Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 25 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið allmikil skoðanaskipti um hvort æskilegt sé að stytta námstíma til stúdentsprófs í fram- haldsskólum landsins. Í þessari grein er ætl- unin að vekja eftirtekt á brýnu úrlausnarefni í tengslum við fyrir- hugaða styttingu námstímans. Hér er átt við hvernig við Ís- lendingar stöndum að því að semja og gefa út kennsluefni fyrir fram- haldsskólanemendur. Fræðslulög voru fyrst sett hérlendis ár- ið 1907. Kennslugögn voru fátækleg í upphafi aldarinnar en barnakennarar gáfu þó talsvert út af námsbókum. Þær þóttu dýrar og eftir miklar umræður á kreppu- árunum var Ríkisútgáfa námsbóka stofnuð árið 1937. Sú stofnun heitir nú Námsgagnastofnun. Henni ber að sjá grunnskólum landsins fyrir sem bestum náms- og kennslugögn- um. Grunnskólanemar fá kennslu- bækur og önnur gögn sér að kostn- aðarlausu. Námsgagnastofnun fær 350 milljónir króna til rekstrar á þessu ári. Á framhaldsskólastiginu eru að- stæður með öðrum hætti. Í fyrsta lagi eru kennslugögn á því stigi ekki ókeypis fyrir nem- endur og í öðru lagi er þar engin bókaútgáfa á vegum stjórnvalda. Til er að vísu bókaútgáfan Iðnmennt/Iðnú sem stofnuð var árið 1948. Þessi stofnun hefur vaxið á síðari árum og gefið út rit í ýmsum greinum fyrir fram- haldsskólanemendur en hún er sjálfseignar- stofnun og nýtur engra beinna ríkisstyrkja. Skylt er að geta þess að stjórnvöld styrkja námsefnisgerð á framhaldsskólastigi og nemur sú fjárhæð 19,3 milljónum króna í ár. Fjöldi umsókna berast árlega um þetta fé og deilist það því niður í marga staði. Hitt er augljóst að upphæðin er ekki há. Íslensk bóka- forlög hafa sinnt útgáfu kennslu- bóka fyrir framhaldsskólastigið all- vel en þó verður að játa að það hefur verið býsna sveiflukennt. Sem dæmi um vel heppnað framtak má nefna bókaflokkinn Íslensk úrvals- rit sem Bókaútgáfan Skálholt hóf að gefa út árið 1965. Njörður P. Njarð- vík mun hafa verið framkvæmda- stjóri útgáfunnar á þessum árum. Nú eru það einkum bókaforlögin Edda og Bjartur sem gefa út bækur fyrir framhaldsskólastigið. Í Danmörku og Svíþjóð fá nem- endur grunn- og framhaldsskólans kennslugögn sér að kostnaðarlausu. Útgáfa kennsluefnis fer fram á veg- um einkaforlaga en þau eru mörg hver gömul og gróin, til dæmis hið þekkta danska bókaforlag Gylden- dal. Stór hluti af veltu sumra einka- forlaga á Norðurlöndum mun vera útgáfa námsbóka. Öndvert við aðra norræna framhaldsskólanemendur þurfa íslenskir að kaupa námsefni dýru verði. Í ljósi ofanskrifaðs virðist sem stjórnvöld verði að skera úr um tvennt: a) á að láta grunn- og fram- haldsskólanemendur sitja við sama borð og fá öll kennslu- og námsgögn ókeypis? b) á að láta ríkisrekið for- lag sjá um útgáfu námsgagna eða er æskilegt að eftirláta einkareknum forlögum algerlega alla útgáfu og þá fyrir bæði skólastigin? Rökin fyrir því að nemendur framhaldsskólans fái námsbækur sínar ókeypis eru augljós, það er til að jafna námsaðstöðu og tryggja jafnræði. Hin hlið þessa máls er sú að bókaforlag sem hyggst gefa út bækur fyrir markað, þar sem ríkið sjálft er tryggur kaupandi, hefur miklu betri stöðu en ella. Hvað síðari liðinn varðar er ljóst að ef Námsgagnastofnun yrði aflögð í núverandi mynd yrði til umtals- vert stærri markaður fyrir einka- rekin forlög. Þau fengju þá vænt- anlega betri markað og almennar starfsforsendur. Á hinn bóginn má segja að