Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VR MÓTIÐ
Verðlaun (með og án forgjafar)
1. sæti: Evrópuferð fyrir tvo með Icelandair
2. sæti: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob
3. sæti: 10.000 króna gjafakort frá Nevada Bob
Mótsgjald er kr. 3.000 fyrir félagsmenn VR og kr. 3.500 fyrir aðra.
Skráning hjá GR í síma 585 0210 og á www.golf.is.
Opna VR mótið verður haldið laugardaginn 30. júlí á Grafarholtsvelli.
Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er 24 hjá
körlum og 28 hjá konum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punkta-
keppni, einnig verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik.
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum vallarins. Fyrir mót býður VR
keppendum uppá bolta á æfingasvæðinu í Básum.
Verðlaun fyrir flesta punkta kvenna: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob.
Nándarverðlaun 10.000 gjafakort frá Nevada Bob.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN vill
styrkja aðkomu Seðlabanka að fjármagnsmarkað-
inum, einkum hvað varðar aðgengi að upplýsingum
frá viðskiptastofnunum og vinnslu tölfræðilegra
gagna fyrir markaðinn.
Sjóðurinn hóf athugun sína í febrúar, þegar
fulltrúar hans komu hingað til lands. Seðlabankinn
féllst á að þessi athugun færi fram og hefur eftir
fremsta megni reynt að útvega þau gögn sem sjóð-
urinn krefst, er hefur verið tímafrekt og viðamikið
verk að mörgu leyti að sögn Jakobs Gunnarssonar,
deildarstjóra á tölfræðisviði Seðlabankans.
Þykja of fáliðaðir
Fyrsta bráðabirgðaskýrsla sjóðsins lá fyrir í apríl
og brást bankinn við henni með ýmsum athuga-
semdum. Önnur bráðabirgðaskýrsla sjóðsins lá síð-
an fyrir í júní og bankinn hefur einnig brugðist við
henni með skýringum og athugasemdum. Þriðji og
seinasti liður athugunarinnar er nú í vinnslu, og
þess að vænta að endanleg niðurstaða liggi fyrir á
haustdögum.
„Okkur hefur fundist umsögn sjóðsins heldur
neikvæð og því reynt að árétta okkar sjónarmið, til
að enginn misskilningur ríki,“ segir Jakob. „Við er-
um m.a. gagnrýndir fyrir aðferðafræði og það að
vera of fáliðaðir við að safna upplýsingum og vinna
úr þeim. Það kostar fé að auka þennan þátt og
kannski ýmsa aðra, sem þeir hnýta í og telja þarfn-
ast úrbóta. En við tökum þetta alvarlega.“
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók til við að kanna
hagtölur í ýmsum ríkjum fyrir um fjórum árum, og
gerir ítarlegar úttektir á tölulegum staðreyndum
um þjóðarbúskapinn í viðkomandi löndum, aðkomu
opinberra stofnana að þeim og hvernig ríkin upp-
fylli tiltekin alþjóðleg skilyrði í efnahagslífi. Hag-
kerfið og tölfræðilegar upplýsingar um það eru
skoðuð í heild sinni og þannig hafa fulltrúar sjóðsins
einnig gert úttekt á fjármálaráðuneytinu og Hag-
stofu Íslands, í tengslum við úttektina nú.
Búið að stíga ákveðin skref
„Hjá okkur, þ.e. Seðlabankanum, tóku þeir eink-
um fyrir þjóðhagsreikninga, neysluverðsvísitöluna,
ríkisfjármál, peningamál og greiðslujöfnuð, þ.e. við-
skiptin við útlönd og erlendu stöðuna. Sjóðurinn
hefur búið til ákveðinn stuðul um birtingu upplýs-
inga, sem við höfum verið aðilar að seinustu misseri,
og því er búið að stíga ákveðin skref til móts við
sjónarmið hans. Sjóðurinn telur brýnt að ganga úr
skugga um að Seðlabankinn sé að gegna hlutverki
sínu í samræmi við þeirra kröfur.“
Jakob segir að sjóðurinn leggi m.a. mikla áherslu
á að bankinn veiti notendum þeirra gagna, sem
bankinn tekur saman, auknar upplýsingar um að-
ferðafræðina þar að baki og hugtakanotkun. Þá vilji
sjóðurinn að notendur ráði meiru um framsetningu
þeirra og innihald, í samræmi við það sem þeir vilja
helst vita.
