Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 4 og 6 Miðasala opnar kl. 15.00 Sími 564 0000 BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!  „Svalasta mynd ársins“ Þ.Þ. FBL „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...hrein og tær upplifun... gjörsamlega geðveik mynd!“ K&F XFM DÖJ kvikmyndir.com kl.5.20, 8 og 10.40 Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i 14 ÁRA Sýnd kl. 5.20, 8, 10.40 B.i 16 ÁRA YFIR 30.0 00 GESTIR Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i 10 ÁRA „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Frá leikstjóra Bourne Identity Blaðið  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! x-fm AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir ÞÞ - FBL Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i 14 ára SÖNN ÁST HEFUR ALDREI VERIÐ EINS SVÖRT! Frá leikstjóra Bourne Identity Sýnd kl. 8 B.i 14 ára Blaðið  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! T O M C R U I S E I N N R Á S I N E R H A F I N MYND EFTIR Steven spielberg YFIR 30.0 00 GESTIR „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2  S ST EF I I Sýnd kl. 5.50 og 10.20 B.i 10 ÁRA VINSÆLASTAMYNDIN Á ÍSLANDI -YFIR 16.000 GESTIR Bourne Identity Blaðið  ÞÞ - FBL „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Ó.Ö.H - DV      „Svalasta ársi s“ Þ.Þ. FBL „...í heildina frábær mynd...“ T.V. kvikmyndir.is „...hrein og tær upplifun... gjörsa lega geðveik ynd!“ K&F XFM DÖJ kvikmyndir.com Mjaðmahnykkir ómótstæðilegir. Taktarnir ósviknir. Söngvari með ótrúlegt raddsvið, af rokksöngvara að vera. Geggjaður gítarleikari sem nýtur þess að laða fram flóknar og næsta óhugsandi gítarlínur og sóló. Maðurinn dreif gjörsamlega geggj- aðslega góða hljómsveit sína áfram í gegnum eitthvert þéttasta pró- gramm sem ég hef séð, fumlausa blöndu af gömlu og nýju efni með Queens. Þetta er algjörlega mögnuð rokksveit. Því hefur maður fengið að kynnast á frábærum plötum sveit- arinnar en ekki áttaði maður sig á því almennilega fyrr en á tónleik- unum hversu svakalega mögnuð hún er. Dulúðin af nýju plötunni Lulla- bies To Paralyze skilaði sér full- komlega í upphafslagi tónleikanna „Someone’s in the Wolf“, „Burn The Witch“, „Little Sister“og „In My Head“. Gaman var að heyra lög af fyrstu plötunni eins og „Regular John“ og „If Only“, sem og þekktu lögin; „Lost Art of Keeping a Sec- ret“ og „Go With The Flow“ sem Homme flutti af krafti og ferskleika. Síðast en ekki síst var svo löng og rafmögnuð útgáfa af besta rokklagi síðasta áratugar að minnsta kosti, „No One Knows“, með hrikalega flottu millispili; tvímælaust einhver eftirminnilegasti hápunktur tón- leikaprógramms. Að fá að upplifa slíkt lag í lifandi flutningi er út af fyrir sig trygging fyrir nær full- komnum tónleikum. Það þurfti eitthvað alveg sérstakt til að fylgja slíkum flutningi eftir; eitthvað allt annað og framúrskar- andi á sinn hátt. Eitthvað eins og Dave Grohl, einhvern allra fjör- ugasta, ástríðufyllsta og skemmti- legasta rokkara sem á íslenskt svið hefur stigið. Hann sýndi það er Foo Fighters héldu eftirminnilega tón- leika í Laugardalshöll fyrir liðlega ÍSLENSKIR rokkunnendur eru lukkunnar pamfílar. Fá orðið að heyra og sjá á tónleikum úrval bestu rokksveita fyrr og nú, hverja á fætur annarri; hvort sem um ræðir gamla refi á borð við Deep Purple, sprelli- gosana Iron Maiden, þungarokks- kóngana Metallicu eða hina fram- úrstefulegu Isis. Á þriðjudag var svo boðið upp á einhverja mögnuðustu rokkveislu sem um getur hér á landi, tónleika með þremur frambærileg- ustu rokksveitum á sínu sviði, hvorki meira né minna; bestu rokksveit Ís- lands, Mínus, áhugaverðustu rokk- sveit í heimi, Queens of the Stone Age, og þeirri hressilegustu, Foo Fighters. Það var ekki hægt að finna meira viðeigandi upphitunarband en Mín- us. Svarti Krummi og félagar voru í fantagóðu formi, tóku blöndu af smellum af Halldóri Laxness og nýj- um lögum, sem lofa heldur betur góðu um næstu plötu og Krummi farinn að hljóma æ meira eins og Jim Morrison. Ef Elvis er á lífi – ef hvað? – þá er hann fundinn. Hann er ennþá að syngja og er farinn að leika á gítar líka; og það betur en flestir aðrir. Hann er forsprakki einnar frumleg- ustu, kröftugustu og margbrotn- unstu rokksveitar sem fyrirfinnst nú um mundir. Hann heitir Josh Homme og er rauðhærður. Josh Homme er rokkkóngurinn. Ekkert minna. Tilkomumesti rokktöffari sem staðið