Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engin leið er til að drepa hvali á mannúðlegan hátt að mati Alþjóða dýraverndunarsjóðsins (IFAW). Sjóðurinn mótmælir þeim veiðum á hrefnu í vísindaskyni, sem nú eru hafnar við landið. Hefur hann sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna þess: „Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt að heimilaðar verði veiðar á allt að 39 hrefnum í sumar – sem er stærsti kvótinn frá því hvalveiðar hófust að nýju við Ísland árið 2003. Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hafði áður eindregið hvatt stjórnvöld til að hafna ósk Hafrann- sóknastofnunar um þennan kvóta og binda endi á hinar svokölluðu vís- indaveiðar á hval. Í sameiginlegri yf- irlýsingu stjórna Bretlands, Frakk- lands og Þýskalands í maí síðastliðnum er málatilbúnaður Haf- rannsóknastofnunar sömuleiðis harðlega gagnrýndur. Ellie Dickson hjá IFAW segir að það séu mikil vonbrigði að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að halda til streitu svokölluðum vísindaveiðum á hrefnu þrátt fyrir mikla andstöðu víða um heim. Vistkerfi sjávar sé mjög flókið og það sé mikil einföldun að halda því fram að hvalir hafi neikvæð áhrif á fiskstofna. Þá sé engin leið að drepa þessar stóru skepnur á mannúðlegan hátt. IFAW-samtökin hafa miklar áhyggjur af hugmyndum um að drepa allt að 100 hvali á næsta ári. Frá því árið 2003 hafa 62 hrefnur verið veiddar í íslenskri lögsögu. Mjög erfiðlega hefur gengið að selja kjötið á innanlandsmarkaði þar sem eftirspurn er hverfandi og engin út- flutningsmarkaður er til staðar. Efnahagslegur ávinningur af þess- um veiðum er því enginn sbr. skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræð- ings sem hann vann fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í Ulsan í Suður Kóreu var til- lögum um hvalveiðar í atvinnuskyni alfarið hafnað. IFAW styður nýtingu á hvalastofnum með hvalaskoðun og gerði það markvisst hér á landi þeg- ar verið var að stíga fyrstu skrefin í þeirri atvinnugrein. Rúmlega 80.000 ferðamenn fóru í hvalaskoðun á Íslandi á síðasta ári. IFAW-samtökin munu áfram berj- ast gegn hvalveiðum við Ísland um leið og samtökin hvetja til vistvænna hvalaskoðunarferða.“ Hvalveiðum mótmælt RÚSSNESKA flutningaskipið Khar- ovsk landaði í vikunni 280 tonnum af þorski í hollenzka hafnarbænum Eemeshaven. Þar af voru 219 tonn af smáþorski, frá hálfu kílói upp í eitt kíló. Grunur leikur á að fiskurinn sé kominn með ólöglegum hætti úr Bar- entshafi, en Rússarnir segja fiskinn vera frá Grænlandi, veiddan af græn- lenzkum fiskimönnum. Norska blaðið Fiskaren greinir frá þessu og þar kemur fram að um hálfa milljón af smáþorski hafi verið að ræða. Hollenzk yfirvöld hafi kannað farminn vegna gruns um að fiskurinn hefði verið veiddur með ólöglegum hætti í Barentshafinu. Flutn- ingaskipið siglir reglulega milli Hol- lands, Barentshafsins, Íslands, Grænlands og Færeyja og lestar fisk á hafi úti. Þessi fiskur var ætlaður kaupendum innan Evrópusambands- ins og var hann afhentur þeim, enda gátu hollenzk yfirvöld ekkert aðhafst, þar sem ekki var hægt að færa sönn- ur á að fiskurinn kæmi úr Barents- hafinu. Hins vegar verður nú farið í það að rannsaka sannleiksgildi þess að fiskurinn hafi verið veiddur við Grænland. Fiskistofa Grænlands kannaðist ekki við að rússneskt skip hefði verið þar og lestað grænlenzkan þorsk. Talsmaður Fiskistofunnar sagðist í samtali við Fiskaren ekkert hafa heyrt um málið. Eftirlit með veiðum og vinnslu á Grænlandi er strangt, en Grænland hefur gert fiskveiðisamn- inga við ESB, Færeyjar, Ísland, Nor- eg og Rússland og er í samstarfi með Kanadamönnum. Stutt er síðan norsk og hollenzk stjórnvöld komu upp um ólöglegar veiðar í Barentshafi, þar sem aflan- um var umskipað yfir í flutningaskip á miðunum. Um var að ræða rúss- nesk skip. Landaði hálfri milljón smáþorska ÚR VERINU KONUR sem lifðu af hörmungar flóðbylgjunnar í Asíu í desember í fyrra krefjast aukinnar hlutdeildar í endurreisnarstarfi sem nú fer fram á flóðasvæðunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UNIFEM á Ís- landi, en UNIFEM er