Samkvæmt lögum um Seðlabankann frá 2001
getur bankinn milliliðalaust aflað upplýsinga frá
þeim sem eru í viðskiptum við bankann, auk fyr-
irtækja í greiðslumiðlun og annarra fyrirtækja eða
aðila sem lúta opinberu eftirliti með starfsemi sinni,
samanber lög um opinbert eftirlit með fjármála-
starfsemi. Öllum er skylt að láta Seðlabankanum í
té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda til
hagskýrslugerðar að viðlögðum viðurlögum. Þá
gerir bankinn skýrslur og áætlanir um peningamál,
greiðslujöfnuð, gengis- og gjaldeyrismál og annað
sem hlutverk og stefnu bankans varðar.
Jakob segir að bankinn mæli mjög ítarlega, og
kannski um of, lántökur til landsins og skuldir þjóð-
arinnar, en ekki takist að mæla nægilega vel fjár-
festingar Íslendinga erlendis, sem þó geti skilað sér
að einhverju leyti til baka, m.a. í arðgreiðslum.
Efnahagsstaðan sé því ekki jafn slæm og mælingar
geti gefið til kynna.
Ekki of íþyngjandi kröfur
Hann segir að bankinn hafi lagt á það áherslu að
vera ekki með of íþyngjandi kröfur gagnvart við-
skiptabönkunum, þannig að menn fái ekki á tilfinn-
inguna að um gjaldeyriseftirlit sé að ræða, heldur
aðeins að verið sé að mæla þjóðarhag og stöðuna út
á við. „Aðrar þjóðir hafa glímt við sama vandamál
og raunar má segja að vandinn sé ekki mestur hér-
lendis,“ segir Jakob. „Hraðinn í þessum viðskiptum
er slíkur að menn eiga fullt í fangi með að setja á
þau mælistikur, meira að segja nafnabreyting á fyr-
irtæki getur gert okkur erfitt fyrir og sömuleiðis
tíðari starfsmannavelta. Fyrirtækin eru líka mis-
jafnlega örlát á upplýsingar. Við verðum t.d. að vita
af fjármagnsflæði úr landi, oft með fyrirspurnum
eða í gegnum fjölmiðla, til að geta spurt um það, því
við fáum ekkert sjálfkrafa í hús.“
Aðferðafræði gagnrýnd
og of fámennt starfslið
NÝ sjónvarpsstöð í eigu fjölmiðlafyr-
irtækisins 365 prent- og ljósvaka-
miðla tekur til starfa í haust og verð-
ur dagskráin einkum fréttatengd.
Róbert Marshall hefur verið ráðinn
framkvæmdalegur forstöðumaður
nýs fréttasviðs 365. Hann mun und-
irbúa og stjórna rekstri nýju stöðv-
arinnar. Sigmundur Ernir Rúnars-
son verður fréttaritstjóri stöðvar-
innar og jafnframt fréttastjóri
Stöðvar 2.
„Rekstrargrundvöllur fyrir stöð-
inni er góður, eins og gildir um rekst-
ur 365 almennt. Í þriggja mánaða
uppgjöri í upphafi árs kom fram að
rekstrarafgangur var nálægt tveimur
og hálfri milljón á dag,“ segir Gunnar
Smári Egilsson, framkvæmdastjóri
365. Sent verður út í opinni dagskrá
frá kl. 07-23 og hefjast útsendingar
eftir tvo til þrjá mánuði.
