. Veðrið verð-
ur á svipuðum nótum á Vestur-
landi og Vestfjörðum. Hins vegar
er spáð þurru á Norðurlandi og
bjartvirði austanlands.
Morgunblaðið/Ásdís
Brosandi blómarósir