Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 6

Morgunblaðið - 21.07.2005, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞAÐ er ekki bara fiskvinnslan sem líður fyrir hátt gengi krónunnar heldur líður öll gengisháð atvinnu- starfsemi,“ segir Hannes G. Sig- urðsson, aðstoð- arframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Segir hann snögghækkun á gengi krónunnar hafa breytt rekstrarforsend- um bæði fyrir út- flutningsfyrirtæki sem og fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Bendir hann á að það taki áratugi að byggja upp stöndugt fyrirtæki með þekktu vöru- merki á alþjóðamarkaði en mjög stuttan tíma taki að rífa þá starfsemi niður sé rekstrarumhverfið óhag- stætt og hætt sé við að illa fari sé ekki rétt brugðist við. Aðspurður segir Hannes lausn mála liggja á sviði stjórnunar efna- hagsmála. „Þetta gengi krónunnar sem nú er afskaplega óhagstætt fær ekki staðist til lengdar, vegna þess hve mikill ójöfnuður er í utanríkis- viðskiptunum. Það er ekki hag- kvæmt að stunda framleiðslu til út- flutnings eða framleiða vöru í samkeppni við innflutning. Efna- hagsstefnan þarf að stuðla að meira jafnvægi,“ segir Hannes og bendir á að þenslan sem nú ríkir í efnahagslíf- inu og verðbólgan megi að stórum hluta tengja við fasteignamarkaðinn og þá miklu hækkun sem þar hefur orðið. „Það er ljóst að ef ekki hefði verið svona mikil þensla á fasteigna- markaði og mikil útlánastarfsemi þar þá væru vextirnir lægri og geng- ið örugglega lægra og þar af leiðandi betri aðstæður í þeim greinum sem eru í alþjóðlegri samkeppni.“ Helmingsfækkun starfa í textíl og fataiðnaði Frá árinu 1998 hefur störfum í iðnaði, að undanskildum störfum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, fækkað frá ári til árs. Voru þau rétt rúmlega 18.200 árið 1998 en hafði fækkað niður í 16.900 á síðasta ári eða um rúm 1.300 störf. Að sögn Hannesar hefur orðið fækkun í flest- öllum iðnaðargreinum, sérstaklega koma gengisháðar greinar illa út á meðan greinar sem ekki eru í alþjóð- legri samkeppni standa ýmist í stað eða störfum fjölgar. Textíl- og fata- iðnaður kemur ásamt kjötiðnaði einna verst út á þessu tímabili með fækkun í kringum 600 störf í hvorri grein, en í textíl- og fataiðnaði þýðir það helmingsfækkun á störfum. Af öðrum greinum þar sem störfum hefur fækkað má nefna málmiðnað, en þar hefur fækkað um 200 störf, og það sama er að segja um húsgagna- iðnað. Í einstaka iðnaðargreinum hefur störfum fjölgað, þannig má nefna að fjölgað hefur um rúmlega 200 störf í pappírsiðnaði og útgáfu- starfsemi, einnig hefur störfum fjölgað í gosdrykkjaframleiðslu sem og steinefnaiðnaði, sem m.a. felst í steypu- og helluframleiðslu, en sá iðnaður tengist byggingariðnaðinum þar sem fjölgun hefur orðið á störf- um að undanförnu. Að sögn Hannesar fara Íslending- ar ekki varhluta af þeirri alþjóðlegri þróun sem snýr að því að störf í grunniðnaði færist frá hálaunalönd- um, s.s. Norðurlöndum, til landa með lægri launakostnað. Segir hann hálaunalönd standa frammi fyrir ákveðinni áskorun því þau þurfi að bregðast við þessari þróun með einhverjum hætti þannig að það flæði ekki undan framleiðslu- starfseminni, því hún sé nauðsynleg til að standa undir þjóðfélaginu og milliríkjaviðskiptum. „Hálaunalönd þurfa að einbeita sér að því að fram- leiða vöru og þjónustu sem er með mikið þekkingarinnihald og þar með ekki í beinni samkeppni við einfald- ari framleiðsluferla sem