„Ritstjórnirnar sjálfstæðar“
„Við ætlum að búa til fréttaveitu
innan fyrirtækisins sem mun heita
Fréttavaktin. Hún sinnir öllu því sem
áður hefur fallið undir fréttasvið
Bylgjunnar, Talstöðvarinnar og Vísi-
s.is en einbeitir sér að vefnum. Einnig
mun Fréttavaktin búa til efni fyrir
nýju fréttastöðina. Til hliðar við
þessa fréttaveitu eru síðan kvöld-
fréttir kl. 18.30 og fréttastöðin, Vísir,
Bylgjan og Talstöðin og að einhverju
leyti Fréttablaðið,“ segir Róbert
Marshall sem og að allt verði þetta
sjálfstæðar ritstjórnir. „Við nýtum
okkur samlegðaráhrif í fyrirtækinu
til að að gera fréttaþjónustuna skil-
virkari. Það er ekki verið að fella nið-
ur eldveggi. Við erum að nýta þær
bjargir sem eru til staðar í fyrirtæki
sem býr yfir miðlum á öllum sviðum
fjölmiðlunar þannig að fréttaþjónust-
an verði betri.“
Róbert segist sjá fram á nýráðn-
ingar og að stöðugildi verði færð til.
„Meðan RÚV er að skera niður og
fækka stöðugildum í fréttaþjónustu
erum við að bæta við fólki. Markmiðið
er augljóst, við ætlum að verða betri
en RÚV og betri en mbl.is og gefa út
betra Fréttablað en Morgunblaðið.“
Róbert segir sína stöðu ekki rit-
stjórnarlega, hún sé á sviði rekstrar
og þau svið aðskilin. „Menn sem taka
ákvarðanir um rekstur hafa ekki ver-
ið blaðamenn. Nú verður tryggt að
maður með skilning á fréttum og fjöl-
miðlum tekur þær,“ segir hann en
enn fremur að hann líti ekki svo á að
hann hafi yfirgefið blaðamennsku.
„Ég verð í draumahlutverki, að end-
urskilgreina fréttaþjónustu í landinu.
Hver einasti blaðamaður yrði full-
sæmdur af þessu starfi.“
„Endurheimti traustið strax“
Þar sem Róbert tekur nú við
stjórnunarstarfi, mun hann segja af
sér sem formaður Blaðamannafélags
Íslands. „Það er mikil eftirsjá í Blaða-
mannafélaginu sem ég hef lagt tíma
og metnað í að gera að lifandi afli í
þjóðfélagsumræðunni. Ég get nefnt
stóra áfanga eins og fjölmiðlafrum-
varpið og Blaðamannaverðlaunin,
sem og stuðning við fréttamenn RÚV
við ráðningu fréttastjóra í vor,“ segir
hann, þótt vissulega séu mörg verk-
efni líka framundan í félaginu, svo
sem kjaramál. „Ég lít svo á að mér
hafi boðist tækifæri til að vinna að
fréttum og fréttamennsku sem ég er
fæddur til að gera. Og ég veit að Arna
Schram [varaformaður BÍ] er vel til
þess fallin að taka við formennsku í
félaginu og stjórnarmenn áhuga-
samir. Ég er ekki ómissandi.“
Í janúar sagði Róbert af sér sem
fréttamaður Stöðvar 2 í kjölfar rang-
færslu í frétt. Telur hann sig hafa
endurheimt traustið sem þarf til að
gegna stjórnunarstarfi við fjölmiðil?
„Mér finnst ég hafa gert það um leið
og ég sagði starfi mínu lausu hjá Stöð
2. Daginn eftir að ég tók þessa
ákvörðun fannst mér rækilega undir-
strikað að þetta hefðu verið heiðarleg
mistök og að ég hefði tekið ábyrgð á
þeim mistökum og tekið afleiðingun-
um.“
Nýtt fréttasjónvarp í haust
Allir fjölmiðlar
365 tengdir
sömu fréttaveitu
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Frá húsnæði 365 fjölmiðlanna við Skaftahlíð í Reykjavík.
