Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Niels JacobHansen fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1937. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru: Sigurbjörg M. Hansen, f. 13.8. 1905, d. 5.8. 1979, frá Blikastöðum í Mosfellssveit, og Thorkild W. Han- sen frá Danmörku. Niels átti eina syst- ur, Jónu I. Hansen, f. 21.4. 1935, búsett í Reykjavík. Árið 1959 kvæntist Niels Guð- laugu Kristófersdóttur, f. 21.11. 1940. Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Þ. Magnús, f. 2.1. 1960, maki Vala Lee Jóhanns- dóttir. Eiga þau tvær dætur, Jónu Magneu og Heiðveigu. 2) Sigurbjörg, f. 24.5. 1963, maki George Holmes, hún á eina dótt- ur, Guðlaugu Þóru Snorradóttur. 3) Guðbjörg, f. 29.5. 1968, maki Smári H. Jónsson, eiga þau þrjár dætur, Kristbjörgu, Ragnheiði og Eygló. Niels átti fyrir soninn Þórð Guðna, f. 28.9. 1958, sambýliskona Kristin Lhan-Jo- hannessen. Þórður Guðni á fjögur börn, Hjört, Einar, Kristian Tor og Ell- en. Niels auðnaðist að eignast eitt lang- afabarn og nafna, Niels Salómon, son Heiðveigar. Niels tók meist- arapróf í húsasmíði 1966 og vann við það fag á með- an heilsa leyfði. Eftir að veikindi byrjuðu að gera vart við sig vann hann margvísleg störf, meðal annars við húsvörslu. Hann afl- aði sér réttinda matsveins og starfaði eftir það til sjós sem kokkur. Síðustu ár starfaði hann á Skálatúnsheimilinu í Mos- fellsbæ sem deildarstjóri við- haldsdeildar og vann þar ýmis störf. Útför Nielsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Með nokkrum fátæklegum orð- um kveð ég í dag félaga minn og svila, Niels Jakob Hansen. Hann var aldrei kallaður annað en Nilli og við kynntumst fyrir liðlega 40 árum. Það var í gömlu húsi á Ný- lendugötu 15 A í Reykjavík. Þar bjó hann í einu herbergi hjá tengdaforeldrum sínum ásamt Lillu unnustu sinni og nýfæddum syni þeirra. Ég hafði verið að gera hosur mínar grænar fyrir Nönnu systur Lillu og nú var komið að þeirri stund að kynna manninn fyr- ir verðandi tengdaforeldrum. Nilli hafði þegar farið í gegnum þetta sama á sama stað og vissi vel hvernig mér leið í þessu fyrsta matarboði mínu á Nýlendugötunni og stappaði í mig stálinu. „Þetta er mikið sómafólk og þau eiga örugg- lega eftir að taka þér vel og vera þér góð eins og mér,“ sagði hann. Það voru orð að sönnu eins og jafn- an þegar Nilli sagði álit sitt á mönnum og málefnum. Hann hafði skoðanir á öllu og var ófeiminn við að láta þær í ljósi. Maður lærði það fljótt að vera ekki að andmæla honum neitt hástöfum. Þá færðist hann bara allur í aukana og var ekkert á því að fara að hætta eða gefast upp. Þannig var hann ekki aðeins í orðum held- ur og í verki. Hann var hörkudug- legur og laginn trésmiður og vann í mörg ár við smíðar víða um land og einnig á Grænlandi. Lungun gáfu eftir hjá honum í asbestsmíðunum á Grænlandi og þá brá hann á það ráð að fara til sjós og var matsveinn á togurum og flutningaskipum í mörg ár. Fórst honum það vel úr hendi eins og annað, og hafði hann gott orð á sér meðal skipsfélaga sinna – ekki aðeins fyrir matargerðina heldur og fyrir hressa og skemmti- lega framkomu um borð og í landi. Síðasti vinnustaður Nilla var við heimilið í Skálatúni í Mosfellsbæ. Þar tók hann til hendi við smíðar og annað sem til féll. Þar var hann í hávegum hafður meðal samstarfs- manna og þá ekki síður meðal vist- manna. Nilli var mikill vinur þeirra og félagi. Mér er minnisstætt þeg- ar við vorum í smá útréttingum fyrir nokkrum mánuðum í bænum og rákumst þar á hóp af fólki frá Skálatúni. Þar fór ekki á milli mála að þau voru þar að hitta mann sem þau vissu að var vinur þeirra og þeim þótti mikið vænt um og hon- um þótti vænt um þau öll. Undir hrjúfri skel var gott hjarta og hann hugsaði vel um þá sem honum voru kærir. Sýndi hann það á margan hátt en þó einna best háaldraðri tengdamóður okkar, sem er í sínum heimi á Elliheim- ilinu Grund. Hana heimsótti hann nær daglega í mörg ár. Sat hjá henni og talaði við hana og sá til þess að vel væri um hana hugsað. Þetta