Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 13 ERLENT Prima Embla Stangarhyl 1 110 Reykjavík Sími 511 4080 Fax 511 4081 www.embla.is M IX A • fít • 5 0 7 9 1 PEKING (5 nætur) Á bak við alla ljósadýrð Peking nútímans er borg sem á sér yfir 3000 ára sögu. Mikilfengleiki hinnar „Forboðnu borgar“ lyftir tjaldi tímans. Jafnframt heimsækjum við Kínamúrinn, Sumarhöllina, Himnamusterið, elsta borgarhlutann og þorpið Chuandixia. XIAN (3 nætur) Hápunktur ferðar til Kína er að kynnast hinum heimsfrægu Terra- cotta hermönnum sem hafa verið í viðbragðsstöðu í yfir 2000 ár. GUILIN (2 nætur) Töfraheimur náttúrunnar bíður þín í Guilin, þar sem landslagið er eins og klippt út úr kínversku málverki. Sigling eftir ánni Li þar sem sérkennilega lagaðir fjallstindar rísa við sjóndeildarhringinn er ógleymanlegt ævintýri. HEILDARVERÐ FERÐAR AÐEINS 219.000 KR. Á MANN. Innifalið: Flug og flugvallaskattar, gisting í 10 nætur á sérvöldum 5 stjörnu gisti- stöðum, morgunverður, 7 hádegisverðir og 3 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, allt innanlandsflug, siglingar, heimsókn og hádegisverður hjá kínverski fjölskyldu og glæsileg danssýning með gala-kvöldverði. Fararstjóri: Sigmundur Andrésson. NÝ DÖGUN Í KÍNA 22. september – 2. október SÍÐUSTU SÆT IN fyrir aðeins 219.000 kr – allt innifalið! LEIÐTOGAFUNDUR átta helstu iðnríkja heims (G-8-ríkjanna) hófst í Gleneagles í Skotlandi í gær og tóku yfir 3.000 manns þátt í mótmælagöngu í átt að fundarstað leiðtoganna í gæreftirmiðdag. Fyrr um daginn hafði lögregla ákveðið að banna gönguna eftir talsverðan óróa og skemmd- arverk af hálfu nokkurra mótmælenda, en eftir viðræður við skipuleggjendur göng- unnar var ákveðið að leyfa hana. Hópurinn sem stóð að göngunni vildi með henni krefjast friðar og berjast fyrir málstað hinna fátæku í heiminum og til viðbótar safnaðist þar saman fjöldi hópa með ólík baráttumál. Langflestir mótmælendanna fóru fram með friðsamlegum hætti og fylgdu fyr- irfram ákveðinni leið göngunnar en hluti þeirra, að því að talið er um 400 manns, brutust út úr göngunni þegar hún nálg- aðist fundarstaðinn og kom til talsverðra átaka milli þeirra og lögreglu. Meginhluti göngunnar nam staðar í um 500 metra fjarlægð frá víggirðingu lögreglu um fund- arstaðinn en 400 manna hópurinn réðst til atlögu við lögreglumenn sem börðust gegn þeim, sumir með aðstoð lögregluhunda. Um 60 til 80 manna liðsauki var sendur lögreglunni með þyrlum, en alls sinna 10 þúsund lögreglumenn öryggisgæslu í land- inu í þá þrjá daga sem fundurinn stendur yfir. 17 mótmælendur voru handteknir og átta lögreglumenn slösuðust lítillega í átökunum í gær. AP Mótmæli í Gleneagles Bagdad. AP. | Meintur leiðtogi al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í Írak hafnar öllum kröfum um að hann og menn hans láti af uppreisn sinni gegn bandaríska hernámslið- inu og íröskum öryggissveitum í hljóðupptöku sem sett var á Netið í gær. Lýsir hann því yfir á band- inu að íraski herinn sé jafn mikill óvinur al-Qaeda og Bandaríkja- menn. Talið er að sá sem mæli á hljóð- upptökunni sé Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi. Yfirlýsing Zar- qawis virðist ætlað að letja þær sveitir vopnaðra manna í Írak sem hafa gert sig líklegar til að efna til viðræðna við Bandaríkjamenn og írösk stjórnvöld um vopnahlé eða frið. Þá lýsir Zarqawi því yfir að al- Qaeda muni senn kynna til sög- unnar nýja sérsveit sem fengi það verkefni að „útrýma“ Badr-hern- um, vopnuðum sveitum helsta stjórnmálaflokks sjíta í Írak. Árás- ir Zarqawis og manna hans gegn sjítum í Írak, sem telja um 60% landsmanna, hafa gert það að verkum að margir óttast borgara- stríð í landinu. Hóta að drepa sendiherrann Í hljóðupptökunni vill Zarqawi engan greinarmun gera á Banda- ríkjaher og liðsmönnum íraska hersins sem berjist við hlið Banda- ríkjamanna. „Við tilkynnum að íraski herinn er skipaður villu- trúarmönnum og málaliðum sem hafa gert bandalag við kross- ferðarmennina sem hingað eru komnir til að eyðileggja Íslam og berjast gegn múslímum. Við mun- um berjast gegn honum,“ segir Zarqawi á spólunni. Hann segist jafnframt „sorg- mæddur“ yfir því að menn skuli hafa verið að hvetja hann til að hætta baráttu sinni í Írak. „Sumir vilja að við hættum heilögu stríði okkar í Írak,“ segir hann. „Guð hefur skipað okkur að berjast gegn trúleys- ingjunum ... Við teljum að þjóðin sé að fremja synd með því að styðja ekki við bak mújahedín- anna.