Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR RALPH LAUREN POLO JEANS iðunn tískuverslun Kringlunni s. 588 1680 Seltjarnarnesi s. 561 1680 Útsala 20-50% afsláttur Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala Leðurjakkar áður 14.990 nú 11.990 Litir: svart - brúnt hvítt - rautt EINSTÖK ÚTSALA 30-70% AFSLÁTTUR SÉRTILBOÐ 50% TVEIR FYRIR EINN I I I I „VIÐ munum gera okkar besta,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, þegar hann skrifaði undir samn- ing um áframhaldandi aðstoð í Bosn- íu-Hersegóvínu ásamt Gunnari Snorra Gunnarssyni, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu, í gær. Samningurinn tryggir stoðtæki fyrir um 300 einstaklinga í landinu á næstu sex til tólf mánuðum og er verðmæti samningsins um 38 milljón- ir króna, að sögn Gunnars en utanrík- isráðuneytið leggur fram fjármagn til verkefnisins. Samstarf Össurar og utanríkis- ráðuneytisins hófst árið 1996 og var það endurnýjað þremur árum síðar. „Stjórnvöld í Bosníu hafa lagt á það áherslu að þetta hefur heppnast sér- lega vel,“ sagði Gunnar og bætti við að lögð væri áhersla á að hjálpa fólki á besta aldri og koma því þannig aftur út á vinnumarkaðinn en frá upphafi verkefnisins hafa um 1.000 gervilimir farið til íbúa í Bosníu. Gunnar tók einnig fram að verkefnið feli í sér að byggð sé upp ákveðin fagþekking á svæðinu, þar sem stoðtækin eru framleidd í Bosníu. Stoðtæki geta breytt lífi fólks Jón Sigurðsson sagði að það væri afar ánægjulegt fyrir Össur að taka þátt í verkefninu og að sér þætti mið- ur hve lága markaðshlutdeild Össur hefði á þessum slóðum, því stoðtæki félagsins gætu breytt lífi fólks. „Ég er efins um að hægt sé að benda á eins vel heppnað verkefni nokkurs staðar. Þetta er miklu stórkostlegra en við á Íslandi gerum okkur grein fyrir.“ Atli Knútsson, verkefnisstjóri hjá Össuri, kynnti starf fyrirtækisins í Bosníu-Hersegóvínu áður en samn- ingurinn var undirritaður. Hann sagði að árið 1996 hefði orðið ákveðin breyting á framleiðslu fyrirtækisins þannig að hún hafi orðið staðlaðri og að hægt hefði verið að flytja hana út. Markmiðið með að koma stoðtækjum til íbúa Bosníu-Hersegóvínu sé að gera þeim sem misst hafa útlim kleift að ná fyrri styrk og lifa sínu lífi án takmarkana. Atli sagði að Össur hefði unnið náið með heilbrigðisráðuneytinu í Bosníu- Hersegóvínu, Alþjóðabankanum og stoðtækjaverkstæðum í Bosníu, en tækin eru framleidd á verkstæðum í Tusla, Mostar og Sarajevó. Þjálfun þess fólks sem veitir þjónustuna er flóknasti hluti verkefnisins, að sögn Atla en hefur gengið vel. „Samskipti milli stoðtækjaverkstæða og Össurar er lykilþáttur í velgengni verkefnis- ins.“ Talið er að um 5.000 manns hafi misst útlimi í stríðinu á sínum tíma og sagði Atli jarðsprengjur algenga or- sök útlimamissis. Egill Heiðar Gíslason hjá Vinnu- málastofnun fór í árslok 2003 til Bosn- íu að kynna sér starfsemi verkstæð- anna og ræða við starfsmenn um hvernig gengi. Hann sagðist á fund- inum í gær hafa tekið eftir því hve mikils virði það væri fyrir starfsfólk í þessum löndum að komast í kynni við fyrirtæki eins og Össur. „Ég merkti það á ferðum mínum að fyrir ungt fólk eru þetta alger straumhvörf að komast í kynni við þær vörur sem ís- lensk stjórnvöld eru að láta af hendi.