Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 41 AKUREYRI KRINGLAN KEFLAVÍK   THE WAR OF THE WORLDS kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 B.i. 14 THE WAR OF THE WORLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 BATMAN BEGINS kl. 3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 B.i. 12 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 BATMAN BEGINS kl. 5.10 - 6.30 - 8.10 - 10 B.i. 12 HOUSE OF WAX kl. 10 B.i. 16 ára. THE WEDDING DATE kl. 8 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 5.50 BATMAN BEGINS kl. 8 - 10 CRASH kl. 8 WAR OF THE WORLDS kl. 8 og 10.30 BATMAN BEGINS kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI A F I N ! i s e Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið H.B. / SIRKUS Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL         ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Hróarskelda | Fjórði dagur hátíðar og flestir ögn slompaðir. Uppröðun atriða þennan daginn tekur líka oft tillit til þessa, áhersla á rólyndislega og mjúka hljóma. Þó ekki þegar Na- palm Death voru settir í eitthvert tjaldið klukkan tólf á hádegi árið 1995. Þrátt fyrir að dá það band og dýrka forðaði ég mér á McDonalds í miðbæ Hróarskeldu á meðan. Það er skömm frá því að segja. Annað var upp á teningnum núna og það atriði sem maður hafði beðið hvað spenntastur eftir var áætlað klukkan 13 í Pavilion, nefnilega Jo- anna Newsom sem gaf út eina af bestu plötum síðasta árs, The Milk- Eyed Mender. Newsom sat ein uppi á sviði með hörpu og söng með sinni barnslegu rödd sem virðist koma úr öðrum heimi. Lögin taka á sig undarlegar sveigjur og beygjur og röddin sömuleiðis. Það er leiðslu- kenndur eiginleiki í tónlistinni og nýbylgjufólkið, sem fjölmennti á þessa tónleika, stóð stjarft. Þetta reyndist fínasta sunnudagstónlist, nokkuð einhæft þó er á leið. SMS Utan við tjaldið rakst ég á fag- félaga, þá Óla Palla af Rás 2, Frey Eyjólfsson og fleiri og voru það fagn- aðarfundir að vanda en ég hafði hitt þá nokkrum sinnum á hátíðinni. Það lýtur alltaf dulítið öðrum lögmálum að hitta á landa í útlöndum, sér- staklega þegar menn eru í svipuðum erindagjörðum, þá blossar upp sam- kennd og samstaða, menn bera sam- an bækur og hlæja að því hvað allir aðrir en Íslendingar eru vitlausir. Merkilegt þó hvað maður hitti oft á sama fólkið, sé tillit tekið til stærðar hátíðarinnar. En ef maður hafði ein- hverja sérstaka þörf til að hitta fólk var leikur einn að koma því í kring, þökk sé undrum farsímatækninnar. Þetta var óhugsandi fyrir tíu árum, þá þurfti fólk að melda sig saman með því að setja saman nákvæmar áætlanir um að hittast á tilteknum tímum við einhverjar hátalara- stæður, eitthvað sem tíðkast reynd- ar enn. Í Ballroom tróð svo Faiz Ali Faiz upp, qawwali-söngvari líkt og Nus- rat Fateh Ali Khan heitinn. Rödd hans var sannarlega kraftmikil og ægifögur – hann gat haldið hreinum tónum lengi vel og fett upp á þá og brett að vild. Faiz var studdur kór sem sá einnig um pumporgelleik og tablatrommuslátt og kölluðust kór- inn og Faiz reglulega á og var það einkar áhrifamikið. Næsta atriði í Ballroom var ekki síður áhrifamikið en þar fór kong- óska sveitin Konono N°1. Keyrslan minimalísk en öllu brjálaðri en mað- ur átti að venjast frá þessu sviði. Meðal annars var notast við þumal- píanó (likembe), lítið box með stál- fjöðrum, en þrjú slík voru í gangi. Önnur hljóðfæri voru t.a.m. tromm- ur gerðar úr brotajárni. Tvær konur dönsuðu hörkulegan, eggjandi dans; allir sungu og undir niðri var fastur, drynjandi bassataktur, ofur- einfaldur eins og gerist í harðasta stálteknói. Magnað að sjá og einhver geðveikislegur, afrískur borgar- bragur á öllu. Wilson góður Næst rölti ég yfir á Odeon þar sem Brightonsveitin Go! Team gösl- aðist um sviðið með sína óræðu stuð- tónlist. Sveitin var dálítið lengi í gang en söngkonan Ninja náði fyrir rest að koma