gerði hann alveg fram á sína síðustu daga. Svona nokkuð gera aðeins sérlega góðir drengir, eins og Nilli var. Nilli og Lilla byggðu sumarbú- stað í Galtarholtslandi í Borgar- firði. Það var þeirra sælureitur nú á seinni árum. Þar kom handlagni og útsjónarsemi hans sér að góðum notum. Við, með aðstoð vina og ættingja, byggðum bústað við hlið- ina á honum þarna og það var gott að hafa hann sem nágranna. Hann var fljótur að koma og rétta hjálparhönd og benda á lausnir á hinum ýmsu vandamálum sem upp komu. Hann átti alltaf svar eða lausn og það var ekki leg- ið á þeim ef eftir var leitað. Nú er enginn Nilli lengur til að leita til, hvorki fyrir mig né hans stóra vina- og ættingjahóp. Bless- uð sé minning hans. Kjartan L. Pálsson. Afi Nilli var besti afi sem nokkur gat hugsað sér. Hann hafði mjög gaman af að gera eitthvað fyrir okkur barnabörnin. Uppi í sum- arbústað eigum við litla sumó, sem reyndar var smíðaður núna á sein- ustu árum. Þó við séum orðnar stórar þá höfum við gist þar nokkr- um sinnum og nú getur Nilli litli, barnabarnabarn og nafni afa Nilla leikið sér þar. Uppi í sumó áttum við mjög góðar stundir og eigum þaðan mjög góðar minningar sem við geymum alltaf í hjarta okkar. Þegar við vorum yngri vann afi á sjónum og við stelpurnar nutum góðs af því. Hann var alltaf að koma með eitthvað handa okkur, við fengum hjól, dúkkuvagna og margt fleira. Eitt sinn þegar hann kom af sjónum hafði hann keypt lítinn rafmagnstraktor. Hann var geymdur í bílskúrnum hjá afa og ömmu og þegar við komum í heim- sókn var hann alltaf tekinn út og við skiptumst á að keyra upp og niður götuna. Í seinni tíð hefur afi alltaf verið okkur til stuðnings og verið okkur góður vinur. Hann hefur gert líf okkar skemmtilegra og betra. Það er erfitt að hugsa til þess að hann eigi ekki eftir vera til staðar leng- ur, þó hann verði ávallt í hjarta okkar. Jóna Magnea og Heiðveig. NIELS JACOB HANSEN Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför manns- ins míns, föður okkar, tengaföður, afa og langafa, INGÓLFS JÓHANNSSONAR, Iðu, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi. Margrét Guðmundsdóttir, Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Guðmundur Ingólfsson, Elinborg Sigurðardóttir, Hólmfríður Ingólfsdóttir, Baldvin Árnason, Loftur Ingólfsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR frá Súðavík, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést þriðjudaginn 5. júlí. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju þriðju- daginn 12. júlí kl. 14.00. Sólveig Hervarsdóttir, Leifur Ásgrímsson, Birna Hervarsdóttir, Guðmundur Maríasson, Svanhildur Hervarsdóttir, Auðunn Snæbjörnsson, Eiríkur Hervarsson, Sylvía Georgsdóttir, Dóra Hervarsdóttir, Helgi Leifsson, Jón Trausti Hervarsson, Júlíana Bjarnadóttir barnabörn og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÚLÍUS UNNAR JÓAKIMSSON, Túngötu 16, Grenivík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 4. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug Svafa Kristjánsdóttir, Ómar Þór Júlíusson, Jóakim Kristján Júlíusson, Berglind Erlingsdóttir, Sigurður Þór Ómarsson, Agnes Jóakimsdóttir, Almar Jóakimsson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar og bróður, MIKAELS RAGNARSSONAR, Hátúni 10a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka nær- gætni og hlýtt viðmót. Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir, Birgir Mikaelsson, Emil Ragnarsson, Gunnlaug H. Ragnarsdóttir, Brynja Ragnarsdóttir, Ragna Kristín Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR ÞÓRDÍSAR EGILSDÓTTUR glerlistakonu, Kambaseli 21, Reykjavík. Óskar Smári Haraldsson, Haraldur Helgi Óskarsson, Anna Fanney Gunnarsdóttir, Brynjar Þór Óskarsson, Magdalena Hilmisdóttir, Oddur Jarl Haraldsson. Elsku afi minn. Ég veit þér líður vel núna. Mig langaði að kveðja þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Vertu bless, elsku afi minn. Þinn langafastrákur, Niels. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.