Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR
Bónus
Gildir 7. júlí – 10. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Rækjur, 1. flokkur ................................ 499 699 499 kr. kg
Bónus kaldar samlokur......................... 98 129 98 kr. stk.
Einnota grill ......................................... 95 199 95 kr. stk.
Papco eldhúsrúllur, 2 stk. ..................... 79 139 39 kr. stk.
Einnota borðbúnaður ........................... 99 159 99 kr. stk.
Kf grill lambaframpartssneiðar .............. 699 999 699 kr. kg
Kf hrásalat, 350 gr. dós........................ 98 159 280 kr. kg
Fjalla grill-lambalærissneiðar ................ 1395 1779 1395 kr. kg
Kf hangiframpartur m/beini .................. 699 699 699 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 7. júlí–9. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Cocoa puffs, 553 gr. ............................ 185 295 335 kr. kg
4 stk. hamborgarar m/brauði&2 l Coke . 398 498 99 kr. kg
Hrásalat, 320 gr. ................................. 88 148 275 kr. kg
FK reyktar grillsvínakótilettur ................. 1154 1649 1154 kr. kg
Fk jurtalæri.......................................... 995 1659 995 kr. kg
Grill lambaframpartssneiðar ................. 798 998 798 kr. kg
Fersk jarðarber 200 gr. ......................... 129 239 645 kr. kg
Coca Cola 4x2 l +fótbolti ...................... 398 756 99 kr. stk.
Blómkál .............................................. 159 248 159 kr. kg
Svínahnakki, grillsteik popparans.......... 1198 1398 1198 kr. kg
Hagkaup
Gildir 7. júlí–10. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Myllu samloku-stórbrauð fínt, 500 gr. .... 99 169 99 kr. stk.
Holta kjúklingalæri, fersk, magnpk......... 419 599 419 kr. kg
New Orleans BBQ svínarif ..................... 1239 1549 1239 kr. kg
Svínalundir vacc. ................................. 1599 2298 1599 kr. kg
Kjötb. svínakótilettur ............................ 891 1295 891 kr. kg
Holta kjúklingaleggir............................. 419 599 419 kr. kg
Myllu samloku-stórbrauð gróft, 500 gr. .. 99 169 99 kr. stk.
Krónan
Gildir til 12. júl verð nú verð áður mælie. verð
Bautabúrið – Baconbunki ..................... 990 1652 990 kr. kg
Ora maísstönglar ................................. 249 279 465 kr. kg
Goða vínarpylsur, 10 stk....................... 257 428 25 kr. stk.
SS Caj P’s lærissneiðar ........................ 1499 1998 1499 kr. kg
Krónu kjúklingur, blandaðir bitar............ 319 399 319 kr. kg
Fyrirtaks pitsa, 3 tegundir ..................... 399 489 1140 kr. kg
H&S sjampó, 4 tegundir ....................... 449 485 1122 kr. kg
Lambi wc-pappír, hvítur ........................ 299 398 49 kr. stk.
Bautabúrið –Rauðvínsl. svínalærissn...... 798 1148 798 kr. kg
Nóatún
Gildir 7. júlí–13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Goða Baconbúðingur ........................... 299 668 299 kr. kg
Nóatúns ís, 4 tegundir.......................... 399 498 399 kr. ltr
Steinbítskinnar, roð- og beinlausar ........ 958 1198 958 kr. kg
Lamba-innralæri .................................. 1998 2998 1998 kr. kg
Móa kjúklingur 1/1.............................. 389 598 389 kr. kg
Mix 2 ltr............................................... 99 225 49 kr. ltr
Ch.Town pitsa, 2 tegundir ..................... 299 499 879 kr. kg
Snittubrauð/Baguette .......................... 129 215 129 kr. stk.
