Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 21
MENNING
Emma Bell sópran gæti orðiðnæsta stórfrétt í breskri óp-eru – ef hún getur slitið sig
frá ástinni sinni í Berlín.“
Þannig hljóðar upphaf viðtals-
greinar við Emmu Bell óperu-
söngkonu í breska blaðinu Guardian
á þriðjudag. Okkur þykir þetta tíð-
indum sæta, því Emma Bell er ein af
„tengdadætrum“ Íslands og hefur
sungið á íslensku óperusviði. Hún er
gift Finni Bjarnasyni, sem sjálfur er
óperusöngvari, og bæði sungu þau í
rómaðri uppfærslu Íslensku óper-
unnar á verki Benjamins Brittens,
Lúkretía svívirt, vorið 2000. Þar var
Rannveig Fríða Bragadóttir í titil-
hlutverki, en Emma og Finnur í
tveimur burðarhlutverkum. Í dómi
undirritaðrar um þá sýningu sagði
meðal annars:
„Ótaldar eru tvær öndvegis-
persónur óperunnar; karlakór og
kvennakór. Þessar persónur, sungn-
ar af Finni Bjarnasyni og Emmu
Bell, gegna lykilhlutverki í óper-
unni. Þær mynda í senn formleg
tengsl við leiklistarlega fortíð og kór
gríska harmleiksins; en eru jafn-
framt tengsl nútímans við sögutíma
óperunnar. […] Kórpersónurnar eru
eins konar fulltrúar áheyrandans á
sviðinu, ef til vill rödd höfundarins,
en í það minnsta samviska fjöldans
sem þarf að horfa upp á viðbjóðslegt
ofbeldi gagnvart hreinleika og sak-
leysi. […] Erfitt er að hugsa sér að
hægt hefði verið að koma þessum
hlutverkum betur til skila. Bæði eru
framúrskarandi söngvarar og stór-
kostlegir túlkendur og hver einasti
tónn, hvert einasta atkvæði og hver
einasta hreyfing voru meitluð og
þrungin merkingu.“
Það var ljóst að Emma Bell væri
efni í stórsöngkonu og samkvæmt
viðtalinu í Guardian virðist það vera
að renna upp fyrir löndum hennar
að hún sé ekki lengur bara „efni“
heldur um það bil að komast á topp-
inn.
Blaðamaðurinn, Erica Jeal, geriróstjörnulegan og óformlegan
klæðaburð Emmu að umræðuefni í
upphafi greinarinnar og finnst í
raun mikið til þess koma, að jafn frá-
bær söngkona skuli koma til viðtals í
skokk og sandölum, en að auki í
stórum ullarhosum sem hún hefur
fengið að láni hjá umboðsmanni sín-
um. „Varla nein dívu-ímynd,“ segir
blaðakonan og bætir við: „Það
myndi ekki nokkur stílisti sleppa
henni í hendurnar á ljósmyndara
svona búinni til fótanna, en það er
vissulega upplífgandi að sjá þessa
upprennandi stjörnu svo alþýðlega
til fara. Hún er hrein og bein, opin
og tilgerðarlaus; hún talar af einurð
og festu, og þroskað fas hennar staf-
ar þeim æskuljóma og öryggi sem
gerir henni kleift að túlka dýpstu til-
finningar á einstaklega bein-
skeyttan hátt.“
Lundúnaborg er vettvangur við-
talsins. Þangað er Emma nýkomin
frá Berlín, en þau Finnur starfa við
Komische Oper þar í borg. Í London
er hún að ljúka vinnslu á annarri
einsöngsplötu sinni, þar sem hún
syngur aríur eftir Händel ásamt
Richard Egarr og Skosku kamm-
ersveitinni, en platan kemur út í
september, um svipað leyti og önnur
plata, þar sem hún syngur undir
stjórn hins fræga René Jacobs í Sál
eftir Händel. Um sama leyti í haust
er svo komið að stórviðburði á ferli
Emmu Bell, er hún þreytir frum-
raun sína á heimavelli í Konunglegu
óperunni í Covent Garden. Þar syng-
ur hún hlutverk Leónóru í upp-
færslu Davids Pountneys á Mask-
arade eftir danska tónskáldið Carl
Nielsen.
