Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR S M Á R A L I N D Sími 517 7007 ÚTSALA Enn meiri verðlækkun 40-75% afsláttur Áður Nú Haldari 3.490 kr. 1.745 kr. Strengur 1.790 kr. 1.074 kr. Bikini 6.580 kr. 1.595 kr. Sundbolur 6.990 kr. 4.194 kr. Heimagallar 6.990 kr. 2.796 kr. ÚTSALA NÝTT KO RTATÍMAB ÍL H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 Í I - , I Í I 500 1000 1500 2000 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Str. 36-56 Þau gerast ekki betri verðin á útsölum! Kringlunni, sími 553 2888 Mustang Kúrekastígvélin komin aftur Margar gerðir og litir póstsendum Opið til kl. 21.00 í kvöld Opnum kl. 9.00 virka daga Laugavegi 34, sími 551 4301 Tilboðsdagar JÓN Sigurðsson seðlabankastjóri segir að það sem mestu máli skipti varðandi útlán Seðlabank- ans séu vextirnir á útlánunum, en ekki þær upphæðir sem bankinn láni út. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Guðmundi Bjarna- syni, framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs, að þegar sjóðurinn legði inn fé í Seðlabankann, sæktu aðrir bankar sér einfald- lega meira fé þangað. Jón segir Seðlabanka Íslands ekki loka inni peninga. „En með stýrivöxtum sínum leitast hann við að hafa áhrif á þróun heildarumsvifa í hagkerfinu í því skyni að sækja að markmiði sínu, sem er 2,5% verðbólga á ári. Það er misskiln- ingur ef menn halda að það skipti öllu máli hvort útlán hér eða út- lán þar aukist, minnki eða standi í stað. Meginmáli skiptir að heild- aráhrif stýrivaxta Seðlabanka Ís- lands séu sem mest og það verður best tryggt með því að þessu fjár- magni sem við erum hér að fjalla um, sé miðlað í gegnum Seðla- bankann.“ Hlutverk Seðlabankans Hann segir mikilvægt að hafa í huga að Seðlabanki Íslands hafi ekki það hlutverk að blanda sér í umræður eða ákvarðanir á stjórnmálavett- vangi umfram það sem snerti beinlínis mark- mið bankans, sem er annars vegar verð- bólgumarkmiðið um stöðugleika í verðlagsþróun og hins vegar öryggi fjármála- kerfisins í landinu. „Allar athuga- semdir, yfirlýsingar og ummæli af hálfu Seðlabankans varðandi málefni Íbúðalánasjóðs hafa tak- markast við þetta,“ segir Jón. Í viðtalinu í gær sagði Guð- mundur að Seðlabankinn byði upp á lægri vexti en bankarnir. Jón segir að sé hugsað til þess að stýrivextir Seðlabankans hafi fyllstu áhrif á verðlagsþróunina í hagkerfinu verði að hafa það í huga að þar með breytist for- sendur vaxtamismunarins, sem um hefur verið rætt. „Þar með veldur stöðugleiki í verðlagsþró- uninni því að mismunur á vöxtum og vaxtatilboðum reiknast allt öðruvísi að raungildi heldur en þegar verðbólguþróun verður á aðra leið,“ sagði Jón. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri Vextirnir skipta máli, ekki magn útlána Jón Sigurðsson ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur brugðist rétt við þeim aðstæðum sem upp komu í kjölfar mikilla upp- greiðslna húsnæðislána, að mati Eddu Rósar Karls- dóttur, forstöðumanns greiningardeildar Lands- bankans. Sú staða sem upp er komin valdi því hins vegar að umræða um hlutverk hans og framtíð hljóti að halda áfram og þá geti hugsast að hann færist í auknum mæli út í hlutverk heildsölubanka, að mati Eddu og Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, sem telur að það geti verið einn af möguleikunum til þess að bjarga sjóðnum að hann yrði heildsölubanki og bend- ir á að sú hugmynd hafi raunar komið upp áður. Edda Rós segir ljóst að staða sjóðsins sé erfið eftir þær breytingar sem urðu í fyrra. „Með allar þessar