Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR
ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Nýr og miklu betri
leðurblökumaður.
H.L. / Mbl.
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Kvikmyndir.is
Gleymdu hinum.
Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
Gleymið öllum hinum
Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
Þórarinn Þ / FBL
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
H.B. / SIRKUS
T O M C R U I S E
I N N R Á S I N E R H A F I N
I N N R Á S I N E R H A
T O m c r u
MYND EFTIR Steven spielberg
MYND EFTIR
Steven spielberg
War of the Worlds kl. 6 - 8.30 - 11 b.i. 14
Batman Begins kl. 5.30 - 7.15 - 9 og 11 b.i. 12
Voksne Mennesker kl. 5.45
Crash kl. 8 og 10.15 b.i. 16
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
„Innrásin
er girnileg
sumar
skemmtun,
poppkorns
mynd af
bestu
gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA
STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
VINSÆ
LASTA
MYND
IN Á ÍS
LANDI
-
YFIR 1
6.000
GESTI
R
VINSÆ
LASTA
MYND
IN Á ÍS
LANDI
-
YFIR 1
6.000
GESTI
R
TVÍEYKIÐ Steintryggur leikur á
Þjóðlagahátíð á Siglufirði í kvöld
ásamt tyrkneska tónlistarmanninum
Hadji Tekbilek. Steintryggur er eins
og allir vita skipaður þeim Steingrími
Guðmundssyni tablaleikara og Sig-
tryggi Baldurssyni trommuleikara.
Sigtryggur lék að vísu í gær í
gömlu síldarbrennslunni en sú uppá-
koma kallaðist Draugagangur í
Gránu. Þar smíðuðu þeir Davíð Þór
Jónsson, Sigtryggur Baldursson og
Helgi Sv. Helgason hljóðmynd þar
sem þeir léku á sjálft húsið og inn-
anstokksmuni undir draugasögum
lesnum af röddum úr fortíðinni. Þeg-
ar blaðamaður náði í Sigtrygg í gær
var hann staddur fyrir utan hús á
Siglufirði í leit að förðunardömu bæj-
arins. Í gegnum símann heyrðist að
daman væri flutt en væri mögulega
að finna uppi við kirkjugarðinn. Sig-
tryggur kemur aftur í símann og út-
skýrir að þeir séu að leita að svörtu
meiki. „Hugmyndin er að mála okkur
alveg svarta í framan í kvöld, leika
drauga í þessum draugagangi. Það
verður að fara með þetta alla leið, við
ætlum líka að verða okkur úti um
þurrís svo þetta verður alveg ekta.“
Á meðan Sigtryggur röltir upp að
kirkjugarði spyr ég hann út í Hadji
Tekbilek sem verður með þeim á tón-
leikunum í kvöld.
„Steingrímur var með Hadji í
Creative Music Studio, rétt hjá
Woodstock í New York-ríki, þegar
Steingrímur var í tabla-námi svo að
þannig eru þau kynni komin til. Við
erum svo núna að vinna nýja plötu
með Hadji og vonumst til að senda
hana frá okkur síðsumars. Hadji ætl-
ar líka að vera með námskeið hérna á
Siglufirði og kynna tyrkneska tónlist
en hann er sprenglærður í henni.“
Nú heyrist barið að dyrum
og þá hátt en hvellt gelt í
hundi.
„Hérna sýnist mér vera
kominn kínverskur smá-
hundur …“ Dyrnar opnast.
„Góðan daginn, við erum að
leita að sminkunni. Ert það
þú? Við erum hérna nokkrir
tónlistarmenn úr bænum að
spila í Gránu í kvöld og vilj-
um sverta á okkur andlit-
in … gætum við fengið lánað
hjá þér svart meik?“
„Jú, það ætti nú að vera
hægt að bjarga því,“ heyrist
í dömunni og svo í lítilli
stúlku sem vill ólm fá að taka
þátt í samtalinu.
„Frábært, ég kem þá aft-
ur með peninga eftir smá-
stund, hvað kostar svona
meik?“
„Það ætti nú ekki að kosta
ykkur neitt. Ég get alveg
gefið ykkur þetta.“
„Það kostar ekki neitt,“
endurtekur litla stelpan
háum rómi.
„Auðsjáanlega ekki,“
svarar Sigtryggur og þakkar
fyrir sig.
„Ertu þarna ennþá?“ spyr
hann í símann.
Já, já.
„Það gengur á ýmsu hérna.
Hugarþelið virðist vera svolítið ann-
að hérna úti á landi. Mjög hressandi.
Hvar vorum við annars?“
Þetta er bara komið.