auðvelt er að byggja upp hvar sem er. Þannig er talað um að þessi þróun geti haft jákvæð atvinnuáhrif í hálaunalönd- um þar sem í stað þeirra starfa sem flytjist til láglaunalanda verði á móti til hálaunastörf, s.s. störf við mark- aðssetningu, vöruþróun, hönnun og stjórnun,“ segir Hannes. Efnahagsstefnan þarf að stuðla að meira jafnvægi Morgunblaðið/Golli Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ teljum það hágengisskeið sem ríkt hefur hérlendis síðan 2003 sé orðið mun lengra og erf- iðara en við áttum von á,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. Segir hann menn sökum þessa hafa áhyggjur af því að verið sé að ryðja úr landi mörgum störfum sem eigi fullan rétt á sér og á þurfi að halda í landinu. „Við sjáum að matvælaiðnaðurinn og greinar sem eru í beinni samkeppni við inn- flutning eru að láta undan síga og þar er störfum að fækka. Á sama tíma hefur sem betur fer verið að fjölga störfum í bygginga- og mannvirkjagerð sem og í upp- lýsingaiðnaði og hátækniiðnaði. En störfin í síðast- nefndu grein- unum tveimur eru þau störf sem við verðum einkum að byggja á í fram- tíðinni þar sem þau skapa þau launa- og lífskjör sem við gerum kröfu um. Þau þurfum við að halda í og megum ekki missa þau úr landi, því þá er ekkert eftir,“ segir Sveinn og tekur fram að menn hafi þó áhyggjur af því að erfitt geti reynst að halda þessum störfum í landinu. Nefnir hann í því sam- hengi að fyrirtæki í hátækniiðnaði á borð við Marel velji að byggja nýjar verksmiðjur sínar erlendis í stað hérlendis sem sé, að hans mati, afar slæm og varhugaverð þróun. Aðspurður segir Sveinn bestu langtímaaðgerðina til þess að losna við gengissveiflur og sviptingar vera að skipta íslensku krónunni út fyrir evru. „Það eru ekki til neinar skyndilausnir í þessum efnum, en við teljum það að hækka vexti til að slá á þenslu vera vonda aðferð þar sem hún auki bara á vandann frekar en hitt. Mun skynsamlegra væri að draga úr útgjöldum hins opinbera á svona miklum þenslu- tímum, en á því sviði er ekki nóg að gert.“ Megum ekki missa störf í há- tækniiðnaði úr landinu Sveinn Hannesson Hannes G. Sigurðsson „VIÐ þurftum því miður að tilkynna þá leiðinlegu ákvörðun að hætta rekstri. Þannig var nú það, vegna erfiðleika af völdum gengisins og rekstrarvanda úr fortíðinni. Við stöndum því uppi með 45 manns sem ekki hafa vinnu. Að vísu hafa atvinnutilboðin verið að flæða hér að enda starfar hér mikið af góðu fólki. Þannig að við ætlum bara að vera bjartsýn í sameiningu og hér verður sett upp vinnumiðlun á morgun. Við ætlum að koma öllum í vinnu og fyrstir koma, fyrstir fá. Gott fólk í boði,“ segir Stefanía Val- geirsdóttir, fráfarandi rekstrar- stjóri Suðurness hf. í Reykjanesbæ. Fundinn sat starfsfólk Suðurness hf., stjórnendur fyrirtækisins og hollenskir eigendur þess sem komu sérstaklega til að fara yfir mál Suð- urness og taka endanlega ákvörðun um starfsemina í samráði við stjórn- endur. Rekstri verður hætt og hús, tæki og tól seld í framhaldinu. „Við erum þó ekki að fara í gjaldþrot,“ segir Stefanía sem bendir á að hús fyrirtækisins sé á besta stað í bæn- um. Trúnaðarmaður starfsmanna, Helga Rut Guðjónsdóttir, sagði að auðvitað yrði að vona það besta, þar sem atvinnutilboð væru þegar tekin að berast. „En starfsfólki líður nátt- úrulega ekki vel. Hér starfa líka margir útlendingar sem kannski eiga ekki auðvelt með að fá vinnu annars staðar,“ segir Helga sem þó segist aðspurð