Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT London, Lahore. AP, AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á þingi í gær að hann íhugaði að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um að- ferðir í barátt- unni gegn ísl- amskri öfga- hyggju en í dag eru tvær vikur frá hryðjuverkaárás- inni í London. Blair minnti á að al-Qaeda hryðju- verkasamtökin hefðu gert árásir í alls 26 löndum „svo að það er geysi- legur stuðningur við okkur og skiln- ingur á þeim vanda sem þurftum að takast á við hér í landinu fyrir skömmu“. Á ráðstefnunni yrði m.a. lögð áhersla á hvernig á að berjast gegn því að öfgahyggja sé kennd í trúar- skólum, sagði Blair. Pakistönsk stjórnvöld hafa síðustu daga hand- tekið yfir 100 manns vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Vitað er að minnst þrír af sprengjumönnunum í London 7. júlí fóru til Pakistans í fyrra og einn þeirra sótti námskeið í trúarskóla harðlínumanna. Bresk stjórnvöld ætla að búa til lista yfir „óásættanlega hegðun“ sem hvetur til hryðjuverka og banna þeim útlendingum sem gerast sekir um slíka hegðun, að koma inn í land- ið, að sögn Charles Clarke innanrík- isráðherra. Er ekki síst átt við músl- ímaklerka sem reka áróður í moskum. Nú þegar er heimilt sam- kvæmt breskum lögum að banna út- lendingum að koma inn í landið en lögunum verður framvegis beitt í meira mæli en áður. Áhlaup í Pakistan Öryggissveitir gerðu húsleit í trúarskólum í Pakistan aðfaranótt miðvikudags að skipun Pervez Mus- harraf forseta. „Við erum búnir að handtaka yfir 100 meinta öfgamenn í húsleit í klerkaskólum, á skrifstofum trúarhópa og víðar um landið,“ sagði embættismaður í hernum. Stjórnvöld í Pakistan vísuðu hins vegar síðdegis í gær á bug fréttum um að breskur ríkisborgari með tengsl við al-Qaeda hefði verið hand- tekinn í landinu á mánudag. Fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að maðurinn, sem heitir Haroon Rashid Aswad, og var eftirlýstur, að sögn vegna gruns um aðild að árás- unum í London, hefði verið handtek- inn. Hann hefði verið með sprengju- belti um sig og háar fjárhæðir í fórum sínum. Benedikt XVI. páfi tjáði sig um hryðjuverkin í London í gær en hann kenndi „ofstækismönnum“ um þau, sagði þau ekki til marks um að átök menningarheima væru skollin á. Vill alþjóðaráðstefnu um baráttu gegn al-Qaeda Tony Blair Um 100 handteknir í Pakistan vegna gruns um aðild að hryðjuverkum GÍFURLEGT mannfall hefur verið í Írak undanfarna viku, m.a. voru tveir súnnítar, sem unnu að gerð stjórnarskrár í landinu, drepnir í fyrradag. Konan á myndinni syrgir hins vegar tvo syni sína, sem biðu bana í sjálfsmorðsárás í Bagdad fyrir viku þar sem dó á þriðja tug barna. Stefnt er að því að leggja drög að stjórnarskrá fyrir íraska þingið 15. ágúst en á því getur þó orðið drátt- ur. Í fyrradag voru tveir fulltrúar súnníta í stjórnarskrárnefndinni drepnir en þar áttu þeir 15 menn af alls 71. Áður höfðu tveir súnnítar sagt sig úr henni vegna hótana skæruliða. Þeir sem eftir eru ákváðu í gær að gera hlé á nefnd- arstarfinu og ræða við helstu leið- toga súnníta um framhaldið. AP Syrgir syni sína Stokkhólmi. AP. | Volvo- bílaverksmiðjurnar í Svíþjóð hafa farið fram á, að tilrauna- ökumönnum