„FYRIR mig er þetta eitt morðmál af
mörgum, þótt hvert mál sé sérstakt
og málin mismunandi flókin,“ segir
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur
sem fenginn hefur
verið til að meta
Lars Grønnerød,
47 ára sakborning
sem var dæmdur í
18 ára fangelsi
fyrir þátt sinn í
Orderud-
morðmálinu, ein-
hverju umtal-
aðasta sakamáli
Noregs í seinni
tíð. Verjandi
Grønnerød fékk Gísla til að meta
skjólstæðing sinn í tengslum við
vinnu sína við að fá mál ákæruvalds-
ins gegn Grønnerød og Veronicu
Orderud endurupptekið. Eins og
fram hefur komið segist verjandinn
hafa aflað nýrra sönnunargagna í
málinu sem höfðað var gegn fjórum
sakborningum fyrir morð á þremur
fórnarlömbum á Orderud-býlinu
skammt fyrir norðan Ósló hinn 22.
maí árið 1999. Gísli tjáir sig ekki um
málið að öðru leyti en því að hann
staðfestir að hann sé kominn í málið
og hafi rætt við Grønnerød. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem Gísli kemur að
Orderud-málinu því árið 2002 lagði
hann sálfræðilegt mat á tvo sakborn-
inga, hjónin Per og Veronica Orde-
rud, og gaf vitnisburð fyrir dómi.
„Hvert mál
er sérstakt“
Gísli
Guðjónsson
Gísli Guðjónsson,
réttarsálfræðingur í
Orderud-morðmálinu
Í GÆR hækkaði áskriftargjald að
Stöð 2 um 7,4 prósent. Almennt
áskriftarverð hækkar því úr 4.672
krónum í 5.045. Fyrir félaga í M12
klúbbnum var verðið 4.286 en verð-
ur 4.626 krónur. Ellilífeyrisþegar
og öryrkjar fá 5% afslátt af áskrift-
argjöldum. Í fréttatilkynningu frá
365 segir að frá árinu 1998 hafi
áskriftarverð Stöðvar 2 dregist aft-
ur úr almennri verðlagsþróun,
þrátt fyrir stóreflda innlenda dag-
skrárgerð og bætta þjónustu.
Stöð 2 hækkar
áskriftargjald
♦♦♦
PÁLL Magnússon
hefur sagt starfi
sínu hjá fyrirtæk-
inu 365 lausu, en
hann starfaði sem
frétta- og sjón-
varpsstjóri Stöðv-
ar 2. „Það er ekki
komið á hreint en
ég tel þó allar lík-
ur á því að ég
sæki um embætti útvarpsstjóra,“
sagði Páll í samtali við Morg-
unblaðið.
Hann segir að í sjálfu sér hefði ver-
ið spennandi að taka þátt í uppbygg-
ingarstarfi hjá 365. „En ég var í
ákveðnum grundvallaratriðum
ósammála þeirri stefnu sem fyr-
irtækinu hafði verið mörkuð og gerði
eigendum og stjórnendum 365 grein
fyrir þeirri afstöðu um helgina og til-
kynnti á mánudaginn þá ákvörðun að
fara frá fyrirtækinu. Mér fannst mest
hreinskiptni í því fólgin að fara af
skútunni í staðinn fyrir að lufsast á
henni í átt sem ég vildi ekki sigla.
Páll segir að ákvörðunin varði
ekki einstaklinga eða erfiðleika í
samstarfi „heldur ærlegan, faglegan
ágreining um hvert bæri að stefna.“
Páll segir að það verði sér ákvörð-
un, sæki hann um embætti útvarps-
stjóra. „Þetta fellur saman í tíma en á
auðvitað ekki efnislega saman. Ég
hætti af tilteknum og tilgreindum
ástæðum hjá 365 en allt aðrar að-
stæður lúta að því að ég hyggst
sækja um starf hjá Ríkisútvarpinu.
Páll segist telja sig vel hæfan til að
gegna embættinu og gerir sér vonir
um að hreppa hnossið. „En það er að
sjálfsögðu ekki á vísan að róa með
það.“
Sækist líklega
eftir embætti
útvarpsstjóra
Páll Magnússon