Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 27 MINNINGAR og spjallað. Seinna flutti ég í Lyng- holt og þá lengdist leiðin á milli okk- ar og enn meira þegar við fluttum suður með sjó. En við fluttum aftur til Akureyrar og vináttan við Gunnu og öll okkar samskipti voru mér afar kær. Seinna þegar Gunna fann að þau gátu ekki búið lengur í Harð- angri fluttu þau í íbúð við elliheimilið Hlíð. Gunna var mjög jákvæð að flytja þó svo að viðbrigðin hafi verið mikil fyrir hana að flytja frá Harð- angri þar sem hún hafði búið með Brynjólfi manni sínum frá því að húsið var byggt 1942. Um það leyti sem Gunna flutti frá Harðangri fór að bera á minnisleysi hjá henni sem síðar ágerðist. Þrátt fyrir veikindin þekkti Gunna okkur Begga alltaf og þótti henni alltaf jafn vænt um það þegar við heimsóttum hana. Minn- inguna um áratuga vináttu við Gunnu mágkonu mun ég geyma um ókomna tíð. Jónína Axelsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föðursystur minnar sem ég er skírð eftir, Guðrúnar Arn- grímsdóttur, eða Gunnu í Harðangri eins og hún var oftast kölluð. Þegar ég bjó í Reykjavík kom Gunna stundum í heimsókn til mín þegar hún var í Reykjavík að heim- sækja syni sína. Við keyrðum saman til Keflavíkur þar sem ég vann og Gunna heimsótti Rósu systur sína. Á leiðinni var mikið spjallað um gamla tíð og basl ömmu minnar við að koma upp sex börnum sem misstu föður sinn mjög ung. Sjaldnast sat Gunna auðum hönd- um og ófáa vettlinga og sokka prjón- aði hún sem synir mínir nutu góðs af, fyrir utan alla aðra handavinnu sem til er eftir hana. Faðir minn og systkini hans voru alin upp á Grímsstöðum í Glerár- þorpi og sagði Gunna mér að þegar hún fór á böll inn á Akureyri þurfti hún að hafa skóskipti þegar komið var yfir Glerárbrúna vegna þess hve göturnar í Þorpinu voru slæmar. Gunna vann mörg sumur í síld og sagði stundum sögur frá þeim tíma. Gunna átti stóran þátt í því að far- ið var að halda ættarmót í Gríms- staðaættinni fyrir rúmum áratug. Nú í sumar var haldið slíkt ættarmót í þriðja sinn, með góðri þátttöku og gönguferð um æskuslóðir þeirra systkina í góðu veðri, en þá var Gunna orðin of veik til að geta tekið þátt, en fólkið hugsaði til hennar með hlýhug þegar gengið var framhjá Harðangri. Gunna vildi að mark væri tekið á draumum. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn dreymdi Jón manninn minn Steinunni ömmu sína í byrjun meðgöngunnar. Okkur fæddist son- ur og vorum við ákveðin í að skíra hann í höfuðið á föður mínum og gera ekkert frekar með þennan draum og barst það í tal við Gunnu. Hún ráðlagði okkur eindregið að skíra hann í höfuðið á Steinunni, því hún hefði greinilega verið að vitja nafns sem og við gerðum og heitir hann Bergþór Steinn og þannig á Gunna sinn þátt í seinna nafninu. Guðrún Bergþórsdóttir. Á vorri storð er eitt verk meira en þúsund orð. (Ibsen.) Guðrún Arngrímsdóttir var að verða þriggja mánaða þegar Kven- félagið Baldursbrá var stofnað, og gekk í félagið 14. júlí 1935, aðeins 16 ára gömul. Hún varð strax mjög virkur félagi og starfaði mikið allt þar til heilsa og kraftar fóru að bila. Mest voru þó störfin hennar við Kvenfélagsgarð- inn sem konurnar í Baldursbrá komu upp og stendur nú við Skarðshlíð. Hún var lengst af formaður garð- nefndar eða þar til að félagskonur gáfust upp á umhirðu hans og gáfu hann Akureyrarbæ árið 1972. Ritari félagsins var hún 1942–1944 og gjaldkeri 