fyrirtækisins verði leyft að drekka í vinnunni. Hjá Volvo er mikið lagt upp úr örygginu og þar er nú verið að prófa búnað í bílum, sem tek- ur ráðin af bílstjórum séu þeir of viðbragðsseinir, til dæmis vegna ölvunar eða þreytu. Þennan búnað þykir best að reyna við „eðlilegar“ aðstæður. Sænsk stjórnvöld hafa ekki enn svarað beiðninni en það fylgir sögunni, að ökumennirnir drukknu verði ekki úti á veg- unum, heldur aðeins á til- raunasvæði Volvo í Gautaborg. Lög um áfengismagn í blóði ökumanna eru ströng í Svíþjóð, strangari en víða annars staðar. Leyfi fyr- ir ölvaða ökumenn? London. AFP | Þrír breskir hermenn verða dregnir fyrir herrétt vegna stríðsglæpa en þeir eru sakaðir um að hafa pyntað íraska fanga og valdið dauða eins þeirra. Skýrði Goldsmith lávarður og ríkissaksóknari Bret- lands frá þessu í gær. Mennirnir þrír eru meðal 11 breskra hermanna, sem hafa í tveim- ur aðskildum málum verið sakaðir um að misþyrma föngum í Írak. Byggjast ákærurnar á lögum Al- þjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag þótt málin verði rekin fyrir breskum herrétti. Einn mannanna þriggja, liðþjálf- inn Donald Payne, er ekki aðeins sakaður um misþyrmingar eins og hinir, heldur að hafa valdið dauða ungs Íraka, Baba Mousa, með því að berja og sparka í hann. Átti það sér stað í borginni Basra í Suður-Írak í september 2003. Segir faðir hans og aðrir Írakar, sem handteknir voru sama dag, að Mousa hafi ekkert til saka unnið en hann og fimm aðrir störfuðu á hóteli í Basra. Í vitnisburði eins félaga Mousa, Kifah Taha al-Mutaris, segir, að þeir hafi verið handteknir og poki dreg- inn yfir höfuð þeirra. Í fangavistinni hafi jökulköldu vatni verið steypt yf- ir þá í 40 stiga hita og þeir raunar ekki fengið annað vatn að drekka en það, sem þeir gátu sleikt af innan- verðum pokanum. Segir al-Mutari, að þeir hafi verið sviptir svefni og það hafi verið einn leikur bresku her- mannanna að neyða þá til að leggja á minnið nöfn breskra knattspyrnu- manna og berja þá síðan ef þeir gleymdu þeim. Önnur skemmtun hermannanna var að lemja fangana og keppa um hver yrði fyrstur til að berja þá upp að vegg. Al-Mutari segir, að þriðju nóttina í fangavistinni hafi hann heyrt Mousa, sem var í öðrum klefa, stynja og segja, að hann væri að deyja. Inayat Bunglawala, frammámað- ur í Breska múslímaráðinu, stærstu samtökum múslíma í Bretlandi, fagnaði í gær réttarhöldunum yfir mönnunum og sagði, að þau gætu átt sinn þátt í að draga úr öfgum og hatri meðal sumra múslíma. Stríðsglæparétt- arhöld í Bretlandi Þrír hermenn sakaðir um hrottaleg- ar misþyrmingar og manndráp í Írak Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Jan Egel- and, sem sér um að samræma hjálp- arstarf á vegum Sameinuðu þjóð- anna, skoraði í gær á ríki heims að leggja fé af mörkum til að unnt yrði að koma í veg fyrir „skelfilega hungursneyð“ í Vestur-Afríkurík- inu Níger. Þar ógnar hungrið lífi 2,5 milljóna manna, þar af 800.000 barna. Egeland sagði, að ekki væri vitað með vissu um tölu látinna en full- yrti, að um 150.000 börn væru nú svo illa haldin af vannæringu, að búast mætti við, að þau dæju þá og þegar. „Við gátum komið í veg fyrir þetta en gerðum það ekki,“ sagði Egeland. Í Níger búa 11,5 