þróunarsjóð- ur Sameinuðu þjóðanna fyrir konur. Á tveimur þeirra svæða sem verst urðu úti, Aceh-héraði í Indónesíu og Sri Lanka, hefur UNIFEM í sam- starfi við samstarfsaðila sína á staðn- um styrkt kvennahreyfingar til þess að greina þarfir og áhyggjur kvenna og tryggja að tillit sé tekið til kynja- sjónarmiða í endurreisnarstarfinu. Um árabil hafa konur á þessum svæðum haldið lífi í fjölskyldum sín- um og samfélagi á meðan átök hafa geisað og þegar flóðbylgjan skall á tóku konur virkan þátt í neyðarstarfi með því að taka að sér ættingja og börn sem misstu foreldra sína, starfa í skýlum og neyðarbúðum, dreifa lyfjum og matvælum og annast hina látnu. Nú þegar samfélög á hamfara- svæðunum snúa sér frá neyðarað- stoð að endurreisn er hlutur kvenna takmarkaður í skipulagningu og framkvæmd uppbyggingarstarfs, segir í tilkynningu UNIFEM. Á undanförnum vikum hafa konur staðið fyrir tveimur stórum fundum, annars vegar í Aceh-héraði og hins vegar í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, þar sem hundruð kvenna komu saman til að ræða málefni sín og skerpa á mikilvægu hlutverki sínu í uppbyggingarstarfinu. Fund- irnir voru haldnir í kjölfar heim- sókna Noeleen Heyzer, fram- kvæmdastjóra UNIFEM til Aceh og Sri Lanka þar sem hún hitti fulltrúa frá grasrótarhreyfingum kvenna. Tillögurnar sem lagðar voru fram á fundunum eru nú til umsagnar á æðstu stigum fyrir tilstuðlan UNI- FEM og annarra aðila. Á sama tíma njóta kvennahreyfingar stuðnings til að vekja athygli á störfum sínum og tryggja að raddir þeirra heyrist hjá sveitarstjórnum og ríkisvaldi, sér- staklega hvað varðar helstu málefnin líkt og atvinnu, eignarrétt á landi, hí- býli og félagslegan bata. Konur vilja hlutdeild í upp- byggingu eftir flóðbylgjuna Reuters Konur vilja koma meira að uppbyggingarstarfi í Asíu. Hér sitja skólastúlkur í tjaldi í Aceh-héraði í Indónesíu en skóli þeirra varð flóðinu að bráð. LÁNASJÓÐUR landbúnaðarins verður seldur í náinni framtíð, en heldur engu að síður uppi fullri starf- semi, að sögn Guðmundar Stefáns- sonar framkvæmdastjóra sjóðsins. Á heimasíðu sjóðsins er nýleg frétt undir yfirskriftinni: Lánasjóðurinn lánar enn! „Alþingi hefur samþykkt lög um að leggja sjóðinn niður um næstkom- andi áramót. Landbúnaðarráðherra er heimilt að ráðstafa eignum og skuldbindingum sjóðsins og hann hefur ákveðið að gera það,“ sagði Guðmundur. Aðaleignir sjóðsins eru fólgnar í skuldabréfum og nam upphæð þeirra um 15,7 milljörðum króna í árslok 2004. Milliuppgjöri fyrir fyrri hluta þessa árs er ekki lokið, en Guð- mundur áætlaði skuldabréfaeignina nú 14–15 milljarða. Auk þess á sjóð- urinn fasteign á Selfossi og skrif- stofubúnað auk annarra eigna. Á móti þessum eignum voru um síðast- liðin áramót skuldir upp á 15,3 millj- arða, en bókfært eigið fé sjóðsins nam þá 3,3 milljörðum króna. Lánakjör breytast Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sjóðurinn verður seldur, þótt það gerist væntanlega á næstu mánuðum. Sala hans er í höndum einkavæðingarnefndar. Guðmundur segir að sjóðurinn haldi uppi hefð- bundinni starfsemi, veiti lán og láns- loforð eins og hann hefur gert. Nokkuð hefur þó dregið úr eftir- spurn eftir lánum, en Guðmundur telur það ekki tengjast sölu sjóðsins sérstaklega, heldur breyttu lána- framboði í bankakerfinu. Sjóðurinn hefur lánað með rýmri kjörum en al- mennt hefur gerst og vextirnir hafa að hluta til verið niðurgreiddir með búnaðargjaldi. Vextir á skuldabréf- um sjóðsins eru nú annars vegar 3,85% og hins vegar 5,95%. „Það liggur í loftinu að hætt verði að greiða búnaðargjald til sjóðsins, væntanlega frá næstu áramótum. Þá breytast kjörin á lánunum,“ sagði Guðmundur. Skuldabréf sjóðsins eru með breytilegum vöxtum og taldi Guðmundur liggja ljóst fyrir að vext- ir myndu hækka þegar búnaðar- gjaldið yrði fellt niður. Fyrir fáein- um árum var búnaðargjald lækkað og þá hækkuðu vextir sjóðsins. Lánasjóður landbúnað- arins seldur á næstunni Viðkomu- staður vöru- bílstjóranna Bílar á morgun  Reynsluakstur: Volkswagen PoloTrendline og lúxusjeppi frá Mercedes Benz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.