Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP GYLFI Arnbjörnsson, sem var framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans (EFA) þegar Baugur keypti Vöruveltuna hf., sem rak 10-11 verslanirnar, kannast ekki við lýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, á þeirri atburðarás sem lauk með kaupum Baugs á Vöruveltunni árið 1999 og kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs til rík- islögreglustjóra. Í bréfinu segir Jón Ásgeir meðal annars að eftir að EFA hafi gert tilboð í hlutafé í Vöru- veltunni hafi hann haft frumkvæði að því að kanna hvort Baugur gæti eignast fyrirtækið. Það hafi gengið eftir en hann hafi sjálfur þurft að greiða mismuninn á tilboði Eignar- haldsfélagsins og Baugs, um 135 milljónir. Gylfi er nú framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir að Eignarhaldsfélagið hafi aldrei gert slíkt tilboð. „Þessa lýsingu sem Jón Ásgeir er með þarna, hana kannast ég ekki við,“ sagði hann. Að sögn Gylfa keypti EFA ásamt lífeyrissjóðum 35% hluta- fjár í Vöruveltunni í nóvember 1998 með milligöngu Íslands- banka. Af því var hlutur EFA um 27–28%. EFA hafi þá verið tjáð að aðrir eigendur væru Fjárfar ehf. og að eigendur þess væru Árni Samúelsson, kenndur við Sambíóin, Sigfús R. Sigfús- son í Heklu, Sævar Jónsson kaupmaður og Tryggingamiðstöðin hf. Þá hafi Helga Gísla- dóttir átt 25% hlut í Vöruveltunni en hún stofnaði fyrirtækið ásamt Eiríki Sigurðssyni. Leppun á eignarhaldi Gylfi segir að EFA hafi við kaupin gert kröfu um að Helga yrði áfram eigandi og að Eiríkur myndi starfa næstu tvö ár sem stjórnarformaður. Jafnframt að þegar Vöru- veltan yrði skráð á markaði myndi Fjárfar verða leyst upp og eigendur þess, hver um sig, verða beinir eignaraðilar að félaginu. Hlutir EFA í Vöruveltunni myndu dreifast á eigendur EFA með sama hætti. Með þessu hafi átt að tryggja dreifða eignaraðild fyrir- tækisins. Þessi fyrirætlan hafi verið kynnt Ís- landsbanka áður en kaupin fóru fram. „Síðan gerðist bara eitthvað allt annað,“ segir Gylfi. Þegar EFA hafi komið að fyrirtækinu hafi þegar verið búið að taka ákveðnar ákvarðanir og haldnir hluthafafundir sem EFA hafi hvorki vitað af né fengið fundarboð vegna. Svo hafi virst að allt aðrir eigendur væru að fyrirtækinu en EFA hefði verið greint frá. Gylfi kveðst hafa metið stöðuna svo að fyrir utan hlut 35% hlut EFA og lífeyrissjóðanna hafi fyrirtækið að öðru leyti verið í eigu Baugs með einum eða öðrum hætti. Þegar þetta hafi komið í ljós hafi hann krafist þess af Íslandsbanka að EFA yrði leyst úr þeirri stöðu sem félagið var komið í enda hefði bankinn haft milligöngu um kaupin og átt að ganga úr skugga um að eignarhaldið væri með þeim hætti sem greint hafði verið frá. „Ég beindi þeirri kröfu aldrei að Baugi, því að opinberlega var það ekki viðurkennt að Baug- ur væri eignaraðili að þessu [fyrirtæki]. Ég taldi það hins vegar svo vera. Ég mat málið þannig að í gangi væri leppun á þessu eign- arhaldi sem við hjá EFA hefð- um verið flæktir inn í að ósekju,“ segir Gylfi. Aðspurð- ur segir hann að leppunin hafi bæði farið fram í gegnum Fjárfar og upprunalega eig- endur Vöruveltunnar. Gylfi segir að þetta hafi ekki verið staðfest fyrr en Vöruveltan rann inn í Baug í maí 1999 en í aðdraganda þess hafi hann, sem forsvarsmaður EFA, haldið því fram, meðal annars við Íslandsbanka. Það hafi í raun ekki verið EFA að leiða hið rétta í ljós enda hafi það enga heimild haft til að óska eftir gögnum. „Við urð- um að geta okkur til um at- burðarás og samhengi hlutanna,“ segir hann. Í maí 