Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 17
MINNSTAÐUR
Egilsstaðir | Starfsmenn Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands eru nú í óða önn
að leggja lokahönd á undirbúning fyrir Sum-
arhátíð íþróttasambandsins sem haldin er á
hverju ári aðra helgina í júlí. Að mörgu er að
hyggja svo sem skráningum keppenda frá öll-
um aðildarfélögunum og skipulagi á dag-
skránni.
Þeir Andri Bergmann og Ólafur Ágústsson
starfsmenn UÍA segja undirbúning vera á
áætlun og allt stefna í mjög gott mót. Sumar-
hátíð UÍA á sér langa sögu en upphaf hennar
má rekja til Eiða þar sem fyrsta hátíðin fór
fram á fimmta áratugnum. Þar fór svo hátíðin
fram árlega allt þar til árið 2002 að ákveðið var
að flytja hana á Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum
enda aðstaða til allrar íþróttaiðkunar þar með
því besta sem þekkist á landinu.
Ólafur segir þróunina hafa verið þá að
keppnisgreinum hafi verið fjölgað ár frá ári á
hátíðinni, upphaflega hafi nær eingöngu verið
keppt í frjálsíþróttum en í ár verði auk þeirra
keppt í sundi, götukörfubolta, bandí og hjól-
reiðum. Auk hinna hefðbundnu frjálsíþrótta sé
ennfremur keppt í víðavangshlaupi milli Eiða
og Egilsstaða og íþróttum fatlaðra.
Verður að fjölskylduhátíð
Andri bætir við að áherslan sé auðvitað tak-
mörkuð á keppnina sjálfa heldur frekar á það
að vera með og ýmislegt skemmtilegt sé í boði
fyrir þátttakendur fyrir utan keppnina. Þar
má nefna sundlaugarpartí sem haldið verður á
laugardagskvöld og skemmtiatriði á borð við
fimleikasýningu frá fimleikadeild Hattar auk
þess sem gleðigjafarnir úr hljómsveitinni
Skítamóral ætla að taka lagið fyrir mótsgesti.
Ólafur segir ómögulegt að giska á hve fjöl-
mennt mótið komi til með að verða, þar ráði
veðrið alltaf miklu. Reynslan sé sú að mikill
fjöldi foreldra og annarra aðstandenda hafi
gaman af að fylgjast með keppninni sé veðrið á
annað borð þannig að t.d. hundum sé út sig-
andi. Keppendur komi þó til með að verða á
aldrinum 6 ára og upp úr því einnig er keppt í
flokki fullorðinna á hátíðinni. Það sé því ekki
ofsögum sagt að Sumarhátíð UÍA standi vel
undir nafninu fjölskylduhátíð því allir með-
limir hinnar dæmigerðu vísitölufjölskyldu geti
tekið þátt í keppninni ef vilji er fyrir hendi.
Nóg að gera við undirbúning Sumarhátíðar UÍA
Keppt í götukörfu-
bolta og hjólreiðum
Ljósmynd/Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Sumarhátíð undirbúin Ólafur Ágústsson og
Andri Bergmann starfsmenn UÍA.
AUSTURLAND
Djúpivogur | Þegar
fólk lýkur námi þarf
yfirleitt að taka
ákvarðanir um bú-
setu, vinnu og fleira.
Óli Halldór Sigur-
jónsson og Guðrún
Jóna Kristjánsdóttir
voru í þeim hópi þeg-
ar þau luku íþrótta-
kennaranámi frá
Kennaraháskóla Ís-
lands vorið 2004.
Óli og Jóna höfðu
þá búið þrjú ár á
Laugarvatni ásamt
syni sínum, Sigur-
jóni, og líkað lífið vel.
Þau eru bæði úr
Reykjavík en eftir að
hafa verið á Laugar-
vatni ákváðu þau að
skoða hvað væri í boði á landsbyggðinni.
„Skólasystir sagði okkur að það væru lausar
kennarastöður á Djúpavogi og við ákváðum að
kynna okkur málið betur. Jóna og Sigurjón
skruppu svo austur um miðjan júní í fyrra og í
framhaldi af því ákváðum við að prófa þetta,“
segir Óli.
Bæði hafa þau stundað íþróttir síðan þau
muna eftir sér og hefur knattspyrnan verið
þeirra aðalgrein. Jóna á glæsilegan fótbolta-
feril að baki en hún spilaði með KR í nítján ár
og spilaði 25 landsleiki. Óli spilaði með ÍR og
Leikni R, og hefur einnig mikla reynslu af
þjálfun. „Við erum í fullu starfi sem kennarar
og sjáum einnig um alla þjálfun fyrir ung-
mennafélagið á staðnum. Auk þess bjóðum við
upp á einkaþjálfun sem margir hafa nýtt sér
enda er íþróttaaðstaðan hér á Djúpavogi mjög
góð,“ segir Jóna.
Fyrir fámennt þorp eins og Djúpavog er
dýrmætt að fá gott fólk til starfa og má með
sanni segja að Jóna og Óli hafi sett sinn svip á
bæjarlífið. Sem dæmi má nefna aukna aðsókn
að tækjasal í íþróttahúsinu, aukinn blakáhuga
og fjölgun kveniðkenda hjá ungmennafélaginu.
Fjölskyldan ætlar að vera áfram á Djúpa-
vogi næsta vetur en í desember er von á nýjum
fjölskyldumeðlim. „Það er rólegt og gott að
vera hér og við höfum nóg að gera,“ segja Jóna
og Óli að lokum áður en þau hlaupa inn á
íþróttavöllinn þar sem hópur barna bíður
þeirra.