“ Tæplega 300 stoðtæki til Bosníu-Hersegóvínu Morgunblaðið/ÞÖK Frá undirritun samningsins í utanríkisráðuneytinu í gær. F.v Kolbeinn Björnsson, Jón Sigurðsson, Gunnar Snorri Gunnarsson, Egill Heiðar Gíslason, Björn Matthíasson og Þórður Bjarni Guðjónsson. Samningur milli utanríkisráðuneytisins og Össurar hf. SAMSTARF Össurar og utanríkis- ráðuneytisins nær ekki einungis til Bosníu, því í ársbyrjun hófst verk- efni á endurhæfingarspítala í Kúrd- istan í Írak. Atli Knútsson, verkefnisstjóri hjá Össuri, sagði á fundinum í gær að í Írak hefði um 600 manns verið veitt aðstoð með stoðtækjum. Þá er Össur einnig með verkefni í gangi í sam- starfi við AMA Medical Service í Rú- anda, Búrúndí, Úganda og Angóla og ennfremur í Kína í samstarfi við China Disabled Persons Foundation. Össur einnig í Írak, Kína og Afríku Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti bankans við Baug vegna fjárfestingarfélagsins A-Holding S.A. sem stofnað var til að kaupa hlutafé í Arcadia. Hann segir að starfsmenn bankans megi ekki tjá sig um einstök viðskipti. Fjárfestingarfélagið A-Holding var stofnað árið 2001 til að fjárfesta í Arc- adia. Stofnhluthafar voru Gaumur, Baugur, Kaupþing og Íslandsbanki. Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til ríkislögreglustjóra segir að eitt af rannsóknarefnum ríkislögreglustjóra lúti að meintum fjárdrætti upp á 95 milljónir sem greiddar voru félaginu FBA-Holding S.A. Þetta segir Jón Ásgeir að sé greiðsla til Gaums vegna kaupa á hlut Gaums í A-Holding. Fengu sérstaka þóknun Í bréfi Jóns Ásgeirs segir að samið hafi verið um að Baugur keypti hina hluthafana út á ákveðnum tímapunkti og á fyrirfram ákveðnu verði. Þegar gengi hlutabréfa Arcadia fór hækk- andi hafi Baugur hafið viðræður við forstjóra Arcadia um kaup á Tops- hop-hluta félagsins. Í þeim tilgangi hafi Baugur viljað kaupa út hluthaf- ana í A-Holding fyrr og á verulega lægra verði en þeir áttu rétt á. Bæði Kaupþing og Íslandsbanki hafi fengið sérstaka þóknun fyrir að falla frá betri rétti sínum en þóknun Gaums verið hlutfallslega lægri en bankanna. Jón Ásgeir segir að Baugur hafi spar- að 500 milljónir með þessu móti og vísar í ársskýrslu Baugs máli sínu til stuðnings. Vegna þessara viðskipta hafi Gaumur fengið 320 milljón krón- um minna í sinn hlut en um var samið. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, hefur áður neitað að tjá sig um þessi viðskipti og vísar til sömu reglna og Hreiðar Már. Kaup Baugs á bréfum Kaupþings í A-Holding Kaupþing getur ekki veitt upp- lýsingar                       GESTUR Jónsson hrl. og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs Group ehf., vill ekki staðfesta neinar upphæðir sem til- greindar eru í frétt á fréttavef Fin- ancial Times um meintan fjárdrátt skjólstæðings síns vegna kaupa á bréfum í Arcadia sem fullyrt er að séu umfangsmikill hluti ákærunnar á hendur honum. Gestur segir að hann hafi ekki tjáð sig um efni ákæru ríkislögreglustjóra við fjölmiðla, og bresku blöðin virðist vinna sínar fréttir upp úr bréfum Jóns Ásgeirs til ríkislögreglustjóra sem birt voru í Morgunblaðinu á laugardag. Innanbúðarvandi A-Holding Hann segir beinlínis rangt eftir sér haft að í ákæru ríkislögreglustjóra sé ákært vegna fjárdráttar vegna kaupa í Arcadia. Í rannsókn málsins og bréf- um Jóns Ásgeirs komi fram að rann- sóknin hafi m.a. beinst að viðskiptum í tengslum við A-Holding. Þess skal getið að Fjárfestinga- félagið A-Holding var stofnað árið 2001 til að fjárfesta í Arcadia. Gestur segir að innanbúðarvandi hluthafa í A-Holding sé í reynd ekki Arcadia-viðskipti. Gestur vildi hins vegar ekki tjá sig um viðskipti A-Holding eða efni ákærunnar. Staðfestir engar upp- hæðir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.