Búrfells brauðskinka ............................ 769 1098 769 kr. kg
Prins Póló, 4x52 gr. .............................. 299 319 1437 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 7. júlí–10. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Jalapeno pylsur BK .............................. 733 1047 733 kr. kg
Morgunverðarpylsur BK......................... 733 1047 733 kr. kg
Rauðvíns lambalæri gourmet ................ 1119 1599 1119 kr. kg
Rauðvíns grísakótilettur, Bautabúrið ...... 1077 1539 1077 kr. kg
Purusteik, Bautabúrið........................... 922 1317 922 kr. kg
Náttúrusafi 1 lítri .................................. 89 129 89 kr. ltr
Iceberg ............................................... 99 299 99 kr. kg
Ítalskar pylsur BK................................. 733 1047 733 kr. kg
Lambalærissneiðar þurrkryddaðar BK .... 1398 1998 1398 kr. kg
Spar, Bæjarlind
Gildir til 12. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Jarðarber 200 gr. box ........................... 129 189 645 kr. kg
Blómkál .............................................. 148 255 148 kr. kg
Lamba Grill kótilettur, kryddað .............. 1098 1698 1098 kr. kg
Lamba Grill framhrsneiðar, kryddað ....... 989 1598 989 kr. kg
Lamba Grill lærisneiðar, kyddað ............ 1198 1798 1198 kr. kg
Vöffluduft 500 gr., Katla ....................... 299 386 598 kr. kg
Murray sykurlaust kex, Cremes 184 gr.... 98 221 533 kr. kg
Lífrænt ræktaðir tómatar....................... 359 726 359 kr. kg
Lamba Grill sirloinsneiðar, kryddað........ 989 1298 989 kr. kg
Þín verslun
Gildir 7. júlí–13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Hunt́s BBQ lærissneiðar ....................... 1598 1998 1589 kr. kg
Capri Sonne Appesínusafi, 10 stk. ........ 279 359 27 kr. stk.
Kjúklinga grillleggir m/jurtakryddi .......... 350 699 350 kr. kg
Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg
10 SS pylsur, tómat/sinnep/remolaði ... 769 0 769 kr. pk.
Snap Jack kex, 300 gr. ......................... 159 198 524 kr. kg
Emmess-ís Hnetutoppar, 4 stk. ............. 399 455 99 kr. stk.
Toffy Pops kex, 150 gr........................... 129 177 851 kr. kg
Miðjarðarhafs kryddaður grísahnakki ..... 1072 1429 1072 kr. kg
Grillmatur og grænmeti
HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is
H
lynur Johnsen og Eva
Huld Friðriksdóttir
eru 29 ára og hafa bú-
ið í London í tæp tvö
ár. Hlynur er tölvu-
leikjaforritari og Eva Huld er í arki-
tektastarfsnámi og byrjar í skóla í
haust í eins konar meistaranámi í
arkitektúr. Þau hafa verið saman í
tíu ár og eru ekki hið „hefðbundna“
par varðandi húsverkin. Hlynur sér
meira og minna um matargerðina.
„Ég kann ekki að elda, þegar ég fer
út í búð kem ég út með súkkulaði og
bjór,“ segir Eva Huld. En þau fara
þó oft saman út í búð þó Hlynur sjái
aðallega um innkaupin. Í dag er það
svo og þegar í hverfisbúðina þeirra,
Sainsbury’s, er komið byrjar Hlynur
á að grípa körfu og tekur strikið á
grænmetið sem er það fyrsta sem
blasir við þegar í búðina er komið.
„Ég hef alveg farið með miða út í búð
en það gerist mjög sjaldan. Við
kaupum bara það sem á að vera í
matinn, ætlum alltaf að vera skyn-
söm að versla fyrir vikuna en það
gerist eiginlega ekki og við kaupum
bara það sem á að vera í matinn
þann daginn og kannski í morgun-
mat daginn eftir.“
Hlynur ákveður að kaupa lárperu
og hafa hana á beyglu ásamt rjóma-
osti í morgunmat. „Eva borðar það
reyndar ekki,“ skýtur hann inn í. Svo
tekur við að ákveða hvað eigi að vera
í matinn. „Kem oftast út í búð og
stend þar og skoða mig um þar til ég
ákveð hvað á að vera í matinn –
kannski ég hafi aspas í kvöld, það er
aspasvertíð núna í Bretlandi og þeir
eru að auglýsa það hér fyrir utan –
en ég sé engan aspas.“ Hlynur
ákveður þá að hafa grænt grænmet-
iskarrí í matinn. „Það er svo gaman
hérna að kaupa fersk krydd og nota
þau í matargerð.“ Hlynur setur
sítrónugras, kóríander, basilíku, sex
stykki ferskan grænan chillipipar,
litla engiferrót, eggaldin og lítið
grasker (butternut squash) í körf-
una. Hann röltir í hægðum sínum
framhjá fersku fisk- og kjötborðinu.
„Ég geri þetta oft, horfi yfir girni-
legan matinn, sem maður hefur ekki
alveg efni á og læt mig dreyma.“
Ferðin heldur áfram inn í búðina og
nú kemur að Evu hlutverki í inn-
kaupaferðinni – hún fær að velja
bjórinn. Hlynur bendir henni þó á að
gott væri að hafa Tiger-bjór með
matnum svo ein kippa með fjórum
bjórum fer ofan í körfuna. „Hann er
svolítið dýr,“ segir Eva Huld „en við
kunnum ekkert á peninga,“ bætir
hún við með glotti.