“ Al-Qaeda í Írak segjast enn- fremur hafa sendiherra Egypta- lands, Ihab al-Sharif, undir hönd- um en honum var rænt á laugardag. Voru skilríki mannsins sýnd á vefsíðu einni í gær og því lýst yfir að sendiherrann yrði tek- inn af lífi. Fordæmir viðræður við Bandaríkjamenn Abu Musab al-Zarqawi GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti þakkaði dönsku þjóðinni í gær stuðninginn við hernað í Afganistan og Írak. Á sameiginlegum blaða- mannafundi þeirra Bush og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem haldinn var við lok heimsóknar Bush til Dan- merkur, sagði Bush m.a: „Við erum þakklát fyr- ir skilning ykkar, skilning fólksins á því að frelsi er almenn mannréttindi.“ Fogh Rasmussen svaraði því til að Danir væru sammála því að frelsi sé almenn mannréttindi. „Og við deilum þeirri trú að í átökunum milli lýðræðis og ein- ræðis sé ótækt að vera hlutlaus,“ sagði hann. Vill huga að nýjum orkugjöfum Á blaðamannafundi þeirra Bush og Fogh Rasmussen voru auk þess til umræðu þau mál sem efst eru á baugi á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims (G-8-ríkjanna), sem hófst í Glen- eagles í Skotlandi í gær, það er að segja lofts- lagsbreytingar og málefni Afríku. Varðandi loftslagsbreytingar sagðist Bush vonast til þess að hægt yrði að komast yfir deilurnar um Kyoto-samninginn – en Bandaríkin eru eina ríkið úr hópi G-8-ríkjanna sem ekki hefur stað- fest hann – og að þjóðir heims gætu unnið sam- an að því að huga að nýjum orkugjöfum. Nefndi hann vetni sem dæmi í því samhengi. Nýting nýrra orkugjafa yrði til þess fallin að minnka mengun andrúmsloftsins auk þess sem það kæmi þjóðum til góða, bæði með tilliti til efna- hags og öryggis, að vera ekki of háð innflutningi á olíu. Hvað fátækt í Afríku varðar lagði Bush áherslu á að Afríkuþjóðir yrðu að skuldbinda sig til að afnema spillingu og koma á góðum stjórnháttum ætti fjárhagsstuðningur við þær að aukast. Forsetinn sagðist efast um að hægt yrði að „horfast í augu við skattborgara“ og segja þeim að það væri „gott mál að gefa pen- inga til spilltra ríkja“. Hins vegar hefðu banda- rísk stjórnvöld mikinn áhuga á því að „hjálpa fólki“ en þau vildu jafnframt ganga úr skugga um að stjórnvöld í viðkomandi löndum „fjárfesti í fólkinu sínu, í heilsugæslu því til handa, í menntun þess, og berjist gegn spillingu“. Fogh Rasmussen notaði tækifærið og hvatti leiðtoga G-8-ríkjanna til að jafna hlutfallslega framlag Dana til aðstoðar við ríki Afríku. „Ef G-8-ríkin myndu öll jafna það sem við leggjum til, fengi Afríka 90 milljarða dollara í stað 25 milljarða,“ sagði hann. Bush var að heimsækja Danmörku í fyrsta sinn. Þangað kom hann síðdegis á þriðjudag, ásamt konu sinni Lauru og dóttur þeirra Jennu, og fór þaðan um hádegisbil í gær, beint á leið- togafund G-8-ríkjanna. Öryggisgæsla vegna heimsóknar Bush til Danmerkur var ein sú viðamesta sem hefur verið viðhöfð þar í landi en búist var við talsverðum mótmælum vegna komu hans, enda utanríkisstefna hans og þátt- taka Danmerkur í hernaði í Írak verulega um- deild þar í landi. Á þriðjudag söfnuðust um 200 manns saman í miðbæ Kaupmannahafnar, en þá var grenjandi rigning sem kom þó ekki í veg fyrir að mótmælendur kveiktu í bæði banda- rískum og dönskum fánum. Í gær söfnuðust síð- an þúsundir mótmælenda saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn til að mótmæla utanríkisstefnu Bush, skömmu eftir brottför hans, og fóru þau mótmæli friðsamlega fram. „Erum þakklát fyrir skilning ykkar“ Bush þakkar Dönum stuðninginn við lok heimsóknar sinnar til Danmerkur Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.