áhorfendum á sitt band. Hljóðfærin gengu í hringi á milli meðlima og spilagleðin var ósvikin. …And You Will Know Us By The Trail Of Dead leystu Mars Volta af á Appelsínugula sviðinu á síðustu stundu og gerðu sem mest úr þessu tækifæri og náðu að gera stormandi lukku. Þar á eftir kom svo Brian Wil- son fram. Það er jafnan ljúfsár „nú er þetta búið“-stemning yfir síðasta stóra atriðinu á sunnudeginum en Wilson og sveit hans tóku þetta með trompi. Það þarf engum að dyljast að Wilson gengur ekki heill til skógar og er það Darian Sahanaja úr Wondermints sem stýrir þessu ásamt meðspilurum í hæsta gæða- flokki. Wilson virðist detta reglulega út á tónleikum, fær greinilega yfir sig stutt kvíðaköst en á þessum tón- leikum var hann mestanpart „inni“. Um miðjan flutning kallaði hann: „Hversu hátt getið þið hrópað?!“ leit svo á bandið sitt og grínaði: „Hversu hátt getum við hrópað?“ Efnisskráin var vel samsett, byrjað var á slög- urum eins „Don’t Worry Baby“, „Surfer Girl“ og „Darlin’“ og einnig fékk hið frábæra „In My Room“ að hljóma. Svo var farið í nokkur lög af Pet Sounds og í fyrsta skipti á hátíð- inni komu tár í hvarma blaðamanns, er „God Only Knows“ var flutt. Fal- legasta lag í heimi. Af Smile komu svo „Our Prayer“, „Heroes & Villa- ins“ og „Good Vibrations“. Í upp- klappinu var svo rennt í gegnum sí- gild stuðlög eins og „I Get Around“, „Barbara Ann“ og „Fun, Fun, Fun“. Það sem gerði tónleikana eins vel heppnaða og raun bar vitni var hversu góðir meðspilarar voru með Wilson sem nálgast efnið greinilega af mikilli virðingu og heilindum. Mun betra en sirkus Love og Johnstons sem boðið var upp heima á Fróni. Interpol lék í Arena, var á Pavil- ion í hitteðfyrra og hefur því hlotið stöðuhækkun. Bandið er orðið mjög öruggt og flott og á nú að baki tvær plötur sem hægt er að hringla með í efnisskránni. Ég varð reyndar fyrir sárum vonbrigðum með síðustu plötu, Antics, eina lagið af viti er „Not Even Jail“. En fyrsta platan er snilld. Niðurstaða? Það var mjög hæfandi að bjóða upp á sólríka hljóma á Appelsínugula sviðinu og var því áframhaldið eftir að Wilson hafði lokið leik. Klukkan var nú orðin tíu og hátíðargestir farnir að tínast burt og tiltölulega rúmt fyrir framan sviðið. Það stöðv- aði þó ekki Juan Luis Guerra, mer- engue-meistarann frá Dóminíska lýðveldinu, sem bauð upp á glæsta sýningu og voru um þrjátíu manns á sviðinu. Hröðu stuðlögin svínvirk- uðu, en Sting-legar ballöður síður. Það eru aldrei neinar raunveru- legar niðurstöður eftir svona hátíðir, líkt og á Óskarnum eða Eddunni. Það sem einkenndi „Skelduna“ þetta árið var, eins og ég hef áður komið inn á, óvenju friðsamleg og róleg stemning auk nokkurs konar lág- stemmds anda hvað tónlistina varðar sem reyndist svo akkur frekar en hitt. Að ósekju hefði þó mátt bjóða upp á fleiri sveitir frá öðrum Norðurlöndum en Danmörku. Hlut- fall danskra sveita var allt of hátt, sérstaklega á „Camping Stage“- sviðinu þar sem hefði verið gaman að sjá fleiri sveitir frá Íslandi, Fær- eyjum eða öðrum Norðurlöndum. Hróarskelda er vissulega dönsk há- tíð en þó fyrst og fremst alþjóðleg og þá kemur mikill fjöldi gesta frá hin- um Norðurlöndunum. En þegar maður lítur yfir hljóm- sveitarlistann dylst ekki að vandað hefur verið til vals og líkt og áður þurfti maður að hafa sig allan við til að komast yfir allt það áhugaverð- asta. Svo kemst maður aldrei yfir það hversu ótrúlega vel er haldið á spöðunum í öllu skipulagi. Sjáumst á næsta ári! Hróarskelda 2005 | Sunnudagur Hátíð lýkur Arnar Eggert Thoroddsen skrifar arnart@mbl.is Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á: www.roskilde-festival.is www.roskilde-festival.dk Myndir frá hátíðinni er hægt að sjá á: www.rockphoto.dk Morgunblaðið/Arnar Eggert Það er gott að fá sér lúr eftir viku tónleikatörn.Rokk og rólegheit einkenndu Hróarskelduhátíðina að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.