Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 23 rei treyst lögum nar um r veiga- nings til- Hrygn- sks – enn ð sögn umræðu ins, sem ð Haf- veita ráð- áratugn- irrar band unar. ðingur og egsskóla anna, ávar- er sam- egri eiðiráð- nar. Í hygli á - il að ngu m megin- gt var til kölluðu, ar lögð að hrygn- aldið „til- að því atriðum: di heildarsóknarþunga í þorskinn um helming. – Að koma í veg fyrir veiði smá- fisks, þriggja ára og yngri og draga verulega úr veiðum á fjög- urra ára fiski.“ Í grein Einars, Höskuldar og Ólafs segir: „Nýliðun er sá þáttur sem ræður mestu um afkomu stofnsins og afrakstur úr honum.“ Kenningin er sú að stór hrygning- arstofn framleiði mikla nýliðun og því sé mikilvægt að friða ungfisk- inn svo sá fiskur megi ná kyn- þroska. Gagnrýnin í gegnum tíðina Í skýrslu Tuma Tómassonar segir að gagnrýni á þessa nýtingar- stefnu Hafrannsóknastofnunar hafi strax farið að heyrast þegar „svarta skýrslan“ kom út. Líffræð- ingar og fiskifræðingar hafi þó ekki tekið þátt í umræðunni fyrr en 1984. Jón Gunnar Ottósson, líffræð- ingur og forstöðumaður Náttúru- stofnunar Íslands, var einn af þeim sem gagnrýndu nýtingar- stefnu Hafrannsóknastofnunar. „Á fundi í Norræna húsinu í janúar 1984 mótmæltum við því að hægt væri að byggja upp þorskstofninn með því móti sem Hafrann- sóknastofnun lagði til,“ segir Jón. „Við gagnrýndum forsendurnar sem stofnunin lagði upp með og beindum spjótum okkar fyrst og fremst að tveimur þáttum. Annars vegar þeirri ályktun að beint línu- legt samband sé á milli hrygning- arstofns og nýliðunar. Hins vegar gagnrýndum við að reiknimódelið, sem þeir styðjast við, gerir ráð fyrir að náttúruleg dánartala þorsksins sé fasti eða 18%.“ Tölu- verð greinaskrif voru í kjölfar fundarins í Norræna húsinu, en að sögn Jóns dró ekki saman með mönnum í kjölfar umræðunnar. Umræðan hélt áfram á tíunda áratugnum en þá voru starfsmenn Veiðimálastofnunar virkir þátttak- endur. Sigurður Guðjónsson, fiski- fræðingur og framkvæmdastjóri Veiðimálastofnunar, Þórólfur Ant- onsson og Guðni Guðbergsson, fiskifræðingar og starfsmenn Veiðimálastofnunar, skrifuðu nokkrar greinar þar sem fram kom að niðurstöður athugana þeirra samræmdust ekki nýting- arstefnu Hafrannsóknastofnunar. „Við lögðum fram gögn sem sýndu að sveiflur í stofninum voru háðar umhverfisþáttum eins og haf- straumum og hitastigi,“ sagði Guðni Guðbergsson í samtali við Morgunblaðið. Auk þess bentu þeir á, m.a. í grein sem birtist í Morgunblaðinu 1996, að sterk vísindaleg rök væru fyrir því að dánartala þorsks væri breytileg en ekki föst eins og í reiknimódeli Hafrannsóknastofn- unar. Þá sýndu þeir að með hækk- un náttúrlegrar dánartölu getur skapast ástand þar sem ekki er ráðlegt að geyma fiskinn í sjónum eins og nýtingarstefna Hafrann- sóknastofnunar gengur út frá. Veiðarnar ættu frekar að endur- spegla náttúrlegar sveiflur í vist- kerfinu. Neikvætt eða jákvætt samband Í skýrslu Tuma Tómassonar segir: „Í raun má segja að gagnrýnin frá þeim tíma hafi oftast einkennst af þeim mun sem er á sýn þeirra fiskifræðinga sem eiga uppruna sinn í ferskvatnsfræðum og hinna sem kenndir eru við sjó …“ Tölu- verður munur er á sýn þessara