margvíslegt efni, sem ætl- að væri fyrir litla og fámenna hópa, yrði þá ef til vill hornreka. Af þess- um sökum sé ríkisrekstur í ein- hverri mynd nauðsynlegur. Hægt er að nefna mörg dæmi um fámenn- ar deildir og sérþarfir framhalds- skólanna sem þetta mundi eiga við um. Frá því á árunum á milli 1970 og 1980 hefur íslenskum framhalds- skólanemum fjölgað gríðarlega. Nú eru íslenskir framhaldsskólar um 30 að tölu og aðstæður gjörbreyttar frá þeim tíma að einungis voru starfandi þrír menntaskólar í land- inu. Þessum skólum og nemendum þeirra þarf að sinna með skipulögð- um hætti. Augljóslega yrði það mik- ill útgjaldaliður fyrir hið opinbera að láta nemendur fá öll kennslu- gögn sér að kostnaðarlausu en það myndi hins vegar stórefla útgáfu- starfsemina í hvaða mynd svo sem hún yrði. Sjálfur þekkir greinarhöfundur best til kennslubóka í íslensku og þar hefur margt verið ágætlega gert á liðnum árum, eins og drepið hefur verið á. Sem dæmi má nefna að nú geta kennarar (og nemendur) valið um þrjár mismunandi útgáfur af Njáls sögu, þ.e. frá Iðnú, Bjarti og Eddu (áður Mál og menning). Njála mun kennd í flestum, ef ekki öllum, framhaldsskólum landsins. Hér er því um stóran markað að ræða. Hins vegar er síður von til þess að menn gefi út margar góðar námsbækur á einhverju þröngu sviði íslenskrar málfræði. Að lokum er rétt að leggja áherslu á að með þessum orðum er ekki verið að boða einhverja eina rétta lausn á því hvernig standa beri að útgáfu náms- og kennslu- efnis hérlendis heldur einungis ver- ið að hvetja til þess að menn hug- leiði málið og leiti leiða. Margir eiga hér hlut að máli en efst í huga okk- ar hljóta samt að vera nemendurnir sem eiga fullan rétt á því að gert sé vel við þá í þessum efnum. Námsefnisgerð fyrir framhaldsskólastigið Gunnar Skarphéðinsson ræðir námsgagnagerð fyrir fram- haldsskóla ’Nú eru íslenskir fram-haldsskólar um 30 að tölu og aðstæður gjör- breyttar frá þeim tíma að einungis voru starf- andi þrír menntaskólar í landinu. ‘ Gunnar Skarphéðinsson Höfundur er kennari. VERULEGT fjármagn er fyrir hendi til að byggja heppilegt húsnæði fyrir eldri borgara. Samt gerist bók- staflega ekki neitt! Hvernig stendur eiginlega á þessu? Í borginni (eins og víða annars stað- ar) eru hundruð ekkla og ekkna sem búa í eigin húsnæði sem orð- ið er allt of stórt eftir fráfall maka og börnin flogin úr hreiðrinu. Byggt var fyrir ára- tugum heppilegt hús- næði fyrir eldri borg- ara í háhýsi sem veitir grunnþjónustu fyrir aldraða og heitir sú bygging „Eir“. Eir varð yfirfullt á svip- stundu. Þar sem þetta gafst svona vel, áttu menn von á því að fljótlega yrðu byggðar fleiri slíkar þjón- ustublokkir, þar sem bæði er hægt að kaupa og leigja íbúðir/ herbergi. En viti menn, það féllu allir ráðamenn um slíkar framkvæmdir í Þyrnirósasvefn og sofa enn. Af hverju er ekki komin Eir 2, Eir 3 o.s.frv., næg er eftirspurnin. Íbúðir í svona blokkum með þjónustu fyrir aldraða seljast upp áður en fyrsta skóflustungan er tekin og stað- greiðsla í boði. Af hverju er þá ekki hægt að anna eftirspurn? Lífeyris- sjóðirnir hreykja sér af milljörðum í skjóðum sínum. Þúsundir eldri borg- ara byggðu upp þessa sjóði. Hvar er þakklæti sjóðanna í þeirra garð? Hver lagði til þessa fjármuni? Eru það ekki sjóðsfélagarnir! Lífeyris- sjóður verslunarmanna, með flesta sjóðsfélaga í sínum röðum af öllum lífeyrissjóðum í landinu, ætti að hafa frumkvæði í þessum efnum og