1951–1954. Þó að umhirða garðsins væri aðal- verkefni Guðrúnar fyrir félagið var hún alltaf til staðar hvenær sem eitt- hvað þurfti að starfa. Allt lék í hönd- um hennar svo að verkin hennar voru góð. Seinast bauðst hún til að vera uppþvottavél fyrir félagið þang- að til efni væru til kaupa á raf- magnsknúinni vél. Guðrún var gerð að heiðursfélaga á áttatíu ára afmæli félagsins 1999. Kvenfélagskonur kveðja Guðrúnu með söknuði og þakka henni vel unn- in störf en ekki síður allar samveru- stundirnar sem veittu okkur öllum svo mikla ánægju. Afkomendum hennar vottum við innilega samúð. Kvenfélagið Baldursbrá. Guðrún Margrét Arngrímsdóttir, móðursystir mín, hefur kvatt þennan heim. Aldurinn er orðinn hár og því kemur lát hennar ekki á óvart – kall- ar þó fram söknuð en um leið margar góðar minningar. Allar eru þær bjartar og skilja eftir hlýju í hug- anum. Við systkinin kölluðum hana oftast Gunnu í Harðangri og oftar en ekki töluðum við um þau bæði í einu Gunnu og Binna, því okkur fannst þau óaðskiljanleg. Brynjólfur Krist- insson, eiginmaður Guðrúnar, lést fyrir einu og hálfu ári síðan. Margs er að minnast en þó man ég sjálf ekki eftir okkar fyrstu kynnum en fékk mjög oft að heyra um þau því öllum að óvörum leit ég fyrst dagsins ljós í Harðangri og dvaldi þar fyrstu ævi- daga mína. Á mínum uppvaxtarárum dvaldi ég mjög oft hjá ömmu minni á Grímsstöðum í Glerárþorpi og þá var oft rölt út klöppina og bankað upp á í Harðangri. Þar var mér alltaf vel tekið og gat ég setið þar löngum stundum og gluggað í blöðin, Mogg- ann, Dag og Heima er best, spjallað við þau hjónin eða bara notið kyrrð- arinnar með þeim og setið og horft út um eldhúsgluggann því að þaðan var fagurt útsýni yfir fjörðinn og Vaðla- heiðina. Oft fékk ég lánaðar bækur í Harðangri og eitt sumarið las ég all- ar Nonna-bækurnar. Gunna frænka var mikil hann- yrðakona og mun ég alltaf minnast hennar sem slíkrar. Hún var bæði smekkvís og vandvirk og bar fallegt heimili hennar því vitni. Áhugi henn- ar var mikill og kom hún miklu í verk en ekki síður var hún dugleg að leið- beina öðrum og var ég ein þeirra sem nutu þess því hún var alltaf tilbúin til að kenna mér vinnubrögðin eða koma með hugmyndir. Hún hjálpaði mér að finna uppskriftir að peysum, velja garn og sýndi mér hvernig ég ætti að fara að við að setja ermar í, fella af eða auka út. Einnig smitaðist ég af áhuga hennar á útsaumi, hvort sem það voru púðar, klukkustrengir eða rennibrautir. Alltaf ætlaði hún að kenna mér klaustur- og harðang- urssaum en aldrei varð þó af því vegna anna okkar beggja. Eftir að Gunna hóf kennslu á Sól- borg eignuðumst við annað sameig- inlegt áhugamál. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman og ræddum um kennslu, nemendur, verkefni og aðferðir. Gunna frænka var ekki með kennarapróf og talaði oft um að það hefði nú verið betra að hafa það, það er ef til vill rétt, en hún hafði bæði gott innsæi og mikinn skilning á því sem skiptir máli í kennslu sem ég efast ekki um að nemendur hennar hafi notið góðs af. Hún hafði af miklu að miðla og lærði ég ekki minna af henni en ýmsum þeim fræðimönnum sem síðar hafa leiðbeint mér. Gunna lagði mikla áherslu á að kenna nemendum sínum daglegar athafnir því hún taldi mikil- vægt að þeir væru sem mest sjálf- bjarga. Samræður okkar urðu til þess að ég fór að huga meira að þess- um þáttum og mikilvægi þeirra í minni eigin kennslu. Hún talaði alltaf fallega um nemendur sína og hlýja og gleði skein frá henni þegar hún var að segja mér frá þeim, árangri þeirra og framförum. Ég minnist Gunnu frænku minnar með þakklæti og vil þakka henni fyr- ir hve vel hún tók á móti mér þegar ég var yngri en ekki síður fyrir þær móttökur sem börnin mín og eigin- maður fengu síðar þegar við komum í heimsókn. Ég vil einnig þakka henni alla þá leiðsögn sem hún veitti mér sem stelpu en ekki síður fyrir allar samræðurnar okkar seinni árin. