Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 37
MENNING
ÞEGAR ég var lítill eignaðist ég
plötu með hinum fræga Elvíru Mad-
igan-píanókonsert Mozarts, sem er
nr. 21 í C-dúr. Konsertinn heitir eft-
ir sænskri kvikmynd um háttsettan
hermann sem fórnar öllu, fjölskyldu
sinni og þjóðfélagsstöðu, fyrir ástar-
samband við fagra stúlku er starfar
í sirkus, en hægi kaflinn í konsert-
inum er spilaður í myndinni. Utan á
plötunni var mynd af fallegri konu
og ég vissi ekki betur en það væri
einleikarinn, Geza Anda. Ég varð
því fyrir hálfgerðu sjokki, mörgum
árum síðar, að sjá mynd af virðu-
legum gömlum manni með ótal
hrukkur og uppgötva að ÞAÐ væri
Geza Anda.
Mér datt þetta sisvona í hug þeg-
ar ég sá að flytja ætti verk eftir
Ungverjann Ernö Dohnányi (1877–
1960) á tónleikum í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið.
Dohnányi var einn af fremstu píanó-
leikurum sinnar tíðar og var auk
þess frábær kennari sem ól upp
heila kynslóð af tónlistarmönnum,
þ.á m. Annie Fischer, Sir Georg
Solti og fyrrnefndan Geza Anda.
Tónlist Dohnányis er sjaldheyrð
hér á landi og því var spennandi að
fara á tónleikana, sem haldnir voru
af hóp er kallar sig Tríó Trix. Dohn-
ányi notaði óspart form og aðferðir
18. aldar heiðríkju til að semja tón-
list í anda 19. aldar rómantíkur, og
Serenaða op. 10, er var á efnis-
skránni, er dæmigerð fyrir tón-
skáldið. Tónmálið er tilfinninga-
þrungið og ljóðrænt, en klassískt
formið sem rammar tjáninguna inn
skapar athyglisverða spennu and-
stæðra póla og er útkoman einstæð
skemmtun ef vel er spilað.
Því miður var sú ekki raunin hér.
Túlkun þríeykisins, sem samanstóð
af þeim Sigríði Bjarneyju Baldvins-
dóttur fiðluleikara, Vigdísi Másdótt-
ur víóluleikara og Helgu Björgu
Ágústsdóttur sellóleikara, var að
vísu fyllilega í anda tónskáldsins; líf-
leg, kraftmikil og greinilega einlæg,
en tæknileg atriði voru ekki full-
nægjandi. Fiðlu- og víóluleikurinn
var ekki alltaf hreinn og hraðar
hendingar voru of oft klúðurslega
leiknar, samspilið var líka óná-
kvæmt á köflum.
Sömu sögu er að segja um hitt at-
riðið á efnisskránni, Strengjatríó í
a-moll op. 77b eftir Max Reger
(1873–1916), en það er talsvert fyrir-
sjáanlegri tónlist en sú sem Dohn-
ányi samdi. Réttu tilþrifin voru
vissulega fyrir hendi, en tæknilegar
misfellur skyggðu á gleðina og var
flutningurinn því ósannfærandi og
olli í heild vonbrigðum.
Tæknilega ófullnægjandi
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Tríó Trix flutti tónsmíðar eftir Dohnányi
og Reger. Þriðjudagur 6. júlí.
Kammertónleikar
Jónas Sen
SAMTÖK tónskálda og textahöf-
unda á Norðurlöndum, NPU, veittu
nýlega tónlistarmanninum Herði
Torfasyni viðurkenningu samtak-
anna en þau eru veitt á tveggja ára
fresti til listamanna sem skarað
hafa fram úr á sínu sviði og/eða
unnið brautryðjandastarf sem eftir
er tekið.