byggja húsnæði fyrir sína félagsmenn og aðra. Þetta skilar sér allt til baka og staðgreiðsla í boði, eins og áður var minnst á og um leið losna hundruð íbúða fyrir næstu kynslóð. Framtaks- leysi, skilningsleysi og sofandaháttur borgaryfirvalda bætir ekki ástandið. Það er stöðugt verið að opna ný íbúðasvæði með tilheyrandi leik- skólum, grunnskólum og annarri sjálfsagðri þjónustu en hvar eru eldri borgarar í skipulaginu? Hvergi. Það er eins og fólk eigi ekki að eldast, alla- vega sést ekki að gert sé ráð fyrir eldri borgurum í öllu þessu stórkostlega skipulagi á nýjum bygg- ingasvæðum. Það eru byggingakranar út um allt að byggja upp ný hverfi en skyldi einhver þeirra vera að byggja húsnæði fyrir eldri borg- ara? Hvað eru miklar líkur á því? Hvenær ætl- ar Þyrnirós að vakna! Hvað þarf að blása í marga lúðra svo hún vakni? Þetta er með ólík- indum. Ég (einn af mörgum) hef skrifað marga pistla um þetta efni í dagblöðin en aldrei séð pistil frá ráðamönn- um borgarinnar né öðr- um sem hafa með þessi mál að gera. Hvað eru mörg ráð og nefndir sem þurfa að koma að svona málum? Getur verið að skortur á framkvæmdum sé vegna ofgnóttar af ráðum og nefndum sem þurfa að setja fingrafarið sitt á fer- ilinn? Getur einhver svarað því (t.d. í dagblöðum) hvað hamli svo sjálfsögð- um framkvæmdum sem þúsundir eldri borgara bíða eftir? – Vakna þú nú Þyrnirós –. Furðulegt fram- taksleysi í mál- efnum aldraðra! Guðmundur Guðmundarson fjallar um byggingavanda fyrir aldraða Guðmundur Guðmundarson ’Af hverju er þáekki hægt að anna eftir- spurn?‘ Höfundur er eldri borgari. ÞRÍR ráðgjafar af Hafrann- sóknastofnun birtu grein í Morgun- blaðinu 28. júní sl. Efni greinarinnar birtist sem frétt á baksíðu Morgun- blaðsins sama dag, og vel skrifuð frétt – miðað við að upplýsingar sem ráðgjafar Hafrann- sóknastofnunar gefa standist – sem þær gera hins vegar tæp- lega. Lítum á þrjú aðal- atriði fréttarinnar frá 28. júní og berum sam- an við staðreyndir um þorskstofninn: „Afdrifaríkar breyt- ingar urðu á þorsk- stofninum um árið 1985 sem valda því að stofn- inn er ekki lengur fær um að endurnýjast með sama hætti og hann gerði áratugina á undan og væntan- lega um aldir.“ „Nýliðun þorsks, þ.e.a.s. viðbót við stofninn á hverju ári var 340 millj- ón fiskar árið 1983, en þremur árum síðar hrapaði hún í 87 milljónir. Fyrir 1986 hafði nýliðun aldrei farið nálægt 100 milljónum fiska, en frá 1986 hef- ur nýliðun sex sinnum verið neðan þeirra marka. Fyrir 1986 var annar hver árgangur stærri en 200 millj- ónir fiska en eftir 1986 hefur enginn árgangur náð þeirri stærð“! „Það mætti því líkja hnignun þorskstofnsins við umhverfisslys af mannavöldum“. (tilvitnunum lýkur) Þessar tilvitnanir úr grein þorsk- veiðiráðgjafa eru beinlínis að segja: Fyrir 1986 var nýliðun langtum betri, en þá var veitt langtum meira af smá- þorski, veiðiálag var hærra (sér- staklega á smáþorsk) og allt gekk betur! Það er eins og veiðiráðgjafar skilji alls ekki eigin gögn – á margan hátt! Hæsta veiðiálag sem um getur var t.d. 1972-1975 (45% að meðaltali þessi ár)! Þá varð til árgangurinn 1973 sem við veiddum svo 1100 þús- und tonn úr – einum þorskárgangi – sem er met! Íslandsmetin í nýliðun þorskstofnsins urðu svo flest til við „hættuástand“ (lítinn stofn) – ár- gangarnir 1973, 1983-1984 og 1993! Ráðgjafar virðast gera sömu mis- tökin, endurtekið, nýta „stærð- fræðilega fiskifræði“ (með ágisk- uðum 