hefur á íslensku sviði. tveimur árum að honum er einkar lagið að leika við áhorfendur, vinna þá á sitt band. Og það gerði hann enn á ný á þriðjudag. Bauð upp á viðlíka skemmtun; smekkfullt pró- gramm af fjörlegum Foo-smellum, hvern á fætur öðrum, og má hann eiga það blessaður að hann hefur dælt út alveg ótrúlega mörgum gríp- andi og tónleikavænum rokkslög- urum á aðeins réttum áratug. Þetta eru lög sem virðast líka höfða ein- staklega vel til íslenskra rokkunn- enda, kröftug og með grípandi við- lögum sem hægt er að hrópa og tralla með; rétt eins og Grohl hafi allan tímann sérsniðið þau fyrir uppáhaldsþjóðina sína. Hann hélt líka uppteknum hætti, mærði land og þjóð í bak og fyrir, sagði Ísland besta viðkomustað sveitarinnar og auðvitað fagnaði skarinn í Höllinni hástöfum, með þjóðrembukökkinn í hálsinum. Eins gott fyrir þig Grohl minn kæri að við gómum þig ekki segjandi það sama við Norðmenn. Þá yrðirðu hreint ekki í góðum mál- um. Fyrir þá sem voru á síðustu tón- leikum var kannski fullstutt um liðið, og því fékk maður minna út úr því að heyra eldri smellina aftur, þótt vel væru fluttir í sjálfum sér. Áhuga- verðari voru því nýju lögin af „In Your Honor“, titillagið og „Best of You“ t.d. sem komu fjandi vel út, há- dramatísk og útvarpsvæn eins og flest annað sem Grohl semur og einnig kom Taylor Hawkins tromm- ari sterkur inn er hann söng og lék á gítar kántrískotna lagið sitt „Cold Day In The Sun“. Og þá rann líka upp tilfinningaþrungin stund, þegar gamli Nirvana-trommarinn fór á bak við settið og lék í fyrsta sinn á trommur fyrir okkur. Svona eiga góðar rokksveitir að vera, innihalda fjölhæfa liðsmenn sem flakkað geta frá settinu í frontinn eins og ekkert sé, en sömu sögu er að segja af Queens þar sem liðsmenn skiptust á hljóðfærum næstum í hverju lagi og rokkkóngurinn Homme var jafn- vígur á bassa, gítara og söng. Eina sem vantaði upp á var að perluvin- irnir Grohl og Homme tækju lagið saman, með annarri hvorri sveitinni, en eftir því höfðu vafalítið margir beðið og vonað. Hljómurinn var sem fyrr vafa- samur. En hvað hefur það upp á sig að vera að velta sér endalaust upp úr því? Þetta virðist bara vera svona í Egilshöllinni og í raun ekki við neinn að sakast. Hvorki tónleikahaldara, sem eiga í engin önnur hús að venda, né hönnuði hússins sem á jú fyrst og fremst að vera skemma til íþrótta- iðkunar. Sannarlega er ekki við sveitirnar að sakast. Þær gáfu allt sitt – og meira til. Góð ábending þó að lokum til þeirra sem sækja tón- leika í Egilshöllinni í framtíðinni; eftir þónokkra og næstum vís- indalega vettvangsathugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að skásti hljómurinn er aftarlega fyrir miðju á A-svæði eða fremst á B-svæði. Alls ekki of langt til hliðanna eða of fram- arlega því þar er allt hljóðið í volli; bassinn yfirgnæfandi og blöndun kolbrengluð. En horfum á björtu hliðarnar. Sem betur fer var Egilshöllin þó komin áður en sú í Laugardalnum var send í lýtaaðgerð. Þvílíkt lán. Annars hefðum við kannski misst af bestu rokktónleikum síðustu ára. Íslandslukkan Morgunblaðið/Árni Torfason Josh Homme er tilkomumesti rokktöffari sem staðið hefur á íslensku sviði að mati Skarphéðins Guðmundssonar. Skarphéðinn Guðmundsson TÓNLIST Egilshöllin Tónleikar í Egilshöll þriðjudaginn 5. júlí. Fram komu Foo Fighters, Queens of the Stone Age og íslenska sveitin Mínus, sem hitaði upp. Foo Fighters og Queens of the Stone Age  UNNENDUR hágæða rokktónlistar glöddust saman í Egils- höllinni á þriðjudagskvöldið þegar bandarísku hljómsveitirnar Foo Fighters og Queens of the Stone Age tróðu upp. Þetta er í annað sinn sem sú fyrrnefnda leikur hér á landi og eru liðsmenn sveitarinnar orðnir Íslandsvinir númer eitt vegna fádæma ánægju með land og þjóð. Dave Grohl, söngvari sveitarinnar og fyrrverandi trommu- leikari hljómsveitarinnar Nirvana, tók sig til og spilaði á trommurnar í einu laganna, og að sögn viðstaddra hefur hann engu gleymt með kjuðana. Þúsundir áhorfenda skemmtu sér hið besta við tónlist hinna rokkuðu gesta auk þess sem upphitunarhljómsveit kvöldsins, Mínus, lagðist vel í mannskapinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Krummi fór fyrir kraftmiklum Mínus-mönnum. Morgunblaðið/Árni Torfason Dave Grohl fór mikinn á sviðinu. Tónlist | Stórtónleikar Foo Fighters og Queens of the Stone Age í Egilshöll Kátt í höllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.