Erica Jeal spyr Emmu Bell hvern-
ig vinnan við frágang Händelplöt-
unnar gangi og hvort hún sé sátt við
útkomuna, og Emma svarar því að
hún sé ánægð með heildarsvipinn,
en bætir við: „Ef maður er með full-
komnunaráráttu verður þetta aldrei
í lagi. En það er bara ekki hægt að
breyta neinu. Það er ég þó búin að
læra, eftir að hafa sungið inn á tvær
plötur. Svona hljómaði ég á þessari
stundu – og í þann söng lagði ég allt
sem ég þá átti.“
Við sögðum frá því hér í blaðinu
fyrir tveimur árum, þegar Emma
Bell hlaut Borletti-Buitoni-verð-
launin sem veitt eru efnilegum tón-
listarmönnum. Það var sá styrkur
sem gerði Emmu kleift að hljóðrita
fyrstu tvær plöturnar sínar. Á þeirri
nýju verða tvö atriði úr þeirri óperu
sem helst hefur tengst nafni hennar
og hún hefur hlotið ómælt lof fyrir,
en það er Rodelinda eftir Händel. Í
viðtalinu í Guardian kemur fram að
Emma Bell hafi fyrst sungið hlut-
verk drottningarinnar hugdjörfu í
forföllum annarrar söngkonu á
ferðalagi með Glyndebourne-
óperunni árið 1998. Svo áhrifamikil
var frammistaða Emmu að í kjölfar-
ið var henni boðið að vera aðalmann-
eskja í hlutverkinu á Glyndebourne-
hátíðinni árið eftir. Í bæði skiptin
söng hún á móti einum þekktasta
kontratenór heims í dag, Andreas
Scholl, en Erica Jeal fullyrðir að
engu að síður hafi Emma Bell,
óþekkt forfallasöngkona í fyrstu, –
stolið sviðsljósinu af stjörnunni. Eft-
ir þetta var búist við að Emma Bell
yrði fastagestur á ensku óperusviði,
en öllum að óvörum kaus hún að
flytjast til Berlínar og starfa við
Komische Oper. Í viðtalinu í Guard-
ian lýsir hún því hve mikill munur er
á starfi óperusöngvarans í Bretlandi
og í Þýskalandi: „Þýskaland er allt
annar heimur, og hafirðu ekki reynt
það, þá geturðu ekki ímyndað þér
hve fólk þar leggur hart að sér. Þar
lifir sú hugmynd að fólk geti haft sitt
lifibrauð af óperusöng; að það sé
fullt starf, eins og hvert annað, og að
því fylgi nokkur vegsemd í sam-
félaginu. Þetta er ólíkt því sem hér
er, þar sem reglan er að ef þú for-
fallast þá færðu ekkert borgað. Þar
finnur maður hins vegar fyrir starfs-
öryggi og félagshyggju.“
Emma lýsir því hvernig frumraun
hennar í hlutverki Mimi í La Bo-
héme í Komische Oper gekk fyrir
sig, og það var töff reynsla fyrir
unga söngkonu. „Að segja að það
hafi verið eldskírn er eins vægt til
orða tekið og hugsast getur. Ég
lærði hlutverkið, mætti á staðinn og
varð að æfa mig algjörlega sjálf!
Tveimur dögum fyrir frumsýningu
hitti ég loks samsöngvara mína á lít-
illi sviðsæfingu. Maður þarf að læra
að forgangsraða; hlusta, læra rull-
una og halda fullum dampi. Þetta
var spark í rassinn.“
ÍBerlín hafði Emma Bell tækifæritil að syngja sem gestasöngvari
annars staðar, og fyrr á þessu ári
söng hún í La clemenza di Tito eftir
Mozart í Ensku þjóðaróperunni. Þar
söng Emma hlutverk Vitelliu, en á
móti henni í hlutverki Sextusar var
önnur ung stjarna, Sarah Connolly.