Íþróttafólk setur
svip á bæjarlífið
Áfram í bænum Guðrún Jóna og Óli Halldór segjast hafa nóg að gera á
Djúpavogi og ætla að vera áfram ásamt syni sínum, Sigurjóni Má.
Morgunblaðið/Sólný
AKUREYRI
ÁFENGIS- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar hefur
gert samstarfssamning við Ölgerðina Egil Skalla-
grímsson og Ásprent–Stíl um átak í forvörnum undir
yfirskriftinni „Mixum betri bæ.“ Samningurinn kveður
á um að Ölgerðin leggi áfengis- og vímuvarnanefnd til
10 krónur af hverri seldri Egils Mix-flösku frá 1. júní sl.
til 31 ágúst nk. og Ásprent-Stíll gefur um 250 þúsund
krónur vegna hönnunar og kostnaðar við markaðs-
setningu átaksins í sumar.
Gerður Jónsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarna-
nefndar, sagði að samningurinn hefði mikla þýðingu,
enda væri þetta í fyrsta skipti sem einkaaðili kæmi að
eigin frumkvæði að því að veita fé til forvarna í bænum.
„Fulltrúi Ölgerðarinnar hafði samband við okkur og
bauðst til að leggja vissa upphæð til verkefnisins og í
kjölfarið kom Ásprent-Stíll inn í málið líka, alla vega
þetta árið. Við viljum skora á fleiri fyrirtæki – ekki bara
hér á Akureyri heldur um allt land, að leggja forvarnar-
málum lið, því þörfin er mjög brýn,“ sagði Gerður.
Samningurinn við Ölgerðina er til þriggja ára með
möguleika á framlengingu. Einnig eru í honum ákvæði
sem gera öðrum fyrirtækjum kleift að koma að sam-
starfinu síðar með beinum fjárframlögum eða öðrum
hætti. Áfengis- og vímuvarnanefnd ráðstafar þeim fjár-
munum sem þannig verða til með sölu Mix-drykksins
og hefur samráð við unglinga í bænum um það hvernig
ráðstafa skuli þeim peningum sem safnast með þessu
móti. Haldið verður málþing þar sem unglingar verða
hvattir til að koma fram með tillögur sínar og óskir
hvað það varðar. Stórauknum fjármunum hefur verið
varið til forvarnarstarfa í bænum á síðustu árum en að
mati bæjaryfirvalda má vissulega gera enn betur ef það
getur orðið til að koma í veg fyrir að ungmenni hefji
neyslu tóbaks, áfengis eða fíkniefna.
Samningur Gerður Jónsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnanefndar, t.h., flytur
ávarp við undirritun samstarfssamningsins. Við borðið sitja Guðmundur Ómar Pét-
ursson, framkvæmdastjóri Ásprents-Stíls, Bryndís Arnardóttir, forvarnarfulltrúi
Akureyrarbæjar, og Hafþór Jörundsson, svæðisstjóri Ölgerðarinnar.
Morgunblaðið/Kristján
Samstarfssamningur
um átak í forvörnum TVÖ tilboð bárust í viðbyggingu 5. áfanga b, mið-
álmu Verkmenntaskólans á Akureyri og voru þau
bæði yfir kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið átti P.A.
byggingaverktaki ehf. á Akureyri, rétt tæpar 200
milljónir króna, eða um 111% af kostnaðaráætlun,
sem hljóðaði upp á tæpar 180 milljónir króna.
Hærra tilboðið átti Tréverk ehf. á Dalvík, 242 millj-
ónir króna, eða tæplega 135% af kostnaðaráætlun.
Magnús Garðarsson, eftirlitsmaður nýfram-
kvæmda hjá Akureyrarbæ, sagðist þrátt fyrir allt
sæmilega sáttur við tilboðin en að greinilegt væri að
verkefnastaða verktaka væri góð. Viðbygging
VMA verður um 1.300 fermetrar að stærð, kjallari,
jarðhæð og 2. hæð og skal verkinu lokið í febrúar
2007. Magnús sagði að með þessari framkvæmd
væri framkvæmdum við skólann að ljúka, miðað við
það sem lagt var upp með í upphafi. „Þá verður
þetta orðin rúmlega 25 ára saga en fyrsta skóflu-
stungan var tekin árið 1981.“
Tvö tilboð bárust í 5. áfanga VMA
Vinna við loka-
áfangann að hefjast
Hádegistónleikar | Nú í sumar verður boðið
upp á hádegistónleika á fimmtudögum á efri hæð
Bláu könnunnar við Hafnarstræti, undir yf-
irskriftinni; Íslensk tónlist í nútíð og fortíð. Þjóð-
lagasveitin Mór reið á vaðið sl. fimmtudag og
sveitin mun einnig halda þar tónleika í dag kl.
12.30 og að viku liðinni. Þá taka við þau Sigríður
Aðalsteinsdóttir sópran og Þórarinn Stefánsson
píanóleikari og flytja íslensk sönglög. Þórarinn
sagði að áhersla væri lögð á íslenska tónlist og að
markmiðið væri að færa líf í miðbæinn. „Við erum
með opna glugga á annarri hæð og því geta gestir
og gangandi hlustað jafnt úti á götu sem innan-
dyra.“ Aðgangur er ókeypis en verkefnið er
styrkt af Pokasjóði og KEA.