milljónir manna og á síðasta ári hefur vannæringin sagt mismikið til sín hjá 3,6 millj- ónum þeirra. Benti Egeland á, að það kostaði 80 dollara, rúmlega 5.200 ísl. kr., að bjarga barni, sem væri aðframkomið, en aðeins rúm- ar 65 kr. ísl. á dag að koma í veg fyrir, að það kæmist á það stig. Hungrið í Níger nú stafar af þurrkum í fyrra og óvenjumikilli engisprettuplágu og á það raunar einnig við um nágrannaríkin. Egeland sagði, að Matvælaáætl- un SÞ hefði beðið um 16 millj. doll- ara í maí síðastliðnum en fengið sama og ekkert. Nú þyrfti hún á 30 millj. dollara að halda og undirtekt- irnar væru heldur betri. Búið væri að heita 10 millj. og meira væri á leiðinni. Börnin deyja úr hungri í Níger Reuters Alvarlega vannært barn í Níger. Washington. AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti er gagnrýndur hart vestra fyrir að ætla að aflétta banni á sölu tækni á sviði hagnýt- ingar kjarnorku til friðsamlegra nota til Indlands. Er fullyrt að ákvörðunin geti grafið undan samn- ingum um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna en Indverjar, sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, eiga ekki að- ild að slíkum samningum. Bush forseti undirritaði á mánu- dag yfirlýsingu eftir fund með Man- mohan Singh, forsætisráðherra Ind- lands, í Hvíta húsinu um að hann myndi biðja þingið að aflétta bann- inu. Orkumálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem skipuð er bæði repúblikönum og demókrötum, samþykkti á þriðjudag yfirlýsingu um að banna skyldi útflutning á kjarnorkuþekkingu til Indlands og annarra ríkja sem ekki eiga aðild að samningnum um útbreiðslubann, NNT, og hafa sprengt kjarnorku- sprengjur. Indverjar fá samkvæmt nýjum samningi um aukið samstarf ríkjanna tveggja að kaupa í Banda- ríkjunum og öðrum ríkjum eldsneyti í kjarnaofna og búnað til nota í þá. Er markmiðið að gera Indverjum kleift að auka rafmagnsframleiðslu til að efla framþróun í efnahagslífinu. Indverjar heita því á móti að leyfa al- þjóðlegum eftirlitsmönnum að fylgj- ast með öryggismálum í kjarnorku- verum sínum en þó ekki kjarnorkuvopnabúrinu. „Stórhættulegt“ einmitt núna Samkvæmt bandarískum lögum er bannað að selja tæknibúnað sem gæti komið að gagni við kjarnorku- vopnaframleiðslu til landa sem ekki hafa undirritað NNT. Jon Wolfsthal, sérfræðingur hjá Carnegie-friðar- stofnuninni, segir „stórhættulegt“ að hefja samstarf við Indverja í kjarnorkumálum núna. Það gæti veikt NNT-samninginn sem 180 ríki hafa staðfest. Samningurinn hefði komið í veg fyrir að að ríki eins og Þýskaland og Japan kæmu sér sjálf upp kjarnavopnum. „Nú munu þau líta á þessa ákvörðun Bandaríkja- manna og segja með sér: ef Indland má ráða yfir kjarnorkuvopnum og kjarnaofnum, af hverju þá ekki við?“ sagði Wolfsthal. Nicholas Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að Indverjar fylgdu vand- lega öllum alþjóðlegum vinnureglum um bann við að breiða frekar út kjarnorkutækni. Þeir hefðu einnig strangt öryggiseftirlit með hættu- legum búnaði og þekkingu á þessu sviði. Vilja leyfa sölu á kjarn- orkutækni til Indlands Ákvörðun Bush Bandaríkjaforseta gagnrýnd hart og sögð geta grafið undan alþjóðasamningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.