Dómar um frammistöðu þeirra voru
fádæma góðir, en mörgum þótti sem
ráðningadeild Þjóðaróperunnar
þyrfti ekkert minna en ærlega ráðn-
ingu fyrir að sjá ekki til þess að
Emma yrði samstundis ráðin til
fleiri verkefna. Í viðtalinu segir
Emma, spurð um þetta, að hún sé
hvort eð er stolt af því sem hún hafi
verið að gera í Berlín og engu máli
skipti fyrir hana hvar hún syngi.
Blaðakonan Erica Jeal útskýrir
það í greininni, að það hafi reyndar
ekki verið skortur á tækifærum á
Bretlandseyjum sem hafi dregið
Emmu Bell til Þýskalands, þótt
þangað sæki helst þeir sem enga
vinnu fái við söng heima fyrir, enda
meira en hundrað óperuhús þar,
meðan Bretar státi aðeins af örfá-
um. „Það voru persónulegir hagir,“
segir blaðakonan, en þá var Emma
Bell nýtrúlofuð Finni Bjarnasyni.
Emma útskýrir það nánar sjálf:
„Finnur var á leiðinni í prufusöng
fyrir Komische Oper, til að komast á
samning. Ég spurði mig að því,
hvernig mínum högum yrði best
borgið, og ákvað að skella mér sjálf í
prufusöng við húsið. Ég spurði þá
hvort þeir vildu heyra í mér líka, en
þeir svöruðu að bragði: „Hann er
tenór og við þörfnumst hans veru-
lega, – en allt í lagi, þú mátt svo sem
reyna“.“ Allt blessaðist það, bæði
fengu þau starf, og í dag eru þau gift
og eiga tveggja ára son.
Þótt Emmu Bell bíði nú hlutverk í
ástsælustu óperu Dana við besta óp-
eruhús Englands kveðst hún aldeilis
ekki sjá eftir því að hafa eytt þremur
árum hjá Komische Oper. Hvað tek-
ur við eftir Maskarade er ekki víst,
en Emma segir að hlutverk Víólettu
í La Traviata gæti orðið hennar
næsta á sviði. Blaðakonan kveður
það til marks um nýja stefnu á ferli
Emmu, þar sem hún hafi hingað til
verið þekkt fyrir að syngja barokk-
óperur og verk Mozarts. Emma seg-
ir hins vegar að hlutverk Víólettu sé
einstakt. „Mörg önnur hlutverka
Verdis myndi ég aldrei takast á
hendur, en röddin mín er björt – ég
get sungið hátt og Víóletta höfðar
sterkt til tilfinninga minna. Hún er
svo ærleg.“
Í viðtalinu kemur þó fram aðEmma Bell er síður en svo að
loka dyrunum á dömur Mozarts.
Hún syngur Greifynjuna í Brúð-
kaupinu í Barcelona 2008 og henni
hefur verið boðið að syngja Fiordi-
ligi í Cosi fan tutte, en hefur hingað
til aldrei getað þegið það vegna ann-
arra anna, þótt hlutverkið henti
henni vel. En Vitelliu í Clemenza di
Tito ætlar hún aldeilis ekki að gefa
upp á bátinn. „Það er bara svo hel-
víti góð rulla, og persónan hefur
fimmtán andlit!“ Hún syngur hlut-
verkið næst í Montréal í Kanada og
segir það vera ögrun þá að gera
annað og meira en bara að end-
urtaka það sem hún gerði í upp-
færslunni rómuðu heima fyrir.
Emma Bell mun áfram búa í Berl-
ín þótt vinnan verði í London. Í við-
talinu kveðst hún elska að fara út
með son sinn, og segir að í risíbúð
þeirra Finns í Berlín geti hún sinnt
öðru áhugmáli, garðrækt, þar sem
þau hafi risastórar svalir. Hún segir
að þrátt fyrir það hlakki hún þó til
þess einn góðan veðurdag að geta
flutt aftur heim.
Emma Bell
stefnir á toppinn
’Ég spurði þá hvortþeir vildu heyra í mér
líka, en þeir svöruðu að
bragði: „Hann er tenór
og við þörfnumst hans
verulega, – en allt í lagi,
þú mátt svo sem reyna.‘AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Emma Bell í hlutverki sínu í Lúkretía svívirt í Íslensku óperunni árið 2000.
begga@mbl.is