1999 hafi síðan verið samið um að Ís- landsbanki hefði milligöngu um að losa EFA út úr Vöruveltunni. Síðar þann sama mánuð hafi verið tilkynnt um kaup Baugs á Vöruvelt- unni. Varðandi þau orð Jóns Ásgeirs að hann hafi hlutast til um að Baugur myndi kaupa Vöru- veltuna eftir að EFA gerði tilboð í hlutafé Helgu Gísladóttur og Fjárfars segir Gylfi að EFA hafi aldrei gert slíkt tilboð, né óskað eft- ir því að aðrir gerðu slíkt tilboð fyrir hönd EFA. „Það kann vel að vera að [Íslandsbanki] hafi borið þetta áfram með einhverjum hætti. Ég ætla ekki að svara fyrir það en það voru aldrei viðræður eða samtöl milli EFA og þessara aðila um þessi mál,“ segir hann. Gylfi vildi að öðru leyti ekki tjá sig um mál- ið og vísaði til þess að hann væri vitni í málinu sem ríkislögreglustjóri hefur höfðað gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og fjórum öðrum. Gylfi Arnbjörnsson, fyrrum framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, um kaup Baugs á 10-11 Gylfi Arnbjörnsson Morgunblaðið/Þorkell Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kannast ekki við lýsingu Jóns Ásgeirs á atburðarásinni Í BRÉFI sínu til ríkislög- reglustjóra dagsettu 30. júní sl., ræðir Jón Ásgeir m.a. um meintan fjárdrátt í tengslum við Vöruveltuna hf., sem átti og rak 10–11 verslanirnar sem Baugur keypti í maí 1999 og Litla fasteignafélagið ehf. sem stofnað var um fasteignir 10–11 verslananna. Jón Ásgeir segir að ann- ars vegar lúti ásakanirnar að því að hann hafi þegar verið búinn að kaupa Vöru- veltuna þegar Baugur keypti hana en leynt því fyrir öll- um, þ.á m. stjórn Baugs. Hins vegar að því að hann hafi gerst sekur um fjár- drátt í tengslum við fast- eignafélag 10–11 versl- ananna. Varðandi fyrra atriði segir Jón Ásgeir að hann hafi gert rammasamning, hinn 7. október 1998, við Eirík Sig- urðsson og Helgu Gísladótt- ur, eigendur Vöruveltunnar, um að finna kaupanda að öllu hlutafé félagsins. Sam- kvæmt nýjum kaupsamn- ingi, sem kom í stað samn- ingsins frá 7. október, hafi Íslandsbanki haft milligöngu um sölu á 75% hlutafjár í Vöruveltunni en Helga Gísladóttir haldið eftir 25%. Kaupendur hafi verið Fjár- far ehf., Eignarhaldsfélag Alþýðubankans og fleiri að- ilar. „Í janúar 1999 var EFA farið að ókyrrast vegna eignarhlutar síns í Vöruvelt- unni hf. en staðið hafði til að skrá félagið á hlutabréfa- markað. Gerði EFA tilboð í hlutafé Helgu Gísladóttur og Fjárfars í Vöruveltunni mið- að við að heildarverðmæti félagsins væri 1.614 milljónir króna. Til að halda Vöruvelt- unni hf. og þ.a.l. verslunum 10–11 áfram í viðskiptum hjá Baugi lagði ég áherslu á að ég fengi ráðrúm til að kanna hvort Baugur gæti keypt félagið. Þegar Sam- keppnisstofnun hafði gefið samþykki sitt fyrir viðskipt- unum samþykkti stjórn Baugs að kaupa Vöruveltuna miðað við að heildarverð- mæti félagsins væri 1.479 milljónir króna. Vegna mis- munarins á kaupverðinu sem Baugur greiddi og því sem EFA var reiðubúið til að greiða greiddi ég sjálfur Helgu Gísladóttur og Eiríki Sigurðssyni þann mismun til þess að þau yrðu jafnsett,“ segir Jón Ásgeir í bréfi sínu. Mismunurinn á heildar- verði EFA og því sem stjórn Baugs var tilbúin að greiða er 135 milljónir. Jón Ásgeir bendir á að með kaupunum á 10–11 hafi tekist að tryggja betri nýt- ingu á nýju vöruhúsi Baugs- Aðfanga og treysta stöðu fyrirtækisins á matvæla- markaði. Hvorki hann per- sónulega, né Gaumur, hafi hagnast á þessum við- skiptum heldur hafi Gaumur tekið á sig talsverðan kostn- að. Varðandi Litla fasteigna- félagið ehf. segir hann að ásakanir um