skóla þó viðfangsefni beggja séu að stórum hluta til hin sömu. Í skýrslu Tuma segir: „… veiði- stjórnun í vötnum hefur oftar vist- fræðilega nálgun og þá er stuðst við sk. „top-down“ hugmynda- fræði, þ.e. að viðgang mismunandi þrepa í fæðupíramídanum megi skýra með því sem gerist á þrep- inu fyrir ofan. Á sama tíma má segja að þau líkön, sem stuðst er við í veiðiráðgjöf í sjávarveiðum, einskorðist meir við einstakar teg- undir eða stofna, og þar er litið svo á að það séu fremur neðri þrep píramídans sem hafi áhrif á viðgang þrepanna fyrir ofan, eða sk. „bottom-up.“ Jón Kristjánsson fiskifræðingur er einn þeirra sem kenndir eru við ferskvatnsnálgunina. Þvert á upp- byggingarstefnu Hafrann- sóknastofnunar heldur Jón því fram að sambandið milli hrygning- arstofns og nýliðunar sé ekki já- kvætt, heldur neikvætt. Þ.e. þegar hrygningarstofninn er stór þá dragi úr framleiðslu hans (nýliðun) og öfugt. Nýtingarstefna Hafrann- sóknastofnunar gengur hins vegar út frá því að sambandið sé já- kvætt, þ.e. með stækkandi hrygn- ingarstofni aukist nýliðun. Að sögn Jóns er umræðan um þetta samband komin í einhvers- konar „pattstöðu“. „Hafrann- sóknastofnun leggur enn höfuð- áherslu á að byggja upp stóran hrygningarstofn í ráðgjöf sinni með friðun á yngri fiski. En ég tel að þessi áhersla muni viðhalda bágri stöðu þorskstofnsins,“ segir Jón. Færeyska ákvörðunin Jón Kristjánsson segir að hug- myndir sínar hafi ekki fengið mik- inn hljómgrunn hér á landi en síð- ustu fimm ár hefur Jón starfað sem ráðgjafi í Færeyjum. „Þegar ég kom þar að ákvörðun aflamarks árið 2001 hafði Alþjóðahafrann- sóknaráðið lagt til mikinn sóknar- samdrátt í þorski. Hins vegar lagði ég til að sókninni yrði haldið óbreyttri og varð það ofan á. Árið 2002 mældist samanlagður afli og stofnstærð í sögulegu hámarki. Árið 2003 var þorskurinn orðinn magur og ég áleit að stofninn hefði vaxið sér yfir höfuð og myndi í kjölfarið minnka vegna hungurs og sjálfsáts. Sókninni var haldið óbreyttri og aflinn minnkaði. Nú er stofninn í lægð, en að mínu mati er það í eðlilegu samhengi við sveiflurnar eins og þær hafa verið undanfarna áratugi. Reynslan seg- ir að það muni taka eitt eða tvö ár þangað til stofninn sveiflast aftur upp á við.“ Jón segir að auka eigi veiðarnar þegar þorskurinn sé í niðursveiflu. Þetta hljómar e.t.v. glannalega, en Jón segir að niðursveiflur stafi fyrst og fremst af umhverfis- aðstæðum s.s. fæðuskorti og þrengslum, og veiðar á þessum tímum hjálpi til við að rýma fyrir þorskinum. „Verndunarsjónar- miðið á frekar rétt á sér þegar vaxtarhraði þorsksins er á uppleið. Þá getur verið skynsamlegt að friða hann og bíða með veiðarnar þar til hægja fer á vextinum aftur.“ Staðan í dag Hér að ofan hefur verið farið stuttlega yfir þá sögu sem vakið er máls á í grein Einars, Höskulds og Ólafs, þ.e. umræðuna um samband hrygningarstofns og nýliðunar. Eftir stendur að skýring Hafrann- sóknastofnunar á bágu ástandi þorskstofnsins í dag er of mikil sókn á undanförnum áratugum og hnignun hrygningarstofnsins í kjölfarið, eða eins og segir í grein- inni: „Í ljósi núverandi þekkingar hlýtur hnignun hrygningarstofns- ins að teljast meginorsök slakrar nýliðunar síðustu tvo áratugi.