Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 19 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR         S umarið er tíminn og nú er tími fyrir útilegur. Júlímánuður er hlýjastur allra mánaða og birtan er enn góð. Þá er tilvalið að draga fram tjaldið, tjaldvagninn, húsbílinn, eða felli- hýsið og fara í ferðalag um landið.  Tjöld. Úrvalið af tjöldum er fjölbreytt og sum eru svo ein- föld í uppsetningu að ekki þarf að setja þau saman heldur aðeins kippa í tvo spotta og þá er tjaldið komið upp. Þessi tjöld nefn- ast „pop-up“ tjöld. Þau opnast og lokast eins og regnhlíf og eru einföld að gerð. Verð: Mjög einföld tjöld kosta frá 1.490 krónum. „Pop-up“ tjöldin svokölluðu eru á bilinu 3.990 upp í 8.990 krónur eftir stærð. Hægt er að fá þykkari tjöld, með eða án for- tjalds, nokkrum herbergjum og himni á um 10.000 krónur. Gott er að hafa í huga að allra ódýrustu tjöldin henta betur í nokkuð góðu veðri þar sem þau eru ekki vatnsheld.  Dýnur. Íslensk- ar sumarnætur geta orðið kaldar á köflum og þá gildir að vera með góða dýnu ef sofið er í tjaldi. Til eru margar stærðir og gerðir og þykkt dýna getur verið mismunandi. Vindsængur eru sífellt vinsælli enda er nú hægt að kaupa sérstakar pumpur sem láta bílinn um að pumpa lofti í dýnuna. Einnig er hægt að pumpa lofti í vindsængur með fótpumpu. Aðr- ar gerðir af dýnum eru til dæmis ódýrar poly- esterdýnur, sem hækka í verði eftir því sem þær verða þykkari, og sjálfblásanlegar dýnur. Þær eru þykkari en polyesterdýnurnar en þynnri en vindsængurnar. Verð: Dýnur geta kostað frá 400 krónum (þær allra þynnstu) upp í tæpar 2.500 krónur, eins og tvíbreiðar vindsængur frá Rúmfatalag- ernum. Nokkrar gerðir af pumpum eru til sem kosta frá 1.000 krónum. Bílapumpa kostar í Húsasmiðjunni 1.549 krónur.  Grill. Ferðagas- grill eru nett og auð- veld í uppsetningu. Verð: Ódýrustu grillin kosta undir 2.000 krónum og hægt er að fá mjög gott grill á 5.900 krónur. Á grillið er hægt að nota ýmislegt, eins og grillgrind fyrir hamborgarana, maískorn- bakka, pitsupönnu eða vok-pönnu fyrir græn- metið. Ef notuð eru einnota kolagrill þarf að gæta þess að hafa þau ekki í beinni snertingu við gras, og raða steinum undir grillið.  Útilegustólar. Færst hefur í aukana að kaupa svokallaða tjaldstóla (heita einn- ig útilegustólar) sem hægt er að brjóta saman og eru sér- staklega hentugir til að sitja í meðan beðið er eftir grillinu. Sum- ar gerðir hafa glasahaldara og til eru einnig „tjaldsófar“, sem eru tveir stólar fastir saman með tjaldborði í miðjunni. Hægt er að fá minni stóla fyrir börnin. Verð: Allt frá 690 krónum, upp í 2.300 krón- ur fyrir tjaldsófa.  Rafmagnstæki. Það er engin ástæða til þess svekkja sig yfir því að rafhlöð- urnar endist ekki í ferðatölvunni, ipod- tækinu eða símanum, því nú er hægt að hlaða öll þessi tæki með kveikjaranum í bíln- um. Hægt er að kaupa millistykki með inn- stungu í raftækjabúð sem tekur allt að 75 vött og breytir 12 voltum í 220 volt. Einnig er hægt að „hlaða“ kælibox með rafmagni úr bílnum og haldast boxin köld í nokkrar klukkustundir á eftir. Verð: Rafmagnskælibox kosta frá 4.000 krónum upp í 13.000 krónur. Millistykki í bíl- kveikjara er á 5.990 krónur í Elko.  Annað. Ef farið er í ferðalag er ekki úr vegi að fá sér „pikknikk“ tösku sem er með allan helstan borðbúnað á einum stað. Göngustaf- ur getur verið nytsam- legur í göngunni. Sól- tjöld og vindtjöld skýla vel fyrir veðri og vind- um og til að halda þeim litlu ánægðum í bílnum er sniðugt að taka með sér ferða-dvd-spilara sem gengur fyrir rafhlöðum. Upplýsingar fengust í Rúmfatalagernum, Húsasmiðjunni og Elko og er þessi listi á eng- an hátt tæmandi. Búnaður fyrir útileguna  ÚTIVIST Ferðalagið og búnaðurinn sem því fylgir þarf ekki að kosta morð fjár og hægt er að finna sér ýmislegt til hægðar- auka áður en lagt er af stað. Sara M. Kolka athugaði hvað er á boðstólum fyrir ferðaglaða Íslendinga. Morgunblaðið/RAX Það þarf ekki að kosta mikið að skreppa út á land í útilegu og mikið er til af sniðugum útivistargræjum. sara@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.