uppgreiðslur sem eru að koma situr sjóðurinn uppi með skuldbindingar til allt að 40 ára. Miðað við hvernig umgjörðin um sjóðinn er í dag held ég að sjóðurinn hafi gert það besta í stöðunni til að áhættu- verja sig og ég held að það hafi verið skynsamlega tekið á því hvað það varðar,“ segir Edda en bætir við að það sé spurning hvort sjóðurinn geti haldið áfram að starfa í þessu umhverfi og hvort ekki þurfi að end- urskoða bæði hlutverk og markmið sjóðsins. Spurð hvort sjóðurinn gæti þróast út í að hafa auk- ið félagslegt hlutverk segist hún telja að þörf sé á slíku. „Hlutverk sjóðsins getur orðið breiðara, sem getur á móti aðstoðað hann í þessum félagslegu þátt- um. Ég sé fyrir mér að hann geti tekið að sér heild- söluhlutverk, svipað og við sjáum í Bandaríkjunum, þ.e. banki sem tekur þátt í fjármögnun án ríkis- ábyrgðar. Ástæðan er sú að það getur skilað almenn- ingi betri kjörum,“ segir Edda. Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslands- banka segir að sú staða sem upp hafi komið muni sennilega ekki vara mjög lengi og bendir hann á þann möguleika að bankarnir muni í framtíðinni að- skilja húsnæðislán sín frá annarri starfsemi og fjár- magna útlán með útgáfu skuldabréfa, svokallaðri verðbréfun. Íbúðalánasjóður gæti hins vegar komið að fjármögnun slíkra útlána. Hugmyndin kynnt Í viðtali við Morgunblaðið í gær setti Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, fram þá hugmynd að hlutverk sjóðsins gæti þróast út í að gerðir yrðu samningar við bankana þar sem Íbúða- lánasjóði yrði falið hlutverk í fjármögnun þeirra lána. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar er þessi hugmynd ekki ný af nálinni og var raunar fyrst sett fram af SBV árið 2003. „Þá sendum við bréf til félagsmálaráðherra með þessari svokölluðu heildsöluleið, sem Guðmundur nefnir núna. Við fórum fram á að skoðað yrði hvort breyta ætti hlutverki sjóðsins úr beinum lánveitanda til einstaklinga í endurfjármögnunarsjóð í líkingu við það sem það þekkist erlendis,“ segir Guðjón og bætir við að það sé jákvætt að þetta sé nefnt núna enda væri þetta ein af mögulegum leiðum til þess að hjálpa sjóðnum úr þeim vanda sem hann er í staddur. Með heildsölubanka er átt við fjármálastofnun sem sér um að afla fjármagns og lána bönkum, en er ekki í beinum viðskiptum við viðskipavinina. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild KB banka, telur ástandið á íbúðalánamarkaði vera alvarlegt. Í kjölfar vaxtalækkana viðskiptabank- annahafa uppgreiðslur eldri húsbréfalána aukist verulega. „Vandamálið er hins vegar það að nýju íbúðalánin sem voru gefin út á síðasta ári í stað hús- bréfanna eru ekki með uppgreiðsluákvæði. Þannig getur Íbúðalánasjóður ekki brugðist við upp- greiðslum almennings með uppgreiðslu á sínum eig- in skuldbindingum, Íbúðabréfum, sem eru nú úti- standandi á mun hærri vöxtum en gerist og gengur á fjármálamarkaði.“ Af þeim sökum hafi uppgreiðslur almennings leitt til þess að Íbúðalánasjóður situr uppi með töluvert tap vegna þess að innlánsvextir sjóðsins eru raunverulega orðnir hærri en útlána- vextir sjóðsins. „Til þess að bregðast við þessu hefur sjóðurinn síðan hafið lánveitingar til banka og spari- sjóða með skilmálum sem verða að teljast varasamir bæði fyrir fjárhag íslenska ríkisins sem hefur gengist í ábyrgð fyrir sjóðinn og efnahagslegan stöðugleika í landinu eins og Seðlabankinn hefur bent á.“ Íbúðalánasjóður gæti farið út í hlutverk heildsölubanka AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.