vona að yfirlýsingar Árna Sigfússonar bæjarstjóra þess efnis að nóga atvinnu verði að hafa fyrir fólkið, reynist réttar. „Það verður að koma í ljós hvað úr þessu verður,“ segir fráfarandi trúnaðar- maður starfsfólks Suðurness hf. Uppsagnirnar taka gildi að lokn- um sumarleyfum starfsmanna, 22. ágúst. „Ætlum að koma öllum í vinnu“ Suðurnes hf. hættir starfsemi og 45 missa störf sín BJÖRGUNARSVEITIR fundu um ellefuleytið í gærmorgun mann á ní- ræðisaldri sem leitað hafði verið að í og við Þjórsárdal í um tólf tíma. Maðurinn var hinn hressasti þegar hann fannst og þurfti ekki á mikilli aðhlynningu að halda. Maðurinn, sem dvaldi ásamt fjöl- skyldu sinni á einkatjaldstæði við bæinn Skriðufell, fékk sér göngutúr meðfram Sandá í fyrrakvöld. Hann skilaði sér ekki úr þeim göngutúr og um klukkan þrjú um nóttina hófu björgunarsveitir leit að honum. Soffía Sigurðardóttir, formaður svæðisstjórna björgunarsveita í Ár- nessýslu, sagði í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins í gær að mað- urinn hefði ekki kannast við sig á svæðinu og því villst. Fimm hundar frá björgunarsveit á höfuðborg- arsvæðinu komu til leitarinnar í gær og sagði hún að þeir hefðu átt mik- inn þátt í því að maðurinn fannst við Sandá undir Dímon, sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fjölskyldan tjald- aði. Á bilinu 25 til 30 björgunarsveit- armenn frá tíu sveitum tóku þátt í leitinni. Fannst eftir 12 tíma leit við Þjórsárdal ÞRÍR piltar á aldrinum 17-18 ára eru nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um innbrot í íbúðarhús og bíla í Reykjavík að undanförnu. Þegar liggur fyrir að þeir brutust inn á nokkrum stöðum í Vesturbænum fyrir skömmu og þeir eru grunaðir um fleiri innbrot, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Piltarnir voru handteknir í kjölfar fjögurra inn- brota á mánudag og þeir eru líka grunaðir um innbrot um helgina. Lítið eitt fannst af þýfi í fórum pilt- anna. Aðspurður sagði Hörður Jó- hannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að þýfið hefðu piltarnir m.a. notað til að fjármagna kaup á fíkniefnum. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald í fyrradag og renn- ur það út 26. júlí nk. Þrír piltar í gæsluvarðhaldi vegna innbrota STARFSMAÐUR Impregilo hlaut alvarlega áverka á brjóstholi og kvið þegar hann klemmdist á milli flutningalestar og rafmagnstöflu í Aðkomugöngum 1 við Kárahnjúka snemma í gærmorgun. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi til eftirlits. Að sögn Ómars Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, var lestin á mjög lítilli ferð, líklega á 5– 10 km/klst. þegar slysið varð. Í fyrstu var ekki talið að slysið hefði verið ýkja alvarlegt og maðurinn missti aldrei meðvitund. Hann var engu að síður fluttur á heilsugæsl- una á Egilsstöðum og þar var ákveðið að flytja hann með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Að sögn Óm- ars hefur bæði lögreglu og Vinnu- eftirliti ríkisins verið gert viðvart um slysið. Varð fyrir lest og hlaut alvar- lega áverka FRAKKAR og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu, segir í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þá má búast við landamæraeftirliti á öðrum stöðum innan Schengen samstarfsins á komandi vikum. Ástæðan fyrir þessum ráðstöfunum er ótti við hryðjuverk eftir árásina í London fyrr í þessum mánuði. Landamæraeft- irlit hert í Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.