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðar- kveðjur til sona Guðrúnar og fjöl- skyldna þeirra. Megi friður vera með ykkur öllum. Hafdís Guðjónsdóttir og fjölskylda. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is HRAFNHILDUR GÍSLADÓTTIR Sólhól, Bogaslóð 6, Höfn, verður jarðsett frá Hafnarkirkju föstudaginn 8. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Skjólgarð, heimili aldraðra á Höfn, njóta þess. Stefán og Borgþór Arngrímssynir og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Eyjólfsson, Sveinn Eyjólfsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EGILL JÓNASSON, Hagatúni 11, Höfn, sem lést laugardaginn 2. júlí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur sem er til styrktar Björgunarfélagi Hornafjarðar. Aðalheiður Hannesdóttir, Hannes Ingi Jónsson, Signý Knútsdóttir, Jónas Egilsson, Brynhildur Hall, Borgþór Egilsson, Arna Ásmundardóttir, og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA BÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Reynimel 78, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 4. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Félag langveikra barna. Þorlákur Halldór Arnórsson, Bárður Guðmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Svanur Þorláksson, Þröstur Þorláksson, Gestur Þorláksson, Unnur Þorláksdóttir, Jón Anton Holm, barnabörn og barnabarnabörn. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar. Ben.) Einn okkar allra besti vinur, Páll M. Jónsson, er horfinn yfir móðuna miklu. Það átti svo sem ekki að koma á óvart, það oft var maðurinn með ljáinn búinn að banka upp á án ár- angurs, þar til nú. Vinátta okkar Palla og Maju hefur varað í 35 ár og aldrei borið skugga á. Ógleymanleg- ar gleði- og ánægjustundir eru okk- ur dýrmæt minning. Síðast hittum við Pál í mars sl. er við áttum leið til Reykjavíkur. Þá var hann eina ferðina enn á sjúkrahúsi og auðvitað vantaði ekki góða skapið PÁLL MAREL JÓNSSON ✝ Páll Marel Jóns-son fæddist í Reykjavík 28. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 28. júní og orðheppnina, þrátt fyrir öll áföllin. En hugur hans var hjá Maju og hann spurði hvort við ætluðum ekki að líta aðeins til hennar. Umönnun Maju í veikindum hans var líka aðdáunarverð og annað eins hjóna- band og kærleikur á sér varla hliðstæðu. Mjög falleg útför Páls fór fram frá Digraneskirkju á 77. fæðingardegi hans, þar sem sólin hellti geislum sínum yfir kistu hans. Jarðsett verður í duftreit Gufuneskirkjugarðs fimmtudaginn 7. júlí. Við sendum Maju, Jóni syni þeirra og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og kveðjum góðan vin með erindi úr Vinarminningu Káins. Með þér leið mín lá um liljum skrýdda grund. Já, þér muna má ég marga glaða stund; þú ert horfinn heim, ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. Dórothea og Gísli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.