að hann eða Gaumur hafi hagnast með ólögmætum hætti séu öld- ungis fráleitar. Bréf Jóns Ásgeirs var birt í heild í Morgunblaðinu á laugardag. Kaflinn sem hér er vísað til er númer 2-d og er að finna á bls. 33. Jón Ásgeir Jóhannesson Gerði rammasamning við eigendur Vöruveltunnar Forstjóri Baugs um aðdraganda að kaupum á 10–11 BRESKIR fjölmiðlar fullyrða í áframhaldandi umfjöllun sinni um Baugsrannsóknina að ásakanir um fjárdrátt vegna kaupa á bréfum í Arcadia séu umfangsmikill hluti ákæranna á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Er þetta m.a. haft eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns, á fréttavef Financ- ial Times, FT.com. Þar segir Gest- ur að stærstu fjárhæðirnar séu vegna Arcadia, þær skipti milljón- um sterlingspunda. Segir í frétt FT að upphæðin nemi sjö milljónum punda, eða ríflega 800 milljónum króna, en ekki kemur fram hvort um heildarupphæð í ákærunum sé að ræða eða eingöngu vegna Arcadia. Þá er nefnt í breskum fjölmiðlum að lánafyrirgreiðsla vegna kaupa Baugs á 10-11 verslanakeðjunni ár- ið 1999 sé einnig meðal ákæruefna á hendur Jóni Ásgeiri. Jón hafi sjálfur þegið lán sem stangast hafi á við íslensk skattalög. Í bresku blöðunum er vitnað í bréf Jóns Ásgeirs til ríkislögreglu- stjóra í síðustu viku, þar sem hann svarar ásökunum um fjárdrátt í tengslum við viðskipti með 3,1 milljónar hluti í Arcadia um ára- mótin 2000–2001. Sem kunnugt er hefur hann neitað öllum sakargift- um en í blöðunum er áfram gefið í skyn að ákærurnar stefni tilboði Baugs í Somerfield í verulega hættu. Í Guardian segir að Jón Ásgeir sé sakaður um fjárdrátt upp á 95 milljónir króna vegna viðskipta með bréf í Arcadia. Baugur hætti sem kunnugt er við tilboð í Arcadia, en keðjuna, sem m.a. á Top Shop og Miss Selfridge-búðirnar, keypti síð- an auðjöfurinn Philip Green. Somerfield-kaup í uppnámi Í bréfinu til ríkislögreglustjóra segir Jón Ásgeir það fráleitt að til hafi orðið gengishagnaður í við- skiptunum sem hafi átt að leyna. Hagnaðurinn hafi allur komið fram þegar Baugur hafi selt sín hluta- bréf í Arcadia haustið 2002, eftir að samningaviðræður um yfirtöku fé- lagsins höfðu runnið út í sandinn „í kjölfar upphafsaðgerða RLS“, segir í bréfinu. Engir fjármuni hafi farið út úr félaginu eða af reikningum þess. Í Guardian segir ennfremur að viðræðurnar um kaup Baugs og hóps annarra fjárfesta á Somerfield séu í uppnámi. Segir blaðið aðra fjárfesta enn vera að íhuga að draga sig úr viðræðunum. Þeir hafi áhyggjur af áhættunni sem stafi af því að halda Baugi í hópnum. Eru þetta Robert Tchenguiz, Apax Partners og Barclays Capital. Er einn þessara aðila sagður hafa sett þau skilyrði að ef Baugur dragi sig ekki út úr viðræðunum þá muni hann gera það. Einnig er gefið í skyn að nýir fjárfestar komi í hóp- inn ef Baugur hverfi úr honum. Haft er eftir Gesti Jónssyni í Guardian að ákærurnar verði vænt- anlega birtar þegar búið sé að yfir- fara umbeðin málsskjöl. Skjölin hafa nú verið send verjendum sak- borninga í málinu og fylla þau nokkra pappakassa. Meintur fjárdráttur vegna Arcadia sagður stór hluti ákæranna Breskir fjölmiðlar halda áfram ítarlegri umfjöllun sinni um Baugsrannsóknina BRESKIR fjölmiðlar hafa sent fréttamenn sína til Íslands til að fjalla sérstaklega um Baugsrannsóknina og mál henni tengd, eftir að ákærur voru birtar sl. föstudag. Þannig hafa Guardian og Financial Times verið með blaðamenn á sínum vegum hér á landi, sem sent hafa reglulega fréttir héðan. Breskir blaðamenn komnir til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.