Þau muna að það vantar líka app-
elsínusafa og fara í þann rekka, það
er tilboð á appelsínusafanum, þrír
fyrir tvö pund, en þau ákveða að
kaupa samt bara einn. „Við kaupum
oft svona tilboð en ekki í dag þar sem
við erum að fara að flytja í aðra íbúð
– í raun sparar maður líka bara
nokkur penní á svona tilboðum,“
skýtur Eva Huld inn í. Hlynur held-
ur svo áfram og kaupir jarðhnetu-
olíu. „Ég nota oft bara venjulega
matarolíu – en þessi olía er svona
uppskriftasnobb. Fer svo og kaupir
rjómaost og beyglur og þá kemur
Eva Huld askvaðandi með sápu og
tvær tannkremstúbur, „tvær fyrir
eina“. Nú þegar komið er á enda
búðarinnar uppgötvar Hlynur að
það vantar enn hrísgrjón og súr-
aldin. Svo farið er til baka og fundinn
hrísgrjónarekkinn. „Ég kaupi aldrei
hrísgrjón sem soðin eru í pokum, það
tók tíma að finna réttu tæknina við
að sjóða hrísgrjón en ég er kominn
með hana: Setja eitt glas af hrís-
grjónum og eitt glas af vatni, ná svo
suðunni upp hratt, setja á lægsta
hita í tíu mínútur og þá er það komið
– veit reyndar ekki alveg hvort þetta
virkar með rafmagnshellur en þetta
virkar allavega svona á gasi.“
Stimpla sjálf inn vörurnar
Nú er bara eftir að kaupa súraldin
svo Hlynur fer aftur að grænmetinu
og ávöxtunum og velur fjögur græn
súraldin. „Ég vel þau grænustu –
veit ekkert hvort það sé endilega
rétt – hef bara einhvern veginn bitið
í mig að svo sé.“ Nú ætti allt að vera
komið og Eva Huld og Hlynur fara
að kassa þar sem þau stimpla allt inn
sjálf og borga síðan sjálf, þ.e. án þess
að njóta aðstoðar starfsmanns á
kassa. Hlynur tekur að sér að raða í
pokana og þegar búið er að stimpla
næstum allt inn og vigta vörurnar
þurfa þau að fá leyfi frá afgreiðslu-
manni fyrir bjórnum svo þeir sem
eru undir aldri geti ekki farið á „ger-
ið-það-sjálf“-kassann og keypt
áfengi. Nú er bara að borga tuttugu
pund með kortinu fyrir pokana tvo
og halda heim að elda.
Kaupa inn í hverfisbúðinni
„Ég fer oftast út í búð og stend þar og skoða mig
um þar til ég ákveð hvað á að vera í matinn,“ segir
Hlynur Johnsen við Lailu Pétursdóttur sem fór
með honum og Evu Huld Friðriksdóttur að kaupa í
matinn í Sainsbury í London
Hlynur Johnsen og Eva Huld Friðriksdóttir stimpla vörurnar inn sjálf og
borga án aðstoðar nokkurs starfsmanns.
Hlynur sér að mestu um elda-
mennskuna á heimilinu og ákveður
að bjóða upp á grænt grænmetis-
karrí í kvöldmat.
Grænt karrí
fyrir fjóra:
Ferskt kóríanderbúnt
2–3 sítrónugrös
5–6 stk. grænn chillipipar
3 hvítlauksrif
2 skalottlaukar
1 cm engiferrót
Sletta af taílenskri fiskisósu,
kreist súraldin og ca. 1 msk.
af rifnum berki.
Þetta er sett saman í mat-
vinnsluvél og hrært saman í
þykkni.
Grænmetið er svo skorið í
teninga og steikt í rólegheitum
upp úr jarðhnetuolíu. Hlynur
valdi grasker og eggaldin en
hægt er að nota ýmislegt ann-
að, jafnvel fisk, rækjur eða
kjöt, þá sérstaklega hvítt kjöt.
Svo er 2–3 matskeiðum af
þykkninu bætt út í grænmetið,
einni dós af kókósmjólk og ¼
lítra af kjúklinga- eða græn-
metissoði.
Þetta er svo mallað á hægum
hita í um það bil 20 mínútur.
Ferskri basilíku stráð yfir rétt-
inn eftir á og gott er að bera
þetta fram með hrísgrjónum.
HVAÐ ER Í MATINN? | Hlynur Johnsen og Eva Huld Friðriksdóttir kaupa í matinn í London