20% dánarstuðli) til að „endurmeta“ (falsa) eldri stofn- stærðarmælingar á þorskstofninum. Stærðfræðilega, rökfræðilega og til að standast grundvallarreglu um frumgögn á mældum og skráðum stærðum er einungis unnt að nýta breytilegan náttúru- legan dánarstuðul sem fráviksmælingu. Viður- kenna árlega að nátt- úruleg afföll séu breyti- leg (eftir umhverfis- aðstæðum) og í flestum tilfellum hafi afföllin stórhækkað við til- raunir við að „byggja upp stofninn“ með frið- un! Eitt af skýrustu dæmum um þetta er dæmið um falsanir á áð- ur mældum stofn- stærðum 1999-2002, en þá átti „að byggja stofninn upp“ – úr 1031 þús- und tonnum árið 1999 í 1150 þúsund tonn árið 2002 (sjá skýrslur ráðgjafa) – með 25% aflareglu! Árið 2002 mældust einungis til 680 þúsund tonn, en ekki 1150 þúsund tonn! Þá var notuð þessi „stærðfræðilega fiskifræði“ og reiknað út „ofmat“, því frávik frá áætlun varð 470 þúsund tonn af þorski – á aðeins þremur ár- um! „Stærðfræðileg fiskifræði“ reiknaði þá að það hefðu ekki verið til 1031 þúsund tonn árið 1999 eins og mælt var þá til, samkvæmt frum- gögnum (!), heldur „hefðu bara verið til 717 þúsund tonn“! (sjá skýrslur ráðgjafa). Slík fölsun (röng greining á orsök) leiðir svo af sér ranga veiðiráðgjöf aftur – og aftur – og afrakstur minnkar, stofninn horast niður og tvístrast svo um landgrunnið í ætis- leit! Sl. fimm ár hafa verið sett Ís- landsmet í línuveiði sem rökstyðja þessi sjónarmið! Ég geri kröfu um það að haldin verði alvöru ráðstefna um þetta ágreiningsefni. Ég hafna fyrirfram því að haldin verði enn ein „ekkiráð- stefna“ þar sem ekki má spyrja að þessu – ekki má ræða þessi meintu mistök – og ekki má ræða að reynsl- an sýni að betra sé að auka veiði aftur til að ná nýliðun upp aftur! Ráðgjafar í þorskveiðum eru van- hæfir til að endurmeta öll þessi frá- vik og hvort þeir hafi gert mistök! Það endurskoðar enginn eigin mis- tök! Svo, þegar fengnir hafa verið er- lendir prófessorar, eins og Dr. John Pope og Dr. Andrew Rosenberg, til að „endurskoða aðferðarfræðina“ þá fyrst tekur steininn úr í vanhæfi – því báðir þessir prófessorar eru kenn- arar í því hvernig skuli „bakreikna“ (falsa) áður mældar stofnstærðir aft- ur í tímann! Þá er vanhæfið full- komið! Það sem þarf að endurskoða er hvort líffræðilegar lykilstræðir – eins og „fastur dánarstuðull“ 20% á ár- gang árlega – eru ekki sú villa sem orsakar mistök í veiðiráðgjöf, og mis- tök í greiningu á fráviki, þegar „upp- bygging“ mistekst endurtekið! Fyrirsögn tilvitnaðrar fréttar um „umhverfisslys af mannavöldum“ er því miður skelfilega góð fyrirsögn, því mennirnir sem þessu „umhverfis- slysi“ hafa valdið eru ráðgjafar Al- þjóða hafrannsóknaráðsins og m.a. þeir ráðgjafar á Hafrannsóknastofn- un sem skrifuðu greinina í Morgun- blaðið 28. júní sl. Mistök og blekk- ingar ráðgjafa eru fréttaefni – en ekki röklausa þvælan sem þeir halda endurtekið fram. Villa ráðgjafa ligg- ur í því að breyta áður mældum stofnstærðum í stað þess að viður- kenna hækkaðan dánarstuðul þorsks við vaxandi friðun! Blekkingin er fréttamatur, en ekki vitlaust reikn- aða útkoman! „Umhverfisslys af mannavöldum“? Kristinn Pétursson fjallar um sjávarútvegsmál og svarar ráð- gjöfunum þremur hjá Hafrann- sóknastofnun ’Ráðgjafar í þorsk-veiðum eru vanhæfir til að endurmeta öll þessi frávik og hvort þeir hafi gert mistök! Það endur- skoðar enginn eigin mis- tök!‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.