“ Það er ljóst að fræðileg og fag- leg staða Hafrannsóknastofnunar er sterk. Í lokaorðum skýrslu Tuma Tómassonar segir að stofn- unin standist fyllilega samanburð við systurstofnanir erlendis og að stofnmat og veiðiráðgjöf hennar eigi sér alþjóðlega viðurkenndan fræðilegan grundvöll. Hann tekur fram að gagnrýnin og efnisatriði hennar sé ekki sér-íslensk um- ræða heldur eigi hún sér hlið- stæður hvarvetna erlendis. Það er ekki heldur hægt að segja að Hafrannsóknastofnun hafi ekki tekið tillit til gagnrýninnar. Tumi nefnir fern rök gagnrýnenda í skýrslu sinni, en þau snúa að eftirfarandi atriðum: „Mat á nátt- úrulegum afföllum, áhrif stærðar og samsetningar hrygningarstofns á viðkomu, áhrif stofngerðar á af- rakstur, og aðskildir stofnar“. Margar rannsóknir á vegum Haf- rannsóknastofnunar hafa beinst að þessum atriðum og fleiri rann- sóknir eru fyrirhugaðar, s.s. rann- sóknir á umhverfisþáttum og erfðabreytileika. Þá hafa rann- sóknir Hafrannsóknastofnunar rennt stoðum undir efnisatriði gagnrýnenda, t.d. það sem varðar aðskilda stofna og áhrif stofngerð- ar á afrakstur. Þessar rannsóknir hafa þó ekki breytt ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar né nýtingarstefnu hennar. Dánartalan er enn fasti og stækk- un hrygningarstofnsins er enn for- gangsverkefni í ráðgjöfinni. Ákvörðun færeyskra stjórnvalda að láta reyna á kenningar fersk- vatns-skólans í fiskifræðinni er til- raun sem stutt er á veg komin, en gæti á næstu árum aukið enn frek- ar við þekkinguna á þorskstofn- inum. Hafrannsóknir og hagsmunir Mikill hiti hefur oft einkennt um- ræðuna um stofnmat og veiðiráð- gjöf hér á landi. Þetta var einróma álit allra þeirra úr hópi gagnrýn- enda sem Morgunblaðið hafði samband við. Í skýrslu sinni segir Tumi Tómasson: „Að mínu mati hefur umræðan oft og tíðum ein- kennst af útúrsnúningum og per- sónulegum ávirðingum sem eru engum til framdráttar og á þetta við um báða málsaðila.“ Miklir viðskiptahagsmunir eru nátengdir umræðunni sem og póli- tískar spurningar um fisk- veiðistjórnunarkerfi. Hafrann- sóknir munu þó seint svara spurningum um mikilvægi ólíkra viðskiptahagsmuna og ólíkra hug- mynda um réttlætið. Markmið vís- indanna er að nálgast sannleikann með hlutlægum rökum á faglegum og sanngjörnum umræðugrund- velli. Á máli bæði gagnrýnenda og starfsmanna Hafrannsóknastofn- unar má skilja að oft sé þessum vísindum beitt sem tæki í póli- tískri og viðskiptalegri hagsmuna- baráttu. eglunnar verði lækkað úr 25% niður í 20% ski fer áðgjöf stofnunar 3  & %  #   4 +4 5   #6#  +7.,(,           ' +  , 2  2                                !"       "         #$   #$ #    6  #                                                               !   89  94   # 6#  7 *,          :    6 5# 6# 4   # 9     89  ;  6#  #  7 *,         89   56    7/ 7/ 70 70 7. 7. 77 77 7 7/ 7/ 70 70 7. 7. 77 77 7 Morgunblaðið/Alfons vera of mikla sókn undanfarna áratugi. og hafrannsókna hér á landi, í grein sem birtist í tekin til umfjöllunar í greininni s.s. bágt ástand arstofns og nýliðunar sem menn hafa lengi deilt um. gaði stöðu mála. kte@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.