„Nú flott, vertu blessaður.“
Steintryggur á Siglufirði
Steintryggur heldur tónleika á þjóðlagahá-
tíð á Siglufirði ásamt Hadji Tekbilek.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
MYNDASÖGUMYNDIN Sin City
eða Syndabælið er frumsýnd hér á
landi í dag en um er að ræða mynd
byggða á myndasögunum kunnu eft-
ir Frank Miller. Leikstjóri myndar-
innar er Robert Rodriguez en Miller
sjálfur var honum hægri hönd sem
aðstoðarleikstjóri. Ekki ómerkari
leikstjóri en Quentin Tarantino kom
þeim félögum einnig til aðstoðar sem
gestaleikstjóri í hluta úr myndinni.
Myndin er talin samsvara teikni-
myndasögunum vel, bæði hvað varð-
ar útlit og söguþráð, og þykir það
vel.
Myndin segir frá átökum í hinni
spilltu borg, Sin City. Lögreglan
berst við spillta bófa og alls kyns
vafasöm starfsemi grasserar í
syndabælinu Sin City.
Með aðalhlutverk fara þau Bruce
Willis, Benicio Del Toro, Clive
Owen, Mickey Rourke, Jessica Alba,
Rosario Dawson, Josh Hartnett,
Elijah Wood og Nick Stahl.
Frumsýning | Sin City
„Gefstu upp? Við erum á leið til Íslands.“ Clive Owen og Benicio Del Toro.
Syndabælið ógurlega
Nánar er fjallað um Frank Miller
og tilurð Sin City í Lesbók
Morgunblaðsins á Laugardaginn.
Roger Ebert: Metacritic.com 74/100
Empire 80/100
Hollywood Reporter 40/100
Variety 80/100 (skv. metacritic)
Sin City er frumsýnd í dag í Smárabíói en
á föstudaginn í Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.
BLÚSHÁTÍÐ hefst á Ólafsfirði í kvöld og verður opnunaratriði há-
tíðarinnar ekki af verri endanum. Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur
undanfarin þrjú ár unnið að því að setja upp stórtónleika til minn-
ingar um Elvis Presley, sem hefði fagnað sjötugsafmæli á þessu ári.
Hann hefur sett saman tíu manna hljómsveit og auk hans syngja
fimm söngvarar með á tónleikunum.
Hljómsveitina skipa Jón Ólafsson, Róbert Þórhallsson, Guð-
mundur Pétursson, Birgir Baldursson, Magnús Ólafsson, Halli
Gulli, Samúel J. Samúelsson, Snorri Sigurðsson, Steinar Snorrason
og Pétur Örn Guðmundsson sem jafnframt syngur auk þeirra Frið-
riks Ómars, Ölmu Rutar, Regínu Óskar, Margrétar Eirar og
Heiðu.
Friðrik Ómar segir ætlunina ekki að herma eftir Elvis heldur
einungis að syngja lögin hans.
„Við verðum ekki í Elvis-gallanum og lögin sem við tökum eru í
óbreyttum útsetningum frá Las Vegas-tímabili Presleys,“ segir
hann.
Friðrik Ómar viðurkennir fúslega að allir aðstandendur sýning-
arinnar séu orðnir eldheitir aðdáendur Elvis eftir allt æfingaferlið.
„Ég hef reyndar lengi verið mikill aðdáandi hans og sótti meira
að segja Graceland heim í maí síðastliðnum,“ segir hann.
Friðrik Ómar segir tónleikana í kvöld vera þá einu sem áform-
aðir eru með dagskrá helgaðri Elvis.
„Það er hins vegar mikill hugur í okkur að flytja þetta einhvern
tímann á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hann að lokum.
Tónlist | Blúshátíð Ólafsfjarðar hefst í dag og fjölbreytt dagskrá verður í boði
Morgunblaðið/Eyþór
Fimmtán manna hópurinn á lokaæfingu fyrir tónleikana áður en haldið var norður.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld í félagsheimilinu Tjarnarborg.
Forsala aðgöngumiða er í Sparisjóði Ólafsfjarðar í síma 460-2700.
TENGLAR
...............................................................................................................
www.olafsfjordur.is/blues
Tileinkað Elvis Presley
MIÐASALA á tónleika Ant-
ony and the Johnsons, sem
fram fara í næstu viku hér á
landi, hefur gengið vel að
sögn Gríms Atlasonar tón-
leikahaldara en samkvæmt
tilkynningu frá honum í gær
voru einungis 100 miðar eftir
á tónleikana.
Miðasala fer fram í verslun
12 tóna við Skólavörðustíg og
á midi.is.
Tónleikarnir verða í NASA
við Austurvöll mánudaginn
11. júlí.
Það er hljómsveitin Hudson
Wayne sem hitar upp fyrir
Antony.
Nær
uppselt á
Antony
and the
Johnsons