Fulltrúar hverrar Norður-
landaþjóðar eru við stjórnvölinn í
tvö ár í senn og hefur FTT, Félag
tónskálda og textahöfunda, farið
með forsæti síðastliðin tvö ár fyrir
hönd Íslands. Í lok hvers tímabils,
sem lauk nú í júní, er listamanni
veitt viðurkenning og nú taka svo
Finnar við forsætinu.
Hörður sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera afskaplega
ánægður með að vera veitt við-
urkenningin. „Það peppar svo upp
sjálfið að maður er eins og blaðra,“
sagði hann. Það er honum einnig
mikill heiður að vera valinn úr
stórum hópi færra tónlistarmanna.
Tónleikaferðalög mikilvæg
Í umsögn FTT um Hörð segir
meðal annars að hann sé „braut-
ryðjandi sem trúbador á Íslandi“
og hafi einnig verið „einstaklega
duglegur að ferðast um landið og
halda tónleika og með því sambandi
við sína áheyrendur“.
Hörður segir tónleikaferðalög og
samband við fólkið í landinu vera
einn mikilvægasta þáttinn í starfi
sínu sem tónlistarmaður. „Sem
leikhúsmaður hef ég mikinn áhuga
á að eiga samtal við þjóðina og
kynnast sjálfum mér í gegnum ann-
að fólk.“
Ein af ástæðum þess að Hörður
byrjaði að ferðast um landið fyrir
meira en þremur áratugum var að
létta lund landsmanna: „Ég hef lit-
ið á mig sem syngjandi fréttamann
sem segir einu þorpi frá því sem
gerist í öðrum þorpum,“ segir
hann.
Kinka kolli til Harðar
Íslendingar hafa einu sinni áður
hlotið viðurkenningu NPU en það
var árið 1995 þegar bræðrunum
Jóni Múla og Jónasi Árnasonum
var veitt hún. Aðrir framúrskar-
andi tónlistarmenn, sem meðal
annarra hafa hlotið viðurkenn-
inguna, eru: Thorbjörn Egner frá
Noregi (1983), Rauno Lehtinen frá
Finnlandi (1997), Benny Andersen
frá Danmörku (1999) og Claes Er-
iksson frá Svíþjóð (2003).
Magnús Kjartansson, formaður
FTT, segir ekki hafa verið erfitt val
að tilnefna Hörð til NPU-
verðlaunanna að þessu sinni.
„Hann er trúr sjálfum sér og hefur
gefið allt sitt efni út sjálfur í gegn-
um tíðina. Hann hefur oft þurft að
fara sínar eigin leiðir og með þess-
ari viðurkenningu erum við að
kinka kolli í átt til hans,“ segir
hann. „Það þarf ekki að spjalla
lengi við tónlistarmenn þessa lands
til að heyra Hörð nefndan sem
áhrifavald og það eru fjölmargir
sem líta upp til hans.“
Eldurinn ekki slokknaður enn
Hörður segir alltaf nóg að gera
hjá sér í tónlistinni og nú er hann í
undirbúningsvinnu fyrir árlegu
hausttónleikana sína sem verða
þeir tuttugustu og níundu í röðinni.
Þá er hringferð um landið á dag-
skrá eins og endranær. „Eldurinn
er sem betur fer ekki slokknaður
og ennþá nóg að semja um,“ segir
Hörður aðspurður hvort alltaf sé
nóg að syngja um. „Náttúran ríkir
alltaf sterkt í manni, hvernig við
nálgumst hana og komum fram við
hana. Síðan eru það þessir mann-
legu þættir. Punkturinn í því sem
ég hef alltaf fjallað um er að gang-
ast við sjálfum sér, þora að viður-
kenna hluti og fá að vera pínulítið
skrýtinn í friði.“
Tónlist | NPU veitir Herði Torfasyni viðurkenningu
„Það peppar svo upp sjálfið
að maður er eins og blaðra“
Morgunblaðið/Jim Smart
Hörður Torfason segir mjög mikilvægt að ferðast um landið og spila.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
mbl.issmáauglýsingar
15%
meistaramótsafsláttur
7.-14. júlí
Ný sending!